Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.10.1971, Blaðsíða 8
8 (ÞRÓTTIR TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 19. október 1971 FH lék undir getu, en vann með 6 marka mun Fyrri leik FH og US IVRY í Evrópubikar- keppninni lauk 18:12 FH-ingar halda með ses marka forskot tfl Frakklands í Evrópu- bikarkeppninni í handknattleik. Þeir sigruðu franska liðið US Ivry á laugardagmn, í fyrri lcik liðanna með 18 mörkum gegn 12, og var sá sigur sízt of stór, þvi að franska liðið er ekki betra en sæmilegt 1. deildarlið á fslandi, og hafa FH- ingar sýnt mun betri leik en þenn- an. Það voru Haukamennirnii: fyrr- verandi, Viðar Símonarson og Þórr- arinn Ragnarsson, sem skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins úr vítaköst- nrn, og á áhorfendapöllunum heyrð ist hrópað „Áfram Haukar!“ — Skömmu síðar skoraði Rignac, einn bezti maður franska liðsins í þess- um leik, fyrsta mark US Ivry, en Geir bætti þriðja marki FH við úr vftakastt. Skoruðu FH-ingar því þrjú fyrstu mörk sín úr vítaköst- mn. EÆttr þetta hélzt tveggja til þriggja marka munur milli lið- anna, FH í vil, og var staðan í hálf- leik 8:6- FH-ingar maettu mtSi ákveðnari fíl leiks í síðari hálficlk og gerðu út um leikinn á fyrstu mínútum hálflexksins. Geir skoraði 9. mark- ið og Birgir og Auðunn bættu tveimur mörkum við. Skildu þá 5 mðrfc Bðm að. Frökkum tókst að vísu að minnka bilið aftur í 3 mörk, en Geir Hallsteinsson og Gnnnar Einarsson skoruðu sitt marklð hvor og var staðan þá 13:8. Skömmu síðar stóðu leikar 14:9 og Frakkar í sókn. Þeir reyndu mark- skot, sem Gils varði í vörninni. — Knötturinn hrökk fram á völl, þar sem Viðar náði honum og einlék upp allan völlinn með 3 franska leikmenn á hælunum og skoraði 15. mark FH við gífurleg fagnaðar- læti 3 þúsund áhorfenda í Laugar- dalshöllirmi. Frakkar skoruðu sitt 10. mark, en enn lætur Viðar til sín taka og skorar 16. mark FH og hélzt sex marka munur út leikinn, en loka- tölur urðu 18:12. Senniléga er FH sterkasta hand- knattleikslið á íslandi í dag- Liðið er orðið miklu jafnara en áður, því að nú byggist leikur þess ekki lengur á tveimur eða þremur stjörnuleikmönnum, sem fram- kvæma alla hluti. Innáskiptingum í þessum leik stjórnaði Örn Hall- steinsson, og er það sérkapítuli út af fyrir sig, að kunna að skipta mönnum inn á í leikjum. 1 þess- um leik voru allir leikmennirnir notaðir, en ekki aðeins 7—8, eins og oft áður hjá FH, enda veit Örn sem toppmaður í íslenzkum hand- knattleik um árabil, að menn þreyt ast, þótt, þeir hafi nafnbótina stór- stjarna. Væri vissulega mikill feng ur fyrir FH, ef Örn stjórnaði inná- skiptingum áfram, en eins og kunn ugt er, slasaðist hann á hendi, og er óvist, hvort hann getur leikið handknattleik framar. Mörk FH í þcssum leik skoruðu: Geir 7, Viðar og Þórarinn 3 hvor, Kristján, Gils, Gunnár, Birgir og Auðunn 1 hver. Hinir dönsku dómarar leiksins gerðu hlutverki sínu góð skil. J. H. ViSar Símonarson skorar eitt af mörkum sínum. Geir Hallsteinsson fylgist meS. Frakkar unnu Hauka með eins marks mun Enda þótt Haukar hafi misst tvo góða liðsmenn, þá Viðar Símonar- son og Þórarin Ragnarsson, yfir í FH, virðist liðið sterfct ennþá. Þannig sýndi liðið ágwtan leik gegn frönsku meisturunum US Ivry í aukaleik, sem háður var á suhnudaginn. Að vísu töpuðu Hauk ar með eins marks mun, 23:24, en höfðu lengst af í fullu tcé við Frakkana og um tíma í siðari hálf- leik blasti sigurinn við þeim, en á lokamínútunum sneru Fraikarnir taflinu við og unnu. Úrslit í ensku keppninni Úrslit í Englandi s.l. laugardag: 1. deild: Chelsea — Arsenal 1—2 Everton — Ipswich 1—1 Leeds — Manch. City 3—0 Leichester — Huddersf. 2—0 Manch. Utd. — Derby 1—0 Newcastle — C. Palace 1—2 Notth. For. — Liverpool 2—3 Southampton — Sheff. Utd. 3—2 Stoke — Coventry 1—0 Tottenham — Wolves 4—1 West Brom. — West Ham 0—0 II. deild: Birmingham—Sunderland 1—1 Burnley—Cardiff 3—0 Hull—Charlton 2—3 Middlesb.—Portsmouth 2—1 Millwall—Bristol City 3—1 Norwich—Luton 3—1 Orient—Oxford Utd. 1—1 Preston—Carlisle 3—0 Sheff. Wed.—Q.P.R. ð—0 Swindon—Blackpool 1—0 Watford—Fulham 1—2 Geir Hallsteinsson sést hér skora gegnum varnarmúr Frakkanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.