Tíminn - 19.08.1971, Blaðsíða 16
Þreföld
kartöflu-
uppskera í
Þykkvabæ
EB—Þykkvabæ, miðvikudag.
Búizt er við að framleiðsla
Þykkvabæinga á kartöflum í haust
nemi 40 til 50 þúsund tunnum,
sem er þriðjungi meiri uppskera
en kom upp úr löndum þeirra
í fyrrasumar, en þá nam kartöflu-
framleiðslan 15 þúsund tunnum.
Kartöflur voru settar niður í
um 20 hekt. meira land í
vor en á sl. ári, eða alls um 230
hektarar.
2000 tonn
af hey-
kögglum
f rá tveimur
verksm.
EB—Gunnarsholti, miðvikudag.
f dag skoðuðu blaðamenn hey-
kögglaverksimiðjuna í Gunnars-
holti. f viðtali við forráðamenn
verksmiðjunnar kom fram, að
þeir reikna með að framleiða
1000 tonn af heykögglum í ár,
en í fyrra nam framleiðslan að-
eins 800 tonnum.
í sumar var byrjað að fram-
leiða heykögglana 18. júlí sl. og
nemur framleiðslan í dag 648
tonnum. Reiknað er með að halda
framleiðslu verksmiðjunnar áfram
til 10. okt. Þegar er búið að panta
800 tonn af þessa árs framleiðslu
verksmiðjunnar, og er verðið níu
kr. hvert kíló.
Á Hvolsvelli er starfrækt önn-
ur heykögglaverksmiðja, sem Land
nám ríkisins rekur. Er þetta fyrsta
sumarið sem þar er rekin hey-
kögglaverksmiðja, en þama_ var
áður grasmjölsverksmiðja. í verk
smiðjunni á Hvolsvelli er nú búið
að framleiða á 6. hundrað tonn
af heykögglum, en reiknað er með
að framleiða þar í sumar um 900
tonn. Ekki er enn fullgengið frá
sölu á framleiðsluvöru verksmiðj-
unnar, en ef ekki fæst nægur mark
aður á innanlandsmarkaði, er
mjög líklcgt að auðvelt verði að
selja framleiðsluna erlendis.
NÍU METRA
HÁ STYTTA
SETT ÖPP
myndin, sem setja á upp við HöfSa á næstunni. Sjálf er myndin fjórir
metrar á hæð, en á að standa á fimm metra háum stalli. Við Höfða var flaggað í gær í tilefni af afmæli borgar-
innar, og mátti þar sjá borgarfánann og íslenzka fánann blakta við hún. (Tímamyndir Gunnar)
ENGINN GRUNDVOLLUR VAR
FYRIR REKSTRI HAFARNARINS
ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Blaðinu hefur borizt bréf frá
sjómanni, sem spyr hvort sala
Hafarnarins úr landinu hafi
ekki verið fljótfærnisleg, sér-
staklega þegar tekið er tillit
til hins lága söluverðs skips-
ins. Sjómaðurinn spyr ennfrem
ur, hvort ekki hafi borgað sig
að breyta Haferninum í vöru-
flutningaskip, með því að taka
úr honum dælurnar, eða þá að
taka hreinlega ofan af skipinu
og nota það til að flytja loðn-
una í verksmiðjur, eins og
hann hafi heyrt, að Norðmenn
gerðu.
í tilefni þessa bréfs liöfðum
við samband við Síldarverk-
smiðjur rikisins og spurðum
um ástæðuna fyrir því að Haf-
örninn var seldur úr landi og
fyrir svo litla upphæð (10
millj. kr.). Fengum við það
svar, að strax í vetur hefði
það verið athugað, hvort ekki
borgaði sig að breyta Hafern-
inum, þannig að hann gæti orð
ið flutningaskip, eða þá flutt
loðnu af miðunum, og hefði
Hjálmar R. Bárðarson annazt
þessa athugun. Kom í ljós, að
alltof dýrt var að breyta skip-
inu, og að auki voru engin verk
efni fyrir Haförninn hér á
landi. Var því ekkert að gera
annað en að selja skipið úr
landi. Sem kunnugt er var
skipið selt til ftalíu og hélt
það þangað í síðustu viku und-
ir ítölskum fána.
►Ó-Reykjavík, miðvikudag.
Geysihá höggmynd eför SigttP-
5n Ólafsson verður sett npp við
Eöfða á næstunni. Er hér um
ð ræða mynd gerða úr eir, og
ann listamaðurinn að verkinu
.1. vetur og í sumar.
Sjálf myndin er fjórir metrar
hæð og á hún að standa á fímm
íetra háum stöpli, svo að Ksta-
erkið kemur til með að gnæfa
íu metra upp í loftið. ESdci er
nn farið að steypa staRinn und-
r myndina, en seimilega verðor
iað verk hafið irman tiðar. þar
em setja á upp myndina fyrír
laustið.
En þetta er ekki eina stónnynd
n sem Sigurjón hefur unnið að
undanfarið. Framan við félags-
heimilið Stapa í Innri-N?arðvik
er búíð að setja upp mynd eftir
hann, og er það með fyrstu lista-
verkum, sem sett ern upp á opin
bermn stöðum á Suðurnesjum. Þá
hefur Sigurjón lokið við mjög
háa mynd, sem sett verður upp
til minnmgar um Nínu Tryggva-
dóttur, listmálara. Verður sú
mynd sett upp á Miklatöni, rétt
við sýningarskátenn sem þar er
verið að reisa.
Þegar Waðamaður Tímans hehn
sótti Sigurjón í dag, var hann
að byrja á enn einu stórvirki. Það
er að skreyta mikiar vörugeymsi-
ur, sem í ráði er að reisa við
Sundahöfn. Það gerir hann með
svipaðri aðferð, og hinar mikln
myndskreytíngar á sföðvarMsi
Búrfellsvirkjunarmnar, eða með
því að setja plastmót í steypuna,
sem síðan mynda lágmyndir, þeg
ar mótin eru tekin niður.
ARSAFMÆLI
Byggt stórhýsi milli Ingólts-
strætis og Skólavörðustígs?
MIDKVISLAR-
MALSINS Á
MIÐVIKlBAfi
KJ-Reykjavík, miðvikudag.
Enn liggja byggingafram-
kvæmdir niðri á horni Skóla-
vörðustígs og Bankastrætis, en
á meðan vinna borgaryfirvöld
að því, að finna lausn á bygg-
ingaframkvæmdum á þessum
stað.
Það nýjasta í málinu mun
vera það, að borgaryfirvöld
hafa skrifað Silla og Valda og
Sjóvátryggingafélaginu, auk
Sveins Zoega, og farið þess á
leit við þessa aðila að þeir
OÓ—Rvík, miðvikuaag.
Auglýst hefur verið eftir
Brynjólfi Brynjólfssyni, 37 ára
gömlum manni, sem fór að
heiman frá sér í Reykjavík sl.
sunnudag. Hefur verið auglýst
eftir manninum í blöðum, út-
kæmu sér saman um að byggja
sameiginlega eina stóra bygg-
ingu á milli Skólavörðustígs og
Ingólfsstrætis. Silli og Valdi
eiga húsið á horninu á Banka-
stræti, og Sjóvá litla húsið þar
fyrir ofan í Ingólfsstræti, og
er þarna um að ræða fjár-
sterka aðila. Silli og Valdi eru
að vísu nýbúnir með tvö stór-
hýsi, eða í Austurstræti þar
sem verzlun þeirra er, og verzl
unarhúsið mikla á horni Álf-
heima og Suðurlandsbrautar,
varpi og sjónvarpi.
í morgun fannst svo Bryn-
jólfur, en týndist aftur. Fór
maðurinn norður á Akureyri
sl. mánudag, og dvaldi hann sl.
nótt á Edduhótclinu, sem er í
Menntaskólanum þar. Var mað
og ekki víst að þá fýsi að
leggja í þriðja stórhýsið strax.
Svör munu ekki hafa borizt
frá þessum aðilum, um þessa
hugmynd, en þetta hlýtur að
vera bezta lausnin á þessu
hornmáli, og að hafa bygging-
una þá þannig, að Skólavörðu-
stígurinn fái notið sín til fulls.
Auk þess myndi ein stór bygg-
ing á þessum stað fara bezt,
í stað þess að hlið við hlið
stæðu gömul timburhús, og
ný stórhýsi.
ur sendur til að hafa tal af
Brynjólfi á hótelinu, en þá
hvarf hann skyndilega. Síðast
þegar til fréttist í kvöld, var
vitað að sá týndi hafði tekið
sór leigubíl og ekið áleiðis í
Vaglaskóg.
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Eftir viku, eða nánar tiltekið
miðvikudaginn 25. ágúst verður
ár liðið frá þeim sérstæða atburði,
er Þingeyingar sprengdu upp stífl
una í Miðkvísl í Laxá, þar sem
áin kemur úr Mývatni. Þessi at-
burður varð heimsfrægur, og á
eftir að festast á spjölduoi sög-
unnar.
MýVetningar höfðu haldið þvi
fram að stíflan væri ólögleg, og
hún hefði komið í veg fyrir, að
uri’iði gengi úr Laxá í vatnið.
Undirréttur komst að þeirri nið-
urstöðu, að ekki hefði verið aflað
nægjanlegra heimilda fyrir bygg-
ingu stíflunnar, og í sumsr
hefur það sannazt að urriðim*
gekk ekki úr ánni í vatnið vegna
stíflunnar. Segja Mývetningar aS
mjög hafi brugðið til hins betra
með urriðaveiði í vatninu i sum-
ar, og segja skýringuna þá að
nú komist urriðinn hindrunar-
laust upp í vatnið.
Á annað hundrað manns voru
■viðriðnir sprengingu stíflunnar,
og 67 hlutu dóm fyrir verknað-
Framhald á bls. 14.
HVARF Á SUNNUDAG - FANNST
OG TÝNDIST AFTUR í GÆR
l