Tíminn - 26.10.1971, Blaðsíða 10
10
TIMINN
■Q323SQH
ÞRIÐJUDAGUR 26. október 1971
FULLT HÚS HJA VAL!
Sigraði KR í síðasta leik sínum í mótinu 23:13
Hinir nýbökuðu Rcykjavíkur-
meistarar í handknattleik karla,
úr Val, hafa í öllum sínum leikj-
um í móti.nu, svo og í aukaleikj-
tm í haust, átt einn eöa fleiri
kafla þar sem ekkcrt hefur geng-
ið fyrir liðinu. í leiknum gegn
KR á sunnudag kom þessi kafli
á fyrstu mínútum leiksins og stóð
hann að þessu sinni í 6 mín. Þá
skoraði liðið ekki eitt einasta
mark, átti þó mörg og góð tæki-
færi til þess —, og lék það þá
eins og „júmbó-liði.ð“ í þcssu móti,
KR, a.m.k. var lítill munur á
þeim þá stundina.
KR-inggr opnuðu fyrir flóð-
gáttina á 5. mín. lciksins er Bjöm
Ottesen skoraði. Þá á eftir fundu
meistararnir loks út í hvaða átt
markið var, og upphófst nú hin
mesta stórskotahríð, sem endaði
með flauti tímavarðarins til leik-
hlés, en þá höfðu verið skoruð
15 mörk á 15 mínútum. Af þess-
um mörkum höfðu Valsmenn skor
að 11, en KR-ingar 4.
f síðari hálfleik hélzt sama
skothríðin áfram, þá var skorað
að meðaltali 1 mark á mínútu, en
skothríðin var öllu jafnari að
þessu sinni, því 9 sinnum skor-
uðu KR-ingar, en 12 sinnum Vals
menn.
KR-ingar yoru öllu betri í síð-
ari hálfleiknum, en í þeim fyrri.
Þeir hleyptu Valsimönnum ekki
langt fram úr 7 marka forskot-
Lokastaðan
meistaraflokki
karla í Reykjavíkunmótinu handknattleik: í
Valur 6 6 0 0 94:51 12
Fram 6 4 1 1 84:71 9
Víkingur 6 1 3 2 81:76 5
ÍR 6 2 1 3 88:87 5
Ármann 6 2 1 3 73:87 5
Þróttur 6 2 0 4 65:82 4
KR 6 1 0 5 78:109 2
Markhæstu mcnn:
Hilmar Bjömsson, KR 26
Halldór Bragason, Þrótti 26
Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 23
Ólafur H. Jónsson, Val , 21
Pálmi Pálmason, Fram 21
Gísli Blöndal, Val 20
Guðjón Magnússon, Vík. 18
Axel Axelsson, Fram 18
inu og var síðari hálfleikurinn
lengst af jafn hvað markaskorun
snerti,
Á síðustu mín. misstu þeir þó
af þeim, og Valsmenn komust 11
imörk yfiir, en Hilmar Björns-
son, sem kom inná þegar 4 sek-
úndur voru eftir minnkaði þann
mun í 10 mörk, 23:13.
Þetta var auðvoldur leikur fyr-
ir Valsmenn. Þeir sýndu á köfl-
um léttan og skemmtilegan leik
og margar sóknir þeirra voru vel
útfærðar. Þei.m gafst líka oft gott
svigrúm til að leika vel, því vörn
KR var heldur bágborin. Allir
leikmenn Vals skoruðu í þessum
leik, meira að segja markvörður
þeirra Jón Breiðfjörð reyndi það,
en tókst það ekki. Og var hann
sá eini sem varð útundan í því
að skora.
Fiest mörk Vals skoraði Gísli
Blöndai, 5 talsins, en hann var
fremur hógvær gagnvart sínum
gömlu uppeldisfélögum og bræðr
um úr KR. Valsmenn komu fram
með nýjan leikmann, Jón Jónsson,
bróðir Ólafs Jónssonar, og sýndi
hann nokkuð góð tilþrif, þólt cnn
vanti lionum nokkuð í kraft þann
seyi einkennir Valsliðið allt.
Iljá KR var frekar fátt um fína
drætti. Ililmar Björnsson, var
einna drýgstur og sá eini sem
gat skoraö. En hann skoraði 8
mörk af 13. Björn Blöndal (bróð-
Framhald á bls. 11.
SNUBBÓTT VERÐ- J
LAUNAAFHENDING :
Fer ekki að koma tími
til að veita 2. og 3.
verðlaun í flokkaíþrótt
um hér á landi?
Að loknum leik ÍR og Fram
í Reykjavíkurmótinu í hand-
hnattlcik á sunnudag, var Vals
liðinu afhent verðlaunin fyrir
sigurinn í meistaraflokki karla.
Sú athöfn var bæði snubbótt
og fljótfærnislega gerð eins og
oftast er við afliendingu verð-
launa í þessu móti.
Aðeins örfáar hræður voru
til staðar, þar af meirihlutinn
Leikur Vals og KR í Reykjavíkurmótinu í handknattleik var hálfgerður bræðraleikur því í honum tóku þátt
tvénnir bræður, þar af var „annað parið" andstæðingar. Það voru þeir Björn Blöndal og Gísli Blöndal, sem
eru til hægri á myndinni. Hinir bræðurnir voru þeir Jón Jónsson og Ólafur Jónsson úr Val, en Jón lék þarna
sinn fyrsta leik með meistaraflokki. (Tímamynd Gunnar)
leikmcnn sem höfðu verið að
leika í mótinu,.og var af þeim®
sökum eriginn ljómi yfir af-B
hendingunni, eins og þó ættiffl
að vera. b
Það er kominn tími til aðB
reyna að setja einhvern svip
á þessa athöfn, því að til þess“
hafa leikmenn unnið, svo og®
þeir fjölmörgu áhorfendur,ffl
sem fylgzt hafa með mótinu.H
Má í því samb. benda á, að einsj|
hefði mátt afhenda verðlaunin
eftir einhverja stóra leiki, þar*
sem margt er úm áhorfendur,®
eða þá hreinlega að halda lokaffl
hóf, eins og tíðkaðist hér áður. b
í þessu sambandi má einnig^
I jbenda á að það er kominn tími
B til að veita önnur og þriðju™
verðlaun í móti sem þessu. Til®
m þess þarf ekki að kaupa nemaffl
® örfáa verðlaunapeninga, og erua
■ það lítil útgj., því að slíkir pen-g
B ingar kosta ekki mikið. Þeir
H leikmenn, sem lenda í öðru eðaH
þriðja sæti, fá þá að einhverju®
"að keppa og eiga'minjagrip fyrffl
® ir þátttöku sína í mótinu. Margffl
■ ir flokkaíþróttamenn, sem hafag
BÍeikið í fjölda ára, hafa aldrei^
H fengið verðlaunapening, en þeir
sem taka þátt í einstaklings-®
m íþróttum eiga flestir fjölda pen®
® inga, þó þéir hafi aldrei orðiðB
■ í fyrsta sæti. B
■ Óskandi væri að forráðamennjg
■ ])eirra íþróttasamtaka sem hafa^
U með flokkaíþróttir að gera, fari
að huga að þessu og láti verkin®
m tala í náinni framtíð. Ég er viss*
® um að félögin hefðu lítið viðB
■ það að athuga þótt þátttöku-g
y gjald þeirra í mótinu yrÁi ^
U hækkað til að standa straum
af kostnaði við kaup ,á verð-B
“ launapeningum handa leik-B
■ mönnum, sem verða í öðru ogSB
■ 3. sæti. Því að með því værig
>komið til móts við þá menn,_
U sem eyða miklum tíma, svita"
og erfiði til þess að keppa fyrir®
H hönd síns félags. — klp.ffl
Fram sýndi sitt bezta gegn IR og sigraði 19:14
í all skemmtilegum leik sigraði
Fram ÍR í Reykjavíkurmót-
inu í handknattleik með 19 mörk-
um gegn 14 — eftir að Fram hafði
verið yfir 11:9 í hálfleik. Þessi
Þróttur vann 1.
deildarkandídatana
Þróttur krækti sér í 2 stig með
ágætlega útfærðum leik gegn 1.
dcildarkandidötum Víkings í
Reykjavíkurmótinu í handknatt-
leik á sunnudaginn. Sigruðu Þrótt
ararnir með 2ja marka mun 16:14
eftir að þeir höfðu liaft 4 mörk
yfir í hálflcik 9:5.
Víkingarnir byrjuðu vel í leikn
um og komust í 3:0. Þann níun
tókst Þrótturum þó fljótlega að
vinna upp og komast yfir 4:3.
Víkingar jöfnuðu 4:4 og síðan 5:5,
en 4 síðustu mörk hálfleiksins
voru Þróttaranna.
• í síðari hálfleik fór leikurinn
að jafnast, enda sáu þá Víkingar
fram á tap, sem þeim líkaði ekki
allt of vel. Trúlega hafa þeir
hugsað sér í upphafi að taka líf-
inu með ró og þreyta sig ekki
um of fj'rir leikir.n gcgn Ármanni,
enda hann öllu þýðingarmeiri fyr
ir liðið. Hófu þeir að sækja í sig
veðrið, en hinir gáfu ekkert eft-
ir og tókst Víkingunum aldrei að
komast nær þeim, en 1 mark, en
nokkuð oft voru þeir nálægt því
að jafna.
Iíalldór Bragason var að vanda
atkvæðamikill hjá Þrótturunum,
skoraði nú 7 mörk. Einnig áttu
þeir góðan leik Sveinlaugur og
Erlingur Sigurðsson, sá síðarnefndi
öllu betri sem varnarmaður. En
annars var hið unga Þróttarlið
jafn gott í þessum lcik.
Iljá Víkingum var Guðjón
Magnússon kröftugur eins og
f.vrri daginn, og bar hann nokkuð
af öðrum. Þá átti Magnús Sig-
urðsson, einnig ágætan leik, lík-
loga einn sinn bezta í langan
tíma, og Rósmundur varði vel í
síðari hálfleiknum.
sigur Fram var fyllilega verð-
skuldaður, og var þctla einn bezti
leikur liðsins í mólinu.
Nokkuð var um mistök leik-
manna í upphafi leiksins. Þeir
gripu ekki knötlinn og hittu ekki
markið í dauðafæri, en er á leið
komst þetta allt í gott lag og
mörkin byrjuðu að falla jafnt og
þétt.
Staðan var 8:8 rétt fyrir leik-
hlé, en þá skoraði Pálmi Pálma-
son tvö mörk í röð og kom Fram
þar með í 2ja marka forustu.
Eftir það náðu ÍR-ingar aldrei að
jafna aftur, en nokkuð oft munaði
einu marki í siðari hálfleiknum.
Þegar 5 mín. voru til leiksloka
munaði aðeins einu marki 15:14,
en þó fór gangverk ÍR-inga úr
lagi og þeir skoruðu eklci eitt
einasta mark síðustu mínúturnar,
þrátt fyrir opin færi á línu og
vítaköst. Þennan tima notuðu
Framarar aftur til. að skora 4
mörk, enda var þeirra gangverk
í finasta lagi þá stundina. Þeir
áttu síðasta skotið í leiknum og
jafnframt í mótinu. En síðasta
orðið átti samt hinn vörpulegi
markvörður ÍR, Finnur Karlsson,
(sem mikið hefur verið í „frétt-
um“ að undanförnu), er hann
varði skotið með glæsilegri inn-
anfótarspyrnu.
Sigurbergur Sigsteinsson átli
góðan sóknarleik með Fram að
þessu sinni, og varnarlcikur hans
var að vanda skemmtilegur og
góður. Hann skoraði 6 mörk —
flest úr hornunum — og sló hann
út allar „stórskyttur“ Fram í þess
um leik. Annars voru flestir leik-
menn liðsins í bezta formi og
markvarzla Jóns Sigurðssonar í
síðari hálfleik var með ágætum.
Hjá ÍR bar enginn af öðrum
nema þá helzt Ólafur Tómasson.
Vilhjálmur Sigurgeirsson, var
eitthvað miður sín og hafði það
mikið að segja fyrir liðið. Dóm-
arar leiksins voru Björn Krist-
jánsson og Karl Jóhannsson og
báru þeir af öðrum dómurum á
þessu síðasta leikkvöldi í meist-
araflokki karla í Reykjavíkurmót
inu 1971. — klp.
9 LIÐ I 2. DEILD í VETUR
KLP-Reykjavík! — f keppn-
inni í 2. deild karla í fslands-
mótinu í handknattleik í vetur
hafa nú 9 lið tilkynnt þátttöku.
Þar sem liðin eru svona mörg,
hefur verið ákveðið að skipta
þeim í tvo riðla, 5 lið í öðrum
og 4 í hinum, og koma þau til
------------------------1-------
með að leika heima og heiman,
en sigurvegararnir í riðlunum
munu síðan mætast í aukaleik
um sigurinn í deildinni og sæti
í 1. deild 1973.
Dregið var um hvaða lið
skuli vcra saman í riðli og féll
drálturinn þannig: A-riðill:
Þróttur, KA, Þór, Grótta,
Stjarnan. — B-riðill: Breiða-
blik, ÍBK, Fylkir og liðið sem
tapar keppninni um aukasætið
í 1. deild í ár, Ármann eða
Víkingur. Fyrri' leikur þeirra
um þetta sæti fer fram í Laug
ardalshöllinni á moi’gun.