Tíminn - 24.09.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1971, Blaðsíða 8
Föstudagur 24. september 1971 Gestur Ólafsson Gestur Ólafs- son látinn Gestur Ólafsson, forstöðumað- ur Bifreiðaeftirlits ríkisins lézt sl. nótt. Var Gestur á ferðalagi í Danmörku, er liann veiktist skyndilega og lézt hann á sjúkra húsi í Kaupmannahöfn. Gestur varð 65 ára að aldri. Gestur Ólafsson stundaði ýms störf á sjó og landi þar til hann gerðist bifreiðastjóri í Reykja- vík 1925. 1941 var hann skipað- ur bifreiðaeftirlitsmaður í Rvík og Suðurlandsumdæmi og 1956 varð hann fulltrúi við bifreiða- eftirlitið í Reykjavík. 1962 var hann skipaður yfireftirlitsmað- ur Bifreiðaeftirlits ríkisins. Betri upp- ■ skera en ■ var í fyrra ■ SB—Reykjavík, fimmtudag. ■ Kartöflubændur á Svalbarðs- a strönd og í nágrenni Grenivíkur eru þessa dagana að hamast við að taka upp. Nokkuð eru menn 3 misjafnlega á leið komnir, sum- a ir eru hálfnaðir en aðrir að byrja. Uppskeran er yfirleitt góð og meira undir grösunum en ■ var í fyrra, en þá var sprettan ■ slæm. ■ Bókhald 20 kaupfélaga fært í tölvu KJ—Reykjavík, fimmtudag. Notkun skýrsluvéla við bókhald fyrirtækja færist stöðugt í vöxt, enda kostir slíkra vinnubragða ótal margir. Þannig er nú bókhald 20 kaupfélaga fært í tölvu og tækjum skýrsluvéladeildar SÍS, að því er Gunnlaugur Björnsson forstöðumað ur deildarinnar skýrir frá í Sam- bandsfréttum. Félög þessi eru víða um landið, en skilyrði þess, að hægt sé að færa bókhaldið í tölvunni er, að viðkomandi staður sé í greiðum samgöngum við Reykjavík. í flest- um tilvikum eru íylgiskjöl merkt heima í viðkomandi félagi og síð- Framhald á bls. 18. Kostar 122 þús. að eiga bíl KJ—Rey.kjavík, fimmtudag. Félag ísl. bifreiðacigenda hefur látið gcra áætlun um árlegan rekstr arkostnað Volkswagen 1300, árg. 1971, miðað við 1. ágúst sl. Er hér um að ræða mcðalkostnað á sjö árum, miðað við núverandi verð- lag. Reyndist meðalkostnaðurinn vera tæplega 122 þúsund krónur, eða rúmlega 10 þúsund krónur á mánuði’. Stærsti liðurinn eru afskriftir, eða 32 þúsund. Þá bensín 28 þús., smurning, hjólbarðar og varahlut- ir reiknast til að vera rúmlega 21 þús. Viðgerðir 14 þúsund. Ábyrgð- artrygging 5.800 og húftrygging 5.500. Bifreiðaskattur og afnota- gjald af útvarpi tæplega 2.500 og ýmislegt annað eins. Vextir eru reiknaðir 9.700 og allt samtals 122 þúsund. Reiknað er með 16 þús. km. akstri. Tryggingaiðgjald er miðað við 40% afslátt og húftrygg- ing miðuð við 3 þús. kr. sjálfs- ábyrgð. n n Bændur í Ingólfsfirði: Farnir að slátra öllum búfénaii OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Allt útlit er fyrir að sömu örlög bíði nú Árneslirepps og Iforn- stranda og Flateyjar á Skjálf- anda. Brottflutningur fólks það an er nú að verða svo gífurleg ur að heilar sveitir eru að leggjast í eyði. f liaust munu t. d. allir íbúar í Ingólfsfirði flytja þaðan. í dag hófst þar slátrun og munu allir ábúend ur jarða þar farga öllu búfé sínu og flytja á brott. Þá munu að minnsta kosti tvær fjölskyld ur úr Trékyllisvík hætta bú- skap og flylja á brott í haust. Blaðinu hel'ur ekki tekizt að fá nákvæmar tölur um live margir flytja úr þessum byggð arlögum, en 'láta mun nærri að það séu um 80 manns, en á íbúaskrn Árneshrepps eru rúmlega 200 manns. Fyrir nokkrum árum var nyrzta byggð á Ströndum í Ófeigsfirði, en lagðist í eyði. Til þessa hefur nyrzta byggð in verið í Ingólfsfirði, sem nú er að leggjast í auðn. Þar fyr ir sunnan er Trékyllisvík og er þar einnig los á fólki. Margir þeir sem nú yfirgefa jarðir sín ar og hætta búskap munu koma þangað aftur að vori til að nytja hlunnindi, en um eigin lega búsetu vcrður ekki að ræða. Nyrzti bær á Ströndum, sem nú er búið á, er Seljanes f Ingólfsfirði. Bóndinn þar, Krist inn Jónsson, er einn þeirra, sem hóf að farga öllu búfé sínu í dag, og mun flytjast á brott. Hann sagði Tímanum í dag, að Kristinn Jónsson það væru fjölskyldurnar frá Seljanesi í Ingólfsfirði og þrjár fjölskyldur frá Eyri, sem nú flyttust á brott, auk þeirra, sem fai’a frá Melum og Stóru- Vík í Trékyllisvik. Kvaðst Kristinn búast við að eitthvað af þessu fólki kæmi aftur í vor til að nytja hlunnindi næsta sumar. Flestar þessara fjöl- skyldna fara til Reykjavíkur, ■en að minnsta kosti ein mun flytja til Bolungavíkur. a Unga fólkið sem stundar _ nám er þegar farið, en hitt mun tínast á brott þegar búið * er að slátra og dytta að fyrir ■ veturinn, þvf margir ætla að ■ snúa aftur í vor til að nytja _ hlunnindi, selveiðar og reka- við. — Hver er ástæðan til að þið ■ eruð að yfirgefa þetta byggðar ■ lag? _ a — Ástæðurnar eru að sjálf- sögðu margar, en ætli það sé 1 ekki þyngst á metunum, að ■ börnin verða að stunda skóla ■ nám. Þá eru gömlu hjónin eftir ■ og er það heldur einmanalegt ■ þegar langt er á milli bæja. ■ Það kann að verða leiðigjarnt a til lengdar fyrir öldruð . .hjón að vera ein allan vetur- inn. Þegar maður fer að verða " heilsuveill er þetta ekki hægt ■ lengur. ■ — Læknir er ekki nær en á _ Hólmavík og þangað er erfið og torsótt leið á vetrum. Prest ' lausir höfum við verið árum * saman. Barnakennsla er á Finn ■ bogastöðum, en þegar henni a lýkur hafa allir orðið að senda _ börn sín í önnur héruð til áframhaldandi náms, eftir því * hvar hægt er að koma þeim ■ fyrir. a Nær allt það fólk, sem nú _ er að yfirgefa þessa norðlægu byggð, hefur alið þar allan sinn “ aldur. Sagði Kristinn að sér ■ fyndist það ekki til neins fagn ■ aðar að flytja á brott, en það a er ekki hægt annað og það verð _ ur að taka þessu. II Var FlB-þingið á Akur- eyri um helgina ólögEegt? KJ—Reykjavík, fímmtudag. Landsþing Félags fsl. bifreiðaeigenda var haldið á Akureyri um síð- ustu helgi og mun mikill hluti þingtímans hafa farið í karp um kjör á þingið, og fór svo, að menn, sem ekki liöfðu verið kjörnir á þingið, komn því til leiðar, að 10 Reykvíkingar, sem kjörnir höfðu vcrið, voru úrskurðaðir ógildir af þingfulltrúum, en þessir tíu Reykjavíkurfulltrú- ar mótmæltu harðlega og töldu þingið ólöglegt. Sr. Bolli Gústafsson í Laufási, sem er einn af stærstu kartöflu- bændum í nágrenni Grenivíkur, sagði Tímanum í dag, að kart- ofluræktin væri orðin aðallega á því svæði. Innar á Ströndinni hefði kartöflurækt dregizt mjög saman seinni árin. — Við erum hér í miðjum kliðum, sagði sr. Bolli. — Veðr- ið ér ágætt til að taka upp, en það var frost í nótt og þá féllu grösin, sem fram til þess höfðu staðið. Áður voru grös fallin á flatlendi, en nú féllu Þau í brekkunum. Miklu meira var sett niður af kartöflum í Laufási en í fyrra, þar sem meira landi var úthlut- að í vor undir kartöflugarða. — Þurrkarnir framan af drógu nokkuð úr sprettu, sagði sr. Bolli, — en um mína sprettu er það að segja, að hún er mjög jöfn. Að minnsta kosti sex teg- undir af kartöflum eru ræktað- ar þarna í görðunum, en mest mun vera af gullauga. Félag ísl. bifreiðaeigenda hefur sent frá sér fréttatilkynningu um þingið, sem stóð á laugardag og sunnudag, og fer hér á eftir hluti fréttatiÍKynningarinnar: „Óvenjulegt mál reyndist hita- mál á þingi FÍB, einkum fyrri daginn. Tíu fulltrúanna frá Reykjavíkursvæðinu voru úrskurð aðir ógildir af þingfulltrúum, enda þótt þeir tækju áfram þátt í ýmsum störfum þingsins, og í ýmsum nefndum þess. Þannig er mál með vexti, að þegar framboðsfrestur til fulltrúa þings FÍB rann út. hafði aðeins einn listi með nöínum jafn margra fulltrúa og kjósa átti bor- izt. Er það í fyrsta skipt.i síðan gildandi lög voru samþykkt, að slíkur listi er lagður fram. Áður höfðu fyrrverandi fulltrúar ætíð verið sjálfkjörnir til endurkjörs, þar sem engin framboð höfðu bor izt. Urðu nú miklar umræður um það, hvort listi þessi væri sjálíkjör inn, eða hvort fyrrverandi fulltrú- ar bæru að skoðast í kjöri. Laga- ákvæði um þetta efni voru ekki til, a.m.k. ekki ótvíræð og sneri stjórnin sér þá til þriggja lögfræð inga, sem eiga sæti, eða hafa átt í kjörstjórnum. Að fengnu áliti þcssara manna ákvað stjórnin að taka listann gild an til kjörs fulltrúa fyrir Reykja- vík, — en aðstandendum listans var gefinn kostur á að lagfæra formgalla, sem á listanum var. Var sá hluti listans, sem gerði til- lögur um fujltrúa utan Reykjavík- Ur því strikaður út, enda talinn ólögmætur. Fyrrverandi fulltrúar utan Reykjavíkur, voru því taldir sjálfkjörnir að nýju, þar eð ann- ar listi þar hafði ckki verið lagð- ur fram. Á 5. Landsþinginu á Akureyri hnekkti þingheimur þessari niður- stöðu stjórnarinnar eins og fyrr greinir. Var þessu mótmælt af hin um nýkjörnu fulltrúum Reykja- víkursvæðisins, sem töldu þing- haldið vera ólögmætt, þar eð þeir hefðu komið inn á þingið cftir eðlilegum leiðum. Reykjavíkurfull trúarnir voru 20 af 42 fulltrúum þingsins, tíu þeirra fengu ekki að taka þátt í atkvæðagrciðslum þingsins." Til skýringar skal þess gctiö, að þrír af gömlu fulltrúunum mættu á þinginu, án þess að vera til þess kjörnir, og hélt einn þess ara fulltrúa uppi miklu málþófi gegn nýju funtrúunum, með framangreindum afleiðingum. Virðist eftir því, hver sem er geta komið á FÍB þing og haldið þar uppi málþófi og kqmið meiri- hluta þingsheims á sitt band með einhverjum hætti. Þá segir ennfremur í fréttatil- kynningunni: „Þrátt fyrir þessi óvenjulegu „átök“ á fundinum var greinilegt að mikill sóknarhugur er í félags- mönnum FÍB, enda stór verkefni framundan, þar sem eru vegamál- in í landinu, sem FÍB hefur ævin lega barizt fyrir, tryggingarmál, slysavarnir og raunar margt fleira. Voru fjölmargar ályktanir gerð- ar á þinginu. í stjórn Félags ísl. bifreiða- eigenda voru kjörnir til næstu 2 ára þcir Guðmar Magnússon og. Guðmundur Jóhannsson. Fyrir eru í stjórninni: Séra Jónas Gísla- son, Ragnar Júlíusson, skólastjóri, og Konráð Adolphsson, fram- fvæmdastjóri, sem er formaður félagsins. Félagið rekur skrifstofu að Ár- múla 27. Framkvæmdastjóri er Guðlaugur Björgvinsson."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.