Tíminn - 25.08.1971, Side 8

Tíminn - 25.08.1971, Side 8
IJÖRN Þ. GUÐMUNDSSON: TÍMINN ORÐIÐ ER FRJÁLST: VERS VEGNA HAFA TRÖAR SAGT UPP Síðastliðið ár hafa af og til orðið umræður í svokölluðum fjöimiðlum um kjara- og réttinda- mál dómarafulltrúa, fulltrúa sak- sóknara rikísins, lögreglustjóra og tollstjóra. Barátta þessara að- ila hefur þó staðið miklu lengur og fyrir réttum tveim árum skrif- aði ég þrjár greinar í Tímann, þar sem gerð var tilraun til að skýra málstað ofangreindra aðila, sem ég hér á eftir mun til hægð- arauka nefna dómarafulltrúa, þar fem þeir eru allir meðlimir í Fé- lagi héraðsdómara (áður Félagi dómarafulltrúa, en nafninu var breytt til að leggja áherzlu á hin raunverulegu störf félagsmanna). I*að er því kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjölyrða frekar um þessi mál ,ekki sízt þar sem flestir dómarafulltrúar hafa sagt upp störfum og koma uppsagnirnar til framkvæmda þann 1. september n.k. En í þeirri veiku von, að valdhafarnir sjái að sér á síðustu stundu og láti ekki um sig spyrjast, að stór liluti íslenzkrar dómarastéttar flæmist frá störfum vegna skiln- ingsleysis ráðamanna, er grein þessi rituð. Það þætti áreiðanlega saga til næsta bæjar meðal ann- arra þjóða, ef mikill hluti heiliar stéttar, er fcr með einn af þrem þáttum ríkisvaldsins, dómsvaldið, neyðist til að ganga út úr réttar- sölum til annarra starfa og kasta þannig á glæ margra ára þjálfun f starfi, sem þeir þó hafa kosið að helga krafta sína f því trausti, að eitthvað væri að marka fallegu orðin, sem um þessa stétt eru höfð, hvenær sem málefni lienn- ar ber á góma í vígi annars þáttar ríkisvaldsins, Alþingis, sbr. um- mæli, sem rakin eru á öðrum stað. Baráttumál dómarafulltrúa eru bæði kiara- og réttarstöðulegs eðlis. DómarafuIItrúar eru lög- giltir starfsmenn tiltekins em- bættismanns og má geta þess, að sá ráðningarmáti er einsdæmi varðandi starfsmeni ríkisins. í ,,löggi!fl:’'svo látið heita, að þcriv starí v:--; störf sín á ábyrgð yfi’ Sá orðaleikur er þó ao ins ti! n’ hanga í úreltum bókstaf. því að í raun vinna dómarafulltrúar siálfstætt og á eigin ábyrgð, enda ekki hægt annað vegna eðlis dóms starfa. Þeir vinna í velflestum tilfellum sömu störf og embættis- rlómarar og má taka Borgardóm D.eykjavíkuv sem dæmi. þar sem sitja hlið við hlið bcrgardómarar og fulúrúar yfirborgardómara. vinnadi nákvæmlega sömu störf. en í skióli áðurnefndra laga sér ríkisvaldið sér leik á borði að mis muna b''?'ur.i starfsmönnum sín um bæði varðandi laur. og réttar stöðu S-mk' æmt h:nv. nýja launa kerfi rikisins eru borgardómarar í launaflokk B-2. en flestir dóm- arafulltrúar s^m hafa embætti'- gengi (þ.e. hafa unnið minnst 3 ár við dómrstörf) eru í 25. launa- fíí'lck: iWiðað við 12 ára starfs- tíma dómarafulltrúa, sem er há- marks aldurshækkun í 25. launa- flokki, er mismunur Tauna borg- ardómara oe r-'itrúa við sarna rmbæ'.ti k:. 13.798,00 á mánuði árið 1972, þegar áðurnefndir kjarasamningar hafa tekið gildi að fullu, og að sjálfsögðu er mis- munurinn meiri, ef dómarafull- trúar hafa ekki starfað svo lengi. Þama lætur ríkisvaldið sig hafa það að greiða embættisdómurum nær 17.000,00 króna hærri mán- aðarlaun en dómarafulltrúum fyrir nákvæmlega sömu störf — og hvar er nú allt snakkið um sömu laun fyrir sömu vinnu? Ég er anzi hræddur um að Jón verka maður ætti bágt með að sætta sig við, að Sveinn kollega hans, sem græfi skurðinn á móti hon- um, fengi miklu hærri laun fyrir sínar skóflustungur, aðeins vegna þess, að einhverjum snjöllum manni hefði dottið í hug að kalla Svein skurðmokstursmeistara eða eitthvað slíkt. Ég hef stundum tekið það dæmi að við skóla réðist 30 ára maður með BA-próf í ensku og fyrir væri annar maður, t.d. 50 ára, sömuleiðis með BA-próf í ensku. Báðir kenndu sömu kennslubók, sama árgangi nemenda. Væri nú ekki ráð að kalla unga manninn fulltrúa skólastjóra og gefa hon- um bréf upp á löggildingu, en eldri manninn kennara og greiða honum þriðjungi hærri laun fyrir nafnið? ; \ ■ sv ■: .■ íslenzku stjórnarskránni seg- ir, að dómendur fari með dóms- valdið. Þar ér gert ráð fyrir miklu sjálfstæði dómara. Að löggilda ein hverja menn til að stunda dóms- störf „á ábyrgð“ annars manns. en láta þá síðan starfa algerlega á eigin ábyrgð tel ég stjórnar- skrárbrot. Samfelld réttindabarátta dóm- arafulltrúa hófst fyrir alvöru seinni hluta árs 1969. í byrjun nóvember þ.á. var stjórn félags þeirra falið að hlutast til um samningu lagafrumvarps til breyt- inga á viðkomandi lögum til nið- urfelbnear á dómarafulltrúakerf- inu. í byrjun janú r 1370 sendi stjórnin dómsmálaráðherra ítar- legt bréf, þar sem hún óskaði eftir fulltingi haos í málinu. — T’úr”’rv' —'••”ri síðar fer"u c’óm . uar vigtal við dómsmála- ' herra, sem óskaði eftir því, að svonefndri réttarfarsnefnd yrði send greinargerð um málið og yar hún send nefndinni þegar í stað með bréfi dags. 20. febrúar 1970. Eftir mikið japl og jaml og fuður tókst að nú saman fundi í nefndinni, en þann langa bið- tíma notuðu dóma-afulltrúar til þess að semía sjálfir drög að frum varpi, sem lagt var fvrir nefnd- ina. Loksins nú í vor, eftir um eins árs umþóttunartíma, af- greiddi nefndin málið af sinni hálfu til dómsmálaráðherra, þar ser.i mælt var með því. að tiltekin drög að lagafrumvarpi yrðu grund völlur lagafrumvarps, sem lagt yrði fyrir,alþingi nú í haust og *ók ráðherra jákvætt undir þá má>=mrðferð. Áður hafði þó mikið vatn runn ið til sjávar. Til þess að reka á eftir seinvirku skrifstofuveldi gerðu dómarafr.lltrí - ’lvö i úr þvi að breyta nafni samtaka sinna í samræmi við raunveruleg störf fé’sgsrmnna Fyrir þá ráð- stöfun voru þeír kallaðir þjófar, þeir hefðu stolið nafni hinna einu sönnu dómara. í annan stað fram kvæmdu dómarafulltrúar þá hót- un sína að opna lögfræðiskrif- stofur til þess annars vegar, að afla sér nauðsynlegra aukatekna á þeim starfsvettvangi, sem þeir eru menntaðir, og hins vegar til þess að sýna fram á ófullkom- leika kerfisins, sem tryggði það ekki, m.a. með mannsæmandi launakjörum, að dómarar þyrftu ekki að stunda „praxís“ til að hafa í sig og á. Fyrir þessa nauð- vörn uppskáru dómarafulltrúar hin ferlegustu ókvæðisorð úr öll- um áttum, enda þótt þeir hefðu Björn Þ. Guðmundsson margsinnis bent á, að- þannig ætti að búa að dómarastéttinni, að óhugsandi væri, að sami mað- ur gegndi dómsstörfum og mál- flutningsstörfum. Höfðu þeir margoft aðvarað yfirvöld í þess- um efnum, því að þeir gerðu sér fulla grein fyrir, hve hér var um alvarlega aðgerð að ræða og óæskilega fyrir sjálfstæði og flekkleysi dómsvaldsins. Svar yfir valda var að svipta dómarafull-. trúa málflutningsréttindum, sem þeir höfðu áunnið sér annað hvort vegna starfa síns eða með sérslökum prófraunum og mun slíkt vera einsdæmi hér á landi Hvað myndi læknir, t.d. séríræð- ingur í háls-nef og eyrnalækning- um segja við því, að með einu nennastriki væri honum bannað að stundá lækningar utan þess tíma, ér hann gegndi störfum á sjúkrahúsinu — án þess nokkr- ar bætur kæmu fyrir. í þriðia lagi. þegar öll sund virtust lokuð. ofÞr margr” mán- aða leit að færi vaði tóku dóm arafullt-úar þá ákvörðun að segja upp störfum miðað við 1. júní 1971. Enn tóku yfirvöld upp silki ha-’'- og skipuðu dómurafull- trúum lagaboði að vinna þriá mánuði í viðbót. Og þann’” standa málin í dag. Ef jákvæð svör yfirvalda fást ekki á næstu dögum. munu dómarafulltrúar vfirgefa embætti s?n 1. septem- ber næstk. Barátta dómarafulltrúa hefur byggzt á þeim rökum, að menn sem þsfa u menntu og vinna sams konar störf eigi að hafa jafnhá laun og njóta sömu rétt- arstöðu. í þeim anda eru drög þau að frumvarpi, sem áður er minnzt á. Með því er gert ráð fyrir, að til verði ein heildarlög um skipan dómsvalds í héraði, þar sem slegið sé föstu, í samræmi við stjómarskrárákvæði, að einungis embættisdómarar fari með dóms- vald. Er þá gert ráð fyrir, að sú skipan eigi við um landið allt, en ekki einungis Reykjavík, þar sem sú skipulagsbreyting var gerð fyrir 10 árum, að skipaður var tiltekinn fjöldi embættisdóm- ara. Ekki er tóm til að rekja náið ákvæði frumvarpsins, sem eru mjög ítarleg, en þess skal getið, að með öðru frumvarpi er gert ráð fyrir sams konar breyt- ingu að bví er ákæruvaldið varð- ar, þ.e. að fulltrúar saksóknara, sem í dag koma í raun fram sem sjálfstæðir saksóknarar, fái rétt- arstöðu í samræmi við það. Ef frumvörp þessi næðu fram að ganga, væri búið að einangra dómsvaldið að verulegu leyti og þar með stigið fyrsta skrefið að því lokatakmarki, sem dómara- fulltrúar telja að stefni beri að, þ.e. að aðskilja dómsvald og fram kvæmdavald, en eins og kunnugt er fara sömu embættismenn með þau völd í mörgum tilfellum, t.d. sýslumenn. Skal nú nokkuð vikið að þeim rökum, sem heyrzt hafa gegn þess- ari breytingu. f fyrsta lagi hefur því verið haldið fram, að hér sé um óæski- lega útþenslu á embættiskerfinu að ræða. Svo sem áður segir, er að því stefnt með frumvarpinu að gera þá réttarfarsbreytingu, að einungis embættisdómarar stundi dómstörf, en þeim til aðstoðar verði lögfræðingar, sem ráðnir verða til skamms tíma, í eins kon ar námsstöðum. Með því móti væri hægt að byggju upp „stabílis eraða“ dómarastétt og aðgreina dómsvaldið frá umboðsvaldinu. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að fjölga þurfi strax um 17 dóm- ara til þess að mæta þörfum þjóðfélagsins og að sjálfsögðu myndi fulltrúum fækka að sama skapi. Reynt er að horfa til fram tíðarinnar og því er gert ráð fyrir heimild til skipunar 24 dóm- ara í viðbót, eftir því sem dóms- störf aukast. Hér er ekki um það 'að ræða að búa til neinar nýjar stöður, heldur koma þeirri skipan á dóm<:valdið, sem stjómarskráin gerir ráð fyrir. Hér á landi eru nú rúmlega 100 dómarar, þar af um 60 dómarafulltrúar. Þegar breýtingin var gerð í Rcykjavík ftrj* insi komu 19 embættisdóm arar í stað fulltrúa eða 2 fleiri en gert er ráð fyrir í frumvarpinu, sem bó felur í s*r skipulagsbreyt- 'neu fvrir landið allt. í cðru lagi er sagt, að breyting- in kosti of mikið. Dómarafulltrú- lögðu fyrir ráðh°rra kostnaðar- útreikning mið-r við 16 bættis- dómara í stað fulltrúa. Árið 1972, þegar kjarasamningarnir hafa að fullu tpkið gildi. myndi breyt- ingin .' ta alls tvær milljónir og áttatíu þú’und á ári miðað við að hinir nýju dómarar kæmu all- ir úr 25. launaflokki. í þriðja lagi hefur því verið haldið á lc fti að dómarafulltrúar Framhald á bls. 12 MIÐVIKUDAGUR 25. ágúst 1971 Fyrir um 10 árum var sú breyting gerð á dóm- stólaskipaninni, að embætt isdómurum í Reykjavík var fjölgað og fulltrúum fækkað að sama skapi. Um þá lagabreytingu urðu nokkrar umræður á Al- þingi og er hér birtur úr- dráttur úr ræðum nokk- urra þingmanna, en um- mæli þeirra eru einkar at- hyglisverð, þegar litið er til þeirrar mótspyrnu, sem sams konar tillögur dóm- arafulltrúa hafa átt að mæta meðal ráðamanna. Jóhann Hafstein; „Þetta mál, sem hér liggur fyrir, er í raun o" veru fram- hald af hliðstæðu máli, sem lá fyrir síðasta Alþingi og var þá afgreitt, um breytingu á saka- dómaraembættinu í Reykjavík, að gera fulltrúana, sem starfa við þessi embætti, sjálfstæðari en þeir hafa verið“. . . „Allt þetta miðast við það í raun og veru, en enga fjölgun á embætt- unum, en að fulltrúamir sjálfir hafi með þessu móti sjálfstæð- ari tilveru en ella. En þeirra ábyrgð og skylda er sú sama, sem áður hefur verið.“ . . . Einar Ingimundarson; „Nú þegar skipan sakadóm- araembættisins í Reykjavík hef- ur verið þannig breytt, að saka- dómarar em orðnir 3—5 í stað eins áður, verður að telja í alla staði eðlilegt, að þeir menn, sem ) fara með og dæma mál sjálf- j stætt, eigi að bera fullt dómara nafn og hafa réttindi og skyldur samkvæmt því, og gildir það að sjálfssögðu engu síður um einka mál en opinber mál.“ . . . „Ég man það greinilega, að ég gat þess um leið, að ég teldi ekki rétt að horfa í það í slíkum tilfellum, þar sem stefnt væri að frekara réttaröryggi, eins og ég tel vera gert með því frv., sem hér er til umræðu.“ . . . Einar Olgeirsson: „Það virðist vera samkomulag um það frá allra hálfu, að laun- in, sem þessir mjög þýðingar- miklu embættismenn, dómarar og aðrir slíkir, hafi, séu of lág, þannig að það verði að ætla þessum mönnum einhver auka- störf"......Um dómara aftur á móti gegnir alveg sérstöku máli. Það er alveg sérstaklega fyrir mælt í stjórnarskránni, að dómarar skuli vera óháðir. Og öll sú þrískipting, sem á sér stað í allri okkar starfsemi, í öllum okkar stjómarfari, bygg- ist alveg sérstaklega á því, að dómarar séu óháðir, og hvað snertir hæstaréttardómara eru alveg sérstök ákvæði í stjóm- arskránni, sem eiga að tryggja slíkt." . . . „Það er auðsjáan- lega miðað við það í stjómar- skránni, að dómararnir sérstak- lega skuli vera svo óháðir, að þeir eigi ekki að þurfa að taka fjárhagsleg tillit í sambandi við þau störf, sem þeir eiga að sinna, hvorki þannig, að þeir verði háðir öðram né að þeirra tími sé það upptekinn af öðru, að þeir hættu að geta gegnt sín- um skyldustörfum. Það er al- veg greinilegt, að stjórnarskrá- in ætlast alveg sérstaklega þess, að dómararnir í landintf séu fjárhagslega óháðir öllum öðrum, og það með náttúrlega um lpið, að þeir séu þannig laun aðir, að þeir geti gengt sínu Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.