Tíminn - 26.10.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.10.1971, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 23. október 1971 TÍMINN 11 Örtröð við veitingahúsðn Þriðjudagsgrein Framhald af bls. 7. skólans, að hann standi ávallt opinn fyrir ferskum mennta- straumum og stuðli að því, að þeir berist út til þjóðlífsins í heild. Og sú krafa um hagnýt efni verður gerð, að háskólinn skili þjóðfélaginu hæfu starfs- fólki, sem hlotið hefur sér- menntun til þess að sinna ýmsum vandamestu nauðsynja störfum í þjóðfélaginu. Síðast en ekki sízt verður sú almenna krafa gerð til háskólans, að hann sé „lagaður eftir þörfum þjóðarinnar" á hverjum tíma og því sé starfsemi hans í öllum grundvallaratriðum mið- uð við íslenzkar þjóðfélagsað- stæður, menningu og atvinnu- líf. Ég efa ekki, að forráða- menn háskólans vilja fyrir sitt leyti stuðla að því að full- nægja sanngjörnum kröfum Um starfsemi og verksvið hins íslenzka háskóla. Og lánist Há- skóla íslands að verða við þess um meginkröfum, þá þarf ckki að efast um góðvild í hans garð af hálfu almennings til sjávar og sveita og þeirra, sem með völd fara í landinu hverju sinni. Akureyri, 25. okt. 1971. Fram - ÍBV Framhald af bls. 8. liðið. Vörnin var góð hjá Fram og þar var hvergi veikur hlekk- ur. Ómar Arason kom vel út úr stöðu vinstri bakvarðar og Sigur- bergur og Marteinn voru drjúgir á miðjunni. Sigurbergur tók öll skallaeinvigi gegn Haraldi „gull- skalla" Júlíussyni, og vildu menn færa honum sæmdarheitið „gull- skalli“ að leikslokum. Það lætur Haraldur áreiðanlega eftir, því honum er mikið í nöp við þessa nafnbót. Jón Pétursson og Ásgeir Elíasson voru traustir á miðjunni, en heldur höfðu framlínumenn Fram sig lítið í frammi. Hjá Eyjamönnum var útlitið dökkt í þessum leik. Vörnin var hörmuleg og framlínan bitlaus án Sævars Tryggvasonar. Sá eini sem reyndi að leika knattspyrnu var Kristján Sigurgeirsson, en hann var tekinn útaf í síðari hálf- leik, ög var það umdeild skipting hjá Viktor Helgasyni þjálfara ÍBV, og alls ekki til að bæta lið- ið. — klp. Utanríkisráðherra Framl’-l'l af bls. 1 Svarið við því er það, að með vaxandi umsvifum í stjórnarráði og því, að þrír flokkar hafa nú samstöðu um forstöðu ríkisstjórn- ar, þá hefur í vaxandi mæli verið tekin upp sú vinnutilhögun, að svona samstarfsnefndir fjölluðu um einstaka málaflokka. Hvort fyrrverandi ríkistjórn hefur haft það fyrirkomulag á sínum verkum eða ekki, skal ósagt látið, en er- lendis þekkist þetta mjög víða, að ráðherranefndir, undirnefndir eða hvað á að kalla það, sam- starfshópar, séu kvaddir til þess að skoða tiltekna málaflokka, og sú er eina ástæðan fyrir þessum samstarfshóp, sem þarna liefur verið settur á laggirnar.“ Jóhann Hafstein sagði, að sér hefði verið ókunnugt um að slík- ar nefndir hefðu verið settar á laggimar erlendis. Þingmaðurinn kvaðst vilja vekja athygli á þvf, að tveir fyrrverandi ritstjórar Þjóðviljans ættu sæti í néfndinni. Að lokum kvaðst hann ekki vilja segja meira um þetta mál nú, en um það yrði meira fjallað „áður en yfir lyki“. Valur - KR Framhald af bls. 10 ir Gísla), var einnig ágætur, en var óheppinn með skot sín. KR- inga vantaði að þessu sinni þá Ævar Sigurðsson, sem meiddist illa í síðasta leik, ög verður að öllum líkindum frá í nokkrar vikur, Emil Karlsson, sem ekki mætti til leiksins og Karl Jóhanns son, sem nú í fyrsta sinn á rétt 20 ára keppnisferli missti af leik vegna meiðsla. Munar um minna en þessa mepn fyrir KR-liðið, sem er nú nógu slakt fyrir. —klp.— Þór - KR Framhald af bls. 9 leiksins að skora ekki eina ein- ustu körfu. KR-ingar voru sterkir undir körf unni — tóku nær öll fráköst — og fengu stundum tvö og þrjú tækifæri til að skjóta í sama upp- hlaupinu. Þetta gerði gæfumuninn því að ef Þórsararnir hefðu verið ákveðnari undir körfunni hefðu þeir sigrað eins létt og drekka vatn. Dómarar leiksins voru Hörður Túliníus og Arnar Einarsson frá Vestmannaeyjum, en sá síðar- nefndi dæmdi þarna sinn fyrsta stórleik í körfuknattleik. Dæmdu þeir vel, höfðu góða stjórn á leikn um og voru strangir eins og frek ast var unnt. \ víðavangi af bls 3 f ert lært og engu gleymt. Þeir reka enn kalda-stríðs-pólitík. Þeir meira að segja færasl sí- fellt í aukana og krefjast þéss að íslendjpgar skeri sig alger- lega frá bandamönnum okkár' í Nato og við leggjumst ein- dregið gegn viðleitni þeirra til bættrar sambúðar við þjóðir Austur-Evrópu með því að slíta með öllu stjórnmálasam- bandi og viðskipíum við Aust- ur-Evrópuþjóðir á næstu ár- um! Er furða þótt ritstjórar Mbl. skrifi hatramlcga gegn Einari Ágústssyni, utanríkisráð herra, þcssa dagana og gcgn þcirri utanríkisstefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar að stuðla að bættri sambúð austurs og vest urs, þegar stefna yfirboðara þeirra og \innuveitenda er þessi? — TK Albert Framhald af bls. 2 huguð sé bætt þjónusta við hverf- in frá því sem nú er. Það er því berlegt, að við áður- greindar umræður í borgarstjórn var beitt beinni fölsun í því augna miði að fá borgarfulltrúa til að vísa málinu til stjórnar SVR í stað þess að afgreiða það á fund- inum. Það þarf naumast að fara um það mörgum orðum, hve alvarleg ur hlutur það er að beita slíkum ósannindum í mál- og tillöguflutn- ingi, sem þarna var gert. Það verður að játast, að í þessu tilviki vöruðum við okkur ekki á því, að verið væri að blekkja okk- ur í tillöguflutningi og munum við að sjálfsögðu reyna að læra af því. En almenningur mætti einnig draga af því nokkurn lærdóm. hvernig borgarstjórnaríhaldið beit ir hinum ósvífnustu ráðum til að koma í veg fyrir að siálfsögð þjónusta við borgarana sé aukin Adda Bára Sigfúsdóttir slgn. Sigurjón Pétursson sign. F.Í.B. Framhald af bls. 2 Þegar menn höfðu talað út um ágreiningsmiálin, tók fundarstjór- inn Björn Pétursson frá Akra- nesi fyrir aðalmálið — eða kosn- ingarnar. Fjórir voru kosnir í að- alstjóm í stað þeirra þriggja sem sagt höfðu af sér, en einn gaf að vísu kost á sér aftur, og var það Guðmundur Jóhannsson póstfull- trúi. Náði hann kjöri ^g auk þess Kjartan J. Jóhannsson héraðslækn ir í Kópavogi, Pétur Maack Þor- steinsson bifvélavirkjameistari Kópavogi og Haukur Pétursson verkfræðingur. Haukur var kjör- inn til tveggja ára, en hinir til eins árs. Fyrir í aðalstjóminni var Guðmar Magnússon verzlunar maður. Þeir fimmmenningarnir, sem vísað var út af fundinum á laug- ardaginn voru á fulltrúalista þeim er ógiltur var á Akureyrarþing- inu. Munu þeir hafa ákveðið að leita réttar síns í ,máli þessu, og eftir ábendingu félagsmálaráðu- neytisins munu þeir æskja þess að miál þetta verði tekið fyrir í Borgardómi. Er þá jafnvel við- búið að halda verði annað auka- þing, falli úrskurður þeim í hag. GRÆNLANDS- VAKAÍ KÚPAVOGI Norræna félagið í Kópavogi efn ir til.Grænlandsvöku í félagsheim- ili Kópavógs, neðri sal, fimmtu- daginn 28. þessa mánaðar kl. 20.30. Frú Herdís Vigfúsdóttir mennta- skólakennari, sýnir kvikmynd, sem hún hefur sjálf tekið í Grænlands byggðum og flytur með henni ■skýringar. Þá rabbar dr. Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, um Grænland að fomu og nýju. Hann er manna fróðastur um þessa næstu nágranna okkar, og hefur sótt hcim Grænlendinga nú sam- fleytt í tylft ára, og stjórnað þang að ferðum. — Þau hafa meðferð- is ýmsa muni, grænlenzka, sem fróðlegt er að kynnast. — Fyrir- spurnum munu þau svara, verði þær frambornar og unnt reynist. Kvenfélag Kópavogs annast kaffiveitingar og hefur félagsvist að vökunni lokinni. ck á folald ÞÓ-Reykjavík, mánudag. Á sunnudag var lögreglunni á Akranesi tilkynnt um, að dautt folald lægi við þjóðveginn fyrir utan bæinn. Lögreglan kannaði strax málið og kom í ljós, að bíll hafði ckið á folaldið og slasað það svo mikið, að það drapst, Ekki er vitað nema folaldið liafi átt í löngu dauðastríði, því að ökumaður inn liafði forðað sér án þess að láta lögregluiia vita. Fljótlega fannst bíll, sem var mikið skemmdur og þegar lög- reglan talaði við umráðamann bíls ins, sem sjálfur hefur ekki bíl- próf, sagði hann að félagi sinn hefði ekið bílnum. Þegar félaginn var svo yfirheyrður, sagði hann OÓ—Reykjavík, mánudag. Hringt var £ lögregluna frá allmörgum samkomustöðum í Reykjavík sl. laugardagskvöld og beðið uim aðstoð til að koma fólki, sem hafði aðgöngumiða inn í hús- in og sumum út úr þeim. En við dyr allra veitingahúsanna var þröng af fólki sem leitaði inn- göngu löngu eftir að þau voru fullsetin. Flestum veitingahúsunum var lokað kl. átta um kvöldið og mynd aðist þá þröng við dymar. Það er álit lgreglumanna, sem fengn- ir voru til að rýmka til, að 200 til 300 manns hafi verið utan við hvert hús, sem ekki var hleypt inn. Hvað flest var utan við Röð- ul, Hótel Borg, Glaumbæ, Sig; tún, Tónabæ og Tjamarbúð. í ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Tvö vinnuslys urðu á Akureyri á laugardaginn. Hið fyrra gerðist um kl. 11.50. Smiður, sem var að vinna í Slippstöðinni, lenti með fingur í hjólsög, svo að hann missti framan af einum fingranna. OÓ—Reykjavík, mánudag. Drukkinn ökumaður skemmdi fjóra kyrrstæða bíla sl. laugardags kvöld á Túngötunni. Hans eigin bíll skemmdist mikið. Tveir far- þegar voru í bíl hans og meiddust lítilsháttar, en sjálfur hljóp hann á brott og var handtekinn heima hjá sér síðar um nóttina. Bílarnir, sem ekið var á, skemmd ust allir, en misjafnlega mikið. Fyrst ók maðurinn á Skódabíl, sem hentist á annan og síðgn á stein- vegg, síðan slengdist hann utan í annan bíl. Þá hentist hann yfir götuna og utan í bíl þar. Þrír farþegar voru í bílnum. Þekktu þeir bílstjórann ekki neitt. Fólkið, sem voru hjón og stúlka með þeim, voru á Laugavegi og og drap það það satt, að hann hefði ekið, en umráðamaður bílsins hefði ætlað að láta lögregluna vita um atburð- inn. Lögreglunni fannst framburður piltanna grunsamlegur, og við frek ari yfirheyrslur kom í ljós, að pilturinn, sem er umráðamaður bílsins, hafði sjálfur ekið, en þar sem hann er próflaus og var að auki undir áhrifum áfengis, sem hann viðurkenndi fyrir lögregl- unni,' þá hafði hann farið heim til kunningja síns um nóttina og fengið hann til að segja lögregl- unni, að hann hefði ekið bílnum. Þá hafði hann fengið aðra kunn- ingja sína til að draga bílinn heim til vinar síns um nóttina, og jafnframt til að segja sömu sög- una um hver ökumaðurinn væri. Þórskaffi voru allir miðar upp- seldir fyrir kl. níu. Hótel Saga auglýsti í laugardagsblöðunum, að öll borð væru upppöntuð á laug- ardagskvöld. Veitingahúsin í Reykjavík taka samanlagt um 6 þúsund manns. Ekki er ólíklegt, að eitthvað færri gestum hafi verið hleypt inn í húsin vegna þeirrar fréttar að næsta laugardagskvöld á und- an taldi lögreglan 700 manns meira út úr Glaumbæ, en leyfi- legt er að hleypa inn í það hús. Hafa veitingamenn ætlað að hafa vaðið fyrir neðan sig ef ske kynni að lögreglan stæði við dymar og teldi gesti út undir lokun. í Reykjavík voru 11 drukknir ökumenn handteknir yfir helgina og í Hafnarfirði 3. Seinna slysið varð svo um kl. 15.50. Þá féll verkamaður, sem var að vinna uppi á vinnupöllum á Haga á Óseyri féll fram af Þeim og lenti hann niður á bakið. Við fallið, sem var 3 til 4 metrar mun maðurinn eitthvað hafa skaddazt á baki. reyndu að stöðva leigubíla, sem ekki tókst. Stansaði maður þessi hjá fólkinu og bauðst til að aka því. Bað fólkið manninn að aka að tilteknu veitingahúsi og tók hann því vel. Þegar komið var á móts við veitingahúsið stoppaði bílstjórinn ekki, eins og óskað hafði verið eftir en hélt áfram og ók á miklum hraða upp Túngötu með farþegana. En ökuferðin varð ekki löng því hann lenti í árekstr- unum vestarlega á Túngötunni. Þegar bíllinn var óökufær eftir árekstrana hljóp sá drukkni burtu, en farþegarnir voru fluttir á sly:a- varðstofuna. Stal jijófurinn? Farþegi á Herjólfi, sem var að koma frá Vestmannaeyjum í gær, fann hvergi jakkann sinn þegar hann ætlaði að klæðast í gær- morgun. Var jakkinn gjörsamlega horfinn úr klefa hans, en í vös- unum var veski hans með um 4 þús. kr. og persónuskilríkjum. Maðurinn tilkynnti skipstjóra jakkahvarfið og var rannsóknar- lögreglan beðin að vera til taks til að athuga máli þegar skipið lagði að bryggju í Reykjavík. Fóru lögreglumenn um borð og gerðu leit í farangri farþeganna til að finna veskið, en það fannst ekki né heldur jakkinn. Þegar leitin hafði staðið yfir um stund :om drukkinn farþegi að máli við lgregluna og sagði að vel gæti verið að hann hefði tekið jakkann, en væri ekki alveg viss. Hann hafi verið svo fullur um nóttina að hann mundi ekki eftir að hafa tekið jakkann, en taldi það samt líklegt og að hann hafi þá kastað honum fyrir borð. Vitað var að maðurinn var á rápi um skipið um nóttina. Tók sá drukkni að sér að bæta hinum tjónið. Fuilur og réttindalaus piltur Tvö vinnuslys á Akureyri Drukkinn bílstjóri skemmdi 4 bíla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.