Fréttablaðið - 17.12.2003, Side 22

Fréttablaðið - 17.12.2003, Side 22
22 17. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Nýjar plötur ■ Afmæli ■ Andlát ■ Jarðarfarir Bræðrunum Orville og WilburWright tókst fyrstum manna að fljúga mótorknúinni flugvél þennan dag árið 1903. Orville og Wilbur Wright ólust upp í Dayton í Ohio. Áhugi þeirra á flugi kviknaði við að kynna sér verk þýska verkfræðingsins Otto Lillienthal á tíunda áratug 19. ald- ar. Ólíkt eldri bræðrum sínum fóru Orville og Wilbur ekki í framhaldsnám. Árið 1892 smíðuðu þeir prentvél, opnuðu hjólreiða- verslun og verkstæði. Fljótlega fóru þeir að smíða sín eigin reið- hjól. Wright-bræður kynntu sér verk og hugmyndir hinna ýmsu verkfræðinga um flug. Þeir sendu fyrirspurn til veðurstofu Banda- ríkjanna þar sem þeir spurðu hvar best væri að stunda svif- drekaflug. Veðurstofan benti þeim á Kitty Hawk, einangraðan bæ í Norður-Karólínu, þar sem stöðugir vindar voru og mjúk lending. Fyrstu svifdrekaflugin gengu ágætlega og árið 1901 próf- uðu þeir rúmlega 200 vængi. Bræðurnir smíðuðu tólf hest- afla vél og hús í kring heima í Dayton en fluttu vélina í bútum til Kitty Hawk. Þeir gerðu nokkrar tilraunir með vélina og 14. desem- ber reyndu þeir fyrsta flugið en án árangurs. Þeir eyddu þremur dögum í viðgerðir og loks þann 17. desember, klukkan 10.35, fyrir framan fimm vitni tókst Orville að fljúga um 120 fet. ■ Björn Einarsson, Álfheimum 56, Reykja- vík, lést laugardaginn 13. desember. Magnús Guðlaugsson úrsmiður, Hjalla- braut 33, Hafnarfirði, lést mánudaginn 8. desember Maja Greta Briem, lést sunnudaginn 14. desember. Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, Vestur- braut 1, Grindavík, lést föstudaginn 12. desember. Þórður Guðmundur Þórðarson, Pálm- holti 12, Þórshöfn, lést föstudaginn 12. desember. Allir dagar eiga að vera eins ogí skáldskap,“ segir Jón Kalman Stefánsson rithöfundur sem verður fertugur í dag. „Þeir eiga að koma á óvart.“ Afmælis- dagurinn í dag er engin undan- tekning. „Ég sæki strákinn á leik- skóla og fer með dóttur mína í ungbarnaskoðun. Ég ætla að klára að lesa Öll nöfnin eftir nóbels- skáldið José Saramago og ein- hvern tímann fæ ég mér gott viskí. Hvað ég geri annað er óljóst en dagurinn lofar góðu.“ Þetta verður þó ekki allt og sumt því kona hans, María Karen býður vinum og fjölskyldu til veislu á föstudaginn. Frá Jóni kom nýlega bókin Snarkið í stjörnunum þar sem höfundur er að flétta saman nú- tíð og fortíð eins og í svo mörg- um öðrum verkum hans. „Það er misjafnt hvernig hugmyndirnar koma,“ segir Jón aðspurður um hvernig bækur hans verða til. „Stundum byrjar það á tilfinn- ingu sem leitar út frá sér og vex smátt og smátt. Svo er það kannski lítil saga sem ég heyrði einhvers staðar en það getur tekið mörg ár að átta sig á að þar sé eitthvað sem maður vill segja.“ Þó svo að hugmynd sé komin að nýrri bók er ekki hægt að sleppa strax hendinni af þeirri sem var að koma út. Hann hefur verið að lesa upp úr bók sinni víðsvegar um landið, meðal ann- ars á Akranesi þar sem honum var boðið í skarf. „Það var önd- vegis kokkur sem eldaði hann með sítrónu. Ég hafði aldrei smakkað skarf áður, en útkoman var mjög góð.“ Eftirminnilegasta afmæli Jóns er frá því hann var smápolli í Reykjavík; „Ég fór í bíó á afmæl- isdaginn og einn vinur minn var með kínverja inn á sér. Það vildi svo til að kínverjinn sprakk í vasa hans inni í bíóinu en sem betur fer slasaðist hann ekki mikið. Það má segja að þetta at- vik hafi sprengt sér inn í minn- inguna. Annars eru afmæli eins og jólin. Það er ilmur af þessum dögum sem tengir þá saman en það eina sem breytist er að mað- ur eldist.“ ■ MILLA JOVOVICH Leikkonan myndarlega verður 28 ára í dag. 17. desember ■ Þetta gerðist 1777 Frakkar staðfesta sjálfstæði Bandaríkjanna. 1791 Fyrsta einstefnugatan er tekin upp í New York. 1830 Simon Bolivar deyr í Kólumbíu. 1973 Arabískir hryðjuverkamenn drepa 31 farþega í þýskri flugvél á flug- vellinum í Róm. 1978 OPEC-ríkin ákveða að hækka olíu- verð um 14,5% í lok næsta árs. 1992 Bush Bandaríkjaforseti, Brian Mul- roney, forsætisráðherra Kanada, og Carlos Salinas de Gortari, for- seti Mexíkó, skrifa undir viðskipta- bandalag Norður-Ameríku-ríkja. 1996 Rauði krossinn dregur alla starfs- menn sína úr Téténíu eftir að byssumaður hafði drepið sex hjálparstarfsmenn. WRIGHT Fyrstir manna til að fljúga. Wright bræðrum tekst að fljúga WRIGHT-BRÆÐRUM ■ tekst fyrstum manna að smíða flugvél sem helst á lofti. 17. desember 1903 Níðsterkir og liprir KULDAGALLAR fyrir börn og fullorðna Hlýtt í vetur Afmælið sem sprengdi sig í minninguna Einar Karl Haraldsson, almannatengill og varaþingmaður, er 56 ára. 13.30 Ástríður Karlsdóttir hjúkrunarkona, Faxatúni 19, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Lára Pálsdóttir frá Svínafelli, verð- ur jarðsungin frá Kópavogskirkju. 13.30 Þorvaldur Kolbeins Árnason, Skólabraut 2, Seltjarnarnesi, verð- ur jarðsunginn frá Seltjarnarnes- kirkju. 14.00 Kristjana Benediktsdóttir, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju. 15.00 Ingveldur Jóhannesdóttir frá Skál- eyjum, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. JÓN KALMAN STEFÁNSSON Það er óljóst hvernig hugmyndir verða að bókum en eins og Hannes Sigfússon sagði þá verður ferill orðanna ekki rakinn. Afmæli JÓN KALMAN STEFÁNSSON ■ rithöfundur er fertugur í dag Hann vonast til að dagurinn í dag muni koma honum á óvart eins og í skáldskap. Út er komin platan Í botni...frá Stimpilhringjunum. Geisladiskurinn er gefinn út í til- efni af 25 ára afmæli Vélhjóla- íþróttaklúbbsins. Á plötunni eru átta lög, flest undir tveimur mín- útum að lengd, eftir Heimi Barðason. Platan er gefin út af klúbbnum og rennur allur ágóði af sölu til styrktar hans. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.