Tíminn - 05.09.1971, Side 10
22
TÍMINN
SUNNUDADGUR 5. september 1971
ferðaskrif stofa bankastræti 7
símar 16400 12070
Nokkrar stööur
eru lausar nú þegar, bæSi fyrir bókara og gjald-
kera> Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra fyrir
10. þ.m.
Búnaðarbanki íslands.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu okkur
með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á áttræð-
isafmælum okkar í sumar. Guð blessi ykkur.
V. Ingibjörg Filippusdóttir,
Magnús Jónsson,
Hellum, Landssveit.
Kristín S. Þorleifsdóttir,
Bergstaðastræti 46,
andaðist 2. sept. á Elli- og h júkrunarheimilinu Grund. Jarðarförln fer
fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. sept., kl. 10,30.
Aðstandendur
þökkum hjartanlega auðsýnda samóð við andlát og jarðarför
Þorvaldar Böðvarssonar,
Þóroddsstöðum, Hrútafirði.
Gróa K. Oddsdóttir og fjölskvM’
' VERÐ FRÁ
KR. 9.950.-
Beint þotuflug — 8 dagar, gisting
og 2 máltiðir á dag,
Brottfara rdagar:
8. SEPT. — UPPSELT
15. SEPT. — 8 sæti laus
Frá Lindargötuskóla
Þeir, sem sótt hafa um skólavist í 5. bekk Lind-
argötuskóla og fengið jákvætt svar, þurfa að stað-
festa umsóknir sínar persónulega eða í síma
(10400 eða 18368) eða með símskeyti dagana 6.
og 7. september n.k., kl. 15.00—18.30.
Væntanlegir nemendur í 6. bekk þurfa einnig að
staðfesta umsóknir sínar á sama tíma.
Fræðslustjórinn í Reykjavík.
MYNDMÆLINGAMAÐUR
- TÆKNITEIKNARI
Verkfræðistofan FORVERK H.F. óskar að ráða
myndmælingamann til myndmælinga korta eftir
loftmynum í stereoscopiskum tækjum og annarra
verka í kortagerð og útreikningum. Stúdentspróf
stærðfræðideildar eða önnur hliðstæð menntun
æskileg. Starfsþjálfun fer fram á vegum fyrir-
tækisins.
Einnig óskar verkfræðistofan FORVERK H.F. að
ráða tækniteiknara til hreinteikninga og frágangs
myndmældra korta og verkfræðilegra teikninga.
VERKFRÆÐISTOFAN
FORVERK HF.
Freyjugötu 35. — Sími 26255.
Solsjenitsyn og bók-
menntaverðlaunin:
— vegna afstöðu sænsku
stjórnarinnar
NTB—Stokkhólmi, laugardag.
Sovézka nóbelskáldið Alex-
ander Solsjenitsyn athugaði í
nóvember í fyrra, möguleikana
á því að hann gæti tekið við
Nóbelsverðlaununum í sænska
sendiráðinu í Moskvu, en var
neitað um það. Þetta kemur
m. a. fram í nýútkominni bók
eftir norska blaðamanninn Per
Egil Hegge, en hann var
fréttaritari þriggja Norður-
landablaða i Moskvu og var síð
an vísað úr landi.
f gærkvöldi var viðtal við
Hegge í sænska sjónvarpinu
og sagði hann þar m.a. að
sænska stjórnin hefði ekki get
að fallizt á, að verðlaúnin væru
afhent I sænska sendiráðinu í
Moskvu, vegna hættu á að sam
band ríkjanna versnaði. Hegge
var á sínum tíma milligöngu-
maður milli Solsjenitsyn og
sendiráðsins og það var sænsk
ur sendiráðsstarfsmaður, sem
tilkvnnti honum. að skáldið
gæti ekki fengið verðlaunin
afhent í Moskvu. Sendiráðs-
starfsmaðurinn fullyrti, að
þetta væri ákvörðun sænsku
stjórnarinnar. Eins og kunn-
ugt er, vildi Solsjenitsyn ekki
fara til Stokkhólms tíl að veita
verðlaununum viðtöku, þar
sem hann óttaði. -, að sér yrði
b: :nað að snúa heim aftur.
Flokkur
Framhald af bls. 17
ing verkamannabústaða hefði
skaðleg áhrif á „framtak ein-
staklingsins“ eins óg lesa má
á síðum þess 5. maí 1929:
„Ef miðað er við byggingar
síðastu ára, er gagnsemi slíkr-
ar löggjafar að engu orðin, ef
framtak einstaklingsins minnk
ar um einn hundraðasta hluta.
Það er að minnsta kosti lík-
legt, að óhætt sé að fullyrða,
yrða,
að afleiðingarnar af frumvarpi
Héðins Valdimarssonar séu
þær, að nokkrir einstaklingar,
þó ekki þeir fátækustu, fái gef
ins einn þriðja af byggingar-
kostnaði húsanna, en aðrir
bæjarbúar gjalda þessa með
því að greiða hærri húsaleigu.
Frumvarpskríli Héðins er því
ekki aðeins gagnslaust, heldur
beint skaðlegt".
Á fjárlögum 1928 var bygg
„Ómengaður sósíalismi"
ingarvinnufélagi veittur smá-
vægilegur styrkur til þess að
festa sig í sessi, sex þúsund og
fimm hundruð krónur. Það gaf
Morgunblaðinu tilefni til þess-
ara orð'' 12. apríl:
„Eitt X því, sem stjórnarlið-
ið í efri deild þvingaði í gegn
var 6500 króna styrkur
Arekstur, - einn slasast
ÞÓ—Reykjavík, laugardag.
Rétt fyrir kl. 12 í dag varð all-
harður árekstur á Miklubraut
gegnt Lídó. Rákust þar á tveir
fólksbílar, anrfar úr Reykjavik, en
hinn úr Kópavogi. Farþegi, sem var
í Kópavogsbílnum, 19 ára stúlka,
meiddist við áreksturinn og var
hún flutt á Slysavarnarstofuna.
“n ekki voru meiðsli hennar tal-
in alvarleg.
til Byggingarsamvinnufélags
Reykjavíkur — félags, sem bæj
arstjórn Reykjavíkur hefur
neitað að styrkja. Þessi styrk-
ur er vitaskuld bezta ráðið til
þess að draga fólkið úr sveit-
um landsins. „Bænda“-flokk
urinn gefur stórfé til bygging
ar í kaupstöðum. . . . Er þetta
ekki ómengaður sósíalismi?
Fyrst er að flæma fólkið úr
sveitinni með því að gera því
ómögulcgt að bjarga sér þar.
Ef það vill flytja til Reykja-
víkur og gerast meðlimir í
byggingarfélagi, er sósíalistar
stjórna, fær það fjárstyrk úr
ríkissjóði. Hafi það enga at-
vinnu, hleypur ríkissjóður und
ir baggann og veitir því at-
vinnuleysisstyrk."
★
Þannig þaut í tálknunum á
þeirri tíð. Allt var óalandi og
óferjandi: Að reisa síldariðn-
aðinn úr rústum, stuðla að þvi
að fólk kæmi sér upp viðun-
andi húsnæði, glæða atvinnu-
líf í kaupstöðum, sem stóðu
höllum fæti, friða Þingvelli,
hætta að loka fanga iðju-
lausa inni í hegningarhúsinu í
Reykjavík árum saman, veita
sveitlægu fólki og fólki í sveit-
arskuld kosningarétt, tryggja
togaraháseta átta stunda hvíld
á sólarhring, draga úr atvinnu-
leysi, styrkja verkalýðsfélög
in í sessi, gera Akureyrarskól-
ann að menntaskóla.
En þetta er aðeins fátt eitt
af því er gert var, og lang-
oftast brást íhaldsflokkurinn
við á svipaðan hátt. Hér hef-
ur til dæmis aðeins lauslega
verið minnzt á Laugarvatns-
skólann, eitt hið mesta eitur I
beinum Morgunblaðsins, og
ekki einu orði vikið að öllum
þeim gauragangi, er stofnað
var til út af Reykholtsskóla og
Menntaskólanum í Reykjavík.
Og ótal mörg mál önnur liggja
hér í þagnargildi. Þetta átti
sem sé aldrei að vera annað
en lítið sýnishom þess, hvar sú
fylking, sem nú kallast Sjálf-
stæðisflokkur, stóð á þroska-
brautinni fyriý fjömtíu áram,
og hvemig hún hagaði baráttu
sinni í stjórnarandstöðu þá.
Tryggvi Þórhallsson sagði,
að sagan endurtæki sig. Hann
gat fært að því mörg dæmi,
enda manna sögufróðastur. En
auðvitað er engin regla án und
antekninga. Og í stjórnarand
stöðu á árunum fyrir 1960
urðu þau tíðindi, að Morgun-
blaðið og Sjálfstæðisflokk-
urinn gerðust prýðilega hlið-
holl verkföllum.
Að síðustu má svo geta, að
einn af blaðamönnum íhalds
flokksins flutti sérstakt erindi
í kvikmyndahúsi í Reykjavík
veturinn 1928 um „strákskap-
inn á alþingi", og Morgunblað-
ið setti þinginu 1928 þessa
grafskrift:
„Landsmenn þurfa nokkum
tíma til þess að átta sig fylli
lega á því, hve virðing þings-
ins hefur sokkið djúpt að
þessu sinni. Þegar almeimingi
er orðin sú hönmung fyllilega
Ijós, eru allar líkur til, að hin
nýafstaðna þings verði marg-
oft minnzt — og þá helzt sem
þingsins auma“.
Víst skýrist margt, þegar frá
líður. En ótvírætt er, að ekki
hefur tíminn íagzt á sveif með
þeim, er svo töluðu á vordög-
um 1928. Vafalaust hefur ríkis-
stjórn Tryggva Þórhallssonar
gert skyssur. En hún varð
samt ein mesta framfarastjóm
í sögu landsins. Þess vegna lýs
ir það því, að miklar vonir eru
bundnar við ríkisstjórn þá,
sem nú er komin til valda, er
myndun hennar er jafnað við
stjórnarmyndunina 1927.
— Hrappflr.