Tíminn - 18.08.1971, Side 14
14
mzmm
Landskeppni Dana og íslendinga í sundi:
TÍMINN
Danir leiöa 62-58 eftir
fyrri dag keppninnar
ET-Reykjavík.
Landskeppni fslendinga og
Dana í sundi hófst í Laugardals-
lauginni í gærkvöldi. Keppt var
í 10 greinum.
íslenzka sundfólkið stóð sig
mjög vel í keppninni og sigraði
í 6 sundgreinum samtals. Sér-
staklega stóðu ísl. stúlkurnar sig
mun betur en búizt var við fyrir-
fram.
Guðjón Guðmundsson sigraði
óvænt í 200 m. bringusundi, en
Leiknir Jónsson varð þriðji. —
Þá sigraði Guðmunda Guðmunds-
dóltir í 200 m. flugsundi á glæsi-
legu fslandsmeti. Helga Gunnars
dóttir vann 200 m. bringusund
og Salóme Þórisd. 200 m. bak-
sund. Guðmundur Gíslason varð
yfirburðasigurvegari í 200 m flug-
sundi. Loks vann íslenzka sveitin
óvæntan sigur yfir þeirri dönsku
í 4x100 m fjórs. kvenna. Hins veg-
ar unnu Danir 4x100 m. skriðs.
karla með nokkrum yfirburðum.
Danir leiða keppnina með 62
stigum gegn 58.
Landskeppninni verður haldið
áfram í dag kl. 11, og verður þá
keppt í tveimur greinum. Loka-
keppnin hefst svo kl. 20,00 í
kvöld.
Nánar um keppnina í blaðinu
á morgun.
Framhald af bls. 12
vogsbúum. í fyrra skiptið bjarg-
aði Bjarni Bjarnason á línu eftir
skot frá Atla Héðinssyni. Og í
síðara skiptið átti Ellert Schram
fast lágskot að marki, flestum
sýndist boltinn „liggja inni“, en
á undraverðan hátt tókst Breiða-
bliksmönnum að bjarga á mark-
línu. — Enn sóttu KR-ingar að
Breiðabliksmarkinu og oft mun-
aði mjóu. Eitt bezta marktæki-
færi þeirra í hálfleiknum var,
er Ellert skallaði boltann mjög
laglega fyrir fætur Atla, sem var
of seinn á sér að skjóta. Skot
hans kom í Ólaf markvörð, er
henti sér laglega í átt til bolt-
ans. Segja má, að Ólafur hafi í
þessum leik bjargað liði sínu
frá tapi og líklega einnig frá
Eigínkona mín, móSir okkar, tengdamóðir og amma
Sigríður Jóhannsdóttir,
Barmahlíð 55,
er lézt 11. ágúst verður [arðsungin frá Háteigskirkju fimmtudaginn
19. ágúst kl. 13,30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsam-
lega bent á líknarstofnanir.
Guðmundur Jóhannesson
Jóhann Guðmundsson, Rebekka Kristjánsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir, Rafn Júlíusson
María V. Guðmundsdóttir, Viðar Guðjónsson
og barnabörn,
Tm'-T',rriiiiiiiiiy —niniiiiiiiinifiiHhjiiiiift—'iíi»'i ir
Útför móður okkar og tengdamóður
Hrefnu Ól^fsdóttur,
Eyvindarstöðum,
fer fram frá Bessasfaðakirkju, föstudaginn, 20. ágúst, kl. 14.
Börn og tengdabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu
GuSnýjar Einarsdóttur,
Gljúfri, Ölfusi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum hjartanlega öllum þelm, sem sýndu okkur samúð og vináttu
við andlát og útför
Björns Ingvars Jósefssonar
frá Hrappsstöðum.
Sigríður Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnaböm,
og barnabarnabörn.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og
útför
ÞuríSar Jakobsdóttur.
F.h. vandamanna
Zophonías Pálsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vlð andlát og
jarðarför
Kristjáns Helgasonar
frá Dunkárbakka.
Sérstakar þakkir færum við öllum þelm á Elli- og hjúkrunarheimil-
inu Grund, sem önnuðust hann I veikindum hans.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
wm
falli niður í 2. deild. — í hálf-
leiknum átti Breiðablik fá mark-
tækifæri. Það bezta líklega á 9.
mín., er Þór Hreiðarsson komst
einn inn fyrir, en Magnús Guð-
mundsson markvörður bjargaði
snilldarlega.
í síðari hálfleik, sem var illa
leikinn af báðum aðilum, var lít-
ið um tækifæri og ekkert þeirra
sérstaklega hættulegt.
Um liðin er fátt að segja. KR
virðist mjög spennt vegna þeirr-
ar fallhættu, sem liðið er óneit-
anlega í um þessar mundir. Ell-
ert hefur þó styrkjandi áhrif á
liðið, en hann er nokkuð farinn
að þyngjast á velli. — Breiða-
blik var í heild með afbrigðum
lélegt. Aðeins tveir leikmenn
vöktu athygli mína, Ólafur mark-
vörður og Hinrik Þórhallsson,
ungur og mjög skemmtilega leik-
andi leikmaður. *
Ráðstafanir
Framhald af bls. 1
bandalagslöndin mundu miða við
markið. Þá sagði ráðherrann að
niðurstaðan af þeim ákvörðunum
sem Bandaríkjamenn hafa nú tek-
ið, gæti og leitt til þess, að kerfis-
breyting yrði í sambandi við geng-
isskráningu, þannig að eitthvert
gengi yrði að vissu marki kallað
fljótandi gengi. Mætti búast við
að þetta gæti komið til ákvörðunar
í sambandi við fund Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, sem verður í haust.
Um það hvort aukinn tollur verð
ur settur á ísl. fiskinn, sagði ráð-
herra að það væri enn ekki ljóst, en
ef svo yrði að fiskurinn yrði tollað-
ur, þá mundi það skapa vandkvæði
LEIÐRÉTTING
Guðmundur Arason, fréttaritari
Tímans á Breiðdalsvík, hefur beð-
ið blaðið um leiðréttingu vegna
missagna í frétt blaðsins um heim
sókn íslenzku forsetahjónanna til
Breiðdalsvíkur fyrr í þessum mán-
uði.
f fyrsta lagi var það Guðjón
Sveinsson er flutti ræðu til for-
sctahjónanna í tilefni heimsóknar
þeirra, en ekki Guðjón Jónsson,
eins og missagðist í fréttinni.
f öðru iagi gaf Breiðdalshrepp-
ur forsetahjónunum mynd af
blómi, sem klÍDpt er úr hvhum
pappír og límt á svartan grunn,
en í fréttinni var sr missögn að
myndin átti samkvæmt henni að
vera málverk er ættingjar forset
ans í Breiðdalshreppi áttu að hafa
fært forsetahjónunum að gjöf.
Biður blaðið hlutaðeigandi og
lcsendur sína velvirðingar á mis-
tökum þessum .
MIÐVIKUDAGUR 18. ágúst 197)
Tónabíó
Simi 31182.
— fslenzkur texti —
MAZURKI Á RÚMSTOKKNUM
(Mazurka pá sengekanten)
Bráðfjörug og djörf ný dönsk gamanmynd. GerS
eftir sögunni „Mazurka" eftir rithöfundinn Soya.
Leikendur:
OLE SÖLTOFT
AXEL STRÖBYE
BIRTHE TOVE
Myndin hefur verið sýnd undanfarið í Noregi og
Svíþjóð við metaðsókn.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
hér á landi. Einnig gæti það tíma-
bil, áður en ákvarðanir eru teknar,
skapað okkur vandkvæði, því að
við yrðum að ákveða okkur gagn-
vart þeim viðskiptaháttum, sem þá
ríktu. í þriðja lagi gæti svo orð-
ið erfitt fyrir íslendinga að taka
ákvarðanir, þegar búið væri að
taka ákvarðanir úti í hinum stóra
heimi í sambandi við þessi miklu
átök í efnahagsmálum.
Halldór E. Sigurðsson fjármála-
ráðherra sagði að sænski fjármála-
ráðherrann hefði boðað til fundar
með fjármálaráðherrum Norður-
landa, og Seðlabankastjórum land-
anna. Hefst fundurinn klukkan hálf
fjögur, og mun Jóhannes Nordal
seðiabankastjóri mæta á þeim
fundi fyrir Islands hönd.
Aðspurður um ákvarðanir ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar vegna
efnahagsráðstafana Nixons, sagði
Halldór E. Sigurðsson, að engar
ákvarðanir hefðu enn verið teknar
í þessu sambandi, og yrði beðið
með allar aðgerðir þangað til
málin færu að skýrast, og farið
yrði að skrá gengi á ný.
Þá sagði fjármálaráðherra, að
á Stokkhólmsfundinum yrðu eng-
ar ákvarðanir teknar, heldur
myndu fulltrúar Norðurlanda að-
eins ræða um ástandið. Ekki væri
heldur víst að öll Norðurlöndin
ættu samleið varðandi aðgerðir.
Að lokum sagði fjármálaráð-
herra að fjármálaráðuneytið hefði
ákveðið 15% álagið við tollaf-
greiðslu til að tryggja að ríkið
verði ekki fyrir skakkaföllum í
sambandi við það ástand sem nú
ríkir ,en þetta gjald hefði stund-
um áður farið upp í allt að 25%,
undir svipuðum kringumstæðum.
Ráðherrann sagði að fjármálaráðu
neytið gæti ákveðið gengi undir
slíkum kringumstæðum, en það
væri þá endanlegt, og sú leið
hefði ekki verið farin.
Afmæli
Framhald af bls. 16
Samkvæmt tillögum fjögurra
félaga úr Arkitektafélagi ís-
lands og nefndar á vegum
Fegrunamefndar, er í áttu sæti
fulltrúar frá samtökum verzl-
unar og iðnaðar, var ákveðið
að eftirtaldir aðilar hlytu við-
urkenningu fyrir tillag til fegr-
unar borgarinnar, svo og ætlað
öðrum aðilum til hvatningar:
Fellsmúli 17—19, Háaleitis
braut 109—111, Háaleitisbraut
77, Brekkugerði 19, Norræna
Húsið, Höfði, Álftamýri 29—41,
Dagheimilið við Sólheima, Upp
töku- og vistheimilið við Dal-
braut, Einimelur 10, Osta- og
smjörsalan v/Snorrabraut, Hita
veitugeymar á öskjuhlíð, Haga-
skóli, Ncsvegur 11, Kvisthagi
7, Olíufélagið h.f. við Stóra-
gerði, Búnaðarbanki við Hlemm
torg, Slökkvistöðin, Öskjuhlíð,
Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna.
Fegrunarnefnd Reykjavíkur
er skipuð sjö mönnum, tveimur
tilnefndum af borgarráði, auk
garðyrkjustjóra, sem er jafn-
framt framkvæmdastjóri nefnd-
arinnar, en auk þess tilnefna
Garðyrkjufélag íslands, Hús-
mæðrafélag Reykjavíkur, Hús-
eigendafélag Reykjavikur og
Arkitektafélag íslands mann i
nefndina. Nefndin er nú skip-
uð eftirtöldum mönnum:
Gunnar Helgason, form., Gest
ur Ólafsson, Gísli B. Björnsson,
Hafliði Jónsson, Ingimundui
Sigfússon, Jóhína Guðmunds-
dóttir, Ragnhildur Kr. Björns-
son.
í viðtali er Tíminn átti i
dag við Pál Líndal, borgarlög-
mann kom fram, að 185 ára
afmælisins verður ekki minnzt
á annan hátt, nema þá að flagg
að verður víða um borgina.
Mótmæla
Framhald af bls. 16.
för með sér áfall fyrir þær fisk
veiðihafnir í Bretlandi, sem
ættu tilveru sína undir úthafs-
veiðum togaranna.
— Hvernig í ósköpunum er
hægt að réttlæta slíkar kröfur.
án þess að taka tillit til alþjóða
laga, sem verið hafa í gildi
meiri hluta aldarinnar? spurðj
fulltrúinn. Hann bætti við, að
Bretland væri reiðubúið tii
samningaviðræðna, í því skyni
að koma í veg fyrir rányrkju
fiskimiða.
Laxness
Framhald af bls. 16.
eftir Sölku Völku. Sögunni hefði
verið breytt og útkoman hefði
orðið sú, að honum hefði verið
nákvæmlega sama, hann hefði
eins getaS verið að selja Frökk-
tim saltfisk eins og sýningarrétt
á skáldsögunni í sjónvarpi. Lax-
ness gaf samþykki sitt til að þessi
mynd yrði sýnd tvívegis í franska
sjónvarpinu.
an.
Það skal tekið fram að síð-
ustu, að Rolf Hadrich mun semja
kvnkmyndahandrit eftir Brekku-
kvikmyndahandrit eftir Brekku
undinn sjálfan.
Á víðavangi
Framhald af bls. 3.
um, er það, að hann hefur að
eigin sögn hafið hagfræðinám
að nýju, og er tekinn til við að
glugga í nútíma hagfræðirit,
sem eru skrifuð af mömium,
sem höfðu svipuð sjónarmið
og þeir, sem börðust gegn
cfnahagsstefnu ^ „viðreisnar-
stjórnarinnar“ á íslandi. Batn-
andi manni að bezt að lifa, en
hins vegar er vafasamt, að
Gylfi þurfi nokkuð að fara til
frís uppihalds í Kaupmanna-
höfn til nð losn betri hagfræði
en haun hefur fylgt. — TK.