Tíminn - 01.12.1971, Page 8

Tíminn - 01.12.1971, Page 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 1. desember 1971 ímblöð - Ferhend smákvæði Ný Ijóðabók eftir Hannes Pétursson gefin út af Helgafeili Allir, sem ljóðum unna hljóta atS rétta hönd eftir þess- ari nýju bók með eftirvænt- in?u og fögnuði. Reynsla af áðurútgefnum ljóðmælum þessa höfundar tryggir það. Fyrri ljóðabækurnar eru: Kvæði 1955 og endurskoðuð út- gáfa þeirra 1967. f sumardöl- um 1959. Stundir ög staðir 1962 og Innlönd 1968. Bókarheitið Rímblöð er við- kunnanlega yfirlætislaust og felur í sér, að höfundurinn hef ir lagt það á sig að gæða kvæð in samhljómi stuðla og ríms, en sá samhljómur eykur ljóð- töfra stórlega. Hljómlistin, sem býr f stuðlum og rimi marg- faldar skil kvæða ó efni og geymdir í minni. Undirheitið Ferhend smá- kvæði gefur til kynna, að skáld ið taki tillit til hraðans, sem nútímafólk vill geta haft á, við lestur ljóða sem annað. Auk þess vita allir skynibom- ir menn að listgildi fer ekki eftir ummáli. Á sviði listanna hefir löngum hið fyrirferðar litla vinninginn. Bókinni skiptir skáldið i sex hluta. Allt er miðað við að hún verði sem skilmerkileg ust, ef ekki í svörum, þá í spum. „Um lífið er það, sem ég þrái að frétta,“ segir höf. í kvæðinu Lestur. Þetta þrá sennilega allir, — líka þótt asi sé á þeim. Svör era mikils- verð, en einnig mikilvægt að spurt sé viturlega. Það er margt um lifið að frétta f þessari bók, — og mörg spurning að auki, sem nálgast svar. Hugmyndaríki er mikið í bókinni og fjölbreytt. í mörgum kvæðanna er brugðið upp myndum, sem höfða þráð beint sjálfar — án útskýringa í orðum — til sjónskilnings les- andans og eru langri rökræðu frjórri og áhrifameiri. Sum kvæðin era spcglar — önnur eins og safngler. Kvæðin eru svo stutt, en yfirleitt efnismikil, að skáld ið hefir gengið undir þrek- raunir bæði við að forðast hið hjákvæmilega og liafa ekkert vansagt til skaða. Þau era unn- in verk með virðulegri áreynslu. Smíðisgripir gerðir af miklum hagleik og ráðnum huga, en engu handahófi. Margar tóntegundir heyrast í kvæðunum allt frá kaldhæðn- inni í frásögninni um klárinn, sem lagðist á kórgluggann „glaseygður mjög“, — og til hins undur hjartnæma kvæð- is: Þegar þið eruð nálægt, sem lýkur með þessum orðum: i „Þið sofið, — á sæng ykkar breiði ég sumar og stjörnur og ljóð." Eitt hið myndræna kvæði er: Úr minnisblöðuin tunglfara: „Við sigldum frá söndum tunglsins Svört var festingin þar. Og stefndum heim aftur hingað. Hve hægt okkur áfram bar! Fögur fannst jnéj; Jþá Jörðin. Hún framundan bláleit skein rétt eins og daggardropi dottinn af fjarlægri grein.“ Ffnt er í sakirnar farið, en eigi að síður rúmt um hugsun- ina í kvæðinu Upplestur („Rím blöð um menn og afskorin blóm“): „Ég lauk upp bók og las um stund fyrir blómin lét þeim í té þá heimsskoðun sem við notum markmið okkar í vísindum, tækni og trú. Ég tíndi það fram vandlega, hækkaði róminn við helstu staði, visku sem þyngst hefur vegið. Ég vildi skýra hvað við erum að hugsa og hvert er stefnt. Að síðustu sagði ég lágt. „Þið sjáið að hér er hvergi neitt undan dregið.“ Á borðinu stóðu blómin og tókst ekki að dylja bros undir lestrinum, góðlegt. Og nú hefur kvöldað. Þau sofa — komin úr sömu • stefnu og við frá sama guði, einum sköpunarvilja.“ Fallegur er Skeiðfákur — og varla verður betur en þar lýst áhrifum sprettsins á vask- an drengsnáða, sem hleypir skeiðgamminum -út hagann um beinan veg“. Þetta er sannarlega kvæði handa hesta- mönnum, því þarna er unaðc- stundin, sem þeir leita að. Kvæðið Norðurströnd er á 'iessa ’eið: Hannes Pétursson. um f jörðinn og blik í ánum. íílærinn er saltur. Hjá rekatrjánum lognaldan svaf í sölvum og þangi. Sólskin. Ég var einn á gangi. Brimill úvfldist á blökkum hleinum. Haain bærðist ekki Og fast hjá úr leynum fékk ég örstund í augum hans grunað öldunnar mýkt og djúpsins unað.“ Hvaða norðurstrandabúi fagn ar ekki svona skáldskap, — svona lifandi listaverki? Eitt af því, sem gefur þess- ari Ijóðabók mikið gildi í mínum augum, er hve hún er heilbrigðisleg, — laus við sál- sýki. Sjónarsviðið í henni er heimurinn allur með „blóðugar hendur bróður þíns“ — og manninn á brúnni: ., „Báturinn undir og fiskar í slýi. Árvatnið nær ekki andanum við bakkann". Samt er engin örvilnun af skáldsins hálfu eða skelfing- arapphrópanir vegna mann- kynsins, heldur karlmannlegt jafnvægi skýrrar og undan- bragðalausrar hugsunar um staðreyndir. í bókinni er sterkur þjóð- ræknisandi og heimastöðva- kærleikur, sem hver maður þarfnast til þess að geta notið stundar sinnar og verið sam- félagshæfur. Seinasta kvæði bókarinnar er: ísland „Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar og auðnir hnattarins taka við. Eldgröf í sæ, með ísgráan múrinn á aðra hlið. örlagastaður, sem stundimar markar. Hér stendur rótum í gleði og sorg mitt sveitamannslíf, mín hálfgildings hugsun í hálfgildings borg og er viðspyrna, farg; Það fellur hér saman — flækjuleg reynsla. Hvort nýtist hún mér til fullnaðarsöngva? Útmörk. Evrópa endar hér.“ Sá. sem betta kveður, kann að lesa á kort nútímans —, og finnur drengilega til ábyrgðar sem íslendingur. Karl Kristjáusson. CREME J Notið sýrðan rjóma sem ídýfu með söxuðu grcenmeti í stað t. d. mayonnaise. MJÖLKURSAMSALAN í REYKJAVIK t CRÉME í FRAICHE óMeð ávöxtum í eftirétti Blandið smátt skornum ávöxtum og sýrð- um rjóma í ábcetisglös. Frískandi eftir- réttur, sem strax nœr hylli fjölskyldunnar. MJÓLKURSAMSALAN i REYKJAVÍK 1 CREME ! FRAICHE s i o 2 mosa Cocktailsósa: dl af tómatsósu í dós af sjrðum rjóma. Sinnepssósa. 2 msk af sinnepi í dós af sjrðum rjóma. Gott með fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu kjöti, kjúklingum, kryudsíld, humar, rcekju o.fl. MJÓLKURSAMSALAN i REYKJAVÍK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.