Tíminn - 05.12.1971, Síða 6

Tíminn - 05.12.1971, Síða 6
 TIMINN SUNNUDAGUR 5. desember 1971 Kortasaga íslands og Heimurinn þinn Úr Kortasögu fslands. Jólabækurnar Bersýnilegt er, að bókaútgáfa verður imikil á þessu ári. Nú eins og endranær, koma flestar bækurnar út fáum vikum fyrir jól, enda er það orðinn fastur og góður siður, að menn velji bækur til jólagjafa. Góð bók, sem er til fróðleiks eða skemmti lestrar, er mörgum bezta jóla- gjöfin. Það er ekki óeðlilegt, að £s- lenzk bókaútgáfa sé nokkuð einhæf, þar sem markaður fyrir allar sérfræðibækur hlýtur að vera mjög þröngur. Mest ber líka á þýddum skáldsögum og alþýðlegum endurminningarit- uim í flóði jólabókanna. Þetta tvennt virðist sérstaklega vin- sælt lestrarefni. Aðeins fá ný íslenzk skáldverk virðast halda þar hlut sínum, eins og t. d. norðansaga Indriða G. Þorsteins sonar, spítalasaga Guðmundar Daníelssonar og Ijóðabók Hann- esar Péturssonar. f hinu mikla flóði jólabókanna virðast tvær bækur hafa algera sérstöðu. önnur þeirra er eitt merkasta fræðirit, sem hefur komið hér út um langt skeið, en það er Kortasaga íslands eft- ir Harald Sigurðsson. Höfundur og útgefandi hafa þar unnið sameiginlega mikið afrek. Hin bókin er Heimurinn þinn, sem er alfræðirit um stjómmál, þar sem sagt er frá ríkjum, alþjóða- samtökum, stjómmálamönnum og ýmsum hugtökum stjómmála legs eðlis. Dýrasta bókin Kortasaga fslands eftir Harald Sigurðsson bókavörð er yfirlit um kort, sem hafa verið gerð af fslandi frá öndverðu og til loka sextándu aldar. Má segja að þessari sögu ljúki með ís- landskorti Guðbrandar Þorláks- sonar biskups, sem Abraham Ortelius gaf út 1590 og tók langt fram eldri kortum og var síðan- gmndvöllur að fslandskortum næstu aldir. Það verk, sem Har- aldur hefur hér unnið, er ber- sýnilega óhemju mikið, því að ekki voru til nein teljandi drög að eldri kortasögu áður og hef- ur hann því orðið að kanna all- ar hugsanlegar heimildir um þessi mál. Verk hans er aug- ljóslega unnið af vísindalegri vandvirkni, en þó er saga hans ljós og skýr, enda er Haraldur góður og verkvanur rithöfundur. Áreiðanlega verður þetta verk hans sízt of metið, en að mestu er það unnið í tómstundum, eins og svo mörg merkustu fræðirit íslenzk. Útgefandinn er Menningar- sjóður og hefur hann lagt greini legt kapp á, að ritið yrði sem bezt úr garði gert. Það er í mjög stóru broti, 30x41 cm, 280 bls. Það hefur áð geyma 179 mynd- ir af landakortum og kortahlut- um og eru 16 þeirra litmyndir. Allur frágangur er hinn vand- aðasti. Að sjálfsögðu er bókin dýr eða um 4.500 kr. með sölu skatti, og því dýrasta bók, sem hefur verið gefin út á íslandi. Hún er fyrst og fremst ætluð söfnum og fræðimönnum og má telja vfst, að hún verði mik ið keypt af erlendum söfnum, enda hefur hún að geyma efnis útdrátt á ensku. Upplagið er ekki stórt. Kortasagan ó því vafalaust eftif að hækka í verði og reynast góð f járfesting. Thule Samkvæmt sögu Haraldar, kem- ur ísland tiltölulega snemma við sögu kortagerðar eða um 1000. að menn ætla, á hinu svonefnda Engilsaxneska korti, sem varð- veitt er í British Museum. Síðan flýtur landið með nokkrum mið- aldakortum, stundum í norðaust ur frá Bretlandseyjum, sem virð ist helzt benda til enskra hug- mynda, en annars af handahófi einhvers staðar úti fyrir norð- vestanverðri kringlu heimsins eða landasamfellu þeirri, er menn að fornum hætti hugðu umflotna útsjánum. Margir fræðimenn síðmiðalda og lengi síðan hugðu að ísland væri Thule, sagnaland, sem grískir sæfarar eiga að hafa heimsótt í eða við Norður-Atlantshaf á fjórðu öld f. Kr., en af því gengu allmiklar og ruglingslegar frá- sagnir. Kortagerðannenn festu landið á kort sfn f samræmi við þessar hugmyndir, og er þá stundum bágt að skera úr, hvort þeir höfðu í huga hið forna sagnaland eða hið raunverulega ísland. Fixland Á 14. öld verður mikil fram- för í gerð sjókorta meðal Mið- jarðarhafsþjóða, einkum ítala og Katalóníumanna, þótt löndunum norðan Bretlandseyja væri lítið sinnt í fyrstu. Þegar kemur fram á 15. öld skýtur þar upp landi, sem nefnist Fixland (rit- að á marga vegu), og ber það glögglega svip íslands. Ör- nefm eru raunar af annarri rót og benda flest fremur til stað- hátta og einkenna í landslagi en eiginlegra ömefna. Um heim ildir kortagerðarmanna er margt í vafa, en flest bendir til, að þær séu runnar af ensk- um rótum. íslandsgerð þessi átti sér langa sögu og hverfur ekki endanlega af sjókortum fyrr en um 1600. Um skeið mótaði kort af Norðurlöndum, sem danskur maður, Claudius Clavus, gerði, mjög hugmyndir lærðra land- fræðinga um ísland, en áhrifa hans gætti hins vegar lítið á sjókortum, en þau fóru gjam- an nokkuð aðra leið en hin lærðu kort Kort Portúgala Upp úr aldamótunum 1500 tekur að mótast ný gerð íslands á portúgölskum sjókortum (Cantino-kortið, 1502). Útlín- ur landsins em í fyrstu nokk uð reikular, en í hinum svoJ nefnda Miller-atlasi, 1519, virð ist gerðin fullmótuð, svo að hún tók engum framfömm síðar, en bætti þó við sig allmörgum ör- nefnum af vafasömum uppmna. Ef litið er á kortið í heild, era strandlínur landsins furðu nærri lagi, enda var ekki gert jafn gott kort af íslandi fyrr en Guðbrandur biskup Þorláksson kemur til sögunnar 70 áram síðar, íslandsgerð þessi virðist að öðrum þræði runnin frá Fix- landagerðinni með íaukum og lagfæringum, sem sennilega stafa frá enskum heimildum. Hvað ísland snertir er gerð þessi kunnust af frönskum sjó- kortum nokkra yngri, oft nefnd um Dieppekortum, en þegar líð- ur á öldina fer henni hrakandi, eins og sést bezt á kortum Vas Dourados og fleiri samtíma- manna hans. Ýmsir urðu svo til þess að gera kort af fslandi á 16. öld- inni, en stór breyting verður þó ekki fyrr en íslandskort Guð- brandar biskups kom til sög- unnar í lok aldarinnar, en þar lýkur Haraldur sögu sinnL Heimurinn þinn Bókin Heimurinn þinn, hefur að' geyima á annað þúsund uppslátt- arþætti, auk mörg þúsimd fróð-, leiksatriða, um riki heims, landr svæði og mikilvæga staði, stjórn málamenn, stj órnmálaflokka. stjórnmálahugtök, alþjóðastofn, anir og alþjóðasamtök, alþjóða- samninga og alþjóðlegar yfír- lýsingar og ýmis fróðleiksatriði önnur varðandi heimsmálin. Hún er í meginatriðum byggð ó hinu kunna enska riti, A Dictionary of Politics, sem Penguin-útgáfan gefur út All- miklu hefur þó verið aukið við með tilliti til íslenzkra stað- hátta og fróðleiksþarfa og er því Heimurinn þinn meira og fullkomnara rit en enska frum- ritið. Ritstjóm hinnar islenzku útgáfu annaðist ungur lögfræð- ingur, Jón Ögmundur Þormóðs- son, en honum til aðstoðar vom tveir ungir menn, Gunnar Jónsson lögfræðingur og Sig- urður Ragnarsson sagnfræðingur. Verður ekki annað sagt en að þeim hafi tekizt verkið veL Hér er þó um vandasamt verk að ræða, td. þýðingar á ýmsum hugtökum, en þar hafa þýð- endumir orðið að vinna braut- ryðjendastarf að verulegu leytL Fyrir þá, sem fást við erlend málefni, er Heimurinn þinn ekki sízt gagnlegt rit af þess- um ástæðum, auk þess, sem þar er að finna á einum stað mik inn og margvíslegan fróðleik. Viðbót við fréttirnar Blöð og útvarp miðla fólki nú ekki aðeins daglega fréttum af því, sem er að gerast í heim- inum, heldur mörgum sinmim á dag. Yfirleitt ber þar mest á allskonar stjómmálafréttum. Oft eru þessar fréttir heldur lausar í reipunum og þeim fylgja ekki nægilegar skýring- ar, nema þá eftir dúk og disk. f fréttunum ber líka mikið á nöfnum á nýjum ríkjum og ríkjasamtökum, tilvitnunum í alþjóðasamninga o. s.frv. Til að fá fljótt skýringar á ýmsu slíku, er heppilegt að hafa við hendina bók eins og Heimur- inn þinn, því að þar er að finna svör við mörgu slfku í stuttu og greinargóðu máli. Sfð an hljóðvarp og sjónvarp komu til sögunnar er mikil nauðsyn á að hafa slíka bók sem eins- konar viðbót við fréttirnar til þess að geta haft þeirra full not. Því hefur A Dictionary of Politics orðið vinsæl bók í hin- um enskumælandi heimi og af sömu ástæðu er líklegt að Heimurinn þinn eigi eftir að verða vinsæl bók á fslandi. Það er bókaútgáfan örn og Örlygur h.f., sem gefur út Heim- inn þinn. Sama útgáfa gaf út Landið þitt fyrir nokkmm ár- um, en það rit hefur náð mikl- um vinsældum. ÞJ>. f FISCHER LES 1 SKÁX Fylgið fordæmi meistarans. Þeir, sem gerast áskrifendur að tímaritinu SKÁK fyrir næstu áramót, fá yfirstandandi árgang ókeypis (Áskriftargjaldið er kr. 1000,00 fyrir 10 tölublöð). Notið þetta einstæða tækifæri. Tfmaritið „SKÁK", pósthólf 1179, Rvík. Sími 15899 (í hádegi og á kvöldin).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.