Tíminn - 28.10.1971, Page 2
%
TIMINN
FIMMTUDAGUR 28. október 1971
Framkvæmdir standa nú yfir vi3 ger3 akbrautar af Kringlumýrarbraut og yfir á gamla Hafnarfjarðarveginn.
Ver8ur þessl akbraut eingöngu fyrir þá, sem koma að Sunnan, og ætla að taka vinstri beygju af Kringlumýrar-
Borgarstjórn samþykkir:
Tillögur gerðar að endur-
bótum á kortakerfi Rvk.
EBReykjavík, föstudag.
Samkvæmt samþykkt borgar-
stjórnar í gær, hefur borgarverk-
fræðingi og yfirverkfræðingi mæl
ingadcildar borgarinnar verið fal-
ið að gcra tillögur að endurbót-
um á kortakerfi fyrir Reykjavík-
urborg.
Guðmundur G. Þórarinsson (F)
flutti tillögu um þetta efni á
fundi borgarstjórnar í gærkvöldi
og eftir að Birgir fsl. Gunnarsson
(S), hafði fyrir hönd meirihlut-
ans í borgarstjórn, gert smávægi-
legar breytingar á tillögunni, sem
Guðmundur kvaðst geta fallizt á,
greiddi meirihlutinn atkvæði með
tillögunni, ásamt öllum atkvæðum
minnihlutans.
HEIÐMERKURHLIÐUM
LOKAÐ FYRIR VETURINN
braut. Við þessa aðgerð á að létta af gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, en síðan bannað var
að taka vlnstrl beygju af Kringlumýrarbraut sunnan frá og inn í Hamrahlíð, hefur umferð aukirt mjög við
Miklubrautina. Þá er i undirbúningi, að banna að aka af Sléttuvegi og þvert yfir Kringlumýrarbraut, nema hvað
strætisvögnum verður leyfð umferð þar um. Myndin er af byrjunarframkvæmdum við gerð akbrautarinnar af
Kringlumýrarbraut og yfir á Hafnarfjarðarveginn. (Timamynd GÆ.)
Hliðunurri í Heiðmörk, þ.e.a.s.
við Jaðar, Silungapoll og Vífils-
staðahlíð hefur verið lokað, og
meðan svo er, er tekið fyrir bif-
reiðaumferð um Mörkina.
Sænskur sérfræðingur um skipasmíðar á íslandi:
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ YRÐI SKIPASMÍÐA-
IÐNAÐINUM MJÖG TIL FRAMDRÁTTAR
Vegirnir um Heiðmörk eru að-
eins gerðir fyrir sumarumferð,
og þola ekki meðferð þann árs-
tíma, sem frost og þíðviðri skipt-
ast á, og er því nauðsynlegt að
hlífa þeim við bifreiðaumferð yf-
ir veturinn og þar til frost er að
mestu leyti farið úr jörð að vori.
Þeir sem vilja ferðast um Heið-
mörk meðan hliðin eru lokuð
verða því, ef þeir eru akandi, að
skilja bilinn eftir fyrir utan hlið
og nota girðingarstigann (príl-
una) sem næst er hliðinu til þess
að komast inn fyrir.
Skógræktarfélag Reykjavíkur.
ÞÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Komin er út skýrsla um íslenzk
ar ski.pasmíðastöðvar, eftir Lenn-
art Axelsson, sænskan sérfræðing,
sem starfaði að rannsóknum á ís-
lenzkum skipasmíðastövum fyrr á
þessu ári á vegum Iðnþróunár-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Skýrsla þessi er mjög viðamik-
il, og nær hún til allra þátta skipa
smíðanna og til alls, sem að skipa-
smíðum lýtur.
í yfirliti um helztu niðurstöð-
ur segir Lennart Axelsson meðal
annars, að núverandi ástand í
skipasmíðum landsmanna sé lítið
breytt frá 1964, en í júní 1964
hafði þáverandi iðnaðarráðherra
frumkvæði að athugun á þörfinni
fyrir íslenzkar skipasmíðastöðvar.
Athuguninni var síðan haldið
áfram á vegum Seðlabanka fs-
lands og lokið í nóvember 1964.
Á grundvelli niðurstaðna þess-
arar rannsóknar var gerð tíma-
áætlun um endurbyggingu starf-
andi skipasmíðastöðva, ásamt
Málverkasalan
10 ára
Málverkasala Kristjáns Guð-
mundssonar á Týsgötu 3, á um
þessar mundir tíu ára afmæli. í
tilefni af því hefur hann viðað
að sér verkum fjölmargra þekktra
listamanna á málverkamarkað.
Eru þetta olíumálverk, vatnslita-
myndir, tússmyndir og teikningar.
Á markaði þessum eru til dæm
is verk eftir Jóhannes Kjarval,
Tryggva Magnússon, Ríkarð Jóns-
son, Jón Þorleifsson, Nínu Tryggva
dóttur, Nínu Sæmundsson, Svein
Þórarinsson, Höskuld Björnsson,
Eyjólf J. Eyfells, Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal, Jón Engilberts
og marga aðra, auk mikils fjölda
yngri manna. Eru sumar þessara
mynda frá æskudögum höfund-
anna og verða því að teljast meðal
verka, sem nú eru orðin mjög
torfengin.
Þessar myndir eru yfirleitt til
sölu á fastákveðnu verði, en um
nokkrar gildir þó, að í þær á að
gera tilboð.
stofnsetningu nokkurra nýrra.
Lagt var til, að þrjár skipasmíða-
stöðvar, búnar góðum tækjakosti,
skyldu starfræktar á suðvestur-
ströndinni, og fjórar til sex minni
skipasmíðastöðvar verða annars
staðar á landinu.
Framkvæmdir hófust 1964—1965,
og áttu þar bæði ríki, bæjar- og
sveitarfélög og einstaklingar hlut
að máli. Þær hafa fætt af sér nú-
verandi ástand, þannig að iðngrein
in einkennist af því, að ekki hef-
ur verið skilgreint, að hve mik-
illi framleiðslugetu eigi að stefna,
og skipulag er allt óljóst, auk
þess sem að það er að mörgu leyti
ófullgert. Þróunarferill hefur ver
ið í samræmi við upphaflega
áætlun, þ.e. í fyrsta lagi „að
þjónustustarfsemi skyldi vera fyr
ir hendi þar sem bátarnir eru“
og í öðru lagi, „að skipasmíða-
stöðvarnar skyldu vera þar, sem
vinnuafl væri fyrir hendi“, sem
hlýtur að teljast þjóðfélagsleg
ákvörðun.
Þá segir Svíinn, að því miður
séu skipasmíðastöðvarnar ekki
einungis dreifðar um landið, held-
ur eru margar minni skipasmíða-
stöðvarnar ófullkomnar. Þetta hef-
ur í för með sér, að þær geta
hvorki framkvæmt fullkomnar við-
gerðir né annast nýsmíði. Þær
eru þannig háðar öðrum innlend-
um stöðvum um starfsemi sína,
ela það sem algengara er, erlendum
fyirtækjum, sem framkvæma hluta
smíðarinnar. Þetta á sér ekki ætíð
stað fyrir tilstilli skipasmíðastöðv
arinnar, heldur fyrir reikning og
samkvæmt pöntun útgerðarmanna.
Með þessu móti er framleiðslan
dreifð, og að henni unnið víðs-
fjarri þeim stað, þar sem skipa-
smíðastöðin sjálf er.
Lennnart bendir á það, að þau
vandamál, sem íslenzkar skipa-
smíðar eigi við a' glíma, eigi rót
sína að rekja til hinnar skyndi-
legu breytingu, sem varð á „einni
nóttu“ frá tréskipasmíði og yfir
í stálskipasmíði.
Aðalvandamálin, sem íslenzki
skipasmíðaiðnaðurinn á við að
etja er það, að um framleiðslu-
áætlanir er ekki að ræða, þar
sem frumsxilyrði hennar eru ekki
fyrir hendi. Færir skipaarkitekt-
ar og skipaverkfræðingar eru
ekki starfandi. Hráefnisöflun venju
lega ófullnægjandi, þá er efnis-
eftirlit og meðferð efnis laust í
reipunum.
Þá er erfitt að gera sér grein
fyrir stöðu iðngreinarinnar með
tilliti til fjárfestingar, bæði að
því varðar skiptingu hennar og
þörfina fyrir hana, þá er og ör-
yggi á vinnustað mjög lítill gaum-
ur gefinn.
Þrátt fyrir öll þau neikvæðu at-
riði, sem hér hafa verið nefnd,
og allt annað, sem hér er látið
liggja milli hluta, þá á sér stað
talsverð framleiðsla í skipasmíða-
stöðvunum. Er þetta vegna hinn-
ar miklu fjárfestingar, sem lagt
hefur verið í og hinnar miklu
verkkunnáttu, sem raun beri vitni.
í kaflanum um helztu athuga-
semdir og tillögur segir skýrslu-
höfundur, að framleiðslugeta skipa
smíðastöðvanna miðist að mestu
leyti að því, að þær geti tekið
fiskibáta í slipp, haldið þeim við
eða smiðað þá, en ástæða sé til
að ætla, að mikil eftirspurn verði
í náinni framtíð eftir stórum skut
togurum.
Skýrsluhöfundur segir, að eng-
in framleiðsluáætlunargerð hafi
átt sér stað í íslenzkum skipa-
smíðaiðnaði. Skapi þetta mikla
örðugleika og á þessu þurfi að
vinna bráðan bug. Þá segir i sam-
bandi við framleiðsluaukninguna,
sem lagt er til að tekin sé upp,
ætti að gera fjárhagsáætlun. Er
þá átt við nauðsynlegt heildarfjár
magn og skiptingu þess á einstaka
liði. Þetta er mjög viðkvæmt mál,
þar sem ríkisstjórnin, bæjar- og
sveitarstjórnir, peningastofnanir
og einkaaðilar móta markmiðin
sameiginlega og deila með sér
ábyrgð og hættu. Eins og stendur
er ríkjandi rekstrarfjárskortur,
sem stendur hinni stöðugu upp-
byggingu stöðvanna og fram-
leiðslu þeirra fyrir þrifum.
Almennt séð mætti líta á vænt-
anlega þörf fyrir viðgerðir og
smiði fiskiskipa fyrir hinn stóra
skipastól íslendinga sem lang-
tímaverkefni. Erfitt sé að koma
auga á vandamál í þessu sam-
bandi, ef útgerðin fær að halda
áfram án skakkafalla.
Rannsókn skýrsluhöfundar bend
ir eindregið í þá átt, að þörf sé
fyrir þjqnustumiðstöð fyrir skipa-
smíðastöðvar, sem staðsett yrði í
Reykjavík. Hlutverk hennar yrði
að leysa þ'au vanHamál, sem skil-
greind eru í skýrslunni, og yrði
hún skipasmíðum á íslandi mjög
til framdráttar.
Með Lennart Axelsson hafa unn
ið að skýrslunni þeir Sveinn
Björnsson, framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarstofnunar fslands, Óttó
Schopka, framkvæmdastjóri Lands
sambands iðnaðarmanna og Guð-
jón Tómasson, framkvæmdastjóri
Meistarafélags járniðnaðarmanna.
Hjálpræöis-
herinn á
Isafirði
75 ára
SB—Reykjavík, mánudag.
Hjálpræðisherinn á ísafirði
átti 75 ára afmæli á fimmtudag-
inn, 21. október. Af því tilefni
var samkoma í ísafjarðarkirkju á
fimmtudagskkvöldið og var hún
mjög fjölmenn. Hjálpræðisher-
inn hcfur unnið mikið og gott
starf á fsafirði á þessum árum.
Árið 1925 byggði Hjálpræðisher
inn á ísafirði stærsta hús í eigu
hersins utan Reykjavíkur. Það hef
ur verið eina gistihús bæjarins,
þar til fyrir nokkrum árum, Einn-
ig var í húsi þessu frá upphafi,
Elliheimili ísafjarðar. Forst.iór-
ar Hjálpræðishersins á ísafirði
eru norskir.
Á samkomunni í kirkjunni á
fimmtudagskvöldið, flutti frú
Unnur Gísladóttir sögu hersins á
staðnum og sr. Sigurður Krist-
jánsson, prófastur, flutti ávarp
Þá söng Sunnukórinn undir stjórn
Rd&íidrs H. ? • "nars.
DOKTORSPROF
í STUTTGART
Nýlcga lauk Sigurður Dagbjarts-
son doktorprófi í vélaverkfræði frá
háskólanum í Stuttgart í Vestur-
Þýzkalandi. Fjallar ritgerð hans
um einn þátt nýtingar kjarnorku
til framleiðslu rafmagns til geim-
ferða, og nefnist hún „Zuverlassig-
keit von Konverternetzwerken ter-
mionischer Energieverzorgungs-
anlagen“.
Sigurður Dagbjartsson er fædd-
ur í Mývatnssveit þann 6. októ-
ber 1938. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1960, og stundaði síðan nám
í eðlisfræði við háskólann í Stutt-
gart árin 1960 til ’65. Að loknu
diplom-prófi frá háskólanum, stund
aði hann rannsóknarstörf við sama
háskóla. Snerust þau einkum um
friðsamlega notkun kjarnorkunn-
ar með tilliti til beinnar breyt-
ingar hennar í raforku.
Hann hefur flutt erindi á al-
þjóðlegum ráðstefnum og birt
nokkrar greinar um þessi mál.
Sigurður er giftur Ute Bessler
frá Stuttgart og eiga þau tvö
börn.
Sigurður Dagbjartsson