Tíminn - 31.08.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.08.1971, Blaðsíða 11
r ÞBEÐJUDAGUR 31. ágúst 1971 Bændahöllin Framhald af bls. 1 eru á baugi í landbúnaði og er meginefni ræðu hans rakið á öðr- um stað í blaðinu, en þar kom fram, að ríkisstjórnin hefur ákveð ið að láta endurskoða lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins, í samráði við samtök bænda. Að ræðu ráðherra lokinni, hófust al- mennar umræður, um skýrslu for- manns, athuganir erindreka, reikn inga sambandsins, atriði úr ræðu ráðherra, og fleiri mál landbúnað- arins. Stóðu þær umræður til kl. 5 síðd., en þá var skipað í nefndir og fundi frestað vegna nefndar- starfa til næsta dags. Kjörin var sérstök laganefnd að þessu sinni, til þess að gera drög að tillögum um þau mál, sem sambandið vildi einkum leggja áherzlu á, um end urskoðun framleiðsluráðslaganna. Nefndir rtörfuðu á laugardags- kvöld og næsta morgun, en þá héldu almennar umræður áfram, og verða þær raktar að nokkru síðar. Á fundi eftir hádegið ávarp aði Kristján Thorlacius, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja, fundinn, þakkaði boð á hann, og flutti kveðjur samtaka sinna. Hann kvað það góða venju að meginstéttir þjóðfélagsins skipt ust á fulltrúum á aðalfundum, og menn hefðu ekki efni á að láta nein tækifæri til kynningar og samskilnings úr greipum sér ganga. Eftir það hófst afgreiðsla mála, og verður ýmissa þeirra getið sérstaklega. Var fyrst tekið fyrir álit laganefndar. Afgreiðsla mála og umræður stóðu síðan með hvíldum fram yfir miðnætti. Um kvöldið ávarpaði Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfé- lags fslands, fundinn, og árnaði honum allra heilla. Hann sagði að báðar meginstofnanir landbún- aðarins, Búnaaðrfélagið og Stétt- arsamband bænda, ættu það sam- eiginlegt, að þeim væri stjórnað neðan frá, af kjörnum fulltrúum bænda sjálfra og væri gildi þess ómetanlegt. Samstarf milli þeirra hefði ætíð verið með ágætum. Meginauðlindir landbúnaðarins væru þrjár: Moldin, og grasið, sem úr henni yxi, fiskisæld í ám og vötnum og jarðhitinn. Miklu skipti fyrir þjóðina að bænda- stéttinni tækist að varðveita, efla og nýta þessi gæði og halda þeim í sinni umsjá, en eftir þeim væri nú fast sótt af ýmsum. Kvaðst hann óska þess að bændum mætti takast þetta. Miklar umræ' r urðu að síð- uctu, um stækkun Bændahallar- innar, og Hótel Sögu, og verða þær raktar síðar. Allsherjarnefnd hafði lagt fram tillögu um að stækkun væri samþykkt með ákveðnum skilyrðum. M.a. þeim að ekki kæmi til nýrrar skattlagn ingar vegna hennar, og lánsfé fengizt til byggingarinnar að mestu leyti. Kaddir komu fram um, að þar sem hér væri um mikið fjárhagsatriði að ræða, sem snerti alla bændastéttina, en málið hefði ekki verið kynnt henni sem skyldi, teldu fulltrúar sér varla fært að kveða á um málið nú, og var frávísunartillaga samþykkt á þeim grundvelli með 24 atkvæðum gegn 20. Kjöri aðalmanna í stjórn hefur áður verið lýst, en varamenn voru kjörr.ir: Ingimundur Ásgeirsson, Gunnlaugur Finnsson, Sigurður Líndal, Hermann Guðmundsson, Jón Helgason og Sigsteinn Páls- son. Endurskoðendur voru kjörn- ir Einar Halldórsson og Hannes Jónsson. í Framleiðsluráð voru kjörnir Bjarni Halldórsson, Páll Diðriks- son, Vilhjálmur Hjálmarss .. og Ólafur Andrésson. Gunnar Guðbjartsson, formað- ur Stéttarsambands bænda, sleit síðan fundi. Þakkaði mönnum mikil og góð störf á skömmum tíma, unnin af miklum áhuga og óskaði fundarmönnum góðrar heimferðar. Árdegis í dag, mánudag, fóru fundarmenn snöggva ferð austur í Lón, en síðdegis vestur á Mýrar og Suðursveit, þar sem Búnaðar- félag Austur-Skaftfellinga bauð til kaffisamsætis. Erlend skip Framhald af bls. 1 talningu á crlendum veiðiskipum í síðustu viku, reyndust erlendu veiðiskipin vera 102. Héldu tog- ararnir sig mest út af Hvalbak og fyrir Norður og Vesturlandi. Veiðiskipin voru frá 5 þjóðum, og þar af voru 53 brezkir togarar, 43 V-Þýzkir, 4 belgískir, 1 rússnesk- ur og 1 færeyskur handfærabátur. Ráðstefna Framhald af bls. 1 Strong, hefur verið mjög dug- legur við að sannfæra þróunar- löndin um, að þau geti haft mik- ið gagn af að sitja ráðstefnuna. Um hlut Islands í ráðstefn- unni er það að segja, að Þar er aðalmálið mengun sjávar og verður fjallað um það á grund- velli Norræns samstarfs. ís- lendingar munu ekki leggja fram neinar ákveðnar tillögur, en fylgja fast eftir jákvæðum tillögum, sem fram kunna að verða lagðar um mengun sjávar. Á fundinum, sem haldinn verður í Reykjavík nú 2. og 3. september, munu fulltrúar ut- anríkisráðuneyta Norðurlanda ræða um, hvað sé að gerast í umhverfismálum á alþjóðavett- vangi. Svíar munu þar skýra frá undirbúningi ráðstefnunnar, Danir munu skýra frá starfi O.E.C.D. að mengunarmálum og Norðmenn og íslendingar frá því sem gerzt hefur í mengun- armálum sjávar. 700 þinga Framhald af bls. 2. um. og Garði, en þingið verður háð í Austurbæjarbíói. Efnt verð ur til sérstakrar skemmtunar í Háskólabíói á sunnudagskvöldið. Þeirrar skemmtunar er getið á öðrum stað í blaðinu. Kerlingafjöll Framhald af bls. 3. lendinga, og má því segja að þessi starfsemi í Kerlingarfjöll- um yfir sumarmánuðina sé í nokkuð öðrum flokki, en t.d. sumarhótel, þar sem útlendingar eru tíðastir gestir. Eigendur Skíðaákólans eru nú átta. Auk þeirra Jakobs, Magnúsar og Valdimars, sem að framan eru nefndir, eru þeir Sigurður Guð- mundsson, Eiríkur Haraldsson, Jónas Kjerúlf, Þorvarður Örnólfs- son og Einar Eyfells, eigendur. íbróttir Framhald af bls. 8. Notfærðu FH-ingar sér þá að leika einum manni fleiri og breytti Geir Hallstcinsson stöðunni í 14:12 fyrir FH — var hann þá búinn að skora öll mörkin fyrir FH í hálfleiknum, sex að tölu. Þessi „þáttur“ Geirs varð til þess, að 'FH vann leikinn — honum tókst alltaf að jafna, og með tvcim síðustu mörkunum kom TÍMINN hann FIí yfir. Á þessum tíma átti Hjalti Einarsson í markinu einnig frábæran leik og varði oft meist- aralega. Ólafur Einarsson bætti 15. marki FH við stuttu síðar og voru þá tvær mínútur eftir. Tvær síðustu mín. tóku Hauk- ar mikinn fjörkipp — en of seint. Sigurður Jóakimsson, lagaði stöð- una í 15:13, rétt á eftir fengu þeir víti, sem Stefán Jónsson tók — skaut hann í gegnum klofið á Hjalta — knötturinn hrökk upp undir slá og niður á marklínuna. Ef Stefán hefði skorað þarna, er ómögulegt að segja hvemig leik- urinn hefði farið. Nú byrjuðu Haukar að leika maður á mann og náðu knettin- um. — Gils Stefánsson tók sig þá til og hrifsaði til sín knöttinn og hélt honum föstum í fanginu. Kostaði það slagsmál við að reyna að ná knettinum af honum, en hann lét það ekkert á sig fá, enda vanur slíku. Til að fá knöttinn aft ur í leik þurfti að vfsa Gils út af og voru þá eftir 1—2 sek. og sigur FH 15:13 í höfn eftir ævin- týralegar tafir Gils. FH-ingar eru greinilega ekki komnir f æfingu — sést það á því, hvað þeir beita kröftunum mikið og lumbra þeir hiklaust á mótherjum, sem nálgast vörn- ina hjá þeim. Geir og Hjalti bera af í liðinu og rís liðið og fellur með þeim. Hjá Haukum er það áberandi, hvað ungu leikmennirnir eru treg ir til að reyna eitthvað sjálfir — treysta þeir algjörlega á þá eldri. Stefán var þeirra bezti maður að vanda — en á óvart kom Viðar Símonarson, fyrir daufan leik, skoraði hann ekki mark í leikn- um. Mörk FH: Geir 7, Ólafur 3, Kristján Stefánsson 3, Þórður Sverrisson og Birgir Bjömsson eitt hvor. Mörk Ilauka: Stefán Jónsson 7, Sigurður 3, Hafsteinn Geirsson, Sturla og Sigurgeir Marteinsson eitt hvor. Dómarar voru Sveinn Krist- jánsson og Björn Kristjánsson. S.O.S. Sjávarafurðir Framhald af bls. 2. skinna, 1.3%, afurðir ullar- vinnslu, 1.2%, og afurðir kísil- gúrverksmiðjunnar, 1,0%. Aðr- ar iðnaðarvörur námu 0.5% aif heildarútflutningnum. Það sem af er þessu ári er útflutningur sjávarafurða stærri hluti heildarútflutnings en í fyrra, og sömuleiðis land- búnaðarafurðir, en hlutur iðn- aðarvara er nokkru minni en á sama tíma í fyrra. Á víðavangi Framhald af bls. 3. flóknum, tekur forsætisráð- hcr/a í slíkri þriggja flokka samstjórn ekki af skarið í öllum smáatriðum og segir fyrir fram til um það í viðtölum við fjöl- miðia, hvernig ríkistjórn hans ætli að leysa tiltekin málefni, áður en athugun trúnaðar- manna stjórnarinnar á málum er lokið og áður en málin hafa svo mikið sem verið tekin til umræðu í samsteypustjórninni. Ef það er hins vegar slík fram koma gagnvart samstarfsaðilum í ríkistjórninni sem Mbl. ætl- ast til af forsætisráðherra, má það bíða lengi eftir henni. Auðvitað veit Mbl. að slík vinnubrögð forsætisráðherrans myndi leiða til upplausnar stjórnarinnar og kannski er það óskhyggja Mbl. sem ræður þessum ofstækisskrifum. Það er vandasamt að vera oddviti í þriggja flokka ríkisstjórn, þeg ar leita þarf málamiðlunar og samninga í ýmsum efnum, því að það er ekkert reynt að dylja það, að þessir þrír flokk- ar hafa ekki sömu skoðanir á málum í öllum efnum. For- sætisráðherra hefur einmitt sýnt að hann viðhefur þá var- kárni, sem forsætisráðherra er nauðsynleg við þessar aðstæð- ur og þess vegna nýtur hann trausts samstarfsmanna, sem er miklu mikilvægara en aur- kast Mbl. — TK íþróttir Framhald af bls. 8. inn í það skiptið og tókst Sigurði að handsama boltann eftir þessa stórhættu. Rétt fyrir leikslok átti sér stað leiðinlegur atburður. Birgir Ein- arsson sparkaði í Sigurð Jónsson, að því er virtist algerlega að ástæðulausu. Birgi var vísað af leikvelli fyrir þetta og verður líklega dæmdur í keppnisbann. Eftir þennan sigur eru Keflvík- ingar efstir í deildinni með 19 stig, en Vestmannaeyingar fylgja fast á eftir með 18 stig. Þessi tvö lið eru nú þau einu, sem möguleika hafa á fslandsmeistartitlinum, Þau eiga bæði eftir einn leik, ÍBK við KR á sunnudag og ÍBV við Breiða- blik á laugardag. íþróttir Framhald af bls. 10 Gömlu kempurnar Hallgrímur og Þorsteinn háðu harða baráttu um annað sætið, sem lauk með sigri þess síðarnefnda. Erlendur vann bezta afrek mótsins skv. stigatöflu, en hann er ekki eins góður og búast mætti við. Sleggjukast: Erlendur Valdimarsson, ÍR, 52,84 Óskar Sigurpálsson, Á, 44,73 Þórður B. Sigurðson, KR, 41,01 Guðm. Jóhannesson, HSH, 35,98 Hafsteinn Jóhanness. UMSK 32,44 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, Á, 4,30 Guðm. Jóhannesson, HSH, 4.15 Elías Sveinsson, ÍR, 3,50 Árni Þorsteinsson, KR, 3,20 Karl West, UMSK, 3,20 Skemmtileg keppni milli Val- bjarnar og Guðmundar, en kemp an Valbjörn sigraði og stökk jafn hátt og hann hefur hæst stokkið í sumar, þó að hann hefði keppt í sex einstaklingsgreinum og tveimur boðhlaupum yfir helgina. Vel gert, Valbjörn. Guðmundur er í framför og stekkur skemmti- lega. Hann hefur aðeins einu sinni stokkið háerra í sumar, en það var á Meistaramótinu, er hann stökk 4,25 m. Þrístökk: Karl Stefánsson, UMSK, 14.61 Friðrik Þór Óskarsson, ÍR, 14,12 Borgþór Magnússon, KR, 13,88 Guðm. Jónsson, HSK, 12,94 Jóhann Hjörleifssor, HSH, 12,85 Ágúst Schram, Á, 12,54 Karl tryggði sér sigurinn í fyrsta stökki og er öruggur með 14,50 til 14,60 m. Friðrik Þór er ekki eins sprækur og á meistara mótinu, er sennilega keppnis- þreyttur. 1000 m. boðhlaup: Sveit KR, 2:02,6 mín. Sveit HSK 2:07,5 mín. Sveit UMSK 2:08,3 mín. Sveit ÍR 2:09,2 mín. Sveit Árm., 2:12,8 mín. KVENNAGREINAR: 100 m. grindahlaup: Kristín Björnsd. UMSK, 16.8 Lára Sveinsdóttir, Á, 18,2 Unnur Stefánsdóttir, HSK, 19,2 Ragnhildur Jónsdóttir, ÍR, 19,2 Emelía Sigurðardóttir, KR, 21,9 200 m. hlaup: Sigrún Sveinsdóttir, Á, 28,0 Jensey Sigurðardóttir, UMSK 28,3 Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, 29,0 Anna Kristjánsdóttir, KR, 29,5 Þórdís Rúnarsdóttir, HSK, 29,9 Þóra Guðmundsdóttir, HSH, 30,8 Sigrún vann, en hlaupið var sér staklega spennandi. Langstökk: HRafdís Ingimarsd. UMSK, 5.28 Sigrún Sveinsdóttir, Á, 5.12 Þuríður Jónsdóttir, HSK, 5,09 Fanney Óskarsdóttir, ÍR, 4,50 Elín Sigurjónsdóttir, HSH, 4.20 Emelía Sigurðardóttir, KR, 3.84 Gott langstökk, þrjár yfir 5 m„ en methafinn var öruggur sigur- vegari. Kringlukast: Kristjana Guðmundsd., ÍR, 30.31 Arndís Björnsdóttir, UMSK, 26.72 Kristín Bjargmundsd. HSH, 26.51 Ingibjörg Einarsdóttir HSK, 24.07 Inga Karlsdóttir, Á, 23.33 Emelía Sigurðard., KR, 22.10 íþróttir Framhald af bls. 9. ur þófkenndur og áttu bæði lið- in ágæt marktækifæri. Breiðablik ' fékk homspyrnu um miðjan hálf- leikinn og tók Ólafur Friðriks. hana, Guðmundur skallaði síðan knöttinn fyrir fætur Hinriks, er skoraði.þriðja mark Kópavogsbúa í leiknum. Það, sem eftir var leiksins, sóttu Akurnesingar nær látlaust og voru oft við það aö skora. T.d. átti Teitur ágætt skot í stöng.1 U.þ.b. 5 mín. fyrir leikslok lék Matthías á hvorki'meira né minna en 6 varnarmenn Breiðabliks; og skoraði jöfnunarmark Akurnes- inga. Liðin: Breiðablik er.nú,aftur á uppleið eftir slæman kafla um miðbik keppnistímabilsins. Bestu menn liðsins í leiknum á sunnu- daginn vora þeir Þór og Einar, auk bakvarðanna, Steinþórs og Magnúsar. — Akranes er , hins vegar á niðurleið eftir ágætan sprett fyrr í sumar. Matthías' var nú bezti, maður liðsins, en aðrir léku undir getu. Guðmundur Haraldsson dæmdi lcik'þennan ágætlega. Griska stjórnin Framhald af bls. 7. til hafa verið í Grikklandi allt síðan á dögum borgarastyrj- aldarinnar. Þeir styðja einnig við bakið á samtökum erlendis, bæði samtökum yfirlýstra kommúnista og samstarfshópa, sem að standa menn, hlynntir kommúnistum. SAMTÖK grískra kommún- ista hafa klofnað í stríðandi fylkingar, en ýmislegt bendir til, að Moskvumenn geri sér vonir um að geta sameinað þau að nýju. Boðorð Sovét- manna er að láta lítið á sér bera að svo stöddu, en sá tfmi kann að renna upp, að Rússar verði reiðubúnir að stuðla að því, að einræði grísku hernað- arsinnanna verði steypt af stóli ef lientugt tækifæri býðst. Hægri hönd Moskvumanna lætur sem hún viti ekki, hvað sú vinstri aðhefst. Og svo mik- ið er víst, að stjórnin í Aþenu segir ekki allan sannleikann þegar hún segir: „Við eigum aðeins í erfiðleikum með vini okkar.“ Öflugustu andstæðing- ar stjórnarinnar erlendis eru sífellt að treysta samband sitt við þá gríska stjórnmálamenn, sem í stjórnarandstöðu eru, og stjórnarandstæðingarnir, sem þeir hafa hvað bezt samband við, eru engu lýðræðissinnaðri cn mennirnir, sem með völdin fara og þeir hafa óaðfinnaw leg opinber samskipti við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.