Tíminn - 31.08.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.08.1971, Blaðsíða 5
TIM1NN rthiSyn 5 Litli MacDonald kom lafmóð- ur heim til sín og sagði hreyk- inn við pabba sinm „Ég hljóp á eftir strætis- vagni alla leiðina úr skólanum, og sparaði sex pence.“ „Af hverju hljópstu ekki held ®r á eftir leigubíl, og sparaðir þrjá shillinga," spurði pabbinn. Oft er talað um skaðsemi reykinga, en sagan, sem hér er sögð, er þó í algjörri mótsögn við það, sem almennt er álitið. Það voru einu sinni tvíburar. Annar þeirra reykti eins og skorsteinn og dó ekki fyrr en á 95. aldursári. Hinn tvíburinn reykti aldrei, en dó samt aðeins fjögurra daga að aldri. Myllu-Kobbi var eitt sinn sem oftar að smíða hjá sr. Benedikt á Hólum í Hjaltadal. Kobbi var matmaður mikill. Eitt sinn var búið að bera fram mat fyrir prest, er Kobbi kom inn í stofuna. Trúr sinni matarlyst settist Kobbi niður og át matinn. Þegar hann er að ljúka við, kemor prestur inn í stofuna og segir byrstur: „Hvað er þetta, Kobbi? Ertu búfinn að éta, matinn minn?“ „Já,“ segir Kobbi. „Ég held, að andskotans matnum sé sama, hver étur hann!“ Vinkonurnar voru að tala sam an: „Skilja við’ann, segirðu! Ertu vitlaus? Svo sannarlega ætla ég ekki að láta hann sleppa svo vel!“ Þorvaldur á Eyri kom einu sinni inn í sölubúð í Reykjavík og sagði: — Hvað er selt hér og keypt? Búðarmaöurinn svarar spjátr- ungslega: — Það eru nú mest þorskhausar. — Já, og ganga víst vel út, sagði Þorvaldur. — Ekki nema einn eftir. Lási kokkur var einhverju sinni á skipi, sem hreppti vont veður. Þá varð honum á orði: „Drottinn minn almáttugur, góður guð! Skipið er að farast, og ég ekki búinn að vaska upp ennþá!“ Veðurfregnir BBC til skipa: — Vinstri stjórn yfir íslandi getur orsakað napran vind á miðum brezku fiskiskipanna. DENNI — Alveg satt! Þær bjóða þér eitthvað að borða, og áður en þú veizt, ertu farinn að þvo upp D/EMALAUSI fyrir i»ær! ..................... Fótleggir eru greinilega að komast aftur í tízku, og af því tilefni hefur verið opnuð sokka sýning í Munchen í Þýzkalandi. að sýningunni stendur samband sokkaframleiðenda. En það er ekki einungis ætlunin að vckia áhuga kvenfólksins á fjöl- breyttu úrvali og margbreyti- legu útliti sokkanna, heldur einnig karlmannanna, eins og þið sjáið hér á myndinni. Herr- - ★ - ★ - í Ijós kom í manntali á Eng- landi, að konur þar í landi hafa ekki síðan á dögum Viktoríu drottningar haft meiri mögu- leika á að krækja sér í eigin- mann, en þær hafa í dag. Enn eru konurnar fleiri en karlmenn irnir í Stóra-Bretlandi, en það dregur þó stöðugt saman með kynjunum. Árið 1881 voru 1055 konur fyrir hverja 1000 karl- menn á Bretlandseyjum. 80 ár- um síðar — árið 1961 — hafði tala kvennanna aukizt í 1067, en árið 1971 var talan komin niður í 1050. Manntalið sýnir einnig, að íbú- um Bretlandseyja hefur fjölgað um 2,6 milljónir á síðustu 10 árum, og eru Englendingar nú 55.346,551 talsins. í Englandi sjálfu, að undanskildum eyjun- um, sem undir brezku krúnuna heyra, hefur fjölgunin orðið mest, eða 2,4 milljónir. Á sama tíma fækkaði íbúum Lundúna, og er talið, að nú búi 7,3 millj- ónir í stór-Lundúnum, en þar bjuggu 7,9 milljónir fyrir 10 árum. Heilbrigðisyfirvöldin á Bret- landi eru nú farin að gefa gaum að innflutningi skjaldbaka, sem fólk hefur gjarnan á heimilum sínum, heimilisfólki til mikill- ar ánægju, að því er sagt er. Er nú svo langt gengið, að verzlan- ir, sem hafa verzlað með alls- konar gæludýr, eru hættar að selja skjaldbökur, samkvæmt beiðni yfirvaldanna. Ástæðan er sú, að tvívegis hefur verið hægt ann er í mjög munstruðum SQkk um, sem er fremur óvenjulegt, og sést ekki á hverjum degi hér lendis. En það er ekki hægt að sjá allt, sem á boðstólum er hjá sokkaframleiðendunum í búða gluggunum, og þess vegna hafa útisýningar verið settar upp í Þýzkalandi, og hefur megin- áherzla verið lögð á það, að nokkurt samræmi sé milli sokk- anna, sem konurnar eni í og að rekja upptök magakvilla til þessara gæludýra. Innantökur þær, sem skjaldbökurnar hafa borið til eigenda sinna, eru svo alvarlegar, að þær geta jafnvel leitt sjúklinga til dauða. Venju- lega hefur ekki verið talið, að skjaldbökur flyttu með sér bakt eríur, sem valda magasjúkdóm- um, en nú hefur sýnt sig, að svo er. Taki börn og gamalmenni bakteríuna, geta Þau veikzt svo alvarlega, að dauði hljótist af. Þá hefur komið í ljós, sam- kvæmt rannsóknum sérfræðings í Lundúna-dýragarðinum, að um 88% þeirra skjaldbaka, sem fluttar eru inn til Englands, eru sýktar af áðurnefndum sjúk- dómi, og bera hann með sér til mannfólksins, ef það kemst í snertingu við þær. Um þessar mundir eru fluttar inn árlega 250.000 skjaldbökur til Eng- lands. Storknaðir, brimsorfnir trjá- kvoðukögglar finnast víða um heim, á strönd Eystrasalts og Svartahafs, á Grænlandi og í Úral, Kongó og Brasilíu, á Baj- kalbökkum og á Zanzibar. — Hvergi hefur alþýðan þó fengið slikt dálæti á rafi og í Eystra- saltslöndunum og kemur það glöggt fram í munnmælum, bók- menntum og listum. Litbrigði rafs eru talin um 250. Blæbrigði þess eru undir Því komin, úr hvaða trjátegund- um kvoðan er komin. I gagnsæjum rafklumpum get ur að líta blómkrónur, laufslitr- annars klæðnaðar. Á næsta ári boða tízkukóngar sokkafram- leiðslunnar að karlmenn verði í einlitum sokkum, en þó í sama lit og annar klæðnaður þeirra, sem þá á ekki endilega að vera sérlega drungalegur, og hvað kvenfólkið áhrærir er ætlunin, að konurnar geti valið sér sokka, peysur og blússur í stfl. (3 dl mynd) — ★ — ★—■ ur ,barrnálar, allskonar flugur, maura, kóngulær og fiðrildi. Fyrir 30—40 milljónum ára óx mikið af kvoðuríkum trjám. — Skordýr settust á kvoðutauma þeirra og festust þar um aldir alda. 1 þessari gagnsæju lík- kistu hafa jafnvel vatnsdropar geymzt fram á vora daga. í Palanga í Litháen er ein- stakt safn af rafi. Smásjár safns- ins gera vísindamönnum kleift að skyggnast í gegnum þær ára- milljónir, sem skilja okkur frá tertíertímabilinu. Stærsti raf- klumpur safnsins vegur 3.606 grömm. Karl Gústaf, prins af Sviþjóð, var nýlega neyddur til þess að dveljast lengur á Sardiníu en hann hafði sjálfur ætlað sér. Sardiníulögreglan bannaði prins inum að fara frá eyjunni með skemmtisnekkjunni, sem hann hafði komið á. Ástæðan var sú, að sex sjómenn af snekkjunni réðust á fréttaljósmyndara og eyðilögðu myndavélar þeirra, en Ijósmyndararnir höfðu læðzt um borð í snekkjuna til þess að ná þar myndum af fólkinu, sem á snekkjunni var. Prinsinn átti reyndar ekki þessa snekkju, heldur hafði hann fengið hana lánaða hjá Arndt Krupp von Bohlen und Halbach.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.