Tíminn - 28.10.1971, Page 1
245. tbL
— Fimmtudagur 28. október 1971 —
55. árg.
Engin
mæði-
veiki
hefur fundizt á þessu
hausti
SJ—Reykjavík, miðvikudag.
„Engin mæðiveikitilfelli hafa
fundizt í sauðfé enn sem komið
er í þessari sláturtíð“, sagði
Sæmundur Friðriksson, fram-
k væmdast j óri Sauðf j árveiki varna
í símaviðtali við Tímann í dag.
„Þetta er sjötta árið, sem engrar
mæðiveiki verður vart hér, og
okkur finnst það alltaf töluvert
miklar fréttir, í hvert sinn sem
fæst staðfest að svo sé.
Slátrun er þó ekki algerlega lok
ið, en er senn á enda, svo von-
andi breytist þetta ekki. Ekkert
hefur fundizt grunsamlegt enn
svo vitað sé.“
Mæðiveiki varð síðast vart á bæ
einum í Norðurárdal í Borgar-
firði.
Sauðfjárveikivarnir hafa að
vanda haldið uppi eftirliti með
sauðfjárveikivarnagirðingum í
sumar og viðgerðum á þeim.
Lengd þeirra samanlögð er nú
um 1000 km, en landið skiptist
í rúm 20 varnarsvæði.
Rafmagn
selt fyrír
945millj
áríð 1969
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Raforkusala rafveitna og virkj
ana á árinu 1969 nam alls 764,1
gígawattstund, og var söluverð
alls 945 milljónir króna, eða 124
aurar á kílówattstund. Þetta kem-
£W fram í yfirliti í nýútkomnum
Orkumálum, sem Orkustofnunin
gefur út.
Samkvæmt yfirlitinu um raf-
orkusölu árið 1969, var raforku-
verð mjög misjafnt.
Raforkuverð á kílówattstund
frá rafveitum var sem hér segir
(í aurum á kwst):
Til heimilisnotkunar 218 aurar,
til húsahitunar 55 aurar, til bú-
reksturs 100 aurar, til lýsingu
fyrirtækja 327 aurar, til smá-
iðja 265 aurar, til stóriðja 131 eyr
ir, til sementsverksmiðjunnar 66
aurar, til götulýsingar 305 aurar
og til annarrar notkunar 208 aur-
ar.
Raforkuverð frá virkjunum var
sem hér segir:
Framhald á bls. 14
Fyrsta málið vegna ummæla í Sjónvarpi:
Dœmdur til að greiða
40 þúsuad / birtingar-
kostnað / Sjónvarpinu
; 200 f jár
!vantará
: sumum
■
■ bæjum
" á Jökuldal og Fljótsdal
— vegna ummæla um Ferðaskrifstofu ríkisins í maí 1967
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Geir H. Zoega, forstjóri
Ferðaskrifstofu Zoega, var s.l.
mánudag dæmdur í bæjarþingi
Reykjavíkur til að greiða Ferða
skrifstofu ríkisins, Þorleifi
Þórðarsyni og Óttari Yngva-
syni, 40 þúsund kr. til að stand
ast kostnað af birtingu for-
senda og niðurstöðu dóms í
sjónvarpi. Þá var stefnda gert
að greiða fyrrgreindum aðiluni
25 þúsund kr. í málskostnað.
Var Geir dæmdur vegna meið-
andi ummæla sem liann við-
hafði um Ferðaskrifstofuna og
stjórnenda liennar í sjónvarpi.
Málið var höfðað vegna um-
mæla stefnda í sjónvarpsþætt-
inum Á öndverðum meiði, sem
sjónvarpað var 19. mai 1967.
í dómnum eru tiltekin nokkur
ummæli sem forstjórinn við-
hafði um Ferðaskrifstofuna.
Til dæmis að landkynningin
hafi verið í molum og illa
stjórnað. Ferðaskrifstofa ríkis-
ins hafi eytt peningunum í vit-
leysu. Fram kom í sjónvarps-
þættinum að Ferðaskrifstofan
fær árlega vissa upphæð til
landkynningarstarfsemi, og
sagði Geir, að það hafi hvílt
leynd yfir, hvernig þessir pen-
ingar væru notaðir, og sagði
hann skandala hvernig þetta,
þ.e. Ferðaskrifstofan er rekin
og hefði hún ekkert leyfi til
að brúka peningana svona.
Þá sagði hann að Ferðaskrif
stofan hafi gert forstjórann út
til Þýzkalands og fleiri landa
til að safna þessum lýð hingað.
Er hér átt við einhverja óæski-
lega ferðamenn. Ein af ávirð-
ingunum var, að forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins hefði
falsað reikninga.
Dómkröfur stefnda voru
þær, að unimæli Geirs yrðu
dæmd ómerk, og að hann yrði
dæmdur til að greiða Þeim
hæfilega fjárhæð, eigi lægri en
40 þús. kr. til að standast kostn
að af birtingu dóms í málinu í
sjónvarpi, og til vara í opin-
beru blaði eða blöðum. Stefndi
krafðist sýknu af dómkröfum.
Sátt hefur verið reynd í mál-
inu, en viðleitni í þá átt bar
ekki árangur.
í forsendum dómsins kemur
fram, að tiltekinn sjónvarpsþátt
ur var tekinn upp á segulband,
og að stefnda hafi verið boðið
að klippa úr honum eða að end
urtaka hann og sleppa fyrr-
greindum ummælum, áður en
honum var sjónvarpað, en
stefndi kvaðst ekkert taka til
baka af ummælum sínum. Mál-
ið hefur verið til meðferðar í
sakadómi. Og lagðir hafa verið
fram reikningar Ferðaskrif-
stofu ríkisins fyrir árið 1966
og gerð grein fyrir útgjöldum.
Þá segir að stefnendur telji
sterk rök mæla með því, að
meiðyrðadómur vegna ummæla
í sjónvarpi skuli birtir í sama
fjölmiðlunartæki og meiðyrðin
sjálf. Segja stefnendur stefnu-
fjárhæðina ákvarðaða með hlið
sjón af kostnaði í auglýsinga-
tíma sjónvarpsins þ.e. 9 þús.
kr. fyrir hverja mínútu.
Stefán Már Stefánsson kvað
upp dóminn.
Dómurinn, sem birta skal í
sjónvarpinu eru 19 vélritaðar
síður og er í honum mikið af
tölum og skammstöfunum svo
að það getur tekið tímann sinn
að lesa hann allan upp.
— Og á að birta hann allan
í sjónvarpinu? spurði Pétur
Guðfinnsson, framkvæmdastjóri
sjónvarpsins, þegar Tíminn bar
þetta undir hann í dag, en
hann var þá ekki búinn að
frétta um málalok.
— Það verður anzi löng aug
lýsing. Auglýsingar mega ekki
vera lengri en auglýsingatím-
inn er, og það er yfirleitt ekki
nema þrjár mínútur í einu.
Ég verð að ráðgast við lögfræð
ing hvort bæjarþing getur
dæmt sjónvarpið til að flytja
ábveðið efni.
Eins og heyra má á fram-
kvæmdastjórunum hefur ekki
áður komið til þess, að dómur
hafi fallið vegna meiðandi um-
mæla, sem viðhöfð hafa verið
í sjónvarpi. En þess má geta,
að iðulega eru blöð dæmd til
að birta meiðyrðadóma þegar
þau hafa birt ummæli er deilt
var um.
JK-Egilsstöðum, þriðjudag.
Sauðfjárslátrun stendur yfir
um þessar mundir, og nú er það
komið á daginn, það sem menn
óttuðust, að heimtur eru víða
mjög slæmar, og veldur þar mestu
um hretið í ágústmánuði. Lang
verst er ástandið á Jökuldal og
í Fljótsdal.
f þrem sláturhúsum Kaupfélags
Héraðsbúa, á Fossvöllum, Reyðar
firði og á Egilsstöðum, hefur nú
verið slátrað 39,500 fjár, og er
það um 8500 fjár færra en í
fyrra. Mestur er munurinn á Foss
völlum um 4000 fjár. Á Borgar-
firði var slátrað í fyrra um 6000
fjár og mun talan vera svipuð
í ár.
Þessi mikli munur á sláturfjár-
tölum, stafar að einhverju leyti
af meiri ásetningi, en að auki
ráða miklu hinar slæmu heimtur.
í dag hafði fréttaritari Tímans
samband við bændur á Fljótsdal
og á Jökuldal, til að grennslast
um ^heimtur.
Þórður Sigvaldason á Hákonar-
stöðum á Jökuldal efri, sagði að
þar á bænum vantaði yfir 200
fjár, bæði lömb og fullorðið.
Smalamennsku er lokið þar og
reiknaði hann með, að ekki myndi
heimtast neitt að marki hér eftir.
Þórður kvað nágranna sína einn-
ig vanta mjög margt fé. Ekki
hefur verið leitað sérstaklega þar
sem hættur eru, en í smalamennsk
um hefur verið gengið fram á
dautt fé í lækjum og giljum.
Þorsteinn Snædal á Skjöldólfs-
stöðum sagði að það vantaði 80
Framhald á bls. 14
Fjórðungi fleiri á sjúkra-
hús eftir umferðarslys
fram til 1. sept. miðað við sama tíma í fyrra
OÓ—Reykjavlk, miðvikudag.
Aukning umferðaslysa í Reykja-
vík er gífurleg á þessu ári. Fyrstu
átta mánuði ársins jókst tala
þeirra, sem fluttir voru á sjíikra-
deild Borgarspítalans vcgna um-
ferðaslysa um 25%. miðað við
sama tíma í fyrra. Haukur Krist-
jánsson, yfirlæknir, sagði að al-
drei áður hafi verið komið mcð
jafnmargl fólk til aðgerða á slysa-
varðstofunni og á þessu ári. Nem-
ur aukningin alls 23% til septem-
berloka miðað við fyrra ár og um-
ferðadeild rannsóknarlögreglunn-
ar telur að bara umferðarslysin
hafi aukizt um fjórðung.
Tíminn reyndi að fá upplýsing-
ar um hve margir lægju nú á
sjúkrahúsum borgarinnar vegna
umferðaslysa. En sú tala liggur
ekki fyrir, en sjúklingarnir dreif-
ast á alla spítalana, því að á Borg-
arspítalanum er ekki pláss til
taka við öllum þeim fjölda sjúkl
inga, sem slasast og þurfa að
liggja. Þá liggja fjölmargir í
heimahúsum, sem ekki geta stund
að vinnu eða skólanám, af afleið-
ingum umferðarslysa, en eru ..nd
ir læknishendi. Vegna þrengsla
á spítölunum liggja þar ekki aðrir
en þeir, sem nauðsynlega þurfa
þess með.
Engar tölur liggja fyrir um,
hve margar vinnustundir fara í
súginn vegna umferðarslysanna,
og ekki verður talið í tölum þau
örkuml og þjáningar, sem ein-
staklingar þurfa að búa við sök-
um ógætilegs aksturs þeirra
sjálfra eða annarra.
Um fjárhagstjón vegna
skemmdra ökutækja ber það
gleggst vitni ,að tryggingafélögin
vilja hækka bílatryggingar um
ekik minna en 40%.