Tíminn - 19.08.1971, Side 8

Tíminn - 19.08.1971, Side 8
TIMINN FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971 Samband ísl. samvinnufélaga er ns og kunnugt er eitt stærsta n- og útflutningsfyrirtæki lands s, og í sanbandi við fjölþætta arfsemi sína á þeim sviðum þarf ið mjög 4 að halda margvísleg- n erindarekstri í ýmsum lönd- m. í þeim tilgangi rekur það ær skrifstofur í Evrópu, aðra í ondon og hina í Hamborg, að ví ógleymdu, að Sambandið og skfrystihús á þess vegum eiga ’rirtækið Iceland Products Inc. Bandaríkjunum, sem annast sölu útflutningsvörum þeirra þar í ndi. Undirritaður heimsótti nú fyrr sumar Lundúna- og Hamborgar- crifstofur Sambandsins og tók aðaviðtöl við framkvæmdastjóra irra, Kjartan P. Kjartansson í undúnum og Gylfa Guðmunds- m í Hamborg. Þessi viðtöl hafa ú nýlega birzt í samvinnumála- aðinu HLYNI, sem gefið er út ’rir trúnaða rmenn og starfsfólk imvinnuféla/janna, en í frekara óðleiksskyni verður hér á eftir reint nokkuð frá ýmsu af því, m þessir tveir menn höfðu að 'gja um starfsemi skrifstofanna. UNDÚNARSKRIFSTOFAN efur rekið eigin skrifstofu í Bret- >ndi allt frá árinu 1920. Lengst f var hún starfrækt í Leith í kotlandi, eða til 1962, er hún var f hagkvæmniástæðum flutt til undúna. Fyrsti framkvæmda- tjóri skrifstofunnar var Guð- ■ mndur Vilhjálmsson, síðar for- tjóri Eimskipafélags íslands, en 'ngst gegndi starfinu Sigursteinn fagnússon, eða frá 1930 til 1960. íðan hafa framlcvæmdastjórar krifstofunnar verið Sigurður Carkússon 1960—64, Guðjón B. ‘,'lafsson 1964-68. Bjarni V. Magn- sson 1968—69 og Kjartan ‘. Kjartansson frá 1969. Starfslið krifstofunnar telur nú sex manns. Viðskiptasvæði Lundúnaskrif- tofunnar er fyrst og fremst Stóra-Bretland, en hún annast i'innig viðskipti og fyrirgreiðslu mð mörg önnur lönd, m.a. írland, ■íiðurlönd, Frakkland, Ítalíu, iviss, Austurrfki, Spán og Portú- gal. Auk þess á hún bréfasam- liönd og annast margs konar fyr- rgreiðsluafskipti við ýmis önnur önd, m.a. í Afríku. Annað af tveimur aðalverkefn- iim skrifstofunnar er að annast ölu á islenzkum afurðum í við- kiptalöndum sínum. Helztu sölu- örur hennar á þvi sviði eru af andbúnaðarafurðum frosið dilka- :jöt, sem fer á brezkan markað, vo og pökkuð innyfli, þ.e. lifur, íjörtu, nýru o.s.frv. Þess má geta, að salan á þessum afurðum, eink- m kjötinu, dróst verulega sam- Eysteinn Sigurðsson heimsækir skrifstofurnar í London an á síðasta ári frá 1969, sem staf- aði af minni slátrun, hagstæðari mörkuðum á Norðurlöndum en í Bretlandi og aukinni neyzlu á heimsmarkaði. Auk þess hefur mjólkurduft verið selt í töluverð- um mæli á brezkum markaði, og hefur sú sala aukizt nokkuð und- anfarið. Líka hafa íslenzkir ostar selzt lítillega í Bretlandi, en sá útflutningur hefur þó dregizt nær alveg saman vegna hærra verð- lags í Svíþjóð og Bandaríkjunum, og sömuleiðis hafa ull og garnir verið seld til Bretlands i nokkru magni. Af sjávarafurðum er stærsti hlutinn heilfrystur koli og kola- flök, en einnig hefur verið selt nokkuð af öðrum fiskflökum, rækju og humri. Á síðasta ári var og í fyrsta skipti i nokkuð mörg ár selt nokkurt magn af frystri þorskblokk i Bretlandi á sambæri- legu verði og fékkst á þeim tíma í Bandaríkjunum, en óvíst er um framhald á þéim söhim vegna' hækkaðs verðs á markaðnum vestanhafs. Loks er svo að nefna íslenzkar iðnaðarvörur frá verksmiðjum Sambandsins á Akureyri, en sal- an á þeim hefur aðallega takmark azt við teppagærur og hrossa- og trippaskinn. Eins og stendur er auk þess verið að kanna mögu- leika á sölu á prjónavörum, ýmsum tízkuvörum og fullunnum skinnum til mokkakápugerðar frá hinni nýju sútunarverksmiðju Ið- unnar á Akureyri. Hitt aðalverkefni skrifstofunn- ar er svo innkaup fyrir hinar ýmsu innflutningsdeildir Sam- bandsins í Reykjavík. Helztu vöruflokkarnir, scm skrifstofan sér um innkaup á, eru bygginga- vörur, ýmsar matvörur og vefn- aðarvörur, og auk þess hefur hún á hendi fyrirgreiðslu um kaup á heimilistækium ýmsum vélum og sömuleiðis á bifreiðum. Megin- hlutinn af þessum innkaupum er gerður í Bretlandi, og má nefna, að á siðasta ári fóru rúmlega 1500 vörusendingar til fslands á veg- um skrifstofunnar á móti tæpum 900 árið 1969, svo að þar er að eiga sér stað talsverð aukning. HAMBORGARSKRIFSTOFAN Núverandi Hamborgarskrifstofa Sambandsins var stofnuð 1957, en var þó ekki hin fyrsta þar, því að áður hafði það rekið þar skrif- stofu í nokkur ár eftir 192C und- ir forstöðu Óla Vilhjálmssonar. Fyrsti framkvæmdastjóri nýju skrifstofunnar var Agnar Tryggva son 1957—62, síðan Harry Fred- étiksen 1962—64, Sigurður Mark- ússon 196.4J-67 ,, ,og lokg Qylfi Guðmundsson frá 1967. Auk hans starfar á skrifstofunni íslenzkur aðstoðarmaður hans og þýzk skrif stofustúlka. Viðskiptasvæði Hamborgarskrif- stofunnar er fyrst og fremst Vest- ur-Þýzkaland, þar sem innkaup hennar eru aðallega gerð, en sala hennar fer auk þess til Sviss, Austurríkis og Hollands, og dálítið til Danmerkur. Á sama hátt og á Lundúna- skrifstofunni er annað aðalverk- efni Hamborgarskrifstofunnar út- flutningur og sala á íslenzkum af- urðum. Af sjávarafurðum er fryst þorskblokk veigamesti liður- inn, og í byrjun júní s.l. höfðu þannig t.d. verið seld þar um 800 tonn af þeirri vöru það sem af var árinu. Annar þýðingarmikill liður eru grásleppuhrogn, sem eru seld í talsverðu magni, og sömuleiðis ýmsar aðrar tegundir sjávarafurða, svo sem fiskúrgang- ur til dýrafóðurs, heilfrystur hum- ar o. fl. Verulegur þáttur í starfsemi Hamborgarskrifstofunnar er og útflutningur á lifandi hrossum, og voru t.d. seldir þar 260 hestar á fæti árið 1970 til Þýzkalands og Ilollands. Þessi sala hefur ver- ið byggð upp til að gefa íslenzk- um bændum aukna tekjumögu- leika, enda er íslenzki hesturinn í miklum metum meðal Þjóð- verja, sem hafa sýnt honum mik- inn áhuga. Þannig eru m.a. þeg- ar starfandi í Þýzkalandi nokk- ur félög áhugamanna um íslenzka hestinn, og haldin hafa verið sér- stök mót, þar sem eingöngu koma fram og keppa íslenzkir hestar, m.a. fyrsta Evrópumeist- aramót þeirrar tegundar á s.l. ári. Af öðrum landbúnaðarafurðum er að nefna heilfryst lambakjöt, sem seld voru 200 tonn af árið 1970, ost, sem hefur verið seldur í talsverðu magni, þó að þau við- skipti hafi horfið úr sögunni í bili, og ýmsar aðrar vörur, svo sem æðardún, kindagarnir, sel- skinn, ull o. fl. Þá voru hrágær- ur og lengi vel stór liður í út- flutningi skrifstofunnar, en þær hurfu þar úr sögunni við tilkomu hinnar nýju sútunarverksmiðju Sambandsins á Akureyri, sem hóf starfsemi á s.l. ári. Má geta þess, að þessi samdráttur í útflutningi á hrágærum kom illa við ýmsar þýzkar sútunarverksmiðjur, sem misstu þar stóran hluta af hrá- efnum sínum. í staðinn fyrir hrágærurnar hefur hins vegar komið verulega vaxandi sala á iðnaðarvörum, einkum á teppagærum frá Skinna verksmiðjunni Iðunni á Akureyri, og auk þess hafa líka verið seld ar þar sútaðar hrosshúðir í dá- litlu magni og dálítið af hálf- sútuðum gærum. Einnig hefur verið leitað markaða fyrir margs konar fatnað úr ullarefnum, vél- prjónaðan og ofinn frá verksmiðj unum Heklu og Gefjun á Akur- eyri og handprjónaðan úr Hug- myndabankanum, og sömuleiðis fyrir mokka-kápurnar frá Heklu, sem eru langstærsti og þýðingar- mesti liðurinn í þessu sölustarfi. Hefur skrifstofan m.a. sent mann á nokkrar kaupstefnur undanfarið til að kynna þessar vörur, og það sem af er lofar árangurinn góðu. Þá eru innkaupin á sama hátt og á Lundúnaskrifstofunni veru- legur liður í starfsemi Hamborgar skrifstofunnar. Fyrir Innflutnings deild Sambandsins hefur skrifstof an m.a. annazt innkaup á ávöxt- um á uppboðum í Hamborg, greitt fyrir þátttöku hennar í samkaup- um evrópskra samvinnusambanda í leikföngum, sportvörum, úrum og klukkum o.fl., tekið þátt í gerð tilboða í byggingavörum og einn- ig séð um innkaup á mat- og fóðurvörum í nokkru magni. Líka kaupir skrifstofan talsvert inn af hráefnavörum fyrir vefjariðnað Sambandsins á Akureyri, td. dralon-efnin og ýmis litarefni, og auk þess vélar og varahluti. Fyrir Véladeild Sambandsins. hefur skrifstofan aðstoðað við innflutn- ing á bifreiðum, m.a. í sambandi við afgreiðslur og fyrirgreiðslur ýmiss konar, og einnig annazt inn kaup á rafmagnsheimilistækjum frá þýzkum fyrirtækjum, sem hafa verið vaxandi viðskipti. Fyrir Skipadeild Sambandsins hefur skrifstofan séð um varahlutapant anir og einnig veitt deildinni margvíslega aðra fyrirgreiðslu m. a. í sambandi við þau tvö flutn- ingaskip, sem hún á nú í smíð- um í Vestur-Þýzkalandi. í húsinu á niiðri myndinni hér til vinstri, nr. 16 við Eastcheap, er Lundúnaskrifstofa Sambandsins til húsa. Kægri myndin sýnir Hamborgarskrif- stofu Sambandsins, sem er tii húsa á efstu hæð þessarar byggingar, nr. 91 við Steindamm. STARFSEMI SKRIFST0FA SÍS f LONDON 0G HAM- B0RG EYKST STÖÐUGT og Hamborg i^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.