Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 7
ÉUNNUDAGUR 5. desember 1971 TÍMINN 7 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramfcvæmdastJ óri: Kjifrtján Benedlktsson Rttstjórar: Þóraitan Þórarinsson (áb), Jón Helgason, tndrlði O. Þorstelnsson og Tómas Karlsson Anglýslngastjóri: Steingrirnnr Glsl&son. Rit- ftjórnarskriístofur 1 Eddnhúsinn, timar 18300 — 18300. Skrii- stotur Bankastrœd 7. — Afgreiðsluiiml 12323. Auglýsingaslml: 10023. AOrar skrlfstofur simi 18300. AskriftargjaM kr 100«) á mánuði innanlands. 1 lausasðlu fcr. 12,00 elnt — Prentsm. Edda bl. Á bókmánuði Desember hefur frá fomu fari verið nefndur jólamán- uður og verður svo vafalaust áfram, en íslendingar gætu einnig nefnt hann bókmánuð. Það væri réttnefni á ís- landi og með hverju ári virðist þessi mánuður vinna sér æ meiri rétt til þeirrar nafngiftar. Uppi eru þó á hverju ári allháværar raddir um nauðsyn þess að breyta bóka- útgáfuháttum íslenzkum og dreifa bókaútgáfunni meira á allt árið og losa hana úr þeirri spennitreyju að vera nær eingöngu framleiðsla jólagjafa. Þessum íslenzka sið verður þó áreiðanlega erfitt að breyta, og víst er það að margur mundi sakna ef frá þessu væri verulega brugðið. Þetta hefur h'ka áreiðanlega þann kost að bæk- ur em valdar meira til jólagjafa umfram annað og oft þarflaust glingur en ella væri, ef bókaútgáfan væri dreifð nokkuð jafnt á allt árið. Það er því ekki víst að menn- ingaraukinn yrði mikill þótt bókaútgáfusiðir íslenzkir breyttust Nú em nýju jólabækumar famar að streyma á mark- aðinn og em nú fyrr á ferðinni en oft áður. Er greini- legt að margt er gimilegra og eigulegra bóka í því flóði sem yfir skellur. Meinsemd, sem uppræta þarf Bókaútgáfa á íslandi fer tvímælalaust fram. Æ meiri fjölbreytni gætir í búnaði bóka, léttari forma og bjart- ari lita, en sá ljóður, sem lengi hefur loðað við íslenzk- ar bækur er því miður ekki á undanhaldi og það eru prentvillur og hroðvirkni í yfirlestri og lagfæringu hand- rits og prófarka. Þar stöndum við öðrum þjóðum langt að baki enn og fátt virðist enn standa til bóta í þeim efnum. Þessu kann að vera erfitt að breyta, og meinið kann að felast í hefðbundnum og föstum viðskiptaháttum prentsmiðja annars vegar og útgefanda og höfunda hins vegar. En prentsmiðjumar gætu unnið þarft verk og gott, ef þær bindust samtökum um að setja nýjar regl- ur, sem allar fylgdu fram af festu. Þær ættu að setja sameiginlegar reglur um að vönduðum og réttum hand- ritum sé skilað í prentsmiðju. Síðan eiga þær að hafa eiginn prófarkalesara og skila próförk, sem er lesin og leiðrétt og borin saman við handrit, en síðan fái höfund- ar eða prófarkalesari forlags aðra og þriðju próförk, en breytingar frá handriti gerðar í próförk kosti sérstakar aukagreiðslur á háum taxta. Meðan prentsmiðjur taka ekki upp einhverja slíka starfshætti verða handrit ill og villur máls og hvers konar hroðvirkni sigla óskabyri inn í bækurnar. Með þessu marki eru allt of margar bækur, og má finna mörg dæmi þess í þeim bókum, sem nú hafa verið gefnar út. Það er mikill Ijóður, þegar góðar bækur og velbúnar í alla staði eru morandi í prentvillum og leiðinlegum mál- villum. Þarna geta prentsmiðjurnar haft mikilvæga for- göngu, sem mundi leiða til miklu betri starfshátta hjá þeim sjálfum og setja vinnubrögð í skynsamlegri og fast- ari skorður, auk þess, og það er mergurinn málsins, sem þær myndu vinna að mikilvægum og menningarlegum umbótum í íslenzkri bókaútgáfu og bókagerð. — TK C. L. SULSBERGER, The New York Times: Viðræður Nixons forseta við leiðtoga frá Vestur-Evrópu Viðræður þessar geta orðið hinar mikilvægustu. VIÐRÆÐUR Nixons forseta við leiðtoga frá Vestur-Evrópu nú í lok ársins eru ákaflega mikilvægar. Ákvarðanimar, sem þar verða teknar, kunna að ráða úrslitum um, hvort auðið verður að rata á rétta leið fram úr viðskiptavandræð- unum og sneiða hjá kreppunni, sem yfir virðist vofa. Eins og sakir standa greinir banda- mennina beggja vegna Atlants- hafsins meira og meira á, og hér austan hafs er litið svo á, að vemdarstefna Bandaríkja- manna feli í sér framtíðar- háska í efnahagsmálunum. Viðræður Nixons forseta við Pompidou forseta Frakklands er fyrsti þáttur þessara funda- halda. Þar verður Conally ráð- herra viðstaddur og er það tal- ið afar mikilvægt. Sú skoðun er útbreidd utan Bandaríkj- anna, að Conally hafi orðið á að taka mjög þjóðemissinnaða afstöðu í viðleitni sinni til að reyna að forðast gengisfall og laga viðskiptajöfnuðinn. Efna- hagslif Bandaríkjanna er það fyrirferðarmikið og mikilvægt, að þessi afstaða gæti gert að engu þá velmegun, sem náðst hefur á áhrifasvæði Atlants- hafsbandalagsins síðasta aldar- fjórðunginn. CONALLY mun komast að raun um þetta viðhorf á fjár- málafundinum í Róm og einnig í viðræðunum, sem fram fara síðar á Azoreyjum. Honum verður leitt fyrir sjónir, að valdhafamir í Washington verði að taka meira tillit til Evrópumanna en þeir hafa gert að undanfömu, ef þeir vilja ekki eiga á hættu ýmiss konar viðbrögð og áhrif, sem gætu unnið varanleg spjöll á hinni vestrænu einingu f efnahags- og stjómmálum. Leiðtogamir í Washington hafa aldrei gert sér þess fulla grein, að hin gífurlega fjárfest- ing Bandaríkjamanna í Evrópu, einkum þó í aðildarríkjum Efnahagsbandalagsins, veldur mjög alvarlegum vandkvæðum í þessu efni. Síðan de Gaulle hvarf frá völdum í Frakklandi, hefur hvað eftir annað verið á þetta bent og látinn uppi sá uggur, að Evrópa kunni ef til vill að verða eins konar efna- hagsleg nýlenda Bandaríkja- manna áður en líður. EF við Bandaríkjamenn stöndum of fast á þeirri kröfu, að farið verði í einu og öllu eftir okkar skilmálum við lausn yfirstandandi greiðsluvand- ræða, gæti svo farið, að upp rísi almenn krafa um þjóðnýt- ingu hinna bandarísku fyrir- tækja í Evrópu. Komi til þess, að slíkar þjóðnýtingarkröfur rísi í alvöm, gætu fyrirætlanir um þjóðnýtingu í Suður- Ameríku orðið hreinustu smá- munir í samanburði við Evr- ópu. Skráð eign Bandaríkjamanna í verksmiðjum og olíufélögum í Frakklandi árið sem leið nam 12 milljörðum dollara, og starfs NIXON menn fyrirtækjanna voru 238 þúsund. Þetta er að sjálfsögðu aðeins örlítið brot af því, sem Bandaríkjamenn eiga í allri Vestur-Evrópu. Mörgum Evr- ópumönnum væri aðeins ánægja að því, að vemlegur hluti þessara eigna væri þjóð- nýttur, hvort það kann að stafa af gremju, særðum metnaði eða áróðri þeirra stjómmála- manna, sem era lengst til vinstri. Auðvitað liggur í aug- um uppi, að slík herferð væri fjarri öllu lagi og stefndi vest- rænni menningu í voða. En hvað sem þessu líður er afar nauðsynlegt að Conally geri sér þess grein, hvað stefnan, sem hann hefur barizt ákafast fyrir, hefur valdið mikilli óánægju hér austan hafs. NEXON fór mjög skynsam- lega að þegar hann ákvað að byrja á því að ræða við Pompi dou. Hann er ríkisleiðtogi, sem þeir era ekki Heath eða Brandt, og auk þess er senni- legt, að til alvarlegastra átaka komi í viðræðunum við Frakka. Þar á ofan era þeir báðir fremur fransksinnaðir Nixon forseti og Henry Kiss- inger, og tengdir leiðtogum Frakklands vináttuböndum. Þetta átti góðum skilningi að mæta hjá Frökkum og franska utanríkisráðuneytið lagði sig fram um að komast hjá opin- berri heimsókn Nixons til Frakklands og velja heldur hlutlaust umhverfi til viðræðn- anna. Margt bar á góma áður en samkomulag varð um Azor- eyjar, meðal annars Guade- loupe, Martinique og jafnvel frönsku Guineu. VIÐRÆÐURNAR við Frakka marka stefnuna í viðræðunum við Heath og Brandt, sem á eftir koma, Viðræðurnar voru allar undirbúnar á sama tíma, en áherzluna á viðræðurnar við Frakka mátti ráða af því, að ekki var tilkynnt um hinar fyrri en að búið var að ákveða stað og stund fyrir viðræðurn- ar við Frakka. Einu atriði er ennfremur veitt sérstök athygli hér í Frakklandi: Pompidou fer skemmri( leið en Nixon þegar þeir mætast á Azöreyj- um, og fyrirhuguð för Heaths til Bermuda og Brandts til Florída standast þar engan samanburð. Auðvitað verður fleira rætt en viðskiptamálin á fyrirhug- uðum fundum, svo sem vænt- anlegar ferðir Nixons til Pek- ings og Moskvu, ástandið í' löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafsins og deilur Indverja og Pakistana. Þá mun einnig bera á góma hin. torsótta og vara- sama leið til gagnkvæmra fækkana í herjum Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins, en Nixon mun komast að raun um, að Pompidou verð ur harður í hom að taka í því sambandi. FJÁRMÁLIN og viðskiptin verða samt sem áður brýnasta og fyrirferðarmesta viðræðU" efnið. Svartsýni ríkir nú þegar bæði í Bretlandi og Þýzkalandi og atvinnuleysið eykst, og eins horfir hjá Frökkum, þó að hæg ar fari, enda ríkir þar meira jafnvægi. Ef við Bandaríkja- menn gerum okkur ekki ljósa grein fyrir vanda þessara þjóða — og ef við leiðréttum ekki gengi dollarsins fljótlega og afnemum tiu prósent innflutn- ingsskattinn á erlendum vör- um um leið — gætum við óðar en varir lent í viðskiptastríði við beztu vini okkar. Af þessu hlyti aftur að leiða alvarlegan háska fyrir aðstöðu Bandaríkjamanna í Evrópu. Eins hlyti af því að leiða, að Atlantshafsbandalagið tæki að gliðna í saumunum og þá yrði vestrænni menningu óþörf hætta búin. Af öllu þessu er ljóst, að fyrirhugaðar viðræð- ur Nixons við leiðtoga hinna vestrænu bandaþióða eru fylli- lega jafn mikilvægar og vænt- anlegar viðræður hans við leið toga andstæðinganna, ef ekki enn mikilvægari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.