Tíminn - 26.10.1971, Blaðsíða 2
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 26. október 19’Jt
INDIRAI
EVRÚPU
NTB—Brtissel, mánudag.
Indira GandhL forsætisráð-
i herra Indlands kom í gær til
' Briissel í þriggja daga opin-
J bera heimsókn. Með þessu hófst
i þriggja vikna ferðalag hcnnar
um ýmis Evrópulönd.
Mörg hundruð manns tóku
! á móti Indiru Gandhi á flug-
vellinum, en miklar öryggisráð
stafanir voru gerðar og öllum
i Pakistönum vísað burt af flug-
vellinum, áður en flugvélin
lenti. Þess er vænzt, að for-
I sætisráðherrann muni biðja
j valdamenn í þeim löndum, sem
j hún heimsækir , að veita að-
Ístoð hinum 9 og hálfri milljón
flóttamanna frá A-Pakistan,
sem nú eru í Indlandi.
Eftir Evrópuferð sína, fer
' Indira Gandhi væntanlega til
Bandaríkjanna.
BRÉSHNEF
í PARÍS
NTB—París, mánudag.
Bréshnef, formaður sovézka
kommúnistaflokksins, kom í
dag til Parísar í 6 daga opin-
bera heimsókn. Þctta er fyrsta
ferð lians til Vesturlanda, síð-
an hann tók við embætti af
Krústjoff árið 1064.
Mjög miklar öryggisráöstaf-
anir voru gcrðar við komu
Brésnefs til Parísar og hans
er gætt af þúsundum lögreglu-
manna. Lítið var um mótmæla-
aðgerðir gegn heimsókninni í
París, en nokkrir stúdentar af
Gyðingaættum, fór í hópgöngu
og héldu uppi mótmælaspjöld
um gegn meðferð sovézkra yf-
irvalda á Gyðingum í Sovét-
ríkjunum. Bréshnef ræddi i
dag við Pompidou, forseta og
sagði m.a. að Sovétmenn vildu
gjarnan gera vináttusáttmála
við Frakka. Pompidou er sagð
ur hafa tekið vel í það, en
fram til þessa hafa Frakkar
færzt undan að gera slíkan
sáttmála vegna tengsla sinna
við Nato.
/Vefzla aldarinnar":
Kostaði
1400 millj.!
NTB—Theheran, mánudag.
„Veizla aldarinnar" sem ný-
lokið er í Persepolis í íran,
reyndist kosta 1 milljarð og j
400 milljónir ísl. króna, að því j
upplýst var í Teheran í gær. J
Óopinberar heimildir vilja þó
meina, að kostnaðurinn hafi
raunar verið 6 sinnum meiri.
„Fjárhagsleg fjöl-
skylduhagsmunamál"
— til umræðu á aukaþingi FÍB á laugardaginn
' V, ' ' , ' '
KJ—Reykjavík, mánudag.
Aukaþing FÍB, sem haldið var
á laugardaginn í Reykjavík, vegna
þess að þrír af fimm mönnum i
aðalstjórn félagsins höfðu sagt af
sér, hófst á þann sögulega hátt,
að fimim mönnum var vísað úr
þingsalnum. Þessir fimm menn
tóku þó allir þátt í störfum þings
ins á Akureyri í haust, og sumir
þeirra báru fram tillögur og voru
kjörnir í nefndir.
Þegar brottvísun fimmmenning
anna hafði verið samþykkt með
10 atkvæðum gegn 7 hófust um-
ræður, og má segja, að aðalmól
Kórskólmn
tekur til starfa
að nýju
Auðveld og ódýr leið til
söngnáms
Vetrarstarfsemi Pólýfónkórsins
er nú að hefjast að nýju. Kórinn
er vel þekktur af söng sínum í
sjónvarpi og útvarpi, svo og af
fjölmörgum opinberum hljómleik
um hér í höfuðborginni og annars
staðar og einnig af söngferðum og
þátttöku í alþjóðlegum söngmót-
um erlendis, þar sem söngur hans
hefur hlotið mikla athygli og lof
gagnrýnenda.
Eins og kunnugt er, hóf kórinn
í fyrravetur rekstur kórskóla, sem
hlaut mjög góðar undirtektir og
starfaði með ágætum árangri til
vors. Alls stunduðu um 150 manns
karlar og konur, nám á 10 vikna
námskeiði kórsins, sem lauk með
þátttöku í hljómleikum Pólýfón-
kórsins síðastl. vor.
Ákveðið er að lialda áfram
starfsemi Kórskólans, og verður
hún með líkum hætti og í fyrra-
vetur, en við bætist framhalds-
flokkur fyrir þá, sem stundað hafa
nám áður og hafa nokkra kunn-
áttu og reynslu að baki. f byrj-
endaflokki eru engin inntökuskil-
yrði önnur en almennur áhugi og
löngun til að syngja. Lögð verður
áherzla á undirstöðuatriði radd-
beitingar, nótnalestur, taktæfing-
ar og tónheyrn. Námskeiðið er
ætlað fólki á aldrinum 16—40
ára. Kennt verður eitt kvöld í
viku, mánudagskvöld, tvær stund-
ir í senn ,og stendur næsta nám-
skeið í 10 vikur. Aðalkennarar
verða hin þekkta söngkona Ruth
Little Magnússon, Lena Rist og
Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri
Pólýfónkórsins. Kennslan fer
fram í Vogaskólanum og hefst
mánudagskvöldið 1. nóvember kl.
20,00. Þátttökugjald er aðeins kr.
1.000,00 fyrir 20 kennslustundir.
Innritun er þegar hafin og fer
fram í síma 20181 og 23510 kl.
1—6 síðd.
Þetta er 15. starfsár Pólýfón-
kórsins, sem nú er að hefjast.
Hafa félagar kórsins fullan hug
á að minnast þess veglega með
því að taka til flutnings eitt af
fegurstu og virtustu verkum kór-
bókmenntanna, Mattheusarpassí-
una eftir J.S, Bách, en áður hefur
kórinn flutt nokkur stórverk
meistarans, þ.e. Jóiaoratoríuna,
Jóhannesarpassíuna og Messu í
h-moll. Við flutning Mattheusar
passíunnar þarf 3 kóra, tvær
hljómsveitir og 6 einsöngvara.
þingsins, sem var kosningin, hafi
fallið í skuggann fyrir „uppgjöri“
fyrrverandi stjórnarmanna, og
„Hagtryggingarklíkunnar" sem
svo er nefnd. Helztu talsmenn
klíkunnar voru þeir Sveinn Torfi
Sveinsson verkfræðingur og Valdi
mar Magnússon framkvæmdastjóri
Hagtryggingar, og af hálfu fyrr-
verandi stjómarmanna töluðu
þeir Konráð Adolphsson við-
skiptafræðingur og Ragnar Júlí-
usson skólastjóri. Deildu þeir eink
um á óreiðu í f jármálum FÍB, eins
og málin komu þeim fyrir sjónir,
þegar þeir tóku við stjórnarstörf-
um í des. sl. og svo hið óeðilega
nána samband Hagtryggingar og
FÍB. Einnig var núverandi fram-
kvæmdastjóri FÍB, Magnús Valdi
marsson töluvert tfl umræðu, hjá
báðum hópum. Konráð Adolphsson
viðhafði þau orð, að FÍB og Hag-
trygging hefðu verið í faðmlög-
um eins og hann orðaði það, og
sem dæmi um faðmlögin gat hann
þess að innanhústalkerfi hefði ver
ið milli stofnananna og þannig
beint samband milli framkvæmda
stjóranna (föður og sonar). Þá
gat Konráð um „fjárhagsleg fjöl
skylduhagsmunamál" og átti þá
við framkvæmdastjórana.
Framhald á 11. sfðu
■ ■
í
Fimmmenningarnir, sem vísaS var af aukaþingi FÍB, ganga út af þbig-
staðnum. F. v. Stefán Magnússon, Guðión Hannesson, Þorkeil Þorkeisson,
Guömundur Pétursson og Guðmundur Þorstelnsson. (Tímamynd Gunnar)
Albert og íhaldið gátu
villandi upplýsingar
— þegar rætt var um tillögu framsóknarmanna um bættar strætisvagna-
samgöngur í Árbæjarhverfi og Breiðholtshverfi.
Á síðasta borgarstjórnarfundi,
þann 21. þ.m., var m.a. til um-
ræðu tillaga frá borgarfulltrúum
Framsóknarflokksins um strætis-
vagnasamgöngur við Breiðholts-
hverfi og önnur úthverfi borgar-
inar.
Meðal annars gerði tillagan ráð
fyrir, að teknar yrðu upp hrað-
ferðir í Árbæjar- og Breiðholts-
hverfi.
Við umræður um málið lagði
borgarfulltrúi, Albert Guðmunds-
son, sem jafnframt á sæti í stjórn
SVR, fram tillögu um að vísa
málinu til stjómar SVR.
í tillögunni segir m.a.: „að
stjórn Strætisvagna Reykjavíkur
hefur þegar ákveðið að auka þjón-
ustu við Bteiðholtshverfi og önn-
ur úthvcrfi borgarinnar, m.a. með
því að taka upp hraðferðir."
Við frekari umræður málsins
kom ekkert það fram er hnekkt
gæti þeirri fullyrðingu tillögunn-
ar, að stjórn SVR hefði þegar
afgreitt málið á jákvæðan hátt.
LEIÐRÉTTING
í frásögn, sem birtist í blaðinu
á laugardaginn, um framsóknar-
vistir, sem Framsóknarfélag Snæ-
fellness- og Hnabbadalssýslu eftir
til á næstunni, féll niður nafn
eins ræðumannanna, Daníels
Ágústínussonar, forseta bæjar-
stjórnar i! Akranesi. Biður blað-
iö velvirðingar á þessum mistök-
um.
Alþýðubandalagið á ekki full-
trúa í stjóm SVR, af þeim sökum
var okkur ekki kunnugt um, hvað
þar hefði verið samþykkt, en þar
var haldinn fundur daginn fyrir
borgarstjórnarfund eða þann 20.
okt., og treystum við okkur því
ekki til að greiða frávísunartil-
lögunni atkvæði.
Hins vegar töldum við ekki rétt
að greiða atkvæði gegn henni,
þar sem hún segir í raun, að þeg-
ar liafi verið ákveðið, það sem
borgarfulltrúar Framsóknarflokks-
ins voru að leggja til.
Af þessum ástæðum sátum við
hjá við atkvæðagreiðsluna.
Við nánari athugun málsins hef
ur það komið í ljós, að í stjóm
SVR hafa engar samþykktir verið
gerðar um að koma upp hraðferð-
um í áðurnefnd hverfi né held-
ur bókað neitt um það, að fyrir-
Framhald á 11. síðu.
Endurskinsborðar eru
seldir í mjólkurbúðum
Umferðarráð hefur dreift end
urskinsborðum til sölu í verzl-
anir víðsvegar um landið, í
Reykjavík og nágrenni m.a. í
flestar verzlanir sem selja
mjólk. Sala merkjanna stend-
ur yfir í tvær vikur.
Notkun endurskinsmerkja
eða borða hefur mjög færzt í
vöxt erlendis á undanförnum
árum, og bjargar árlega þús-
undum mannslífa. Þörfin fyr-
ir notkun endurskins i umferð
er hins vegar hvergi brýnni
en hér á landi yfir vetrarmán-
uðina, með hinu langa og
dimma skammdegi, slæmri
færð og skyggni.
Ef bifreið er ekið í myrkri
með lágan ljósgeisla, sést gang
andi vegfarandi ekki fyrr en
í 25 m. fjarlægð, Ef vegfar-
andinn ber endurskinsmerki,
sést hann i 125 m. fjarlægð.
Ef bifreið er ekið með háum
ljósum, sést fógangandi maður
með endurskinsmerki í um það
bil 300 m. fjarlægð.
Endurskinsmerkin sem nú
eru svokölluð straumeriri, og
eru þrjú lítil merki í hverjum
poka, sem kostar 15 kr. Á pok
ann eru prentaðar leiðbeining-
ar. Utan Reykjavíkur fást mark
in í flestum kaupfélögum.