Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 3
ÍRIÐJUDAGUR 19. október 1971 TÍMINN Heðinn ÞH strandaöi viö Hjaltland Komst á flot af eigin rammleik ÞÓ—Reykjavik, mánudag. Síldveiðiskipið Héðinn ÞH-57, £rá Húsavík strandaði í nótt við eyjuna Foula. Þegar þetta gerðist var Héðinn á leið til Danmerkur með 1209 kassa af sfld af miðnn nm vestan við Hjaltland. Héðinn komst af skerinu af eigin vélarafli, og með hjálp hlið arskrúfanna, en við strandið lask aðist stýrið það mikið, að það varð ónothæft og höfðu skipverj ar því enga stjóm á skipinu. Fleiri skemmdir munu hafa orðið á skipinu, en ekki verður gott að kanna þær fyrr en skipið hefur verið tekið í slipp. Rannsóknarskipið Ámi Frið riksson, sem að undanförnu hef ur verið við síldarleit í Norður sjó, kom Héðni strax til aðstoðar og mun Ámi Friðriksson hjálpa Héðni til hafnar í Færeyjum. Eyjan Foula er lítil eyja, og liggur hún vestast af Hjaltlands eyjum, en vestur af Foula hafa íslenzku sfldveiðiskipin mikið ver ið að veiðum. Héðinn er 331 lest að stærð og er skipið smíðað í Noregi árið 1966. Skipið hefur alla tíð reynzt mikið happaskip, en eigandi skips ins er Hreifi h. f., Húsavík. Þrír seldu í Grimsby, meðalverð yfir 35 kr. ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Þrír bátar seldu f Grimsby f morgun. Bátarnir vora Guðbjörg ÍS, sem var með 65 lestir og fékk fyrir það magn 11.900 pund eða 39.40 krónur fyrir kflóið. Snæfell EA seldi 49 og Tiálfa lest fyrir 8000 pund og með alverðið var 35.25 kr., þá seldi Særún ÍS 77 lestir fyrir 12.300 pund og var meðalverðið hjá henni 34.15 kr. Tíu aðrir íslenzkir bátar munu selja í Englandi í þessari viku og er búizt við að verðið verði ágætt, eitthvað líkt því sem það var í morgun. Verðið í morgun var ekki jafnhátt og það var í síð ustu viku, enda er fiskurinn í morgun mun eldri en sá, sem var seldur í síðustu viku. Listasafn ASI Sýning Listasafns ASÍ á mál- verkum eftir Brynjólf Þórðarson, hefur verið miög vinsæl, og er því ákveðið að framlengja hana um eina viku, fram á næsta sunnudag. Sýningin verður opin eins og áður alla daga kl. 15—22. DRALON-EVW DRALON-SFORT GRETTIS-GARN ClOOAulD GRILON-GARN GRILON-MERINO GEFJUN AKUKEYRI <jB Vélskipið Héðinn ÞH 57 Hérer það allt- prjónarnir, karfan og Gefiunar 3 AVIÐA MHI Hefur Jóhann efni á þessu? f uinræðunum í gær á Al þingi um stefnuyfirlýsingu for- sætisráðherra, reyndi Jóhann Hafstein að gera sér mat úr því fylgistapi, sem Framsókn- arflokkurinn varð fyrir í síð- ustu alþingiskosningum. Fram- sóknarmenn hafa aldrei reynt að breiða neitt yfir þá stað- reynd, að flokkurinn tapaðt fylgi í kosningunum. Hins veg- ar hefur Sjálfstæðisflokkur- inn látið eins og hann hafi engu fylgi tapað og Sjálfstæð- isflokkurinn mætti vel við kosningaúrslitin una, og for- maður flokksins hefur látið Morgunblaðið boða þá kenn- ingu, að eiginlega hafi Sjálf- stæðisflokkurinn fengið góða kosningu. Auðvitað er þessi kenning boðuð tfl þess að reyna að firra hinn nýja for- mann flokksins álitsbnekki, því að hann óttast með réttu, að hann verði sakaður nm fylg- istap flokksins. Álft sus Jóhann Hafstein taldl sig i umræðunum í gær hafa efni á þvf að hafa fylgistap Fram- sóknarfiokksins í flimtingnm og láta eins og Sjálfstæðis- flokkurinn hafi aldrei verið sterkari en nú, enða boðaðl hann harða stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins. En imgtr Sjálfstæðismenn hafa aðra skoðun á stöðu Sjálfstæðis- flokksins nú en formaðurhm, og f áliti ungra Sjðfstæðis- manna kemur óbeint fram mjög þung gagnrýni á hinn nýja formann Sjálfstæðls- flokksins og verður ekki mis- skilið að þeir álfta að óhöndug- leg stjórn hans á stefnumörk- un og kosningabaráttu flokks- ins f vor, séu ástæðumar fyr- ir fylgishruninu. Um þetta sögðu ungir Sjálfstæðismenn orðrétt í leyniplaggi, sem lagt var fyrir þing ungra SjáH- stæðismanna fyrir nokkru: „Sjálfstæðisflokkurinn stend ur á tímamótum. Flokkurinn er nú utan ríkisstjómar, eftir 12 ára óslitið valdatimabiL Flokkurinn beið áfall í sfðustu Alþingiskosningum, en athygl- isvert er, að yfirleitt teljia stuðningsmenn flokksins þetta góða útkomu. Vissulega er íhugunarefni fyrir einn stjórn- málaflokk, þegar tap er talið þokkaleg útkoma úr kosning- um, cn eðlilegt er, að slíkt mið- ist við aðstæður, svo sem allt annað. Þegar litið er til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði gífurlegu fylgi (aðallega á stór-Reykjavíkursvæðinu) í Al- þingiskosningunum 1967, fylgi flokksins var í lágmarki við borgarstjórnarkosningarnar 1970 og flokkurinn tapar síðan fjölda afkvæða hlutfaflslega í kosningunum í vor, þá er bágt að sjá hvernig hægt er að fá þá niðurstöðu, að útkoman f kosningunum í vor hafi verið þokkaleg, nema ef viðurkennd era alvarleg mistök í stjórnar- framkvæmd á valdatfma fyrr- Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.