Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 6
TIMINN ~ - ÞRIÐJUDAGUR 19. október 1971 ALLT ÖR ANNARS GARDI Þjóðleikhúsið: ALLT í GARÐINUM eftir Edvard Álbee (eða Giles Cooper) Leikstjórn: Baldvin Halldórsson Leiktjöld: Gunnar Bjarnason Þýðing: Óskar Ingimarsson Á einum stað segir Goethe um franska skáldsagnahöfund- inn Stendahl, einhvað á þá leið, að hann kunni að not- færa sér verk aímarra höfunda á listrænan og persónulegan hátt Um Edward Albee gildir sumpart það sama, en hitt er svo aftur á móti álitamál, hvort honum tekst það jafn listilega og hugvitssamlega og Frakk- anum. Það er ekkert tiltöku- mál, þótt ungir listamenn fari í smiðju til sér reyndari og snjallari lærimeistara og læri af þeim brögð, er að gagni megi koma, þogar sjálfstæð list sköpun hefst fyrir alvöru, en vel á minnzt, er hægt að nefna sjálfstæða listsköpun og frum- lega í sömu andrá og Edward Albee. Mitt svar er: „nei“. Látum það vera, þótt hann sviðhæfi skáldsögur eins og The Ballad of the Sad Café og Malcolm, og geri það reyndar með lítt annálsverðum árangn, en hitt er öllu ískyggilegra, þegar hann fær efni og hug- myndir, atburðaskipan og mannlýsingar að láni hjá öðr- um og svíkst um að ávaxta það eða leggur til í hæsta, lagi aðeins smáglætu frá eigin brjósti. Hann hefur gerzt all- djarftækur til verka franska framúrstefnumanna, Pirandell- os og Strindbergs. Sérhverjum sæmilega upplýstum manni hlýtur að vera ljóst, að Hver er hræddur við Virginíu Woolf er í raun og veru aðeins ný gerð af Dauðadansinum, stign- um með sama sporinu að heita og þó. Svo er guði fyrir að þakka, að Albee á þar frum- kvæði að nokkrum velheppn- uðum víxlsporum. Þótt hug- myndaauðgi, frumlegum lífs- skoðunum og frjórri sköpunar- gáfu sé ekki fyrir að fara, er skylt að játa hitt, að banda- rfska leikskáldið, Þetta bless- aða dekurbarn hjartastórra fjölmiðla, býr þrátt fyrir allt yfir allþokkalegu leikskyni, skopvísi og orðheppni og kem- ur þetta gleggst fram í Virgi- nfu. Það er í sannleika sagt eingöngu vegna þessara hæfi- leika, sem honum tekst að halda athygli áhorfenda vak- andi frá byrjun til leiksloka og er það ekki svo lítið afrek. Honum er því sem betur fer ekki alls vamað. Hugarfóstur hjónanna, þ.e. sonurinn, sem aldrei fæddist, en var þó stytt- ur aldur, er samt sem áður allt of veikburða ás til að láta jafn langt leikrit og Virginíu hvíla á, en það er önnur saga og verður hún ekki rakin á þess- um stað. En hvað gerist hér? Það er hins vegar saga til næsta bæj- ar. Dyggðablóðið og sómaljós- ið sjálft, hann Edward Albee, gerir sér lítið fyrir og ryðst með þessum litlu látum fnn í garð bláókunnugs Breta, Giles Coopers, og stingur upp með rótum hvert einasta blóm og fer síðan með allan ráns- fenginn beinustu leið heim í garðinn sinn og gróðursetur. Það má furðulegt heita, c.ð Albee skyldi hafa augastað á þessum garði, þar sem þetta var nú enginn verðlaunagarð- ur, öðra nær. Skilyrði til blóm ræktar vægast sagt afleit, mold- in leirblandin og ekkert gróður hús. Þótt kynlegt megi kaílast dafna blómin miklu verr 1 garði Albees og það þrátt fyrir fullkomnustu skilyrði. Allt í garðinum eftir Giles Cooper er með öðrum orðum ekkert tímamótaverk. Hug- myndin, sem höfundur leggur til grundvallar, er sú, að pen ingar séu undirrót alls ills eða allra lasta. Þrátt fyrir góða viðleitni tekst honum ekki að varpa nýju ljósi á þetta þvælda viðfangsefni. Til þess skortir hann skarpskyggni, mannþekk- ingu og listgáfu, og þar sem hann kann ekki að skyggna mannssálina, er persónusköp- un hans grunnfærnisleg og lítt áhugaverð. Ben Jonson hefði áreiðanlega gert sama efni rækilegri skil og eftirmínni- legri. Tæknilega séð kann Cooper þó allvel til, verka. Honum virðist t.d. vera það leikurinn léttur að byggja upp leikhúsverk svo sómasamlega farL Edward Albee kastar eign stnni á þetta allt saman eins og það leggur sig: viðfangsefni, atburðaskipan og leikpersón- ur. Persónufjöldinn er nákvæm lega sá sami hjá báðum og Albee sparar sér það ómak að skipta um leikheiti og jafn- vel nöfn á sumum persónun- um. Þær breytingar, sem hann leggur á sig að gera eru allar fjarska smávægilegar. Aðal- breyting hans er fólgin í því að gera hlut Jacks stærri og meiri, en sú breyting er þess eðlis, að hún hún getur tæp- lega talizt til bóta, enda þræðir þetta hvimleiða fómarlamb leiksins einhverja annarlega þokuslóð, sem engan fýsir að kynnast. Hann á víst að gegna hlutverM eins konar grísks kórs í nútímagervi, en mis- tekst það með öllu. Ætlun Albees er greinilega sú, að semja sjónleik um heldúr grátt gaman, en honum er ógjöm- ingur að sitja lengi á siða- postulanum í sér, og fyrr en varir er hann farinn að rífa eigin skrípamyndir sínar í tætlur og dreifa þeim út um flatneskjuna kringum sig. Bandaríska leikskáldið leggur Jenny, annarri aðalleikpersón- unni, eftirfarandi orð í munn: „Þið eruð allir morðingjar' og hórkarlar". Stærri spámaður hefði látið slíkt ósagt. Hann hefði hins vegar gefið okkur það listilega og lævíslega í skyn, eða með öðrum orðum leyft okkur að lesa á milli línanna. Þeir, sem kunna enn að efast um sannleiksgildi orða minna, skal vinsamlega bent á Penguin-útgáfuna (New English Dramatists — 7) á leikriti Giles Coopers, sem var upphaflega reist á sannsögu- legu uppátæki eða nánar til- tekið heldur bíræfnu bílavændi nokkurra framtakssamra hús- mæðra á Long Island, og ráð- lagt að bera það síðan saman við „endursögn“ en ekki end- ursköpun Edwards Albees. f viðtali, sem birtist f Þjóð- viljanum 14. þ.m., er haft eftir Þjóðleikhússtj„ að þetta verk Albees „hafi hlotið afbragðs dóma hvarvetna". (Leturbr. mfn). Eitthvað mun þetta nú ▼era lítillega orðum aukið, þar sem þrír þekktir leikd. banda- rískir, þ.e. Tom Driver við The Reporter, Walter Kerr við New York Times (hann sér um leiklistarþáttinn f sunnudags- blaðinu), svo og Robert Bru- stein við The New Republic, prófessor í ensku, og forseti lefiklistarde?.]dar Yale-háskóla (hann hefur hlotið verðlaun fyxir gagnrýni, þ.á.m. George Jean Nathan-verðlaunin. í Bandaríkjunum eru veitt verð- laun fyrir gagnrýni), eru allir þeirrar skoðunar, að verk Ed- wards Albees og þar með talið Allt í garðinum, séu öll held- ur rýrt og fenglítið framlag til leikbókmennta. Þeir munu fráleitt taka upp á því að krýna slíkan höfund með lár- viðarsveig. Við þá eru vitan- lega ýmsir á öndverðum meiði eins og t.d. John Gassner sál- ugi, sem taldi leiksköpun Al- bees langt hafna fyrir ofan meðanlag. Að kalla þessa smárispu Coopers eða Albees holskurð við meiriháttar þjóðfélagsmein- semd er að hafa dálaglega enda skipti á hlutunum, verð ég að segja. Á einum sfað segir Edward Albee: JHugur manna verður að vera frjáls til að bregðast við sjónlefk eins og honum þóknast, að verða fyrir geð- hrifum án þess að fínílokka þau undir eins, að geyma þau og safna f sarpinn, að skynja frekar en að sMlja undir eins“. Þetta er bæði skarplega at- hugað og gáfulega mælt, enda rétt lýsing á því sem gerist innra með manni meðan á sýningu stendur. Þegar heim er komið, taka sfðan við fhng- anir, heilabrot og ályktanir. sem eru að sama skapl rækf- legrl og nákvæmari sem kynngi og kraftur verksins er meiri, eða andlegt fóður þess kjambetra. Sé hins vegar ein- tómt moð á boðstólunum, hverju á þá f sarpinn að aafnn Það er ef tfi vill fullsterkt að orðl kveðið að kalla AHt í garð- inum eintómt moð, en hitt er víst, að það er moði míVig iflr. ara heldur en kjarngóðu fóðri Ef vel er að gáð má finna í því smábjóra hér og þar og sumir geta eflaust haft af því skemmtun, þótt ég fylii ekki þann flokk. Leikendur og stjórnandi þeirra liggja ekki á liOT sínu. Þeir bjarga því, sem bjargað verður með margvíslegum brögðum listar sinnar. Leikur Þóru Friðriksdóttur er jafn- ágætur hverja einustu leik- stund, og er þá mikið sagt Gunnar Eyjólfsson túlkar hlut- verk sitt af íþrótt og krafti, þótt hann fari fullgeyst í sak- irnar á stöku stað. Lýsing Guð- bjargar Þorbjaraardtótur á frú Tooth vekur óskipta aðdáun leikinn á enda. Erlingut Gísla- son sleppur furðanlega frá van þakklátu hlutverki. Þótt Wk í spori og svolítil helti f tungu hái nýliðanum, Jóni Viðari Jónssyni, þá gerir hann samt margt býsna vel. Vinirnir, Jón- ína H. Jónsdóttir, Sigurður Skúlason, Bryndís Pétursdótt- ir, Rúrik Haraldsson, Briet Héð insdóttir og Bessi Bjarnason, eru hvert öðru betra og þó er Bríet ef til vill þeirra bezt í prýðilegasta gervi. Þýðing Óskars Ingimarsson- ar er óaðfinnanleg og það sama má reyndar segja um leiktjöld Gunnars Bjarnasonar. Þrátt fyrir aðdáunarverðla viðleitni megna leikendur og leikstjóri samt ekki að auka á listgildi verksins, þótt þeir geri leikkvöldið vitanlega miklu bærilegra. Slíkt grettis- tak er ofar mennskum mætti. Svlðsmynd úr Allt I garSimrm: Gunnar Eyjólfsson, Þóra FriSriksdóttir og Erlingur Gísteson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.