Tíminn - 18.07.1971, Side 1

Tíminn - 18.07.1971, Side 1
TVÆR SYSTUR samið, að Calma yrði eiginkona Friðrika, þáverandi krónprins í Danmörku. Cölmu fannst þetta heimsku- legt. Hún ætlaði sér ekki að giítast af öðrum ástæðum en ást. Annar biðill var einnig vongóður, prins af Bourbon- Parma, en Calma fitjaði bara upp á nefið við honum. — Hann kann ekki einu sinni að dansa og þar að auki elska ég Friedrich-Wolfgang, sagði hún. Calma prinsessa af Sachsen- Coburg og Gotha er eina systir Sibyllu Svíaprinsessu. Einu sinni léku þær sér saman og „Billa“ óskaði sér gullkórónu í jólagjöf, en Calma, sem er fjórum árum yngri vildi held- ur smáhest og tindáta. í dag er eldri systirin mjög auðug, en sú yngri á varla mat til eins dags í einu og verður að velta fyrir sér hverjum eyri. Andlit þeirra sýna greinilega, hversu ólíkt líf þeirra hefur verið. Miklar breytingar, stöðug fjárhagsvandræði, auðmýkt og allskyns vandamál hafa ein- kennt líf Cölmu, meðan Sibylla, verðandi kóngamóðir í Svíþjóð hefur velt sér í pcn- ingum og öllum lífsþægindum. Systurnar eiga ekki lengur neitt sameiginlega. Þær hafa varla talað saman síðan 1942, aðeins hitzt við jarðarfarir for- eldranna, 1954 og 1970 . . . Calma er svarti sauðurinn í fjölskyldunni, stúlkan, sem gerði lítið annað en koma af stað hneykslissögum. Sibylla er stolt ættarinnar og orð henn- ar eru lög. Nú í júní varð Calma 59 ára. f átta ár hefur hún búið með trésmið, sem er 28 árum yngri en hún og hún kallar hann unnusta sinn. Þau búa við mjög lítil efni í fátækrahverfi, rétt utan við Coburg, þar sem faðir hennar var eitt sinn kallaður „einn af auðugustu mönnum Þýzkalands". Sibylla prinsessa vill 'ekki að Margartha, Birgitta, Christ- • ina, Désiré og Carl Gustaf hafi nokkurt samband við frænku sína. En þegar amma þeirra var jarðsett, móðir Cölmu og Sibyllu, gat hún þó ekki komið í veg fyrir, að Margaretha gengi til Cölmu. Margaretha, prinsessan með stóra hjartað, sem sjálfri hefur alltáf fundist hún verá útundan, skildi, hvern ig Cölmu leið. Hún faðmaði hana að sér, og sagði vingjarn- lega: — Mikið var gott, að þú gazt komið. Þreytulegt andlit Cölmu lifn aði allt við þessi orð. Hinar — andlit þeirra segja gmnjlega sögu um hve ólík örlög þeirra hafa verið. Hamingja Cölmu var skammvinri ftg dýr- keypt, en Sybilla fékk kórónuna. systurnar, sem voru þarna, Birgitta og Christina, þóttust ekki sjá hana — sneru við henni baki eins og Sibylla. Nú berjast systurnar Sibylla og Calma og tveir bræður þeirra — sá þriðji féll í Rúss- landi — um arfinn eftir foreldr aná. Rætt er um, að verðmætin séu allt að milljarður sænskra króna. Meirihluti fjölskylduauð æfanna er í sjóði, en einkafjár munir eru líka til og auk þessa sex hallir, þótt sumar þeirra séu austan landamæranna og taldar opinber eign. v En Calma nýtur varla mikils góðs af þessu, því peningarnir eru fastir. Hún fær lítið eitt til að lifa af frá sjóðnum, um það bil 100 þús. ísl. krónur, það er allt og sumt. Sibylla fær jafn- mikið. í hálfkvisti við litlu systur sína, hvað það snerti. Á dansleik einum hitti Calma Friedrich-Wolfgang, greifa af Castell-Rudenhausen. Hann var sjö árum eldri en hún, 25 ára flugstjóri hjá Lufthansa. Þau urðu þegar ástfangin og sama kvöld sagði Calma við, móður sína, að þennan mann og eng- an annan vildi hún eiga. Hertogaynjan Victoria-Adel- heid, varð allt annað en glöð við og það sama var að segja um manri hennar, hertogann, faðir Cölmu .Greifinn var ekki talinn gott mannsefni — þar að auki hafði komið í ljós, að bæði konungsfjölskyldur og furstafjölskyldur álitu það um- Hin töfrandi Calma Einu sinni skemmtu fimm systkini af Sachsen-Coburg og Gotha sér saman. Nú er sagt að móðir þeirra gangi ljósum logum í einni höllinni, þar sem þau ólust upp — fólk þar segir, að hægt sé að heyra hana slá staf sinum við hallarmúrinn á næturnar. Calma var það barn- ið, sem þótti elskulegast — hún var góð í sér og alltaf glöð í skapi. Skírnamafn hennar er hvorki meira né minna en Caroline Mathilde Helene Ludwige Augusta Beatrice. En sjálf vildi húr aldrei heita ann að en bara Calma. Þegar hún fór að koma fram í selskapslífinu, varð hún starx miðpunkturinn — karlmenn drógust að henni eins og bý að hunangi. Sibylla komst ekki flugslysi. — Fljúgið með mér Hjónabandssælan entist í fimm ár og Calma hélt áfram að vera hin ókrýnda drottning dansleikjanna, lífleg og skap- heit. Haustið 1936 hitti hún mann, og sá fundur varð ör- lagaríkur fyrir framtíð hennar. Hún heimsótti flugvélaverk- smiðju ásamt manni sínum og var kynnt fyrir einum kunn- asta reynsluflugmanninum. — Hann hét Max Sehnirring og hafði verið vinur Görings í fyrra stríðinu. Hann var dökk- ur á hörund af dvöl í hitabelt- inu, hárið var kolsvart og hann líktist Indíánahöfðingja af : Aztekaættum. Calma |éjl fyrir honum á sömri stúndu'og hun sá hann. Hvíiíkur maður. ; — Ég vil að þér fljúgið með mér, prinsessa, hvíslaði Schnirr ing, jafnhrifinn. Daginn eftir hringdi hann til Cölmu og þau ákváðu að fara í flugferð. Og þessi flugferð varð umtöluð. Niðri á flugvellinum stóðu hin- ir flugmennirnir og horfðu á flugvélina hnita hringa, fljúga á hvolfi og gera hinar djörf- ustu kúnstir. Allir bjuggust við ,að bera yrði prinsessuna í yfirliði út úr flugvélinni, þeg- ar hún lenti, en það var Calma, sem stökk brosandi út, klapp- aði saman lófunum og sagði: — Dásamlegt, stórkostlegt! Annan maí 1938 fékk Calma skilnað frá Friedrich-Wolfgang og sex vikum síðar giftist hún Max Schnirring og þá var hún langt gengin með fyrsta barn En fjölskyldan haggaðist ekki — og blóðið ólgaði í æð- um elskendanna. Calma var komin þrjá mánuði á leið, þeg- ar brúðkaup þeirra Friedrichs- Wolfgang var haldið 14. des- ember 1931. Fjórum árum seinna voru börnin orðin þrjú, Bertram, Konradin og Victoria. 1 '§ Síbylla Svíaprinsessa er stolt ættarinnar — orð hennar eru lög. Einkasystir hennar, Calma, er svarti sauð- urinn — hún er fátæk og allir hafa snúið við henni baki. Líf Cölmu hefur verið storma- samt, sorgir og þján- ingar. Nú getur hún bara vonazt eftir smá- vegis af fjölskyldu- auðnum, sem huggun í ellinni. þeirra. Til að byrja með, sett- ust þau að í Chile og Calma flaug reynsluflug með manni sínum, alveg þar til barnið fæddist. — Þetta vuru ham- ingjuríkustu ár æfi minnar, þegar ég var gift Max, hefur Calma alltaf sagt. 1939 fæddist dóttir þeirra, Calma, 1940 Dag- mar og 1942 Michael. Calma var sífellt hrædd um Max, bæði í fluginu og fyrir öðru kvenfólki. Eitt sinn eftir afbrýðisrifrildi, reyndi hún að skjóta sig, en var svo æst, að hún hitti ekki. Til að slappa af, þegar Max var að fljúga, tók Calma upp á því að drekka. 7. júlí 1944 kom svo áfaHið. Max Scnirring fórst í reynslu- flugi og í því sambandi var kvíslað um skemmdarverk. Prinsessan og frésmiðurinn Nú stóð Calma ein uppi með sex ung börn. í hinu sveltandi Þýzkalandi eftirstríðsáranna, barðist hún við hungrið. Hún fór að gera við skó og sá þannig fyrir bömunum. Margir karlmenn reyndu að vinna hug hennar og eitt sinn trúlofaðist hún lækni frá aust- urhlutanum, bara af hjálpsemi við hann. Skósmið einum, sem kallaði sig listamann og kaup- mann varð betur ágengt. Hann bað hennar og hún sagði já. En það sem hann hafði gleymt að segja Cölmu, var að hann átti þegar eiginkonu og fjölda barna. Calma fékk taugaáfall, þegar lögreglan kom og hand- tók hann fyrir fjölkvæni eftir fárra mánaða hjónaband. Frá systur sinni 1 Svíþjóð heyrði Calma ekki orð á þess- um erfiðu árum. Dag nokkurn árið 1963 var Calma úti að viðra hundinn sinn og þá stakk seppi af. Hún fann hann hjá trésmiðnum Giinther Heinzmann. Þau tóku tal saman og fundu hvort ann- að fljótlega. Calma sér fyrir honum líka með peningunum úr fjölskyldusjóðnum. Heins- mann er að mestu leyti atvinnu laus, en það c, Cölmu huggun, að hafa einhvern til að halda

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.