Tíminn - 01.12.1971, Blaðsíða 9
^&ÐVIKUDAGUR 1. desember 1971
a>— ■■■ ■ ■ .....
TÍMINN
IM
Otgefandi- FRAMSÓKNARFLOKKURlNN
framkvæmdastjórl: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórartnn
Þórartnsson (áb). Jón Helgason. tndrlOI Q. Þorstelnsson og
Tómas Karlsson Auglýsingastjórl: StelngrimnT Glslason Rit.
ttjórnarskriístofur 1 Edduhúslnu. slmar 18300 — 18306 Skrif.
ttolur Bankastræti 7 — AfgreiOsluslml 12323 Auglýslngaslml:
19523 AOrar skrifstofur slml 18300 Askriftargjald kr 195.00
i mánuOl lnnanlands. I tausasölu kr. 12,00 elnt. — Prentsm.
Edda hf.
Öll þjóðin heitir á
deiluaðila að sýna
samkomulagsvilja
Vonir manna hafa nú glæðzt um það, að samningar geti
tekizt um helztu atriði kjarasamninganna eða að mála-
miðlunartillaga sáttanefndar nái samþykki, þannig að
verkföllum í jólamánuðinum verði afstýrt.
Eijis og kunnugt er hafa 75—80 verkalýðsfélög nú boð-
að verkfall, flest þeirra frá og með fimmtudeginum 2.
desember og í fyrradag samþykkti fjölmennur fundur í
Vinnuveitendasambandi íslands heimild til boðunai
verkbanns.
Um helgina náðu deiluaðilar samkomulagi um að
fresta viðræðum um sérkröfur aðildarfélaga ASÍ og
ræða aðeins hinar sameiginíegu kröfur verkalýðsfélag-
anna um 20% kaupgjaldshækkun.
Á sáttafundi í fyrradag klauf Vinnumálasamband sam-
vinnufélaganna sig út úr röðum vinnuveitenda og bauð
fram meiri hækkun en vinnuveitendur almennt hafa fram
til þessa viljað fallast á.
í fyrrinótt lagði samninganefnd Alþýðusambands ís-
lands fram nýtt tilboð, tilslökun frá fyrir kröfum, í
von um sættir í deilunni. Gerði samninganefndin það boð,
að 5% grunnkaupshækkun kæmi þegar í stað til fram-
kvæmda, en að seinna kæmu 6% og 7% hækkun í tveim-
ur áföngum eða samtals 18% á samningstímabilinu.
Þegar þetta er skrifað er búizt við því að sáttanefnd
leggi fram sáttatillögu áður en verkfall skellur á,
hafi samkomulag ekki tekizt með deiluaðilum. Slík sátta-
tillaga yrði síðan borin undir atkvæði í félögum laun-
þega og atvinnurekenda. Væri þá ekki ósennilegt að fall-
izt yrði á að fresta verkföllum meðan atkvæðagreiðsla
færi fram um slika sáttatilíögu, þannig að vinnustöðv-
un yrði ekki hafin, áður en séð væri hvort sáttatillagan
leysi deiluna með samþykkt beggja aðila, launþega og at-
vinnurekenda.
Ef hins vegar til verkfalls kemur benda mestar líkur
til að um allsherjarverkfall verði að ræða og þarf naum-
ast um það að efast að um víðtæka vinnustöðvun verður
að ræða, þar sem Vinnuveitendasambandið mun vafalítið
grípa til verkbannsheimildar, ef verkalýðsfélögin hyggj-
ast beita svonefndum skæruverkföllum.
Breitt og mikið bil er þó enn á milli deiluaðila, þegar
þessi orð eru rituð, en hins vegar er það ljóst, að með
ákvörðun sinni um ^að fresta frekari umræðum um sér-
kröfurnar í kröfugerð verkalýðsfélaganna, hafi aðilar
sýnt eindreginn vilja sinn til að einbeita sér að því að
ná samkomulagi um meginatriðin á þeim nauma tíma,
sem til ráðstöfunar er, áður en boðuð verkföll skella á.
Hvort það tekst er engin leið um að spá, en vonandi
t.ekst að afstýra vandræðum.
Ahnenningur er mjög uggandi vegna yfirvofandi verk-
iAHs. enda er þetta viðkvæmasti mánuður ársins, hvað
vjfinudeilur snertir. Mundi verkfall hafa geysileg áhrif
á allt heimilis- og jólahald fólksins í landinu, ef svo
hörmulega tækist til að verkfall skylli á. Óskir allra
góðviljaðra manna beinast nú að því að allir aðilar sýni
ýtrasta samkomulagsvilja, taki mið af fyrirheitum ríkis-
stjórnarinnar 1 kjara- og atvinnumálum og tryggi vinnu-
frið á aðventu friðarhátíðarinnar. — TK
EfcLENT YFIRLIT
Nýr forseti í Líbersti hreinsar
til eftir fyrirrennara sinn
Allt var komið í sukk í langri stjórnartíð Tubmans
1
í JÚLÍMÁNUÐI síSastl. kom
til valda nýr forseti £ elzta
blökkumannalýðveldinu í Afr-
íku, Líberíu. Þá lézt á sóttar-
sæng William V.S. Tubman,
sem hafði verið forseti í meira
en 27 ára samfleytt, fyrst kjör-
inn 1943 og endurkjörinn jafn-
an síðan. Varaforsetinn, Willi-
am R. Tolbert, tók þá við for-
setaembættinu og mun gegna
því næstu sex árin, en forset-
inn og varaforsetinn höfðu ver-
ið kjörnir í janúarmánuði síð-
astl. til sex ára. Kjör nýs vara-
forseta mun fara fram innan
skamms.
LÍBERÍA er langelzta blökku
mannalýðveldið í Afríku, eins
og sést á því, að minnzt var
150 ára stofnunar þess hinn
7. jan. síðastl. Tildrögin voru
þau, að hvítir svertingjavinir
í Bandaríkjunum fengu þá hug
mynd, að svertingjar, sem
höfðu verið fluttir til Banda-
ríkjanna frá Afríku og fengið
frelsi, ættu að hverfa til
Afríku aftur og stofna þar sjálf
stætt ríki. Þeir tryggðu sér
yfirráð yfir því landsvæði, þar
sem Líbería er nú, árið’ 1820
og næstaHir^hófust þangað”
flutningar á svertingjum, sem
höfðu hlotið frelsi í Bandaríkj-
unum. Þeir hófust fljótlega
handa um stofnun ríkisins, en
formlega var það fyrst viður-
kennt af stórveldunum 1847.
Líbería hefur verið sjálfstætt
ríki síðan og engin tilraun gerð
af nýlenduveldunum til að
skerða hlut þess. Evrópuríkin,
sem kepptust við á síðari hluta
19. aldar að eignast nýlendur
í Afríku, sneiddu framhjá
Líberíu. Það mun m.a. hafa
stafað af því, að Líbería naut
beinnar og óbeinnar verndar
Bandaríkjanna.
BLÖKKUMENNIRNIR, sem
komu frá Bandaríkjunum, urðu
brátt eins konar yfirstétt í
Líberíu og hafa afkomendur
þeirra haldið þeirri stöðu
fram á þennan dag. Þeir sniðu
stjórnarformið eftir bandarísk-
um fyrirmyndum. Forsetinn
hefur því alltaf verið valda-
mikill. Fyrstu áratugina voru
völdin í höndum flokks, sem
var eins konar eftirmynd
flokks republikana í Bandaríkj
unum. Um 1870 missti hann
völdin og komust þau þá í
hendur flokks, sem þykir minna
á flokk demókrata i Suðurríkj-
um Bandaríkjanna. Hann hef-
ur farið með stjórn óslitið síð;
an, eða um 100 ára skeið. f
raun hefur Líbería búið við
eins flokks kerfi síðustu ára-
tugina, ’þótt þar hafi ríkt lýð-
ræði að nafni til. Hinir sönnu
Wiggar — The True Whigs —
en svo nefna fylgismenn stjórn
arflokksins sig, hafa komið
því þannig fyrir, að þeir hafa
haft öll tögl og hagldir og kosn
ingar verið lítið annað en sjón
arspil.
ÞÓTT Líbería nyti sjálfstæð
is, urðu framfarir þar sízt
Tolbert forseti skoðar vörur á markaSI
meiri en £ nýlendunum í kring.
Hinir heimfluttu blökkumenn
og afkomendur þeirra hafa
reynzt mjög íhaldssamir og
látið sér nægja að lifa þægi-
legu yfirstéttarlífi, líkt og hús
bændur þeirra í Suðurríkjun-
um í Bandaríkjunum. Þeir
lögðu enga áherzlu á alþýðu-
fræðslu eða bætt kjör annarra
landsmanna, heldur hirtu mest
um að treysta yfirráð sín. Þeir
gerðu einnig lítið að því að
blanda blóði við aðra, heldur
tengdust innbyrðis og geta því
flestir þeirra, sem nú gegna
æðstu embættum í Líberíu, rak-
ið saman ættir sínar með ein-
hverjum hætti. T. d. er dóttir
hins nýja forseta gift syni Wns
nýlátna forseta.
Segja má að nokkur breyt-
ing hafi orðið á stjórnarhátt-
um, þegar Tubman kom til
valda 1944. Hann beitti sér fyr-
ir ýmsum verklegum framför-
um og alþýðumenntun. Hins
vegar er talið, að hinni löngu
stjómarsetu hans hafi fylgt
vaxandi spilling og fjárdráttur
hinna helztu valdamanna auk-
izt enn, enda helztu valdamenn
landsins tengdir honum eða
ættingjar hans.
Tubman
SITTHVAÐ þykir benda til
þesS) að hinn nýi forseti,
William R. Tolbert, ætli að
reynast fyrirrennara sínum
betri alð þessu leytl. Tolbert,
sem er 58 ára gamall, tilheyr-
ir ekki hinum grónu ættum
upphaflegra innflytjenda frá
Bandaríkjunum. Faðir hans var
fæddur í Bandaríkjunum, flutt-
ist ungur til Líberíu og
gerðist þar gúmmíræktarbóndi.
Tolbert sonur hans tók við bú-
inu og hefur aukið það svo
mjög, að hann er talinn auðug-
ur maður. Jafnframt varð hann
han'dgenginn Tubman forseta,
sem gerði hann að varaforseta
sínum. Meðan Tubman lifði,
bar heldur lítið á Tolbert. Hins
vegar hefur hann gerzt athafna
samur eftir að hann tók við
forsetastörfunum. Hann hefur
látið ýmsa ráðherra og embætt-
ismenn, sem taldir eru hafa
hugsað mest um eiginn hag,
hætta störfum og skipað unga
menn í stað þeirra. Þá hefur
hann lagt niður ýmis einokun-
arfyrirtæki, sem gæðingar Tub-
mans höfðu átt. M. a. hefur
hann afnumið einokun á hrís-
grjónainnflutningi, en það var
í eigu sonar Tubmans, sem
jafnframt var tengdasonur Tol-
berts. Þetta hefur orðið til að
auka álit Tolberts og nýtur
hann, að sögn erlendra blaða-
manna, sem heimsótt hafa
Liberiu, vaxandi vinsælda. Þá
hefur hann hafizt handa um
ýmsar félagslegar og verklegar
framfarir.
Frá náttúrunnar hcndl er
Liberia auðugt land. Ibttarnir
eru tæplega 1,5 millj. en land-
ið er um 43 þús. fermílur að
stærð. Framtíðarmöguleikar
þar eru miklir, ef íbúarnir
reynast færir um að hagnýta
Þá. Þ. Þ.
-oii&tsyaSSU