Tíminn - 05.09.1971, Blaðsíða 3
JKÍWÍÍUDADGUR 5. september 1971
15
ekki væri um annað meira a'ð
ræða en það að vitja um sil-
unganet, sem lagt var ofan
við ármótin þar sem Urriðaá
fellur norður úr vötnunum. í
norður og suðurhlíðum fjarð-
arins eru góð berjalönd, sem
gefa ágæta uppskeru þegar vel
árar.
Þótt hér sé aðeins stiklað á
stóru hvað snertir lífsgæði
þau, sem náttúran tufur búið
Bjarnarfjörð, ættu menn að
fá um það nokkuð ljósa hug-
mynd, að miðað við hætti fyrri
tíma og eðlilega þróun til
framtimans, hefur þar verið
vel lífvænlegt athafnasömu,
búandi fólki, enda staðfesta
þess ótvírætt sannað það.
ísalög, sem orsökuðu sigl-
ingateppu og það, að ekki varð
sótt út til fiskimiða hafa auð-
vitað þar sem annars staðar
gert röskun á eðlilegum lífs-
háttum og þrengt kosti fólks-
ins í bili en viðbrögð aldamóta
kynslóðarinnar við þvílíku ár-
ferði var hvorki uppgjöf né
undansláttur.
Þegar kom fram á annan og
Jrrtðja tug aldarinnar fóru
gömlu torfbæimir að vikja
fyrir nýju, og því sem talið var
fullkomnara íbúðarhúsnæði.
Um miðja öldina var hvert býli
fulluppbyggt og bændur höfðu
hafizt handa með jarðyrkju í
mun stærri stíl en áður var.
Vélvæðing til lands og sjávar
var orðin öllu ráðandi í at-
vinnuháttum og viðmiðun við
fjölbýlið ríkjandi lífsviðhorf, í
sumum tilfellum sízt til bóta.
Árið 1950 höfðu aðeins tvö
býli í Bjarnarfirði farið í eyði.
Annað þeirra, Hvammur, lítið
kot sunnan árinnar, er fremur
kostarýrt og naumast hægt fyr-
ir fjölskyldumann að lifa þar
af jarðarnytjum einum saman,
enda alltaf öðru hverju fallið
úr byggð á fyrri öldum. Hitt
býlið, Goðdalur, fór í eyði eftir
hið hörmulega slys, sem þar
varð þann 12. desember 1948,
er snjóflóð féll á bæinn með
þeim afleiðingum, að íveruhús
eyðilagðist og þar létust sex
manneskjur.
f Goðdal var vel búið, jarða-
bætur miklar og öll hús vel
upp byggð. Jörðin komst
seinna í eigu aðkomumanna,
sem að því er bezt verðuf vit-
að keyptu hana vegna áririn-
ar. Samhliða fengu menn þess-
ir leigðan veiðirétt í Bjarnar-
fjarðará frá upptökum til
ósa. Stendur sú skipan mála
ennþá, en ekki verður séð að
hún sé heimamönnum í
Bjarnarfirði hagfelld, þar sem
kalla má að áin sé leigulaust
af hendi látin sé miðað við
verðgildi peninga eins og það
er nú.
Ég þekki talsvert vel þessa
á. Ég er uppalinn nærri ósum
hennar og stundaði þar veiði-
skap æsku mína alla og fram
á fullorðinsár. Er óhætt að
segja, að í strauma hennar var
margur góður málsverður sótt-
ur og auk þess ótaldar yndis-
stundir, sem samskiptin við
hana veittu.
Á fyrri árum var áin mikils
verð samgönguæð býlum i
Bjarnarfirði og einnig ýmsum
þeim mönnum er þangað
TÍMINN
sóttu. Um stórstraumsflóð má
fleyta bátum hlöðnum varn-
ingi fram undir Klúku, sé áin
sæmilega vatnsmikil, Og á
hverju flóði nokkuð upp eftir
árósnum. Þetta kom Bala-
mönnum að miklu gagni
meðan engir voru akvegir og
þeir sóttu heyskap fram í Nes-
flóa.
Heyið var þá reitt á hestum
niður á árbakkann, tekið þar
í báta og flutt til áfangastaðar.
Á tímabili mun hafa verið
gengið nokkuð nærri fiskistofn
inum í ánni með ádrætti. En
á þeim árum skorti alla þekk-
ingu hvað fiskirækt snerti. Menn
báru sig af fullri atorku eftir
lífsbjörginni hvar sem hana
var að fá. Stangaveiðidútl, eins
og það var kallað, þekktist
ekki og mundi hafa þótt sein-
virk aðferð og lítt við hæfi
vinnusamra sveitamanna, sem
venjulega tóku sér dagsauka
að lokinni vinnu til að veiða í
soðið.
Nokkur ár höfðum við fjór-
ir veiðifélagar ána á leigu, var
hún þá friðuð fyrir netaveiði.
Á því tímabili var látið í hana
nokkuð af laxaseiðum og
mun árangur þess hafa komið
eitthvað í ljós um það leyti
sem við hættum við ána.
Þau ár sem við vorum þar
var veiðin dágóð að okkar
mati og fór vaxandi, endg,
stunduðum við hana ekki
mikið og eingöngu sem frí-
stundagaman. Gjarnan vild-
um við leigja ána áfram, þvi
samskiptin við eigendur henn-
ar voru vinsamleg og alveg
árekstralaus. Urðu það okkur
því nokkur vonbrigði þegar
framandi menn komust þar
upp á milli. Hygg ég að mestu
hafi þar um ráðið eignaraðild
þeirra að Goðdalsá og jafn-
framt einhverjar háværar fiski
ræktarhugleiðingar, sem þar
áttu að verða veruleiki. Má
því ætla að áin sé nú mikil
og gagnsöm veiðiá og ætti því
að geta orðið Bjarnfirðingum
mikil tekjulind, þegar miðað
er við það háa verð, sem nú er
almennt greitt fyrir veiðirétt,
og þann mikla áhuga sem víða
er hvað viðkemur fiskirækt.
Ég hef að vísu heyrt, að þeir
sem ána hafa á leigu láti ekki
mikið yfir veiðinni. Sé það
raunveruleiki að áin sé nú
fisklítil, gæti gamansamur
maður látið sér detta í hug að
þessi fiskur, sem þama geng-
ur á útmörkum heimsbyggðar-
innar kunni ekki að laga sig
eftir háttum menningarinnar.
En að öllu gamni slepptu, þá
finnst mér að á því leiki tæp-
ast vafi, að Bjarnarfjarðará
verði mjög eftirsótt og verð-
mæt veiðiá. og þá fyrst og
fremst að þar verði lögð rækt
við birtinginn og bleikjuna.
Umhverfi árinnar er ákaf-
lega fallegt og laðandi. Þang-
að verður, á bakka hennar,
fleira sótt fólki til sumargleði
en það eitt að drepa fisk.
Er þess að vænta að þeir
heimamenn í Bjarnarfirði, sem
ennþá eiga aðild að ánni,
kunni vel að meta þau verð-
mæti gagns og gleði, sem leika
í bláum straumi þessa fagra
bergvatns og gefi þeim ekki
síður gaum en þeim ylstraum-
um, sem í ána falla. — Þ.M.
Við Gildruhyl í Bjarnarfjarðará.
VOLVO Hö (SAE) Hámarksþungi á framöxul (kg) Hámarksþungi á afturöxul (kg) Heildarþungi <kg) Burðarþol á grind
Leyfilegt frá Volvo Leyfilegt skv. vegalögum.
3800:, . 8000 11800 7800 7800
F84 122/170 4100 9000 12500 8600 8600
F85 170 4100 9500 13500 9200 9200
N86 165/210 5350 11000 16000 10900 9900
NB86 165/210 5350 16500 21500 15200 14700
F86 * 165/210 6000 11000 16500 11400 10400
FB86 165/210 6000 16200 22000 15600 15400
N88 208/270 6000 11000 16500 10500 9500
NB88 208/270 6000 16500 22000 15000 14500
F88 208/270 6500 11000 17000 10800 9300
FB88 270 6500 16500 22700 15300 14300
F89 . 220/330 6500 11000 17000 10500 9000
FB89 '330 6500 16500 ' 22700 15000 14000
ÞAÐ ER KOMIÐ 1 TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA.
Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200
Tölurnar tala sínu máli, en hin hagstæða reynsla
Volvo vörubifreiða hérlendis, hefur ef til vill mest að segja.