Tíminn - 01.10.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 01.10.1971, Qupperneq 2
• . » » r t • •• i »• t • • j- • i | | , f f i TÍMINN FÖSTUDAGUR 1. október 1971 Fulltrúafundur Sam- vinnu hjúkrunar- kvenna á Norður- löndum Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) hélt árleg- an fulltrúafund sinn í Os við Berg en dagana 7.—10. sept. 1970. Þáttakendur voru alls um 80. Af íslands hálfu sátu fundinn, •uk formanns Hjúkrunarfélags ís- lands, 8 aðilar, 4 fulltrúar frá hin um ýmsu sviðum heilsugæzlu og hjúkrunar, fulltrúi frá Heilbrigð- is- og tryggingaimálaráðuneytinu, 2 hjúkrunarnemar og ritstjóri Tímarits HFf. Formaður SSN Gerd Zetter- ström Lagervall stjórnaði fund- inum. Rætt var m.a. um samvinnu hjúkrunarnemafélaganna og SSN. Samþykktar voru svohljóðandi til- lögur um starfreglur fyrir SSN. 1. Byggja upp sterk og dugmik- il samtök hinna 5 hjúkrunarfélaga á Norðurlöndum. 2. Vinna að því að aðeins lög- gildar hjúkrunarkonur séu í hjúkr unarkvennastöðum. 3. Vinna að bættri menntun hjúkrunarkvenna á öllum sviðum. 4. Að stuöla að auknum rann- sóknum og framförum á hjúkrun- arstörfum og starfssviði hjúkrun- arkvenna. 5. Fylgjast með því, að réttindi og laun samsvari námi og ábyrgð. 6. Að vinna að betri starfsskil- yrðum, þar sem starfslið og sjúkl- ingar hafi meiri áhrif. 7. Vinna að bættum aðbúnaði starfsliðs varðandi heilsugæzlu, og vörn gegn slysum og atvinnusjúk- dómum. 8. Efla gott samstarf hjúkrun- arnemafélags og hjúkrunarfélags viðkomandi lands. „ 9. Vinna að góðu samstarfi hinna ýmsu starfshópa innan heilbrigðis- þjónustu og félagsmála. 10. Hvetja hjúkrunarkonur til meiri þátttöku í öllu er varðar heilsu vernd og sjúkra- og félags- hjálp. 11. Hvetja til aukinnar sam- vinnu innan Alþjóðasambands hjúkrunarkvenna (I.C.N.) og ann- ara alþjóðasamtaka. 12. Kynna störf SSN á þjóðleg- um, samnorrænum og alþjóðleg- um grundvelli og veita blöðum og öðrum fjölmiðlum upplýsingar. Síðan fóru fram umræður, við- fangsefni hópanna voru: A. Samstarf í heilsuvernd og hjúkrun. B. Nám hjúkrunarkvenna, grunn nám og framhaldsnám. C. Hlutverk hjúkrunarkonunn- ar. D. Evrópuhjúkrunarkonan. E. Samningsréttur hjúkrunarfé- laga. , Hver hópur skilaði síðan áliti aftfti úr voru unnar sameiginleg- ai ^tirfarandi niðurstöður: Við framkvæmd heilsugæzlu, hjúirunar og félagslegrar umönn- Un*. á Norðurlöndum þarf fUikin teagsl milli hinna mismnnandi starfsgreina, svo að jafnan onegi gæta þarfa sjúklingsins eða skjól- stæðingsins. Til að svo megi vera þarf að gera samfellda heilsu- gæzluáætlun. Fulltrúafundurinn gerir kröfur til þess, að meginstefnan við hag ræðingu og mótun þessarar heilsu gæzluáætlunar verði ákveðin með samráði hlutaðeigandi stjórnvalda og stéttarsamtaka. Endurskipun heislugæzlu, hjúkr unar og félagslegrar umönnunar fer fram á öllum Norðurlöndum. Hjúkrunarkonur starfa og bera ábyrgð á sérstöku sviði. Skiptir því miklu máli, að þær eigi full- trúa við framkvæmd þessarar end- urskipunar og geti haft þar áhrif Framhald á bls. 10. FGBBinnKB QO ISTUTTUMáU O® Seyðisfjörður: Lítið um byggingar ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag. Hörður Hjartarson á Seyðis- firði sagði, að þar vantaði fólk í bæði frystihúsin, enda bærist stöðugt mikill afli að landi. í gær landaði Brettingur 50 tonn um á Seyðisfirði og í dag land- aði Margrét 45 lestum. Að auki eru tveir aðrir trollbátar, sem landa hér, en það cru Ólafur Magnússon og Hannes Haf- stein. Einn Seyðisfjarðarbát- anna Gullver fór til veiða í Norðursjó í morgun og verður þar fram eftir hausti. Lítið er um byggingar hér á staðnum, einu opinberu fram kvæmdirnar eru, að verið er að grafa fyrir barnaheimili og bygging símstöðvarhúss stend- ur yfir. Varðberg: Ráðstefna og hádegisfundur KJ—Re.vkjavík, fimmtudag. Annað kvöld, föstudagskvöld, hefst í Tjarnarbúð í Rcykjavík ráðstefna Varðbergs um varnar- málin og Atlantshafsbandalagið. Formaður félagsins Jón E. Ragnarsson sétur ráðstefnuna, en síðan flytja ræður þeir Jó- hann Hafstein alþingismaður, Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og Þórarinn Þór- arinsson, alþingismaður. Á laugardaginn efna svo fé- lögin Samtök um vestræna sam- vinnu, og Varðberg, til hádegis- fundar í Tjarnarbúð, og verður John K. Beling aðmíráll á Keflavíkurflugvelli ræðumaður á fundinum. Erindi hans nefnist „An Evolution of Military Power“. Að erindinu loknu mun aðmírállinn svara spurningum fundarmanna. Síðan verður ráðstefnunni haldið áfram á laugardag og sunnudag og verða Þá fluttar stutt erindi um varnarmálin og Atlantshafsbandalagið. Fagurhólsmýri: Flugvél sækir slátur tvisvar á dag EB—Reykjavík, fimmtudag. — Ég held að hér á Fagur- hólsmýri verði um 3 þúsund f jár slátrað í haust og mun það vera nokkuð svipuð tala og í fyrra, sagði fréttaritari Tím- ans á Fagurhólsmýri, Sigurð- ur Arason, í viðtali við blaðið í dag. — Flugvél frá Flugfélagi ís- lands kemur nú hingað’tvísvár á dag og flytur slátur suður, en 350 fjár er slátrað hér á dag. — Fer þá ekki lítið í súg- inn af slátri? — Jú, en eitthvað samt af blóði, og vömbum. Sigurður skýrði ennfremur frá því, að í sumar hafi gott vegasamband verið milli ör- æfanna og Hornafjarðar. Hann sagði einnig að í langan tíma hafi varla komið sá dagur í Öræfunum að ekki rigndi eitt- hvað. Hins vegar hefði sumar- ið verið gott, bændur ættu nóg hey og kartöfluuppskeran væri góð. Kirkjubæjarklaustur: Minni slátrun nú en í fyrra EB—Reykjavík, fimmtudag. í viðtali er Tíminn átti í dag við fréttaritara sinn á Kirkjubæjarklaustri, Einar Valdimarsson, kom fram, að rétt innan við 20 þúsund fjár verður slátrað á Kirkjubæj- arklaustri í liaust. Einar sagði, að þetta væri heldur lægri tala en oft áður og líklega væri orsökin sú, að nú ættu bændum þar aust- urfrá meira hey en oft áður. í sláturhúsinu á Kirkjubæj- arklaustri er um 700 fjár slátr- að á dág, og hafa afköstin þar ekki aukizt frá í fyrra. Hins vegar er nú heldur betri að- staða í sláturhúsinu þar en í fyrra, þar eð lítillega var byggt í sumar við sláturhúsið. Rignt hefur mikið upp á síð- kastið á Kirkjubæjarklaustri og þess vegna hefur bændum geng ið nokkuð erfiðlega að ná sam- an fé sínu. Vegna hins góða heyskapar- sumars, er mikið hey úti hjá bændum þar austurfrá sökum þess að hlöðurými hefur skort. Er heyið að sjálfsögðu í bólstr- um. Selfoss: Grunnur að nýju verk- stæði KÁ EB—Reykjavík, fimmtudag. Nú er búið að grafa fyrir og fylla grunninn í hinu nýja bifreiðaverkstæði, sem Kaup- félag Árnesinga byggir á Sel- fossi og mun grunnurinn verða steyptur bráðlega. Sem kunn- ugt er, er hér um að ræða bif- reiðaverkstæði, sem verður á 4ja þúsund fermetrar. Þessar upplýsingar fékk Tím- inn í dag hjá fréttaritara sín- um, Stefáni Guðmundssyni í Túni við Selfoss. Aðspurður sagði Stefán, að nú vissi hann ekki um nokkum miann þar í nágrenninu er heyjaði á engjum þetta sum- ar, en tvö síðustu árin hafa menn þar um slóðir heyjað á engjum vegna lélegrar sprettu, en áður mun slíkur heyskapur hafa legið niðri um langt skeið. BERKLAVARNADAGUR SÍBS Á SUNNUDAGINN Hinn árlegi bcrklavarnadagur SÍBS er sem fyrr haldinn fyrsta sunnudag októbermánaaðr. Hafa tekjur dagsins alltaf létt undir við þau störf og verkefni, scm sambandið er að vinna að. og má segja að það sé vel að þcim tekjum komið, sem safnazt hafa á þessum ,,dögum“. En nefna dag- inn þessu nafni í landi, sem hef- ur siglazt á berklaveikinni, eða svo gott sem, kann að vera ósmekk legt. Nær væri að kalla þennan fjársöfnunardag einhverju nafni, sem gæfi til kynna að hagnaður- inn renni til endurhæfinga sjúkra manna almennt, enda hefur svo verið í raun. S.Í.B.S. hefur þó aldrei gert hlé á varðnaðarorðum sínum og not- Tómas A. Tómasson, hinn nýi ambassador íslands hjá Efnahagsbandalagi Evrópu 21. september. Myndin var tekin er Tómas (t.h.) afhendir Reymond Barre, varaforseta framlcvæmdanefndnr EBE, trúnaðarbréf sitt. Ásamt þeim á myndinni er Joseph Kasel, siðameistari EBE. að þennan dag sérstaklega til að vekja athygli almennings á þeirri óhugnanlegu vissu, að hættan á nýjum berklafaraldri vex því meir sem fjöldi neikvæðra ung- menna nálgast að vera hundrað af hundraði. Og nú bregður þjóð- inni ónotalega við frétt, sem henni hefur borizt þess efnis, að ungur maður úr Austurlöndum nær hafi kornið til landsins og hafið störf að matvælaiðnaði landsmanna, meðal tuga eða hundraða af ungu fólki og svo reynist, að maður þessi er berkla smitbcri er vcldur smitun og sýkingu. Það er líklega rétt hjá gamla SÍBS, að halda þeim forna hætti sínum að vara við háskanum, sem af berklum stafar, þó ásókn hans hafi verið væg á undanförnum árum. Mannkynið hefur ekki kvatt berkilinn hinztu kveðju. Því er nú verr og miður. Vágestur þessi liggur í leyni, búinn til leiftur- sóknar að okkar hraustu æsku hvenær sem er. Trúlega mun berkillinn ógna mannkyninu alla tíð meðan það amstrar við búskap sinn hér á þessari reikistjörnu. Það er vissara að sofna ekki á verðinum, og hæðast ekki að berklavarnardögum, þó er sjálf- sagt að vera b.iartsýnn og vonandi getur SÍBS framvegis varið fjár- munum sínum til almenns endur- hæfingnstarfs moðal hinna sjúku | og þurfi ekki að fjárvæða nýja herferð gegn fornum fjanda, berklaveikinni. Bara að svo væri. Ekki liggja þeir á liði sínu þeir SÍBS-menn þama upp í Mosfells- sveitinni. Aldrei hið minnsta hlé á nytsömum framkvæmdum á Reykjalundi síðan fyrsta skóflu- stungan var tekin sumarið 1944. Þó ekki ávallt við hagstæð fjár- ráð. Þjóðin hefur og kunnað að Framhald á bls. 10 Aðalfundur * Asanna Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi, hélt aðalfund 23. sept. sl. For- maður Þorsteinn Jónsson flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram að starfscmi er vaxandi og lofar bað góðu um framtíðina. Aðalstjórn baðst öll undan end- urkosningu. Ný stjórn er þannig skipuð: Formaður: Sveinr. A. Sæmunds- son. Ritari: Guðmundur Jónas- son. Gjaldkeri: Jón Hermannsson. Varaformaður: Lúðvík Ólafsson. Meðstjórnendur: Ari Þórðarson, Páll Hjaltason. Starfsemin í vetur verður með líku sniði og sl. ár og hefst með 3 kvölda keppni í tvímenning, mánudaginn 4. okt., n.k. Spilað verður í Félagsheimili Kópa- vogs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.