Tíminn - 26.10.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1971, Blaðsíða 8
8 TMvllNN ÞRIÐJUDAGUR 26. október 1971 Fram áf ram! - Sigraði ÍBV í Bikarkeppni KSÍ 1:0 og mætir Breiðablik í undanúrslitum f annarri tilraun tókst Fram að sigra ÍBV í Bikarkeppni KSÍ á laugardaginn. Leikurinn fór fram á Melavellinum, því a'ð þetta var heimaleikur Fram, en um helgina þar á undan náði Fram jafntefli í Eyjum 1:1. — Veður til að Davíð Krisfjánsson, markvörður ÍA nær þarna að slá knöttinn í horn með blá fingurgómunum, i leiknum gegn Vikingi í undanúrslitum bikar- keppninnar á sunnudaginn. Davíð hafði í nógu að snúgast í leiknum, enda dundi skothríð Víkinganna á marki hans naer látlaust. Vélbyssuskothríð Víkinganna sendi Skagamenn úr bikarnum Ungu ljónin úr Víking sýndu Skagamiinnum í tvo heiinana í undanúrslitaleikuum í Bikarkeppni KSÍ á Melavellinum á sunnudag- inn. Víkingarnir sigruðu í leikn- urn 2:0 og liöfðu yfirburði á flest- um sviðum knattspyrnunnar gegn giimlu meisturunuin af Skipaskaga. Var sigur þeirra markalega séð allt of lítill; því miðað við tæki- færi hefði hann átt að vera a.m;k. fjögur til fimm mörk, og hefðu tölur cins og 5 eða 6:1 ekki verið fjarri lagi, því að þeir áttu ein 4 skot í þverslá og hvert öðru betra opið tækifæri. Skagamenn léku undan vindi í fyrri hálfleik en það var þeim til lítils hagnaðar. Víkingarnir tóku leikinn fljótlega í sfnar hendur. Þeir voru fljótari á boltann, gáfu engan frið til að sýna neinar kúnst ir í kringura hann, og þegar þéir voru með hann sjálfir létu þeir hann ganga hratt á milli sín, Tveir voru með 12 rétta og 53 með 11 rétta á síðasta getrauna- seðli. „Potturinn“ var um 460 þús. krónur og fá 12 réttir um 160 þúsund, en 11 réttir fá um 2500 krónur hver. Letiár SS. oktáber 1971 | 1 X 2 mjis" Chelsea — Southnmpton 1 13 - 0 Derby — Arscnal 1 2 - 1 TpsM'ich — Stoke 1 2 - 1 Ixtcds — Everton \ 1 3a 2 z Iiiverpool — Hmldcrsfld' 1 - O - / Man. City —Shcff. TJtd. 1 Newcastle — Mnn. TJtd. 2 0 -1' Totbeöham — Nott’m F. I ■ 6 -11 W3A. — Leicester 2 0 -1» TVœt Ham — Wolves 1 i - 0 . HuH’ —- BuAiley 1» i - z Bhckpool — Q.r.'tt. x! i -l! skiptu þvert yfir völlinn, og kom vörn Skagamanna með því hvað eftir annað í opna skjöldu. Eins og fyrr voru þeir ófeimnir við að skjóta á markið og má segja að þeir hafi haldið uppi hálfgerðri vélbyssuskothríð á það nær allan leikinn. Þeir komust að márki hvað eftir annað, en þar bjargaði stór og myndarlegur þollur Skagamönnum oft og iðulega. Knötturinn stöð- vaðist í honum og var mik- ill buslugangur þegar leikmenn- irnir hoppuðu í pollinn og spörk- uðu í allar áttir. Ef pollurinn bjarg aði ekki, þá gerði þversláin eða Davíð Kristjánsson. markvörður ÍA það. En Davíð var sá eini sem ein- hver töggur var í hjá þessu fræga liði. Honum tókst að halda markinu hreinu, en sjájfur var hann eins, í fyrri hálfleik, en í síðari hálf- leiknum varð hann að horfa tvisv- ar á eftir knettirium í netið. Fyrra markið kom á 20. mín. og var það glæsilega unnið mapk. Guðgeir Leifsson, sem var bezti maður vallarins, fékk knöttinn rétt við miðju og lék með hann í átt að marki. Miðja vegu sendi hann á Gunnar Gunnarsson, sem lék skemmtilega á Jón Gunnlaugs- son og skaut þrumuskoti á markið. Var skotið svo fast að Davíð náði rétt að kasta sér í áttina að knett- inum, en hann var farinn fram hjá, honum þegar hann fór af stað. Skömmu síðar jöfnuðu Skaga- menn, en Hannes Þ. Sigurðsson, sem var vel staðsettur, dæmdi það mark af vegna brots Eyleifs Haf- stcinssonar skömmu áður en skor- að var. Við þetta mótlæti hljóp kapp í Skagamenn og þeir náðu sæmil. kafla en hann lognaðist útaf þegar Víkingar skoruðu aftur. Það mark kom á 31. mín. Eirík- ur Þorsteinsson skallaði að marki en Davíð varði með því að slá knöttinn frá. Hrökk hann fyrir fætur Páls Björgvinssonar, sem Þegar skaut að marki. Var knött- urinn á leið i netið þegar einn varnarmaður IA kom fæti fyrir hann, en hann gerði ekki betur en að senda hann upp undir þver- slána og í netið. Eins og fyrr segir var sigur Víkings sízt of stór. Þeir léku knattspyrnu eins og maður vill sjá hana — yfirvegað spii, nákvæmar sendingar, hraði, skotkraftur og gleði. Ef fleiri lið gætu leikið eins og Víkingur gerði þarna, er enginn vafi á að völlurinn yrði vel sóttur af áhorfendum. Guðgeir Leifsson var tvímæla- laust bezti maður vallarinns. Jafn- vel haltur, eins og hann var lengst af í síðari hálfleik, bar hann af móth’erjum sínum, og þá ekki að- eins í knattmeðferð og skothörku, heldur og í útsjónasemi og tilfinn- ingu fyrir því rótta. Ekki er hægt að .segj’á að neinn hafi átt slakan leik í Víkingsliðinu. Þeir báru af mótherjunum á öllum sviðum og skyggðu á nöfn eins og Páll Björgvinsson, Guðgeir Leifs- son, Eiríkur Þorsteinsson, Bjarni Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Ólafsson, þó nokkrir séu nefnd ir á þekkt nöfn. s.s. Jón Alfreðss., Björn Lárusson, Þröst Stefáns- son, Eyleif Hafsteinsson og Matthías Hallgrimsson. Maður tók varla eftir því að sumir af þessum mönnum væru með, eins og t.d. Matthías, sem varla sást, fyrr en dómarinn bókaði hann undir lok leiksins. Þeir einu, sem eitthvað bar á vor-u Benedikt Valtýsson, Davíð Kristjánsson og Jón Gunnlaugsson. Aðrir voru hvorki fugl né fiskur. Dómari leiksins var Hannes Þ. Sigurðsson, og dæmdi hann leikinn óaðfinnanlega í alla staði, þó kannski mætti segja að hann væri helzt til of smámunasamur á'köfl um. —klp— Ólafur Þorsteinsson lokar augunum og grettir sig ógurlega þegar Hann skallar knöttinn að marki Skagamanna í leiknum á sunnudag. Hann skor- aSi ekki í leiknum en skaut tvisvar í þverslá. (Tímamynd Gunnar) lcika knattspyriiu var heldnr óhag stætt á laugardaginn. Strekkings- vindur var og kalt, og stóð vind- urinn á annað markið. Það máttí því búast við élnstefnu nndan vindi, eins og oftast þegar leikið er í roki, en sú varð ekki raunin. Eyjaskeggjar léku undan vindi í fyrri hálfleik, og þó þeir væru meira með knöttinn á vallarhelm- ingi Fram, sköpuðu þeir sér sára- fá tækifæri til að skora. Það var aðeins tvívegis í hálfleiknum að menn gripu andann á Iofti þegar knötturinn komst alla leið að marki Fram. í fyrra skiptið var það fyrst í leiknum þegar há sending í átt að marki kom niður í mikinn poll fyrir framan markið og spýtt ist knötturlnn úr honum með feiknahraða í átt að markinu. En Þorbergur var vel á verði og lét ekki pollinn plata sig og náði hann að handsama knöttinn á síð- asta augnabliki. f síðara skiptið var það skot frá Emi Óskarssyni, sem stefndi í annað markhomið, en þá bjargaði Þorbergur með því að setjast ofan á knöttinn á mark- línunni. Framararnir létu þennan hálí- leik yfirvegað og „taktískt". Þeir léku þéttan varnarleik og mynd- uðu múr, sem Eyjaskeggjum tókst ékki að brjóta niður. Þeir koma að lokuöum dyrum og er leið á leikinn fóru þeir að missa áhug- ann og Fram tók yfirhöndina með sitt fjölmenna lið á miðjunni. í síðari hálfleik fór ekki á milli mála hvort liðið væri betra. Þá tóku Framarar að sækja undan vindinum og sköpuðu sér sæmi- leg tækifæi-i. Við þetta misstu þeir nokkuð af tökunum á miðj- unni og fengu nú Eyjamenn meira svigrúm. Tómas Pálsson átti td. skalla rétt yfir og í annað skipti varði Þorbergur vel á siðustu stundu. Framarar voru samt öllu að- gangsharðari víð markið, enda var leiðin þangað nokkuð greið- fær. Varnarleikur Eyjamanna var nefnilega allur í molum — vinstri vængurinn eins og vængjahurð og á miðjunni skallaði Friðfinnur nær alla bolta aftur fyrir sig. Á 5. mín. leiksins skoruðu Fram arar mark, sem dómari leiksins, Óli Ólsen, dæmdi löglegt, enda var hann í góðri aðstöðu til að sjá það. Samt dæmdi hann það af, eftir að hafa ráðfært sig við línuvörðinn, sem var enn lengra frá „brotsvæðinu" og var þetta heldur veikt hjá Óla. Þegar 15 mín. voru til leiks- loka gerði Fram út um leikinn. Þá fékk Kristinn Jörundsson knöttinn á vítateig og sendi hann með góðu skoti efst í markið, án þess að Páli Pálmasyni tækist að koma vörnum við. Hefur hann sjálfsagt ekki búist við skoti frá Kristni af þessu færi, því hann hefur hingað til verið beztur rétt við marklínuna. Menn biðu í ofvæni eftir því að Eyjamenn jöfnuðu. En flestir önduðu léttar þegar leiknum lauk, því áhugi1 manna var tak- markaður f.vrir því að hanga 30 mín. í viðbót í kuldanum á Mcla- veliinum til að horfa á jafn litla knattspyrnu og þarna var sýnd. Fram átti skilið að fara með sigurinn af hólmi, þvi liðið lék betur og var frískara en Eyja- Framhald á 11. sfðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.