Tíminn - 18.08.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 18.08.1971, Qupperneq 2
I Helgi á HrafnkelsstöSum um tíðarfarið: „ÉG SPÁI SNJÚ, MÝSNAR OG FÍFAN IGÞ—Reykjavík, þri'ffjudaB. Helgii Haraldsson á Hrafnkels- stöðum leit inn til Tímans í dag og talaði við okkur um veðrið í ár. Gísli Sigurðsson, ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins hafði haft eftir honum spádóm um veður- farið. Og þegar við sögðum eitt- hvað á þá leið við Ilelga, að þeir hjá Morgunblaðinu væru að vitna i hann svaraði hann: — Guð láti gott á vita. Auk þess bætti hann við: Ég sagði nú ekki meira en að þetta yrði mjög gott ár. Enn þá stenzt það. Ég þori að fullyrða, að á þessaii öld hefur aldrei kom ið önnur eins veðurblíða frá ný- ári til þessa dags hér á Suður- landi. Það hefur ekki einu sinni hvesst. Og grasið er meira en ég hef séð dæmi til áður. Nýtingin hefur verið með afbrigðum góð. Allar hlöður verða fullar, og menn farnir að bjóða heyin helm ingi ódýrari en í fyrra, en eng- inn vill kaupa. En ég sagði líka að ég óttað- ist harðan vetur. Nú er hafis á Húnaflóa, og þá er alltaf þurrkur á Suðurlandi. Og ég hélt að þurrk urinn minn héldist til höfuðdags. Þá var vant að ísinn færi í höfuð- dagsstrauminn. Ef hann fer ekki þá, þá situr hann í allan vetur. Þetta sögðu nú þeir gömlu karl- ar. En ef ísinn fer núna þá er hætt við að komi úrkomutíð eftir höfuðdaginn. Og nú er ég ekki orðinn einn um að spá snjóvetri. Allar mýs á Suðurlandi gera það líka. En enginn veðufræðingur enn. Ég hitti gamlan bónda í Flóanum, þegar ég kom suður, og hann sagð ist alltaf spá vetrunum eftir fíf- unni. Mikil fífa veit á snjóavetur, og hann sagðist aldrei hafa séð önnur eins ókjör af fífu eins og nú væri í Flóanum. Látum þetta þrennt duga. Ég spái snjó, og mýsnar og fífan. Er botnlanginn enn í Nixon? Komið er á daginn að ekiki er með öllu hættulaust að ferðast til Kina, einkum ef svo vill til að menn fái botnlangakast og þurfi að leggjast undir uppskurð. Nýlega var kunnur bandarís:kur blaðamaður á ferð í Peking, James Reston, sem skrifar fasta þætti í hundrað þúsund dag- blöð eða svo, m.a. í Timann. Hann talaði við þann svarta senuþjóf, Sjú- en-læ, forsætisráðherra, en varð auk þess fyrir þvi að fá vont botnlanga- kast. Kasti þessu lauk með uppskurði, botnlanginn var numinn burt, og varð eftir í Kina, en grunur leikur á því að í staðinn fyrir botnlangann hafi Kinverjar sett örsmátt hlustun- artæki i maga Restons, og verður varla nær komizt kjarna mála í Bandarlkjunum en það, þar sem maðurinn fjallar um marga leynda hluti í starfi sínu. Sá sem kom af stað grunsemdum um, að James Reston væri hlustaður, er annar ekki ófrægari dálkahöfund- ur bandarískur, Art Buchwald að nafni. Hann hefur það sér til ágætis helzt, að segja sem fæst í alvöru, og auðvitað varð uppskurður Restons inni í miðju fjandmannalandinu næg ástæða til að leysa hugmyndaflugið úr læðingi. Stundum fellur gaman- seml af þessu tagi um sjálfa sig um leið og hana ber fyrir augu, en önn- ur á sér dýpri rætur. Svo er um uppdiktað hlustunartæki í maga James Reston. Það er staðreynd, að einkum Bandarikjamenn og Rússar hafa náð sérstaklega iangt í þessari greln njósna og neðanjarðarstarf- semi. Bandarikjamenn hafa nýverið staðið í viðkvæmum deilum út af símahlustumum alríkislögreglunnar, sem yfirmaður heWnar, Eldar J. Hoover, hefur talið alveg bráðnauð- aynlegar, einkum til að hindra starf- semi undirróðursmanna og fjand- manna ríkisins, Sagt er að Rússar þrælhleri allar orðræður í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu, og komi upp nýjum hlerunartækjum jafnóð- um og upp kemst um önnur, undir allskonar yfirskini þjónustu og við- gerða. Og yfirleitt virðist hvaðeina hlerað þar sem upplýslnga er von, og virðast ótrúlegustu staðir valdir undir hlustunartækin. Hingað til hefur þó engum nema Buchwald dottið í hug að hægt væri að setja hlustunartækl í maga manns við upp- skurð, En sú kenning hefur fyrir löngu verið sett fram, að það sem þú hugsar, það er framkvæmanlegt. Nú stendur fyrir dyrum að Nixon, Bandaríkjaforseti heimsæki Kína. Vonandi er búið að taka úr honum botnlangann, svo ekki komi til þess að opna þurfi hann í Peking, eins og James Reston. Þvi þótt Art Buchwald ljúgi öllu sem hann segir, væri ó- hugnanlegt fyrir ýmsa aðila að þurfa að lifa við minnstu grunsemd um að sjálfur Bandarikjaforseti værl snú- inn heim með kínverskt hlustunar- tæki i maganum, Hvemig halda menn að sjálfum hlustunarmeistar- anum, Edgar J. Hoover liði næst þegar hann fengi einkaáheyrn hjá Nixon eftir Pekingförina. Og hvað um Rússana, sem sjaldan virðast hugmyndarikir, en þvi ötulari við að notfæra sér hugmyndir annarra. Næst þegar bandaríski sendiherrann í Moskvu þarf að láta athuga í sér tennurnar kemur hann eflaust heim með fyllingu, sem er ekki annað en hlustunartæki frá KGB. Þannig hef- ur Art Buchwald orðið óviljandi til þess að færa kaida stríðið á nýtt stig, því að þótt læknum beri að halda sinn Hippokratesar-eið, stendur hvergi að þeir megi ekki koma sjúk- lingum sínum í fjarskiptasamband við andsnúnar þjóðir. Svarthöfðl. TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 18. ágöst NORRÆNIR SAFNAMENN ÞINGA OG SKOÐA LANDIÐ UM LEIÐ ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Um þessar mundir stendur yfir í Reykjavík ráðstefna Sambands norrænna safnamanna. Um 150 manns sækja ráðstefnuna, sem hófst í Norræna húsinu í gær. f viðtali við blaðið í dag, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður, að ráðstefnan gengi vel fyrir sig, allavega væri enginn „skandali“, eins og fyrir kom á annarri nor- rænni ráðstefnu fyrir stuttu. Ráðstefnan byrjaði í gær með umræðufundum, en í morgun voru umræður um söfn og rann- sóknir. Eftir hádegi í dag fóru. ráðstefnugestir í skoðunarferð um borgina, og í þeirri ferða NTB—Höfðaborg, þriðjudag. Adrian Herbert, maðurinn sem skipt var um hjarta og lungu í fyrir 23 dögum, lézt í morgun. Hann hafffi Hfað lengur cn nokk ur annar, sem sams konar aðgerð hefur verið gerð á Ekk er vitað, hvað var bana- mein Herberts en prófessor Bam- ard, sem gerði aðgerðina, kveðst ætla að skrifa um þetta tilfelli í læknatímarit síðar. verða skoðuð söfn og aðrar slik- ar stofnanir innan borgarmark- anna. Á morgun, miðvikudag, fara ráðstefnugestir austur í Þjórsár- dal og skoða bæinn að Stöng, í þeirri ferð verður einnig komið við að Gullfossi og Geysi. Fimmtu deginum verður svo varið til um- ræðufunda, og þá verður rætt um aðalsöfn og byggðasöfn, einnig verður rætt um söfn og umhverf- isvernd. Á föstudag verður byrj- að á því að fara með ráðstefnu- fólkið í ferð austur í Krísuvík, öi líkur ráðstefnunni þá um kvöld ið. i i«Að ráðstefnunni;; l*kinni fara sumir þátttakendur heim á ný, en flestir munu þó fara í ferðalög Herbert, sem fékk hjartað og lungun úr 28 ára gömlum negra, sem lézt af úr höfuðhöggi, var deyj andi, þegar hann var la^ður inn á Groote-Schuur-sjúkrahúsið í Höfðaborg. Hann þjáðist af lungna sjúkdómi, sem hafði lamað hjart að einnig. Hann varð fyrsti mað- urinn í Höfðaborg og sá fjórði í heiminum, sem þessi aðgerð hef- ur verið gerð á. Hinir sjúkling- amir þrir voru allir í Banda- ríkjunum og létust allir innan viku frá aðgerðinni. I um landið, norður að Mývatni eða I þá um Suðurland. FLYTUR ÚR LANDIVEGNA BANNS VIÐ HUNDAHALDI SB—Reykjavík, þriðjudag. Timinn hefur frétt á skot- spónum, en ekki getað fengið það staðfest, að kona ein í Vest urbænum, vel kunnur borgari, hafi nýlega flutt alfarin til Danmerkur, vegna þess að ekki má halda hund í Reykjavík. Þeir, sem fylgzt hafa með hundamálinu, vita, að hundum í Reykjavík hefur verið hótað öllu illu og lengi var búizt við miklu hundablóðbaði í haust. Eftir því sem næstum áreið- anlegar heimildir segja, verður , ekkert úr stórslátrun, en hund- ar mega ekki sjást. Sé það satt, að hundaeigendur séu famir að flýja land, má segja, að það séu nokkuð slæm tíðindi. ■---j Lungna- og hjartaþeginn látinn eftir 23 daga Langá á Mýrum er nú me8 hæstu laxveiðiánum Langá á Mýrum er nú komin í fremstu röð laxveiðiáa landsins. í gær fengum við þær upplýs- ingar, að 650 laxar hafi veiðzt á öðru veiðisvæði árinnar, en eins og við sögðum frá í gær er búið að veiða 750 laxa á neðsta veiði- svæðinu. Á þessu öðru v Iðisvæði er ein- ungis veitt moð tveimur stöng- um. Veiðisvæðið var opnað 15. iúní svo að veiðzt hafa rúmir 10 laxar að meðaltali á dag, eða 5 laxar á hvora stöng, sem að sjnlfsögðu verður að teljast frá- bær veiði, enda mun Langá vera eina laxveiðiá landsins þar sem sú takmörkun er sett, að ekki megi veiða meira en 20 laxa á stöng hvern veiðidag. Heldur lakari veiði í Veiði- vötnum en í fyrra Veiðitímanum í Veiðivötnum lauk 15. ágúst. í viðtali er við áttum í dag við Guðna Kristinsson á Skarði, kom fram, að veiðin í umar er heldur lakari en hún var í f.vrrasumar, enda var veiðin þá með allra bezta móti. Fyrri hluta veiðitímans var mjög óhagstætt vcður við vötnin. kalt var og silungurinn því treg- ur. Seinni hluta veiðitímans skipti yfir til hins betra hvað veðurfar snerti og þess vegna varð veiðin mun betri, og síðustu vikuna jókst veiðin mikið, enda var þá líka leyft að veiða í Litla-Skálavatni, sem áður hafði verið lokað. Var veiðin í því vatni mjög góð, að sögn Guðna. Urriði var eingöngu veiddur í Veiðivötnum og þyngd hans komst allt upp í 10 pund. Algeng asta þyngdin var 3,4 og 5 pund. Að lokum sagði Guðni okkur, að eftirspurn eftir veiðileyfum í vötnin hefði verið mikil. Að meðal tali hefði í sumar verið veitt þar með 18 stöngum, en alls eru 20 stangir leyfðar. — EB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.