Tíminn - 28.10.1971, Page 3
FÍMMTUDAGUR 28. október 1971
TIMINN
3
SUNNA semur við Loftleiðir um
5 þús. sæti til Norðurlandanna
Myndin var tekin viS undirskrift þessa stóra samnings. Guðni Þórðarson í SUNNU er vinstra megin og viS hliS
hans er Martin Petersen deildarstjóri hjá LoftleiSum.
KJ—Reykjavík, miðvikudag
Ferðaskrifstofan SUNNA hefur
gert samning við Loftleiðir um
flutning á 5000 farþegum milli ís-
lands og Norðurlandanna, og mun
þetta vera stærsti samningur sem
íslenzk ferðaskrifstofa hefur gert
um farþegaflutninga milli landa,
að því er segir í fréttatilkynningu
um samninginn, en tilkynningin
fer hér á eftir:
„Samningur hefir nú verið und-
irritaður milli Loftleiða og ferða
skrifstofunnar Sunnu um flutning
á 5000 farþegum í hópum á flug-
leiðinni milli íslands og Norður-
landa með hinni nýju DC-8 þotu
Loftleiða.
Flutningarnir hefjast um næstu
áramót, en þá taka gildi lág hóp-
ferðagjöld.
Með þessum samningi ætlar
Sunna að bjóða ódýrar hópferðir,
er seldar verða á íslandi. Verður
allt innifalið í heildargjöldunum
flugferðir, hótelkostnaður og ferða
lög á landi. Þessar ferðir verða
mjög fjölbreytilegar. Þær verða
farnar til Norðurlandanna, vetrar-
og sumarorlofsstaða sunnar í
Evrópu, þar sem unnt verður að
velja milli skíðaferða í Austurríki
og ítölsku Ölpunum eða sólar-
stranda Kanaríeyja, Mallorka og
Costa del SqI. Einnig verða skipu-
lagðar ferðir til ísraels og Egypta-1
lands. ' « „ !
Er ráðgert, að með hinni fyrir-
huguðu samvinnu Sunnu og Loft-
leiða, og samvinnu Sunnu við er-
lenda aðila um framhaldsferðir
frá Skandinavíu verði unnt að
bjóða betri kjör en ella, bæði að
því er varðar lág heildargjöld og
tíðni ferða, þar sem hin nýja DC-8
þota Loftleiða mun fara fimm ferð
ir í viku milli íslands og Norður-
landanna, en fyrri hópferðir Sunnu
hafa verið farnar með lengra milli-
bili.
Þegsar nýju ferðir verður ekki
einungis unnt að kaupa hjá Sunnu,
heldur einnig hjá umboðsmönnum
Loftleiða um land allt og aðal
söluskrifstofu félagsins að Vestur-
götu 2 í Reykjavík.“
BOSCH
Ficher áskorandi
Það fór eins og vænta mátti,
að Fischer reyndist ekki erfitt að
yfirbuga Petrosjan í 9. skákinni,
og er þar með til lykta leitt þetta
einvígi, sem haldið hefur hug
skákunnenda um heim allan
föngnum um nærfellt mánaðar-
skeið. Sigur Fischers í einvíginu,
6% vinningur gegn 2% v. er sann-
færandi og verðskuldaður, þó að
hann ætti við nokkra erfiðleika
að etja í byrjun, en eftir hið
örlagaríka tap Petrosjans í 6. skák
inni mátti sjá hvert stefndi. Fisc-
her hefur með þessu unnið sér
rétt til að tefla við Spassky um
heimsmeistartitilinn í skák, og er
þetta í fyrsta sinn, síðan Bo.tvinn-
ik varð heimsmeistari árið 1948,
að skákmeistara utan Sovétríkj-
anna tekst að ná svo langt í
heimsmeistarakeppninni.
Hv.: Robert Fischer
Sv.: Tigran Petrosjan.
Frönsk vörn.
1. e4 e6
(Franska vörnin reyndist Petro-
sjan vel í 3. skákinni. Hví ekki
að reyna hana aftur?).
2. d4 d5
3. Rc3 Rc6
(Það er eftirtektarvert, að Petro-
sjan teflir aldrei sama afbrigðið
tvisvar í þessu einvígi, enda eðli-
legt, að hann vilji ekki gefa Fisch
er kost á að koma endurbótum á
framfæri. í 3. skákinni varð fram
haldið: 3. —, Rf6 4. Bg5, dxe4
5. Rxe4, Be7 6. Bxf6, gxf6 7. g3
(?) og nú náði Petrosjan góðu
tafli með 7. —, f5. Leikurinn, sem
Petrosjan beitir hér er afar sjald
gæfur, og tilætlunin vafalaust sú
að koma Fischer á óvart. En Fisch
er bregzt ekki bogalistin að þessu
sinni, og tekst að ná frumkvæð-
inu á einfaldan hátt).
4. Rf3 Rf6
5. exd5(!)
(Það var í skák milli Stein og
Benkö í millisvæðamótinu í Stokk-
hólmi 1962, sem ég sá 3. —, Rc6-
leiknum fyrst beitt, en þar varð
framhaldið 5. e5, Re4 6. Bd3, Rxc3
7. bxc3, Be7 og sv. tókst að ná
góðri stöðu vegna ónákvæmni af
hálfu hvíts.)
5. —, exd5
6. Bb5 Bg4
(Petrosjan stendur ógn af hót-
uninni 7. Re5 og flýtir sér að
gera riddarann óskaðlegan. At-
hugun á stöðunni leiðir í ljós, að
þessi leikur er ekki ýkja hættu-
legur og hefði því vel mátt reyna
6. —, Bb4 o.s.frv.)
7. h3 Bxf3
8. Dxf3 Be7
9. Bg5 a6
(Ég get ekki séð neina knýjandi
þörf á því að eyða tíma í þennan
leik. Hví ekki strax 9. —, 0—0?)
10. Bxc6t bxc6
11. 0—0 0—0
12- Hfel h6
13. Bh4 Dd7
(í fljótu bragði er ekki að sjá að
svartur hafi yfir nokkru að kvarta,
en nánari athugun leiðir í ljós, að
Framhald á bls. 14
Mbl. og sendiráðs'
starfsmenn
f Staksteinum Mbl. í gær er
Tíminn ásakaður um að hafa
hagrætt staðreyndum í skýrslu
utanríkisráðuneytisins um
fjölda starfsmanna við erlendu
sendiráðin í Reykjavík. Tíminn
sagði í fyrirsögn að starfs-
mennirnir væru flestir hjá
bandaríska sendiráðinu en
Rússar með flest hús. Þetta
var í samræmi við skýrslu utan
ríkisráðuneytisins, en hún var
skýrsla um starfsmannafjölda
við sendiráðin og taldir Þar
erlendir menn scm innlendir
sem starfa við sendiráðin. Þeg-
ar rætt er um starfsmanna-
fjölda f einhverri stofnun, er
fjölskyldumeðlimum hvers
starfsmanns ekki bætt við.
Hins vegar kom það skýrt fram
f upphafi fréttar Tímans, að
Sovétríkin eru í fyrsta sæti
þegar fjölskyldur sovézkra
starfsmanna eru meö taldar,
en við sendiráð Sovétríkjanna
starfa engir íslcndingar, en
liins vegar 19 íslenzkir starfs-
menn við bandaríska sendiráð-
ið. Skv. skýrslunni er það stað-
reynd, sem ekki er hægt að
ganga fram hjá í fréttaflutn-
ingi. Mbl. hikar hins vegar
ekki við að kalla lítil börn
scndifulltrúa erlendra ríkja
hér á landi „sendiráðsmenn“
og má spyrja, hvort að það sé
ekki um beina fölsun að ræða,
því í skýrslu utanríkisráðuneyt-
isins segir að sovézkir starfs-
menn sendiráðs Sovétríkjanna
séu 30 talsins, en konur þeirra
og börn, sem hjá þeim dvelja
hér á landi séu samtals 35. í
aðalfyrirsögn Mbl. er hins veg-
ar sagt: „Sovézkir sendiráðs-
menn í Reykjavík eru 67 tals-
ins“. Þessi fyrirsögn hefði
gengið ef það fylgdi með að
fjölskyldur þeirra væru með-
taldar. Hér er bezt að láta stað
J reyndir tala og halda sér við
skýrslu utanríkisráðuneytisins.
ii
| Hvað segir Matthías?
En hver er nú tilgangur Mbl.
með þessu hnjóði í Tímann
fyrir að hafa farið rétt með
starfsmannafjölda erlendra
sendiráða hér á landi, og hvers
vegna túlkar Mbl. skýrslu ut-
anríkisráðuncytisins á þann
| veg sem það gerir? Það er
® öllum augljós ástæðan. Þessi
fréttaflutningur á að hræða
menn. Rússar stundi hér svo
miklar njósnir, og í þeim efn-
um beri síður en svo að van-
meta hæfileika rússneskra
barna, sem hér dveljast! Auð-
vitað eru liér mcnn frá KGB,
njósnastofnun Sovétríkjanna.
Hitt er annað mál, hver hætta
okkur stafar af þeim. f sérstök-
um þætti, sem útvarpað var
s.l. sunnudag, og fjallaði um
njósnir og þá hættu, sem fs-
lendingum gæti stafað af njósn
um erlendra ríkja hér á landi,
voru m.a. ritstjórar dagblað-
anna i Rcykjavík spurðir álits
á þessum málum. Þá kom ýmis
legt fram, sem stakk mjög í
stúf við þennan málflutning
Mbl., en Mbl. hefur dyggilega
þagað um.
Framrald á bls. 14