Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Opið til kl.22:00 fram að jólumÍS LE NS KA A UG LÝ SIN GA ST OF AN EH F/ SIA .IS IK E 2 31 10 12 .20 03 © In ter IK EA Sy ste ms B .V . 2 00 3 690,- Hangikjöt með kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og uppstúf til kl. 22:00 alla daga til jóla auk fjölda annarra gómsætra rétta. Frábær barnamatseðill fyrir yngri kynslóðina. Ilmurinn úr IKEA er svo lokkandi...Kuldabál og kvalir Þreyttur beið hann eftir að bað-kerið fylltist. Einn heima ásamt fimm ára syni. Það var bankað, fast og ört. Hann fór til dyra. Skelfdur vörubílstjóri stóð á tröppunum. Fullur angistar stundi bílstjórinn upp að bátur hefði ekki náð landi. Það er leit. Hann klæddist því sem hendi var næst, tók barnið og bað nágrannana að gæta þess. Fram- undan var nótt angistar, vonbrigða og sorgar. ÞAÐ VAR kalt að standa nætur- langt í stafni. Vonin ein dugði ekki til að orna köldum mönnum. Hvað hafði gerst? Hafði þeim tekist að bjarga sér? Ekkert benti til að týndi báturinn væri ofansjávar. Kuldinn ágerðist. Vonleysið líka. Heitt kakó á hálftíma fresti varð að duga. Ógætileg orð féllu. Sá sem sagði þau vék frá. Fann að hann hafði gert mistök. Hinir táruðust, grétu i hljóði. Sjómenn gráta ekki. Þerra tárin með handarbakinu. Kyngja grátnum. ÁFRAM VAR leitað. Ekkert fannst. Allt benti til að hörmulegt slys hefði orðið. Eftir kalda og átak- anlega nótt tíndust bátarnir inn. Engin orð féllu, kvölin var alls- ráðandi. Öllum var kalt og engin svör fengust við áleitnum spurning- um. Engin. Hlýir bílar biðu og mönnum var ekið heim. Fengu stut- ta stund þar til róið var til fiskjar. Það varð að draga netin. Á leiðinni heim var ekið fram hjá húsi fjöl- skyldunnar. Faðir og sonur voru um borð í bátnum sem ekki skilaði sér. Grátur og sorg. Hryggð. ÞRÁTT FYRIR að mörg ár séu frá nóttinni vondu, gleymist hún ekki. Ekki sorgin, ekki konan í gluggan- um sem sá á eftir ástvinum, ekki kuldinn, ekki ógætilegu orðin sem urðu til að sjómenn kyngdu gráti. Nóttin gleymist aldrei. Ekki heldur dagarnir á eftir. Sorgin helltist yfir byggðina, og þjóðina. Samfélagið var viðkvæmt og hljótt. Orð voru oftast óþörf. Allir hugsuðu eins. Sumir misstu langtum meira en aðr- ir. Allir misstu eitthvað. Öll reynsla markar okkur. Stundum mikið, stundum minna. Kalda nóttin þegar vonin hvarf var kvalafull og níst- ingsköld. Hún er það enn og verður alltaf. Ekki síst á jólum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.