Tíminn - 28.10.1971, Side 14
14
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 28. október 1971
Skák
Framhald af bls. 3.
hann á við mikla erfiðleika að
etja. Annmarkarnir á stöðu hans
eiga sér rætur í veikingu peðastöð-
unnar á drottningarvængnum, og
þessa annmarka færir Fischer sér
snilldarlega í nyt í framhaldinu.
í rauninni má segja, að Petrosjan
sé af herfræðilegum sjónarhóli
séð þegar glataður!)
14. He2
(Fischer stefnir að endatafli, þar
sem veikleikarnir í svörtu stöð-
unni mundu koma enn betur í
ljós. Af þessum sökum reynir
Petrosjan að komast hjá hróka-
kaupum).
14. —, a5
15. Hael Bd8
(15 —, Hfe8 mundi fljótlega leiða
til tvöfaldra hrókakaupa, sem sv.
má ekki vel við, eins og áður er
sagt).
16. b3 Hb8
17. Ra4 Re4
18. Bxd8 HbxB
19. Df4!
(Hótar nú einfaldlega að reka
riddarann á e4 burt með 20. f3,
en við það opnast hvítu hrókun-
um leið upp á sjöundu reitaröð-
ina, auk þess sem hvíti riddarinn
tckur sér bólfestu á c5-reitnum.
Petrosjan getur ekki spornað við
þessu á annan hátt en bjóða upp-
skipti á drottningunum, en þau
breyta ckki miklu um gang mála
í skákinni).
19. —, Dd6
20. DxD c7xD
(Á þennan hátt tekst Petrosjan
að köma f veg fyrir, að hvíti ridd-
arinn taki sér bólfestu á c5, en
veikleikinn í peðastöðunni er enn
fyrir hendi. Fischer beinir nú
skeytum sínum að svarta peðinu
á c6).
21. c4 Rf6
22. Hcl Hb8
TS m 1YG0INGAST0FNUN umm
Lökað vegna jarðarfarar, föstudaginn 29. október
frá kl. 12.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS
Hjartanlega þakka ég börnum mínum og tengda-
börnum, frændfólki og vinum, sem glöddu mig á sjö-
tugsafmæli mínu, hinn 20. okt. s.l., með gjöfum og
árnaðaróskum. Guð blessi ykkur öll.
Guðjóna Guðjónsdóttir,
Kleppsvegi 54, Reykjavík.
(Eftir 22. — dxc4 23. Hxc4 væri
peðið á c6 dauðadæmt).
23. cxd5 cxd5
24. f3
(Áður en Fischer hefst handa á
drottningarvængnum vill hann
koma í veg fyrir, að svarti ridd-
arinn geti tekið sér bólfestu á
e4).
24. —, Rh5
(Petrosjan gefur það algjörlega
upp á bátinn að halda hinum sundr
uðu peðum á drottningarvængn-
um til haga, og reynir að mynda
sér færi á kóngsvængnum með
atbeina riddarans og beggja hrók-
anna. Sókn er bezta vörnin!)
25. IIc6 Rf4
26. IId2 IIfe8
27. Hxd6 Helf
28. Kf2 Ilhl
29. Kg3.
(Fischer vill hafa allt á hreinu á
kóngsvængnum, áður en hann gef-
ur sig að næsta peði.)
29. — Rh5t
30. Kh4! g6
31. Hxd5 He8
32. Hxa5 H8el
33. Rc3
(Riddarinn kemur nú á vettvang
til að bægja öllum hættum frá
herra sínum)
33. — Rf4
34. Kg4 Re6
35. He5 f5t
(Petrosjan gerir nú lokatilraun til
að ríða mátnet um hvíta kónginn.)
36. Kg3 f4t
37. Kh4 Kh7
38. Re4 g5t
39. Kg4 Rg7
(Hótunin er 40. —, Kg6 ásamt 41.
—, h5f mát! Af þessari ástæðu er
hvíta riddaranum fórnað — í þágu
göfugs málefnis.)
40. Rxg5t hxg5
41. IIxH HxH
42. Kxg5 Re6t
43. Kf5 He2
44. HxII Rxd4t
45- KE5! RxII
46. a4.
Petrosjan sá nú fram á vonleysi
aðstöðu sinnar og gafst upp.
F. Ó.
Maðurlnn minn,
Haraldur Guðmundsson,
fyrrverandi sendiherra,
verður jarðsettur föstudaginn 29. október, kl. 14, frá Dómkirkjunni.
j Blóm afbeðin en bent á líknarstofnanir.
Margrét Brandsdóttir
' og börn
Bróðir okkar
andaðist þann 27. þ.m.
Ari Jónsson
frá Stöpum,
Júlíus Jónsson,
Sigríður Thorlaelus.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
Þórhallur Kristjánsson
frá Breiðumýri, Kleppsvegi 20
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. þ.m. kl. 13,30.
Ingibjörg Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Hjartkær eiglnmaður minn og fósturfaðir okkar,
Guðmundur Jón Guðmundsson
frá Hesteyri,
andaðist á Landspítalanum 27. október.
Soffía Vagnsdóttir
og fósturbörn
Þökkum öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarð-
arför
Jóhönnu Sveinsdóttur
frá Dalatanga.
Börn, tengdadætur og barnabörn
Bec
Raforkuvinnsla
Framhald aí r>ls 16
ar 13,8% aukningu frá sama tíma
bili árið 1970. Er áætlað, að orku-
vinnslan í ár fari að öllum lík-
indum nokkuð fram úr 1600 gwst,
en orkuvinnslan á síðasta ári varð
alls 1460 gwst.
Þetta kom fram í riti Orkustofn
unarinnar, Orkumálum. Þar kem
ur einnig fram, að almenn raf-
orkunotkun á fyrra helmingi
þessa árs, þ.e.a.s. orkuvinnslan að
frádreginni svonefndri stórnotk-
un, var 343 gwst., sem er 9,3%
aukning frá fyrra ári.
Af stórnotkun fór 351 gwst til
álverksmiðjunnar og 92 gwst sam
tals til Áburðarverksmiðjunnar,
Sementsverksmiðjunnar og Kefla
víkurflugvallar.
Fé vantar
Framhald af bls. 1.
lömb á Skjöldólfsstöðum, og á
öllum bæjum á Neðra-Jökuldal
vantaði með lang mesta móti.
Ingólfur Gunnarsson á Valþjófs
stöðum hvað heimtur í Fljótsdal
mjög slakar. Yfirleitt vantaði 20
—30 kindur á bæ. Smalamennsku
er lokið í Fljótsdal og litlar líkur
á að fé komi fram svo nokkru
nemi eftir þetta.
Rafmagnssala
Framhald af bls. 1.
Til Álverksmiðjunnar 27 aurar,
til Áburðarverksmiðjunnar 23 aur
ar, til Kísiliðjunnar 65 aurar, til
Keflfavíkurflugvallar 74 aurar og
til Bændaskólans á Hvanneyri 38
aurar.
Sala rafveitna nam alls 488,6
gígawattstundum að verðmæti 849
milljónir og var meðalverð 174
aurar kwst.
Sala virkjana nam hins vegar
275,5 gwst að upphæð 96 millj-
ónir, og var meðalverð 35 aurar
á kwst:
Þótt raforkusalan á árin 1969
næmi 764 gwst, þá var orkufram-
leiðslan alls meiri, eða nam 903
gwst.
Heimsfriður
Framhald al bls. 9
og það ekki síður fyrir þau
lönd, sem þessa stefnu aðhyll-
ast.
Gegn slíkri stefnu bjóða
Sovétríkin upp á virkar, póli-
tískar aðgerðir til að hrinda
friðaráformum okkar í fram-
kvæmd. Meðal þess, sem áunn-
izt hefur og til framfara horf-
ir, má nefna fjórveldasamkomu
lagið um Vestur-Berlín, sem
mun verða mjög mikilvæg til
að draga úr spennu í Evrópu,
tillöguna um alþjóðlega af-
vopnunarráðstefnu og ráð-
stefnu kjarnorkuveldanna
fimm, samkomulag SSSR og
Kanada um að ráðfæra sig
hvort við annað, samkomulag
SSSR og USA um ráðstafanir
til að draga úr hættunni á
kjarnorkustyrjöld, og ýmsar aðr
ar ráðstafanir, mismunandi
þýðingarmiklar, en sem allar
miða að hinu sama — eflingu
friðarins.
Ferðir sovézkra ráðamanna
til annarra landa stuðla einnig
að því að koma friðarstefnu
okkar í framkvæmd, svo og
heimsóknir háttsettra stjórn-
málamanna annarra ríkja til
Sovétríkjanna, þar sem rætt er
um leiðir til að draga úr
spennu í alþjóðamálum og efla
samstarf ríkja á milli. Þessu
markmiði þjónar einnig för
okkar til Kanada.
Við erum ekki í hópi þeirra,
sem líta á heiminn í dag sem
vettvang fyrir yfirgang, sam-
keppni og hrossakaup nokk-
urra öflugustu ríkjanna, Sovét-
ríkin hafna slíkri stefnu, enda
er hún ósamræmanleg eflingu
alþjóðlegs samstarfs og trygg-
ingu alþjóðlegs öryggis. Það
er eðlilcgt, að stórveldin beri
ábyrgð á varðveizlu friðarins.
STOFNSKRÁ S.Þ. gerir líka
ráð fyrir þessu. Hún krefst
einhugs allra fastafulltrúa Ör-
yggisráðsins varðandi ákvarð-
anir um öll óvænt málefni, og
þetta á auðvitað fyrst og
fremst við um varðveizlu frið-
ar og öryggis í heiminum. En
þetta á ekkert sameiginlegt
með því, ef einhver gerir kröfu
til algjörrar sérstöðu í alþjóða
málum. Öll mál verður að
leysa með tilliti til lögmætra
réttinda allra viðkomandi
ríkja, hvort þau eru lítil, stór
eða þar á milli. Við erum þeirr
ar skoðunar, að í alþjóðasam-
skiptum séu allar þjóðir al-
gjörlega jafn réttháar og að ?11
ar leggi þær fram sinn sér-
stæða, óviðjafnanlega skerf til
þróunar siðmenningar manr,-
kynsins, til menningar og vís-
inda í heiminum og félagslegra
framfara.
Við metum mikils hina já-
kvæðu afstöðu Kanada í mörg-
um brýnustu málum samtím-
ans og ágætt framlag þessa
lands við ýmsar mikilvægar
samningagerðir á alþjóðavett-
vangi. Við metum mikils sam-
vinnu SSSR og Kanada við
iausn á mörgum alþjóðlegum
vandamáium og vonum, að
þetta samstarf eigi eftir að
blómgast enn frekar og v>vða
til að hreinsa andrúmsloftið i
iíiliíí
W0ÐLEIKHUSIÐ
HÖFUÐSMAÐURINN
FRÁ KÖPENICK
sýning föstudag kl. 20.
ALLT I GARÐINUM
6. sýning laugardag H. 20.
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
sýning sunnudag kl. 15.
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 tii 20. Sími 1-1200.
Hjálp 2. sýning í kvöld
Uppselt —
Bönnuð börnum innan 16 ára,
Plógurinn föstudag.
Fáar sýningar eftir.
Mávurinn laugardag
Fáar. sýningar eftir.
Hjálp 3. sýning sunnudag.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Hitabylgja þriðjudag
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðasalan 1 Iðnó' er
opin frá kl. 14, simi 13191.
alþjóðamálum og stuðla að
auknu samstarfi á jafnréttis-
grundvelli milli allra landa
heims.
Við erum sammála herra
Ti-udeau um mikilvægi þess að
efla gagnkvæmt traust milli
landa okkar og teljum traust
vera mikinn ávinning. Það er
ósk okkar, að samskipti okkar
og aukinn skilningur á afstöðu
hvors annars muni verða til að
styrkja gagnkvæman trúnað
enn frekar.
Herra forsætisráðherra, okk-
ur er það sérstök ánægja að
vera gestir yðar í dag, á af-
mælisdegi yðar. Eins og við
höfum allir fundið, eykur það
yl þessa fundar okkar í dag.
Kosygin flutti síðan árnaðar-
óskir til Trudeaus frá Breshneff
og öðrum háttsettum mönnum
í SSSR. Ræðum þeirra Tru-
deaus og Kosygins var tefcið
með lófaklappi. — (APN).
Á víðavangi
Framhaid af bls. 3.
Fyrir Mbl. svaraði Matthías
Johannesen, ritstjóri. Hann
svaraði skriflega og var svar
lians letið upp í þættinum. Svar
lians var á þá leið, að hann
teldi njósnastarfsemi Sovétríkj
anna hér á landi ekki nægjan-
lega, þótt þeir hefðu fjölmennt
sendiráð. Þeir væru sennilega
iélegir njósnarar og þyrftu að
standa sig betur! Matthías rök-
studdi þetta á þann veg, að
það kæmi fram æ ofan í æ,
er mcnn ræddu við sovézka
diplómata, að þeir væru sann-
færðir um að liér á landi væru
til reiðu kjarnorkuvopn. Það er
auðvitað hin mesta firra. Þess-
ari tortryggni Rússa þarf um-
fram allt að eyða. Matthías
virtist telja leiðina til þess, að
Rússar bættu njósnastarfsemi
sína hér á landi og væri þess
fýsandi að þeir gerðu þaðl
Matthías tók það fram í þessu
svari, að hann svaraði fyrir sig
persónulega, en hins vegar
kæmu pólitískar skoðanir Mbl.
fram í ritstjórnargreinum þess.
Matthías ritar ekki um pólitík
að ráði í Mbl. Ilins vegar liöfðu
menn haldið, að hann réði
mestu um fréttaflutning blaðs-
ins. Það er greinilega misskiln-
ingur. — TK