Tíminn - 31.08.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.08.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐJE!PAGæit 31. ágúst 1971 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 9 Akranes — Breiðablik: Jafntefli mjög sanngjörn úrslit Baráttuvilji einkenndi leik Breiðabliks, en Akranes sýndi fremur slakan leik GB—Akrnanesi, ET Rvík. Leikur Akurnesinga og Brciöa- bliksmanna á Akranesi á sunnu- dag var á köflum skemmtilegur, þótt ekki hafi góðri knattspyrnu veriö fyrir að fara. — Akurnes- ingar sýndu nú mikið lakari leik en þeir gerðu á tímabili í sumar. Hins vegar var mikill baráttu- vilji í Breiðabliks-liðinu og auð- séð, að það myndi hirða a.m.k. annað stigið í viðureign liðanna á sunnudaginn. Fyrstu 10 mínútur fyrri hálf- leiks var mikill kraftur í Breiða- bliksmönnuii'., enda gerðu þeir sitt fyrsta mark á fyr-stu mínútum leiksins. Guðmundur Þórðarson skoraði eftir mistök Akranes-varn- bolta til Björns Lár., er lék Sfg frían og skoraði örugglega. tjja þetta leyti virtist sem Akurnes- ingar væru að nú undirtökunúji í leiknum. Þá gerðist það, að E£- leifur tognaði og varð að yfir- gefa völlinn. Við það riðlaðiBt fylking Skagamanna á ný og v2r svo út allar. lcikinn. Um miðbik fyrri hálfleiks átii Matthías skot að marki Breiðe- bliks. Ólafur hálfvarði, en misáfi boltann frá sér. Hann hugðj|t samt ná boltanum, er hafði bar- izt út í vítateig. Matthías vafð þó fyrri til, lék síðan á marí- vörðinn, og skaut síðan lagle^a yfir varnarmenn Breiðabliks oJ> í markið. í síðari hálfleik mættu Breiða- bliksmenn ákveðnir til leiks. Fljót lega í hálfleiknum var dæmd spyrna á Akurnesinga. Steinþór Steinþórsson tók hana og snerti fast skot hans höfuð Jóns Gunnl. og lá skömimu síðar í neti Akur- nesinga. Fallegt mark u.þ.b. 50 m færi! Eftir þetta var leikurinn frem- Framhald á 11. síðu Hinrik Þórhallsson sækir aS Akra- nesmarkinu í ieik Akraness og Breiðabliks á sunnudag. Davíð Krist- jánsson slær knöttinn frá marki og bægir þannig hættunni frá. arinnar. — A 15. mín. jöfnuðu Akurnesingar. Eyleifur gaf góðan Völsungar sigruðu í 3. deild ET—Reykjavík. Völsungar urðu sigurvegarar í úrslitakeppni 3. deildar, er fram fór í Reykjavík um helgina. Völs- ungar, sem eru frá Ilúsavík, leika því í 2. deild næsta sumar. Úrslit í úrslitakeppninni urðu: UMSB—Reynir 2—1 UMSB—KSH 6—1 Völsungar—Reynir 5—2 UMSB—Völsungar 0—3 Reynir—t-KSH 0—1 KSH—Völsungar 0—6 Fram — Hibernian: 0 : 3 ET—Reykjavík. Fram lék fyrri leik sinn við Hibernian frá Möltu í Evrópu- keppni bikarhafa á laugardag. Leikurinn fór fram í Valletta, höf uðborg Möltu, og lauk honum með sigri Hibernian 3:0. í hálfleik var staðan jöfn 0:0, en í upphafi síðari hálfleiks gerðu Framarar sjálfsmark. Stuttu síðar bættu Möltubúar svo tveim mörk- um við og voru lokatölurnar 3:0 sem áður sagði. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudag. Skotar unnu íslendinga í landskeppni í sundi ET—Reykjavík. íslendingar og Skotar háð Iands keppni í sundi sl. föstudag og laugardag. Keppnin fór fram í Edinborg og var mjög spennandi. Eftir fyrri dag keppninnar stóðu leikar jafnir 60 stig gegn 60. Síðari daginn eitti Skotum heldur betur og höfðu þeir tveggja stiga for- skot að lokinni keppni í cinstakl- insgreinunum. Skotar sigruðu svo í báðum boðsundunum og unnu því landskeppnina með 10 stigum, 125 stigum gegn 115. Nánar verður sagt frá keppn- inní í blaðinu síðar. TÍGRIS m f>lí; þetta tæki a erindi innáyðarheimili Þetta er KUBA Carmen. Carmen er stílhreinn, skemmtilegur og vandaður stereo radiofónn. Hann er ekki stór (utanmál B 100 x H 75 x D 35 cm), en hann leynir á sér. Hingað til hefur að minnsta kosti enginn kvartað yfir því, að hann skilaði ekki sínu (jafnvel ekki hinir gal- vöskustu gleðskaparmenn!). Carmen hefur 4 lofttæmda hátalara (2 hátóns og 2 djúptóns) og sjálfvirkan „stereo Decoder“. Plötuspilar- inn er líka sjálfvirkur (fyrir 10 plötur). Viðtækið í Carmen er langdrægt og hefur 4 bylgjur; LB, MB, SB og FM. Carmen er sem sé hínn eigulegasti gripur í alla staði. Á Carmen, svó sem öllum öðrum KUBA og IMPERIAL stereo- og sjónvarpstækjum, er- auðvitað lík.a 3JA ÁRA skrifleg ábyrgð, sem nær tll allra hluta tækisins. Verðið á Carmen er 28.600,00 og er þá miðað við 8.000,00 kr. Iágmarks útborgun og, að eftirstöðvar greiðist á 10 mánuðum. Auk þess bjóðum við 8% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTT (verðið lækkar þá niður í kr. 26.312,00!). Er eftir nokkru að bíða?! KubaCarmenveitirallri fjölskyldunni fjölmargaránægjustundir iMPERinL Sjónvarps & stereotæki NESCOHF Laugavegi10,Reykjavík.S(mar19150-19192

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.