Tíminn - 12.11.1971, Side 10
TIMINN
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971
ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501
Afturmunstur
SÓLU M; Frammunstur
Snjómunstur
VIÐ SAGNABRUNN
Fylgið fordæmi meistarans.
Þeir, sem gerast áskrifendur að tímaritinu SKÁK
fyrir næstu áramót, fá yfirstandandi árgang
ókeypis. (Áskriftargjaldið er kr. 1000,00 fyrir 10
tölublöð).
Notið þetta einstæða tækifæri.
Tímaritið „SKÁK", pósthólf 1179, Rvík.
Sími 15899 (1 hádegi og á kvöldin).
[FnatnnniiJB
i &mim íttjiy
Fóstrur ræða neyðar-
ástand í dagheimiiis-
málum
Á aðalfundi Fóstrufélags ís-
lands nýlega var til umræðu það
neyðarástand, sem ríkjandi er,
vegna skorts á dagheimilisplássum
í borginni.
„Fundurinn telur óumflýjan-
legt, að þeir aðilar sem fara með
stjórn þessara mála, vindi bráðan
bug að því að finna úrlausnir íyrir
þann mikla fjölda, sem bíður eftir
dagheimilisplássum.
Um síðustu mánaðamót munu
um 220 börn einstæðra foreldra
og námsmanna hafa verið á bið-
lista hjá Barnavinafélaginu Sumar
gjöf og eru þó einungis talin þau
börn, sem bíða vistunar á dig-
heimilum, fyrir utan þan.n mikla
fjölda, sem ekki fær inni á leik-
skólum í borginni.
Til þess að hraða framgangi
þessara máia, bendir fundurinn á
þá leið, að teknar verði á le'gu
íbúðir eða hús á hagkvæmum
stöðum í borginni, þar sem rekin
verða smádagheimili. Jafnframt
því sem hraðað sé byggingum dag-
heimila og leikskóla og miðað að
því að þær byggingar verði hag-
kvæmar án íburðar .
Fóstrur telja að þetta sé síður
en svo óframkvæmanlegt, heldur
sé hér um úrræða- og fram-
kvæmdaleysi að ræða af hálfu
þess opinbera, og lausn á þessum
gífurlega vanda samborgaranna
þoli ekki frekari bið.“
Úr myndabók
náttúrunnar —
Komin er út hjá Ríkisútgáfu
námsbóka ný bók eftir Ingimar
Óskarsson, grasafræðing, og nefn
ist hún Úr myndabók náttúrunnar.
Efni bókarinnar er úrval út-
varpsþátta um náltúrufræðileg
efni, sem Ingimar hefur flutt á
undanförnum árum. Bók þessi er
vel fallin til að auka skilning á
ríki dýranna. Bókin er ekki
kennslubók í eiginlegum skiin-
ingi, heldur lesbók til uppfylling
ar námsefninu og líkleg til að
efla áhuga nemenda á því að afla
sér aukinnar þekkingar um fleiri
dýr en nefnd eru í bókinni.
Bjarni Jónson listmálari gerði
myndirnar í bókina, sem er 134
bls. að stærð. Setningu og prentun
anast Prcntsmiðja Jóns Helgason-
ar.
Námsstyrkur til
Bandaríkjanna
Eins og undanfarin ár annast
Íslenzk-ameríska félagið og Insit-
ute of International Education,
oo
o
New York, umsóknir um náms-
styrki fyrir íslenzka stúdenta tii
bandarískra háskóla skólaárið
1972—1973.
Umsóknareyðublöð og upplýs-
ingar fást á skrifstofu félagsins,
Austurstræti 17, II. hæð, mánu-
daga og fimmtudaga kl. 6,30—7,30
eftir hádegi.
Umsóknir skulu hafa borizt
skrifstofunni fyrir 13. nóvember
næstkomandi.
Nokkrir styrkir verða veittir úr
Thor Thors sjóðnum íslenzkum
námsmönnum við háskólanám í
Bandaríkjunum.
Umsóknarfrestur til 15. desem-
ber 1971.
Fræðslunámskeið BSRB
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Dagana 28.—31. október síðastl.
gekkst fræðslunefnd BSRB fyrir
fræðsluráðstefnu að Munaðarnesi,
og voru þátttakendur 40.
Karl Guðjónsson, formaður
fraéðslunefndar, stjórnaði ráð-
stefnunni en framsöguerindi
fluttu Kristján Thorlacius, sem
fjallaði um samningsrétt opin-
berra starfsmanna, og Haraldur
Steinþórsson, sem fjallaði um
reynslu af stai-fsmati.
Þátttakendur skiptust í starfs-
hópa, sem fjölluðu nánar um mál-
ið og gerðu ályktanir, sem verða
sendar stjórn BSRB. Þá urðu al-
mennar umræður um þessi tvö
mál á ráðstefnunni sjálfri.
OG SVO FÓR ÉG AÐ SKJÓTA
FB—Reykjavík, laugardag.
Mál og menning hefur sent frá
sér tvær nýjar bækur. Önnur bók-
in er Við sagnabrunninn — sög-
ur og ævintýri, sem Alan Boucher
endursagði; hin er Og svo fór ég
að skjóta, eftir Mark Lane.
Við sagnabrunninn flytur sögur
og ævintýri frá ýmsum löndum.
Alan Boucher endursagði, en
Helgi Hálfdanarson þýddi. Myndir
í bókinni eru eftir Barböru Árna-
son. Sögurnar í bókinni eru frá
Grænlandi, Englandi, Frakklandi
írlandi, Skotlandi, Ítalíu, Grikk-
landi, Rússlandi, Arabíu, Indlandi,
Japan og Vestur-Afríku. í eftir-
RAFGEYMAR
VETURINN
POLAR H.F.
NOTIÐ ADEIN
BEZTA
mála segir, að efnið í sögunum sé
ævagamalt, en hafi oft verið end
ursagt. Þá segir Alan Bouchei
ennfremur, að í þau rúm 12 ár
sem hann vann hjá BBC og haf;
farið þar með stjórn ýmissa þátta
í skólaútvarpi þess, hafi hanr
safnað slíkum sögum úr ölluir
áttum og látið flytja þær, aðal
lega í leikritsformi. „Síðan ég
kom til fslands tók ég að rits
sögurnar upp að nýju fyrir fs
lendinga, en reyndi þó að farí
sem næst stíl og anda frummynd
anna, sem eru ærið mismunandi
Þar að auki hafa sumar sagnanne
varðveitzt á prenti í mismunand:
gerðum, og þá hef ég notfær
rétt sögumannsins að velja, hafna
stytta og steypa saman eftir eig
in smekk, en þó alltént í þein
tilgangi að varðveita heildarsvir
sögunnar eins og hægt var hverjr
sinni.“ Bókin er 252 bls.
Og svo fór ég að skjóta er eir
af Pappírskiljum Máls og Menn
ingar. Á bókarkápu segir.- Ból-
þessi er miskunnarlaus og harh
eftirtektarverð lýsing á villi
mennskunni, er svokölluð siðuc
þjóðfélög geta af sér. Hún er
mesta máta tímabær um þessa;
mundir, þegar voldugasta herveld
hcimsins er að bíða ósigur
stríði í fyrsta skipti í sögu sinni
í bókinni lýsa bandarískir her
menn reynslu sinni í Vietnam
Þó að þeir hafi flestir gerzt lið
hlaupar, þá er ekki þar með sag
að augu þeirra allra hafi „lokiz
upp“ f.vrir samhengi þess, son
gerzt hefur í Vietnam, en styrku
bókarinnar felst í því, að þessa
stríðshetjur lýsa alveg hispurs
laust því, sem var hversdagslee
líf þeirra í stríðinu. Mark Lam
er bandariskur lögmaður, sen
varð á sínum tíma heimsfrægu
fyrir gagnrýni sína á málarekst'
inum út af Kennedymorðinu. Bók
in er 140 bls.