Tíminn - 01.12.1971, Síða 2
7 T ■ ’ 1 l f ^ 7 ~3 i • '■ i i s ■» * y ?
'* •> * *» fj
H ^ i J -1
7 ’ r? ’ *. ;’ !'» i 'r
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 1. desember 1971
Fréttir af Alékhínmótmu
Óskadraumur hvers skákmanns
var og er að lenda ekki í tíma-
hraki. Fram til þessa hefur þó
enginn sloppið við það. Fyrir
skömmu röbbuðum við við J.
Averbach, sem þá var nýkominn
frá Buenos Aires, og spurðum
hann frétta af tímatöku.
„Fischer teflir eins og maskína
og leikur á þriggja mínútna fresti.
Er þetta þá virkilega hægt? Ef
svo er, þá öfunda ég hann svo
sannarlega, en við ættum nú samt
að bíða eftir einvígi hans við
Spasskí."
í þriðju umferð á Alékhínmótinu
hafði heimsmeistarinn svart á móti
öðrum amerískum stórmeistara, og
mér finnst hann vera ánægður
með skákina, enda þótt hólm-
göngumenn skildu jafnir eftir all-
langa viðureign. Hvor þeirra not-
aði 1 klst. og 55 mín. til umhugs
unar.
R. Byrne — B. Spasskí
Spánskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5
7. Bb3 d6 8. c3 0—0 9. h3 Rb8
10. d4 Rbd7 11. Rh4 ed 12. cd
Rb6 13. Rbd2 c5 14. Bc2 cd 15.
R4f3 He8 16. Rxd4 Bf8 17. b3
Rb7 18. Bb2 Rbd7 19. Df3 Hac8
20. Hadl d5 21. Bbl de 22. Rx
e4 Rxe4 23. Bxe4 Hxe4 24. Hxe4
Re5, 25. De2 Bxe4, og hér sömdu
stórmeistararnir jafntefli.
R. Byrne sem hvítur valdi eitt
af uppáhaldsafbrigðum R. Fischers
en Spasskí tókst ekki aðeins að
reisa rönd við, heldur að ná frum
kvæðinu. Eftir 24. leik hvíts kom
upp afar skemmtileg staða,' og
heimsmeistarinn hugsaði sig um
í 25. mínútur. Skákáhugamenn
geta spreytt sig á að átta sig á
hugsanagangi heimsmeistarans.
Skákin hélt þannig áfram: 24. —
Re4 25. De2 Bxe4.
Jafntefli? spurði Byrne. Já, svar
aði Spasskí og sýndi ó borð-
inu hvers vegna hann hefði verið
svona lengi að ókveða, hvort hann
ætti að leika 24. —, Re5 eða 24.
•—, Rc5. Heimsmeistarinn hafði
sem sagt athugað eins og tölva
alla hugsanlega möguleika í stöð
unni eftir 24. , Rc5, en hafnað
þeim öllum, þótt í fyrstu virtist,
sem þessi leikur veitti svörtum
betra tafl. En í einni framhalds-
stöðu sá hann kóngi sínum hættu
búna, og þess vegna varð að ein-
falda málin. Sameiginleg rannsókn
að leiknum loknum sýndi, að
heimsmeistaranum hafði ekki
skeikað. í stöðunni, sem hann
sýndi: 24. —, Rc5 25. Rf5 Db6 26.
Hd6!! er sókn hvíts mjög hættu
leg, t.d. 26, — Bxd6? 27. Rh6f!
o. s. frv.
Spasskx var ekki sá eini í þriðju
umferð, sem hugsaði sig lengi um
T. d. eyddi V. Kortsjnoj 1 klst.
og 42 mín. í fyrstu 16 leikina, og
mótherji hans Smyslov 1 klst. og
14 mín. Skák þeirra endaði með
jafnteífli, enda þótt hún væri með
hinum viðburðarríkustu.
Óskadraumurinn á langt í land.
Fxúðrik Ólafsson V. Hort.
Griinfeldvörn.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
Bf4 Bg7 5. e3 0—0 6. Hcl c6 7. Rf3
Be6 8. c5 Rh5 9. Be5 f6 10. Bx
b8 Hxb8 11. h3 f5 12. Be2 Rf6
13. Rg5 Dd7 14. Í4 b6 15. b4 h6
16. Rf3 Re4 17. 0—0 bc 18. bc
Hb2 19. a3 Hfb8 20. Bd3 Db7 21.
Da4 Dc7 22. Re5 Bxe5 23. fe Bf7
24. Re2 H8b3 25. Rf4 g5. í þessari
erfiðu aðstöðu átti hvítur aðeins
eftir 4 mín umhugsunartxma, en
svartur 11. Friðrik lék í skyndi
26. Re2, studdi á hnapp skeiðklukk
unnar, leit síðan á borðið og rétti
því næst Hort höndina til merkis
um uppgjöf, enda liggur svarið:
26. —, Hxd3 í augum uppi.
Umferð jafnteflanna.
Þó að forseti alþjóða skáksam
bandsins og fyrrverandi heims-
meistari, dr. Euwe hefði veri®
aðeins tvo daga í Moskvu og
verið mjög upptekinn vegna við-
ræðna við Skáksamband SSSR og
B. Spasskí um stað og tíma fyrir
einvígi þeirra Spasskís og Fisch
ers, þá hafði hann tvisvar gefið
sér tíma til að heimsækja mótið,
sem helgað er minningu hins
gamla, stöðuga keppinautar hans
A. Alékhíns, sem hvarf ósigraður
úr þessum heimi.
Návist öldungsins hafði áhrif á
alla hina stórmeistarana. Þeir
reyndu að sýna sínar beztu hliðar,
leggja ótrauðir til árásar, verjast
af þunga og halda sálarrónni í
tímahraki. Eigi að síður var mik
ið um jafntefli í fjórðu umferð.
B. Spasskí náði ógnvekjandi
sókn á J. Balasjov, en hinn ungi
stórmeistari varðist hetjulega og
hélt jafntefli. Þá var hin stutta
skák þeirra Petrosjans og Uhl-
manns æði stormasöm Eftir hár
beitta byrjun jafnaðist staðan í
miðtafli. Svipaða sögu er að segja
af ungu mönnunum A. Karpov og
F. Gheorghiu frá Rúmeníu. Frið
rik beitti Alékhínvörn gegn
Túkmakov. Tilraun hvíts til að
brjótast í gegn á miðborðinu
mætti úthugsaðri gagnsókn, tafl
ið einfaldaðist og jafnteflið blasti
við.
Tékkneski stórmeistarinn Hort
lætur skammt stórra högga milli.
í fyrstu virtist, sem ungverski stór
meistarinn Lengyel hefði náð ríf-
legri umbun fyrir peðið, sem
hann fórnaði, en Hort sýndi fram
á að eitt peð framyfir er ekki
lítils virði í hans höndum. V.
Hort á góðar yinningslíkur í bið-
skákinni. Tal sigraði Byrne mjög
fallega. Einnig fór í bið skák
þeirra ,Kortsnojs og Savons, en
Stein og Smyslov gerðu jafntefli,
er borðið var nær hroðið að mönn
um.
B. Spasskí — Balasjov.
Indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 d6 4.
Rc3 g6 5. e4 Bg7 6. Rf6 0—0 7.
Be2 e6 8. 0—0 cd 9. cd Bg4 10.
Bg5 a6 11. Rd2 Bxe2 12. Dxe2
He8 13. a4 Rbd7 14. f4 Dc7 15.
Hael h6 16. Bxe6 Bxe6 17. e5
de 18. f5 e4 19. fg fg 20. Rdxe4
Kg7 21. Khl He5 22. Dd2 Hae8
23 g5 Hf5 24. Hxf5 gf 25. Rxf6
Hxelf 26. Dxel Rxf6 27. De6
f4 28. Re4 Rxe4 29. Dxe4 fg 30.
Dg4f Kf6 31. De6f Kg7 32. d6
Df7 33. Dg4f Kf8 34. Dc8f Kg7
35. Dg4f Kf8 36. Dc8f. Jafntefli.
T. Petrosjan — W. Uhlmann.
Grunfeld-vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cd Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bc Bg7 7.
Bc4 0—0 8. Re2 Rc6 9. 0—0 b6
10. Bg5 Ra5 11. Bd3 Dd7 12. Dd2
c5 13. Habl Bb7 14. d5 c4 15.
Bc2 e6 16. de Dxe6 17. Hfel Hfe8
18. Rd4 Dd6 19. De3 Dc5 20.
Dg3 Rc6. Jafntefli.
A. Karpov — F. Gheorghiu
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cd 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc6 a6 6. Be2 e5 7.
Rb3 Be6 8. 0—0 Rbd7 9. f4 Dp7
10. f5 Bc4 11. a4 Be7 12. a5 0—0
13. Bg5 Hfc8 14. Bxc4 Dxc4 15.
Hf2 h6 16. Bxf6 Rxf6 17. Ha4 Dc7
18. Hd2 b5 jafntefli.
V.'Túkmakov — Friðrik Ólafsson
Alékhínvörn
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4.
Rf3 Bg4 5. Be2 e6 6. 0—0 T-7 7.
c4 Rb6 8; Rc3 0—0 9. Be3 Rc6 10.
ed cd 11. d5 ed 12. Rxd5 Rxd5
13. Dxd5 Bf6 14. Hadl Bxd2 15.
Hbl Be6 16. Db5 Bf6 17. Dxb7
Hc8 18. Da6 Jafntefli.
D. Bronstein.
(APN)
Fulltrúi bráðabirgðabyltingarstjórnarinnar
Skýrir ástand mála
í Suður-Vietnam
EJ—Reykjavík, mánudag.
Þessa viku stendur yfir svo-
nefnd Víetnam-vika hér á landi,
og af því tilefni er hér í heim-
sókn Phan Hoi, sem er fulltrúi
bráðabirgðabyltingarstjórnarinnar
í Suður-Víetnam, og aðstoðarmað-
ur hans, Judit Schive frá Noregi.
Phan Hoi mun m.a. eiga viðræð-
ur við utanríkisráðherra og leið-
toga þingflokkanna, og óska eftir
stuðningi íslenzkra stjórnvalda við
tillögur þær í sjö liðum um frið
f Víetnam, sem frú Nguyen Thi
Binh, utanríkisráðherra byltingar-
stjórnarinnar, lagði fram á samn-
ingafundunum í París 1. júlí síð-
astliðinn.
Phan Hoi, sem kemur frá upp-
lýsinagskrifstofu byltingarstjórn-
arinnar í Osló, átti fund með
fréttamönnum í dag og skýrði
þar ástand mála í Suður-Víetanam,
gang stríðsins og tillögur bylt-
ingastjórnarinnar um með hvaða
hætti koma skal á friði í landinu.
Á fundinum kom fram, að Phan
Hoi, sem hingað er kominn í boði
SÍNE, Verðandi, Fylkingarinnar,
Víetnamhreyfingarinnar og MFÍK,
mun m.a. heimsækja æðri skóla
í borginni og eiga viðræður við
utanríkisráðherra og fundi
með fulltrúum hvers stjórnmála-
flokks fyrir sig. Á laugardaginn
mun hann síðan halda ræðu á
fundi, sem haldinn verður í Há-
skólabíói, en með þeim fundi
lýkur Víetnam-vikunni.
Nemendur í ML styðja
1. des. baráttumál
stúdenta í HÍ
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
í gær var eftirfarandi tillaga
samþykkt á fundi í skólafélagi
menntaskólans að Laugarvatni með
72 atkvæðum gegn 10, en 7 sátu
hjá:
„Félagsfundur haldinn 29. nóv-
ember í skólafélagi menntaskól-
ans að Laugarvatni, Mími, lýsir
yfir eindregnum stuðningi við
áform 1. des-nefndar Stúdenta-
ráðs um, að 1. desember skuli
helgaður baráttunni fyrir brott-
vikningu hersins."
Hafnfirðingar
óánægðir með
póstþjónusfu
EB—Reykjavík, föstudag.
Hafnfirðingar virðast vera
heldur óánægðir með póstþjón
ustuna þar í bæ, og munu telja
hana lakari hin síðari ár en
áður var.
í viðtali er Tíminn átti í
dag við stöðvarstjóra pósts og
síma í Hafnarfirði, sagði hann
„Kópavogsgjáin”
tekin í notkun fyrir
áramótin.
ÞÓ—Reykjavík, laugardag.
Þessa dagana er verið að
fullgera Hafnarfjarðarveginn,
þar sem hann kemur í gegnum
Kópávogshálsinn. Verið er að
setja upp lýsingu, koma fyrir
umferðarmerkjum og ganga
frá þeim umferðarbreytingum,
sem verða í Kópavogi með til-
komu nýja vegarins.
Björgvin Sæmundsson, bæj
arstjóri í Kópavogi, sagði blað
inu, að hugmyndin hefði verið
sú, að taka gjána í notkun nú
um mánaðamótin. Af því yrði
ekki, en vegurinn yrði örugg
lega kominn í gagnið fyrir ára
mót, og við það myndi létta
mjög á allri umferð í gegnum
Kópavog. Það sem helzt hefur
tafið fyrir því að vegurinn yrði
tekinn í notkun nú um mánaða
mótin, er umferðabreyting sú,
sem verður við þetta og merk
ing umferðarbrauta.
að látið væri í pósthólf bæjar
búa tvisvar á dag, og póstur
úr Hafnarfirði væri sendur
tvisvar á dag til Reykjavíkur, á
morgnana og seinni hluta dags
ins.
Hafnfirðingur, er hringdi til
Tímans í dag og kvartaði und-
an lélegri póstþjónustu í Hafn
arfirði, fullyrti hins vegar, að
póstur væri sendur til Reykja
víkur einu sinni á dag og
sömuleiðis væri póstur ekki
settur í pósthólf Hafnfirðinga
nema einu sinn á dag.
Sem dæmi um lélega póst-
þjónustu, sagði maðurinn, að
bréf til hans, sem póstlagt
hefði verið í Reykjavík á mánu
dag, hefði ekki borizt honum
fyrr en á fimmtudag.
Phan Hoi
Kirkjudagur Árbæjar-
safnaðar á sunnudag
Á sunnudaginn kemur verður
haldinn fyrsti kirkjudagur Ár-
bæjarsafnaðar í hátíðasal Árbæj
arskóla. Áætlað er að hefjast
handa um byggingu kirkju og
safnaðarheimilis í Árbæjarhverfi
á vori komanda og helga fram
vegis einn dag árlega þeirri fram
kvæmd og öðru safnaðarstarfi og
kalla kirkjudag.
Kirkjudagurinn á sunnudaginn
er því hugsaður sem fjáröflunar
dagur kirkjubyggingarnefndar og
standa auk þcss að honum kven-
félag safnaðarins og bræðrafélag.
Drög að teiþningum fyrir vænt
anlega kirkjii og safnaðarheimili
hafa verið lögð fram og verða
kynnt á kvöldvöku kl. 9 um kvöld
ið. Þá er og áformað að hafa lík
an af byggingunni til sýnis þenn
an umrædda dag, og veita við-
töku gjöfum sem berast í bygg
ingarsjóð. Dagskrá kirkjudagsins
verður í aðalatriðum á þá leið,
að kl. 11 f. h. verður barnasam-
koma í Árbæjarskóla og guðsþjón
usta fyrir alla fjölskylduna kl. 2
síðdegis. Síðan sér kvenfélag safn
aðarins kirkjudagsgestum fyrir
kaffiveitingum fram eftir degi. Kl.
9 síðdegis hefst síðan kvöldvaka
i skólanum. Þar flytur dr. Jakob
Jónsson ræðu og barnakór Ár-
bæjarskóla syngur undir stjóm
Jóns Stefánssonar, auk annarra
dagskrárliða.
Árbæingar, sækjum sem flesta
liði kirkjudagsins og gerum hann
að glæsilegum upphafsdegi mikils
starfs á vegum safnaðarins. FjöL
mennum á sunnudaginn í Árbæjar
skóla og eigum þar helga hátíðar
stund saman.
Guðmundur Þorsteinsson.
Þíng Farmanna
sambandsins
25. þing .Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands verður
haldið að Hótel Esju, dagana 1.—
5. desember n.k. Guðmundur Pét-
ursson vélstjóri, forseti sambands
ins setur þingið k!. 10 f.h. mið-
vikudaginn 1. desember. Þing
FFSÍ eru háð annað hvert ár.
Vitað er um mörg mál sem tek-
in verða fyrir á binginu, svo sem
sjávarútvegsmál, kaup- og kjara-
mál, vita- og haínamál svo eitt-
hvað sé nefnt. Fyrir þingið verð-
ur lagt frv. áð nýjum þingsköp-
um sambandsins.
Ýms erindi verða flutt á þing-
inu. Ilaraldur Ágústsson skip-
og fiskimanna-
befst í dag
stjóri talar um opinn fiskimarkað,
Páll Guðmundsson skipstjóri talar
um öryggismál og Halldór Her-
mannsson formaður Bylgjunnar á
ísafirði talar um Sjávarútveg á
Vestfjörðum fyrr og nú. Einnig
mun Ingvar Hallgrímsson fiski-
fræðingur flytja erindi á þinginu
asamt skólastjórunum Sigurði Har
aldssyni, Fiskvinnuskóla íslands,
Andrési Guðjónssyni, Vélskóla fs-
lands og Jónasi Sigurðssyni Stýri-
mannaskóla íslands.
Fulltrúar á þinginu verða 50—
60.
Fréttatilkynning frá
Farmanna- og fiskimanna-
sambandi íslands.