Tíminn - 12.11.1971, Síða 14
14
TIMINN
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 1971
Slómannsævi -
Framhald af bls. 8.
að ég get lagt byssuhlaupið ofan
á hálsinn á henni, en um leið og
cg ætla að taka hana, brýzt hún
undan byssunni. Ég gat þó gómað
skottið á henni cn er þá svo lopp-
inn, að ég missi takið og tófan
þýtur í burtu, sá ég ekki meir af
henni. Eitthvað held ég hún hafi
lítilsháttar verið særð á trýninu,
en alla fætur hafði hún heila.
Hins vegar hefur skotið gert hana
ringlaða og hún þurft tíma til að
átta sig. Sá tími hefði átt að duga
mér til þess að ráða niðurlögum
hennar, en það fór nú svona.
— Fyrsti vélbáturinn, sem ég
eignaðist, hét Reynir. Það var á-
gæt fleyta, en í suðvestan stormi
slitnaði hann upp af legunni á
Hólmavík og rak á land.
Næst eignaðist ég Betu, fjögra
tonna bát sem ég keypti af
Magnúsi Hannibalssyni á Gjögri.
Betu reri ég úr Hamarsbæli, og
voru hásetar mínir aðkomumenn,
sem Steingrímur Árnason útgerð-
armaður hafði útvegað mér. Þetta
voru harðduglegir strákar, en glað
sinna og ölkærir.
Einu sinni fórum við á sjóinn
seinni part nætur eins og venju-
legt var. Vcður var gott, logn og
ýfulaust, en auk náttmyrkursins
sótþoka, svo að tæplega sá út fyrir
borðið. Þegar ég var kominn þang-
að sem ég hugðist leggja línuna,
kallaði ég til strákanna að gera
sig klára. Kasta svo út baujunni
og bogra aftan við stýrishúsið við
að hnýta saman hálsana. Ég stend
utarlega við borðið og um leið og
ég rétti mig upp rek ég hausinn
í fangið á einum hásetanna, Jóni
kalda, og set hann útbyrðis. Ég
stóð það tæpt, að hefði hann grip-
ið til mín, sem voru að því er
virtist eðlileg og sjálfsögð við-
brögð, hefði ég hrokkið út með
honum. Jón var syndur og sveigði
ég strax að honum og náði honum
inn. Ég spurði hann hvers vegna
hann hefði ekki gripið í mig.
„Éð ætlaði að gera það, en það
var sem dreginn væri allur mátt-
ur úr höndunum á mér, svo að ég
gat ekki hreyft þær“, svaraði
Jón.
Sjálfsagt verður það kölluð
hjátrú, en ég trúi að hér hafi ein-
hver ósýnileg hönd stjómað. Hefði
Jón gripið í mig, hefðum við án
efa báðir fallið útbyrðis og áreið-
anlega verið horfnir út í þokuna
og náttmyrkrið áður en þeir sem
um borð voru hefðu verið tilbún-
ir að koma okkur til bjargar, því
að báturinn var á því nær fullri
ferð áfram, Þegar Jón hrökk út.
Eftir Betu fékk ég Skarphéðin.
Hann var níu lestir og reyndist mér
happaskip. Hann átti áður vinur
minn Hrólfur Sigurjónsson.
Meðan ég átti Skarphéðinn fór
ég einu sinni á vetrardegi um
jólaleytið frá Hólmavík til Borð-
eyrar að sækja mamn, sem átti að
fara norður til Djúpuvíkur og sjá
um losun úr lýsistönkunum, en
þangað var væntamlegt skip til
að taka lýsið.
Morguninn sem við fórum var
hægviðri, og fengum við gott veð-
ur inneftir, tókum manninn á
Borðeyri og héldum svo áleiðis
norður aftur.
Þegar við komum út á miðjan
Hrútafjörð skellur skyndilega á
þreifandi norðaustan stórhríð með
ofsaveðri og sjógangi. Ég treysti
mér ekki til að snúa við en hélt
áfram út þangað til ég taldi mig
vera kominn fyrir Víkurhöfða. Þá
sveigði ég inn á Bitruna. Ekkert
sást fyrir hríðinni, og nú var auk
þess komið náttmyrkur. Allt í
einu rofaði ögn til og ég sá bregða
fyrir ljósi. Hugði ég það vera á
Óspakseyri og beygði Því nær
landi, en þá sé ég brjóta á skeri
einn til tvo faðma framan við kinn-
unginn á bátnum. Ég gat þó sveigt
frá og hélt svo lengra inn, og
komst að Óspakseyri og lenti upp
í sandinn. Þar var ýfulaust og af-
landsvindur. Ljósið sem ég fyrr
hafði séð var á Eyrarlandi, koti
sem þá var nýkomið í byggð
skammt fyrir utam Óspakseyri, en
ég átti þar engra mannaferða von.
Þarna vorum við hriðartepptir
í viku og nutum gestrisni hjón-
anna. Þorkels Guðmundssonar og
Ástu Stefánsdóttur.
Tveir menn voru með mér á
bátnum. Annar þeirra, Albert Ingi-
mumdarson, gekk heim til Hólma-
víkur í sjóslopp og klofstígvélum.
Virtist honum vaxa hvorugt í aug
um, klæðnaðurinn eða vegalengd-
in.
Kona mín er Jakobína Guð-
mundsdóttir, uppalin á Hafmar-
hólmi. Það er víst óhætt að segja
að við byrjuðum með tvær hendur
tómar, enda stundum hart á daln-
um fyrstu árin. Þetta basl miðaði
þó alltaf í áttina til batnandi hags.
Ég lét byggja 16 tonna bát á
ísafirði 1946. Hann nefndi ég Guð-
mund frá Bæ. Það var ágætt skip.
Á honum fór ég á vetrarvertíð suð-
ur á Akranes og lánaðist vel, enda
þótt hann væri minni en aðrir
bátar, sem þaðan sóttu á sömu
mið.
Sæljónið keypti ég 1953. Það var
62 tonn. Þeim bát hélt ég út frá
Grindavík einar átta vertíðar. En
þar tel ég beztan útgerðarstað, sem
ég hef haft kynni af.
Ég hef helzt aldrei viljað fást
við annað en sjómennsku. Mér féll
vel að vera á sjó, finnst það frjálst
og gott líf.
Ég hafði lengi sömu háseta.
Albert Ingimundarson og Guð-
mundur Jasonarsom munu hafa ver
ið með mér einar fimmtán vertíð-
ar. Líka var lengi með mér maður
er ég reri frá Hólmavík, Guðmund-
ur Björgvin Bjarnason frá Gauts-
hamri.
Á hvaða bát ég hafi grætt mest?
Ég veit ekki hvort hægt er að
tala um gróða, þótt mamni lánist að
aura saman með þrotlausu starfi í
fjóra fimm áratugi það miklu, að
maður þurfi ekki að velta á von-
arvöl síðustu æviárin.
Líklega hefur Guðmundur frá
Bæ gefið mest miðað við allar
aðstæður. Að vísu voru þau ár
sem ég átti Sæljónið fremur góð
og margar lcrónur sem ultu. En
þá fór peningagildi sífellt lækk-
andi miðað við tilkostnaðinn.
Jú, ég hef flutt heimili mitt milli
staða. En Þeir flutningar hafa verið
miðaðir við útgerðaraðstöðu
hverju sinni. Og líklega á ég helzt
heima norður á Hólmavík, þótt hjól
ið hafi snúizt svo, að Reykjavík er
nú minn samastaður.
Þ. M.
imm
ÞAKKARAVORP
Hjartanlega þakka ég öllum vinum, skyldmennum og
öðrum, sem glöddu mig með heimsóknum, heillaskeyt-
um og gjöfum á áttræðisafmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll.
Brynjólfur Jóhannesson.
Hjartanlegar þakkir sendum við börnum, tengdaböm-
um, barnabörnum, vinum og vandamönnum, sem á einn
og annan hátt glöddu okkur á 65 ára brúðkaupsafmæli
okkar 16. október s.l.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Magnúsdóttir, Gísli Gestsson,
Suður-Nýjabæ.
Móðir okkar
María Bjarnadóttir,
Akurbraut 22, Akranesi,
scm andaðist 7. nóvember, verður jarðsungin frá Akraneskirkju,
laugardaginn 13. nóvember ki. 13,30.
Bðrn og tengdabörn.
Stefán Sigurðsson,
f. v. verkstjóri frá Hfri-Rauðalæk, Hoitum,
andaðist á heimili sínu Kársnesbraut 27, Kópavogi, 10. nóvember.
Ólafía Bjarnadóttir,
börn og tengdabörn.
Systir mín
Steinunn Skúladóttir
frá Ytra-Vatni, Skagafirði,
andaðist 10. nóvember.
Björn Skúlason.
svo vel.
Repið
viðsMptln
Síminner
C96> 31400
Verksmiðjuafgreiðsía KEA
annast heildsöluafgreiðslu á
vörum frá framleiðsludeild-
um félagsins. Með einu sím-
tali getið þér pantað allt
það, sem þér óskið, áf fjöl-
breytilegri framleiðslu þeirra,
landsþekktar úrvalsvörur, —
allt á einum stað:
Málningarvörur og hreinlæt-
isvörur frá Sjöfn, kjöt- og
niðursuðuvörur frá Kjötiðn-
aðarstöð KEA og hangikjöt
frá Reykhúsi KEA. Gula-
bandið og Flóru-smjörlíki,
Braga-kaffi og Santos-kaffi,
Flóru-sultur og safar, ferauð-
vörur frá Brauðgerð KEA,
ostar og smjör frá Mjólkur-
samlagi KÉA, allt eru þetta
þjóðkunnar og mjög eftír-
sóttar vörur, öruggar sölu-
vörur, marg-auglýstar í út>
varpi, sjónvarpi og blöðum.
Innkaupastjórar. Eitt símtal,
Fljót og örugg afgreiðsla.
Kynnið yður kjörin og reyn-
ið viðskiptin.
Síminner (96) 21400.
BRAUÐ GERÐ É w REYK HÚS M SMJÖRLÍKIS GERÐ rffth.,'—-■
WÖTMlNAlWkSIÓO
VERKSMIÐJUAFGREIÐSLA K-E-A AKUREYRI