Fréttablaðið - 17.12.2003, Page 41

Fréttablaðið - 17.12.2003, Page 41
41MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2003 FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Lionel Scaloni, leikmaður Deportivo, er ekki ánægður með David Beckham þessa dagana. Upp úr sauð milli þeirra „félaga“ er Real lék gegn Deportivo um helgina og mátti litlu muna að Scaloni spólaði í Becks. Ástæðan er sú að Becks kleip í Scaloni á viðkvæmasta stað og það sætti hann sig illa við. „Dómarinn sagði okkur að sættast. Becks bauð hendina en það var engin meining á bak við afsökunarbeiðnina. Hann var með takta. Ég meina hann greip í „kúl- urnar“ á mér. Finnst ykkur það viðeig- andi?“ sagði Scaloni sem einnig reifst við Becks eft- ir leikinn ásamt öðrum góðvini Beck- hams, Aldo Duscher. ■ ÚTSALA ÚTSALA 40- 70% afsláttur Áður Núna Peysa m/gatamynstri 5.900,- 2.900,- Bómullarpeysa 5.800,- 2.900,- Jakkapeysa 5.900,- 2.900,- Vatteraður jakki 5.900,- 1.900,- Dömubolur 3.400,- 1.200,- Krumpuskyrta 3.900,- 1.900,- Samkvæmiskjóll 7.800,- 2.900,- Mokkajakki 7.900,- 3.900,- Satínpils 4.800,- 1.900,- Rúskinns-stígvél 6.800,- 1,900,- Stærðir 34 - 52 Og margt margt fleira Opið 10:00 - 18:00 Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 568-2870 Meiri verðlækkun FÓTBOLTI Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy er kominn í samn- ingaviðræður við forráðamenn Man. Utd. um að hann geri lang- tímasamning við félagið og endi feril sinn á Old Trafford. Þessi 27 ára framherji jafnaði á dögunum markamet Denis Law þegar hann skoraði sitt 28 Evrópumark fyrir félagið og hefur raðað inn mörk- um öll árin sín hjá United. Nistel- rooy segist vilja klára feril sinn með Manchester þrátt fyrir að lið eins og Real Madrid sé á höttun- um á eftir þessum snjalla sóknar- manni. „Það sem er öruggt er að ef að ég geri nýjan samning við Manchester þá verður það samn- ingur upp á að enda minn feril hér,“ sagði Ruud í viðtali við hol- lenska sjónvarpsstöð en hann hef- ur skorað 16 mörk fyrir United í öllum keppnum í vetur. ■ Spænska knattspyrnan um helgina: Beckham greip um kúlur Scaloni DAVID BECKHAM David Beckham lenti í útistöðum við Lionel Scaloni, leikmann Deportivo. Ensku meistararnir í Man. Utd. að gera nýjan samning: Nistelrooy vill enda ferilinn á Old Trafford RUUD VAN NISTELROOY Hollendingurinn snjalli vill vera áfram hjá ensku meisturunum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.