Tíminn - 12.11.1971, Side 11

Tíminn - 12.11.1971, Side 11
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971 TÍMINN 11 KRISTINN SN/íLAND: BRÉF FRÁ MÁLMEY Hvað er hægt að gera? Stundum verður fólk fyrir þeirri lífsreynslu, er á svipstundu brýtur til mergjar vandamál, eða svarar spurningu, er lengi hefur vafizt fyrir. Nýlega opnuðust augu mín fyrir einum þætti þeirra vandamála, er íslenzkur útflutn- ingur glímir við. Hérna í Málmey eru mörg stór verzlunarhús. Eitt þeirra heitir Wessels. Fyrir um það bil ári brá svo við, að hin vinsæla reykta Egils-síld var þar á boðstólum (hér er það algengt, að vörur til heimilishalds séu keyptar að mestu í einni verzlunarferð hálfs mánaðarlega. Matvörukaup eru því skipuleg, og fólk heldur sig mikið að sömu vörutegundunum, en þær er bá venjulega alltaf að finna á sama stað). Nú er skemmst frá því að segja, að ég, sem Egils-síldar aðdáandi, hóf að kaupa Egils-síld reglulega. Ekki leið þó á löngu unz engin Egils-síld fannst lengur í hillunni. Eins mikill Egils-síldar aðdáandi og ég er (og auðvitað til stuðnings íslenzkum útflutningi), leitaði ég að síldinni og gerði ítrekaðar til- raunir til að finna hana í næstú verzlunarferðum. Loks gafst ég upp. Þá er ég dapur stóð fyrir framan tóma hilluna (í mínum augum var hún tóm), laust niður í huga mér skýringunni á hluta erfiðleika íslenzks útflutnings. ís- lenzkum vörum er dreift á svo stóran markað, að þær ná sjaldan að verðá þekktar. Þær seljast upp og neytandinn verður hvekktur. Sú vara, sem ná á öruggri sölu, verður að vera fyrir hendi í sömu hillu ár eftir ár. Veikleiki ís- lenzks útflutnings er, að hann veld ur neytandanum vonbrigðum. Neytandi, sem verður fyrir síend urteknum vonbrigðum. hættir að kaupa vöruna, ekki sízt vegna þess, að hann finnur svipaða vöru. sem ekki veldur vonbrigðum. — Ekki er Ijóst hvor tapar meira, ég eða Egill, á því, að ég er hættur að leita að Egils-síld. Okkur er tjáð, að auglýsinga- Kostnaður íslenzkra útflutnings- vara sé mikill. og nær ógerningur sé að auglýsa upp íslenzka vöru a hinum risastóru mörkuðum, vegna hins gífurlega kostnaðar. Ljóst er, að 1000 tonna farmur af íslenzku dilkakjöti, greiðir ekki auglýsingakostnað um alla Sví- þjóð, en spurningin er, gætu ekki þessi 1000 tonn greitt umfangs- mikla auglýsingaherferð í emni borg. Sá háttur er hafður á, þegar verið er að auglýsa matvöruteg- und, að neytendum er gefinn kost ur á að bragða á vörunni í hin- um stærri vöruhúsum. Þann dag- inn eða vikuna, sem verið er að stinga bita upp í viðskiptavini, er varan alltaf seld á heldur lægra verði, að auki er úthlutað pés- um með uppskriftum að marg- breytilegum réttum gerðum úr hinni nýju vörutegund. Að loknu þessu brambolti, er viðkomandi vara síðan stöðugt á boðstólum. Mér er ljóst, að þeir íslenzkir aðilar, er sjá um sölu á íslenzkum afurðum erlendis, þekkja þessi vinnubrögð. Mig grunar, að auglýsingaherferð af þessu tagi hafi ekki verið reynd, á þeim forsendum, sem ég tala um, þ.e.a.s. bundin við eina borg eða afmarkað svæði. Framleiðslugeta fslendinga er ekki meiri en svo af ýmsum vör- um, að rétt getur annað eftirspurn í smáborg eins og til dæmis Málm- ey (260 þús. manns). Sé áherzla lögð á að vinna að- eins markað á þröngu svæði eða í einni borg í senn, vinnst tvennt: Að það fé, sem varið er til aug- lýsinga, hefur meiri áhrif, og samtímis fæst traustur markaður fyrir viðkomandi vöru. Leggja ber áherzlu á, að varan verði nokkurs konar kunningi neytandans, sem hann getur treyst á að hitta, ef hann langar til. Hinir nýju markaðir (þróunar- löndin) sem eru að opnast í heim inum, eru íslandi sérlega þýðing- armiklir, ekki sízt ef svo giftu- samlega tekst til, að ísland standi utan EBE um alla framtið. Sölumennska til þessara þjóða byggist að miklu á því að hægt sé að venja neytendur í viðkomandi löndum á þær vörutegundir, sem um er að ræða. íslendingar gætu lært af öðrum þjóðum nokkuð í þeim efnum. Sé tekið dæmi. heldur Sviþjóð uppi allumfangsmikilli hjálparstarf- semi meðal þessara þjóða. Sænskir sérfræðingar á hinum ólíklegustu sviðum eru þar starf- andi, og notast í störfum sínum við sænsk tæki og efni. Þetta leið ir af sér, að þegar þessar þjóðir fara að bjarga sér sjálfar, eru sérfræðingar og iðnaðarmenn þjóðanna ekki aðeins kunnugir heldur og beint háðir sænskum iðnaðarvörum. íslendingar gætu ef til vill snúið dæmi þessu þannig við, að bjóða til íslands, til kynningar eða námsdvalar, ungum mönnum frá þróunarlöndunum. Vitanlega ber að gæta þess, að þeir sem veljast, séu líklegir til viðskipta- 'egs- eða stjórnmálalegs frama með þjóð sinni. Loks má nefna, að ekki mun spilla fyrir íslenzk- um viðskiptum, að daðrað sé var- lega við hin ýmsu byltingaröfl í þróunarlöndunum. Slíkt má flokka undir að veðja á réttan hest. Eitt af málum Alþýðustjórnar- innar er einmitt endurskoðun ut- anrfki'b'ónustunnar, en einn lið- ur gæti verið að fækka sendi- herrum en fjölga verzlunarsendi- nefndum eða beinlínis taka í þjón- ustu ríkisins viðskiptafræðinga og sölumenn, er þeytt .væri um heim allan eftir þörfum hverju sinni, í ríkari mæli en gert er. Afkoma þjóðarinnar byggist ekki aðeins á að framleiða, held- ur og á að selja. — K. Sn. Norðurlandamóti í bridge lokið SB-Reykjavík, mánudag. Norðurlandsmót í bridge fór fram á Hótel KEA á Akureyri ný- lega. Átta sveitir tóku þátt í keppninni, 2 frá Siglufirði, 2 frá Húsavík, 2 frá Dalvík og nágrenni og 2 frá Akureyri. Mótstjóri var Albert Sigurðsson. Keppnin fór mjög vel fram, og svo að til þess var tekið. Sigurvegari varð sveit Guð- mundar Guðlaugssonar, Akureyri með 99 stig, en auk hans eru í sveitinni: Haraldur Sveinbjörns- son, Jóhannes Sigvaldason, Sveinn Tryggvason, Mikael Jónsson og Halldór Helgason. Önnur í röðinni varð sveit Guð- jóns Jónssonar frá Húsavík með 98 stig, þriðja sveit Páls Pálsson- ar, Akureyri með 93 stig, fjól'áa varð sveit Björns Þórðarsonar frá Siglufirði með 62 stig, fimmta sveit Boga Sigurbjörnssonar frá Siglufirði með 61 stig, sjötta sv. Stefáns Jónssonar, Dalvík og ná- grenni, sjöunda sveit Jóns Árna- sonar frá Húsavík og áttunda varð sveit Klemenzar Jónssonar, Bakka en hans sveit keppti fyrir Dalvík og nágrenni. Næsta Norðurlands- mót í bridge verður haldið á Húsavík að ári. NYR scout HAFIÐ ÞIÐ ÁTTAÐ YKKUR Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER KOMINN NÝR SCOUf FRÁ INTERNATIONAL HARVESTER SCOUT II INTERNATIONAL HARVESTER FjaSrir, samt. 25 cm. lengri Benzíngeymir 75 lítra 5 sæti Yfirbygging 8 cm. lengri og 8 em. lægri. ÖkumaSur og farþegar hafa 15 cm. lengra rými Farangursrými 5 rúmfetum meira SCOUT II sameinar alla beztu kosti góSs ferSabíls, sem völ er á í dag. NÝR BÍLL — TRAUSTUR BÍLL TIL AFGREIÐSLU STRAX KOMIÐ, HRINGIÐ EÐA SKRiFIÐ BÚVÉLADEILD ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38y00

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.