Tíminn - 19.08.1971, Side 3

Tíminn - 19.08.1971, Side 3
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971 TIMINN 3 i- r Vika er nú þar til Kaupstefnan í Laugardalshöllinni verður opnuS, eða 26. ágúst næstkomandi. Unnið er nú fram á nótt við að fullgera sýningar- 85 RÆÐISMENN ÍSLANDS VÆNTANLEGIR Á RÁÐSTEFNU Utanríkisráðuneytið hefur boðið ræðismönnum íslands til ráðstefnu í Reykjavík. Af uim 130 ræðis- mönnum koma 85, og verða eigin- konur flestra þeirra með þeim. Fundir verða í Loftleiðhótelinu 25. og 26. ágúst n.k. og flytja þar erindi Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, er mun m.a. ræða landhelgismálið, og Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra. Sýnd verður Islandskvikmynd, flutt verða erindi um efnahags- og viðskiptamál, sýnd atvinnufyr- irtæki í Reykjavík, og ýmsir full- trúar atvinnulífsins verða á fundi með ræðisimönnunum. Föstudag- inn 27. ágúst verður farið að Gull fossi og Geysi og til Þingvalla. Flestir ræðismannanna koma til landsins 24. ágúst og fara aftur 28. ágúst, en nokkrir koma fyrr og verða lengur. Tilgangur ráðstefnunar er að kynna ræðismönnunum landið, ekki sízt efnahagsmál þess og viðskiptamöguleika. Reykjavík, 18. ágúst 1971. 1766 hótelherbergi eru nú í landinu deildirnar, og vinna 60 manns á vegum sýningarstjórnar og 150 manns á vegum ýmissa verktaka. ViS uppsetningu og frágang munu sennilega vinna allt a3 1 300 manns, þegar flest verSur. Alls eru deildir sýningarinnar 180 talsins, og sýnendur ver3a 900 frá 24 löndum. Myndin er af þremur sýn- ingarfreyjum, sem verSa á sýningunni, gestum hennar til leiSbeiningar. Stúikurnar klæSast einkennisbúningi, sem sérstaklega hefur veriS gerSur fyrir þær, og er framleiSandinn Álafoss. SJ—Reykjavík, fimmtudag. Gistiherbergi á landinu eru nú 1.766 með 3.479 rúmum. 1.309 þess- ara herbergja, með 1.996 rúmum, eru í hótelum, sem starfa allt árið. 1 sumarhótelum eru 727 herbergi með 1.483 rúmum. Auk þess eru svefnpokapláss í nokkrum sumar- hótelum. Eftir því sem næst verð- Danskir taka sjónvarpskvikmynd um island ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag. Undanfarna 17 daga hefur ver- ið hér á landi flokkur frá danska Útsvör og að- stöðugjöld í Neskaupstað 24 milljónir ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Skrá yfir útsvör og aðstöðugjöld á Neskaupstað er fyrir stuttu kom- in út. Heildarniðurstaða tekna er 24.140.600, en var í fyrra 17.627. 700. Heildarútsvör eru í ár kr. 19.000.800, en voru í fyrra 13.753. 300. Hækkunin nemur því 38.16%. Aðstöðugjöldin nema nú 5.139.800 en voru í fyrra 3.869.900 og hækk- unin á þeim er 32,8%. Heldur var lagt á fleiri aðila en í fyrra, en þá var lagt á 447 aðila, en núna eru gjaldendur 456 tals- ins. 19 einstaklingar bera útsvar yfir 100 þúsund., þar af eru tveir sem hafa meira en 200 þús., og eru það Jón Ölversson skipstj., með 285.400 kr. og Hjörvar Valdimars- son skipstj. með 235.500. Aðeins tvö fyrirtæki báru meira en 100 þús. í útsvar. Voru það Steypusal- an hf., með 146 þús. og Hafbjörg hf. með 100 þús. Hæsta aðstöðugjald ber Síldar- vinnslan hf., kr. 1.831.00. Næst kemur Kf. Fram með 1.117.900 og Drátarbrautin hf. er í þriðja sæti með kr. 372.100. ríkisútvarpinu og hefur hann tek- ið sjónvarpsmynd um ísland, auk þess, sem einn í flokknum hefur gert útvarpsdagskrá um landið. Þessi sjónvarpskvikmynd, sem tekin hefur verið, er ætluð sem kennslumynd fyrir skólabörn á aldrinum 11 til 14 ára, og það sama er að segja um útvarps- prógrammið. Þetta kom fram á blaðamannafundi með stjórnenda sjónvarpsmyndarinnar Elisabetu Grum. Elisabeth Grum sagði, að þessi kennslumynd væri öðru vísi en þær, sem áður hefðu verið sýnd- ar. Þessi mynd ætti að sýna hvem ig þjóðfélag verður til, og hvernig það virkar. fsland hefði orðið fyr- .• valinu vegna þess, að fyrir st jttu hefðu verið gerðar skóla- myndir um Færeyjar og Græn- land. Áður en byrjað verður að sýna myndina í skólasjónvarpinu verður dreift kynningarritum um ísland í alla unglingaskóla Dan- merkur og í þeim verða jafnframt verkefni fyrir skólanemendurna, sagði Grum. Sjónvarpsmyndin á að sýna landafræði, jarðfræði, sögu og núverandi þjóðfélags- hætti fslands. Verður reynt að sýna hvernig landið er fjármagn- að upp, með inn- og útflutningi, nokkuð langur þáttur verður um flugnotkun á íslandi, og er það aðallega vegna þess, að hér eru engar járnbrautir og vegir slæm- ir. Mikil áherzla verður lögð á náttúrukrafta landsins og hvernig við notum þá, sýnt úr gróðurhús- um, frá hitaveitunni og virkjun- um. Sagði Grum, að þau hefðu farið á marga staði og alltaf verið í sól og blíðu. Þau hefðu farið til Mývatns, Búrfells, á sjó- inn, í hvalstöðina, tekið myndir af landbúnaðinum, tekið myndir af álverksmiðjunni og einnig mætti nefna það, að þau hcfðu tekið myndir, sem sýna að hér á landi eru líka umferðarvanda- mál. Við munun nota fjölbreyti- leik fslands eins og hægt er og síðan geta börnin borið hann sam an við önnur þjóðfélög. Grum sagði, að útvarpskennsl- an yrði í allt öðru formi, þar væri rætt um vandamál íslands á öðrum sviðum og yrðu börnin látin hlusta oft á það, enda væri það hægur vandi, þvi að eftir að búið er að útvarpa dagskránni einu sinni, er hún send á segul- böndum til skólanna, síðan geta börnin rætt um málefnið fram og aftur. Ráðgert er að myndin verði sýnd tviskipt, og verður þá hver hluti sýndur þrisvar sama daginn. Er búizt við að fyrri hlutinn verði mest um náttúru fslands, en í þeim seinni verður fjallað um hvernig við notum okkur náttúru auðlindir og á hvern hátt þjóð- félaigið íslenzka er. Grum sagði, að ekki þætti ráðlegt að hafa þættina lengri en 40 mín. í allt, þar sem börn á þessum aldri tækju ekki á móti meira efni í einu. Aftur á móti fá þau næg verkefni til að vinna úr og munu þau verja 5 vikum í allt til þess að vinna úr efninu. Og á meðan þau gera það, geta þau skoðað iitmyndir og hlustað að vild á útvarpsdagskrána. Að lokum sagði Grum, að þau hefðu aldrei búizt við því, að fá jafngóða samvinnu og jafn mikla h.iálparhönd og þau hefðu mætt hér. Ekki einn einasti hefði neit- að þeim um greiða. T. d. hefði komið fyrir, þegar þau hefðu kom ið inn á vinnustaði, að þá hefði fólkið verið með hálfnað verk, en til að sýna þeim hvernig verk in væru unnin, þá hefði það byrj að að vinna þau upp aftur, til að sýna handbrögðin. ur komizt var nýting hótela á land- inu svipuð 1970 og árið áður. Með- alársnýting Hótel Sögu var 65,73% árið 1970. Á Hótel Loftleiðum var meðalársnýting herbergja 74,8% á árinu 1970, en á Hótel Borg 70%. Meðalársnýting Hótel KEA á Ak- ureyri var 58,7% 1970. — Nýting herbergja þar var mest í ágúst, 92,2%, en lökust í desember, 24%. Staðreyndir þessar er að finna í ársskýrslu Ferðamálaráðs fyrir 1970, en tölur um gistiherbergja- fjölda eru þó frá í sumar. 1 skýrsl- unni segir ennfremur, að 38,8% allra hótelherbergja á landinu séu í Reykjavík. Hér eru 685 herbergi með 1.213 rúmum, 595 herbergi með 1.114 rúmum í árshótelum, en á sumrin bætast stúdentagarðarnir við með 90 herbergjum og 150 rúmum. Riöu hríkalega fjallaleið JRH-Skógum, mánudag. 11 manns fóru ríðandi s.l. sunnudag frá Skógum undir Eyja- fjöllum yfir í Þórsmörk um Fimm vörðuháls og þaðan til byggða um Stóru-Mörk. Lagt var af stað skömmu fyrir hádegi og haldið sem leið liggur upp á Fimmvörðuháls. Veður var bjart framan af, en á hálsinum skall yfir þoka er hélzt úr því niður undir Krossáraura. Allt gekk þó vel og var haldið yfir hálsinn, norður af honum og nið- ur með Bröttufönn, fram hjá Heljarkambi og síðan niður um Morinsheiði og fram að Krossá. Áð var um stund í Ferðafélags- skálanum í Langadal, en síðan haldið í tjaldstað á Fagraskógi og gist þar. Haldið var heim í dag, mánu- dag, og þá riðið með Eyjafjöll- um um Stóru-Mörk til byggða. — Sem fyrr sagði var 11 manns í leiðangri þessum og hestar 31 að tölu. Fararstjóri var Sigurbergur Magnússon í Steinum. Fyrir nokkrum árum var þessi hrikalegi fjallvegur farinn á hest um í fyrsta sinn og voru nokkrir þátttakendur í þeirri ferð aftur með í ferðinni sem nú var farin. Lána 90% af kostn- aðarverSi fiskiskipa smíðaðra innanlands f samræmi við málefnasamn ing ríkisstjórnarinnar um að leggja áherzlu á eflingu skipa- smíðaiðnaðarins, hefur ríkis- stjórnin nú ákvcðið að breyta lánareglum til nýbyggingar fiskiskipa innanlands. — Hækka lánin í 90% af kostn- aðarverði skipanna, en fráfar- andi ríkisstjórn lækkaði þau í byrjun þessa árs niður í 85%. Þessi ákvörðun ríkisstjórnar- innar gildir fyrir allt árið. f framkvæmd er þetta þann- ig, að lán til viðbótar 75% Fiskveiðasjóðslánum út á ný- byggingar fiskiskipa innan- lands nema nú 10%. Til við- bótar eru svo veitt lán úr At- vinnujöfnunarsjóði, er nema 5%, þannig að heildarupphæð lánanna er nú 90%. Hvað segir Mbl. nú? Mbl. hefur undanfarið verii að reyna að halda því fram þvert ofan í fyrirheit í málefna* samningi ríkisstjórnarinnar, að ríkisstjórnin væri að veikja samkeppnisaðstöðu innlendra skipasmíðastöðva gagnvart er- lendum skipasmíðastöðvum, vegna þess að ríkisstjórnin hækkaði strax og hún kom til valda, fyrirgreiðslu til þeirra, sem hyggðust kaupa skuttog- ara erlendis frá. Sú rráðstöfun var þó einnig algerlega í sam- ræmi við málefnasamninginn og stangaðist ekkert á við fyrir heit um eflingu innlendra skipasmíða, þar sem allar ís- lenzkar skipasmíðastöðvar eni nú bundnar verkefnum. Hins . vegar ætlaði ríkisstjórnin að beita sér fyrir því að 15—20 skuttogarar kæmust sem fyrst í gagnið til að treysta rekstur íslenzkra fiskverkunarstöðva og stuðla að atvinnuöryggi í landinu. Ef útvega átti þessa skultpgara sem fyrst urðu þeir að koma utan lands frá, og kem ur það ekkert í veg fyrir það, að íslenzkar skipasmíðastöðvar smíði í verulegum mæli þá skuttogara, sem við eignumst þar á eftir. 13 togarar í smíðum Nýlega sömdu nokkur vest- firzk útgerðarfyrirtæki um smíði fimm skuttogara í Nor- egi. Á Spáni er verið að smíða fjóra 1000 lesta skuttogara. Á Akureyri er að hefjast smíði á tveim 1000 lesta skuttogur- um fyrir Útgerðarfélag Akur- eyringa. Tveir skuttogarar eru í smíðum erlendis fyrir útgerð arfélagið Ögurvík. 8 innlendir aðilar hafa sýnt áhuga á kaup um á skuttogurum til viðbótar þessum, en nú eru þegar í smíðum 13 skuttogarar fyrir íslendinga. Huqsunarhátturinn a*hjúpaður Leiðari Alþýðublaðsins í fyrradag, sem fjallaði um gjald eyriskreppuna í hciminum, end aði á þessum orðum: Framhald á bLs. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.