Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.01.1972, Blaðsíða 10
10 TIMINN Brezkir hárgreiðslu- meistarar SB—Reykjavík, briðjudag. Tveir brezkir hárgreiðslumeist- arar koma hingað til lands á veg- um hárgreiðslustofunnar Kleó- pötru, og munu þeir starfa þar næstu viku. Auk þess munu þeir sýna greiðslu og klippingu karla og kvenna í Súlnasalnum á sunnu- dagskvöldið. Mjistararnir heita Sandy og Lawoon, Báðir hafa þeir unnið '”'á hinum heimsfræga Sasson og ^rnando, þcim sem snyrta hár stórstjarnanna. Nú starfa þeir hjá Tony”s Hair House í Kings Eoad, en þar eru m.a. Led Zeppelin við- skiptavinir. Á sýningunni á Sögu verður TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HAUDÓR Skólavðrðustig 2. i heimsokn sýnd nýjasta hárgreiðslan frá Lcmdon, en hún er jafnt fyrir karla og konur. Þá sýnir Ingibjörg Dalberg, snyrtisérfræðingur snyrti stofunnar Maju, það nýjasta í and- litssnyrtingu og tízkuverzlunin Fanny sýnir nýjustu kvenfata- tízkuna. Aðgöngumiðar fást hjá Kleópötru að Týsgötu 1. FASTEIGNAVAL Skólavörðustig 3A. II hæð. SimaT 22911 - 19255 FASTEIGN AKAUPENDUR Vanti vður fastelgn. þá hafið samband við skrifstofu vora Pasteignir at öiluir stærðum og gerðum. fullbúnar og 1 smíðum FASTEIGNASELJENDUR Vinsamlegast tátið skra fast cignir vðar hjá okkur. Aimrzla lögð á góða og örugga þjón ustu. Leitið uppt um verð og skílmála Makaskipfasamn of’ mögulegir Onnumst hvers - konar sammngsgerð fvr r vðui Jórt Arason, hdl. | Máiflutningur — fastelgnasala ! Öllum vandamönnum og vinum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á sjötugs afmæli mínu 15. des. s.l., sendi ég mitt innilegasta þakklæti. Megi Guðsblessun fylgja ykkur alla tíð. Guðmundína Einarsdóttir frá Dynjanda. Innilegar þakkir tll allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð andlát og útför, eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og Friðþjófs Ó. Jóhannessonar, forstjóra Vatneyri. Einnig þökkum við læknum og starfsliði sjúkrahúss Patreksfja frábæra aðhlynningu í veikindum hans. Hanna Jóhannesson, Katrín Gísladóttir, Unnur Friðþjófsdóttir, Eyjólfur K. Sigurjónsson, Kristinn Friðþjófsson, Elín Oddsdóttir, Koibrún Friðþjófsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Bryndís Friðþjófsdóttir, Sigurður Bjarnason og barnabörn. við afa rðar aæ Þökkum af alhug vináttu og samúð við andlát og útför Ingibjargar Árnadóttur, . Arnarhóli. Jóhannes Guðmundsson, Borghildur Þorgrimsdóttir, Árni Guðmundsson, Guðrún Bárðardóttir, Bjarni Þ. Guðmundsson, Jóna Sigríður Tómasdóttir, og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengamóður Ólafar Runólfsdóttur, Syðstu-Fossum. Guðjón Gíslason, Sigrún Guðjónsdóttir, Lars Erik Larsson, Sigriður Guðjónsdóttir, Snorri Hjálmarsson, Þóra Guðjónsdóttir, Sveinn Gestsson. JOHNS-MANVILLE glerullareinangrun er nú sem fyrr vinsælasta op örugglega ódýrasta glerullar einangrun á markaðnum dag. Ault þess fáið þér frian álpappir með. Bagkvæmasta eiringrunarefnií' t flutningi. Jafnvel flugfragt horgar sig. Hagkvæmir greiðsluskilmálar — Sendum hvert á land sem ar. MUN 'Ð JOHNS-MANVILLE 1 alla einangrun. JÓN LOFTSSON H.F HRINGBKAU'I 121 SIIHl IIIBIKI GLEKAKiiOll ib Akureyri. — Sim i)b-21344 Hreindýr Framhald af bls. 1 ið hafa orðið var við hreindýr í vetur enda væru hagar sér- starklega góðir. Þeirra hefur ekki orðið vart í byggð, en Egill hefur séð þau þegar hann hefur verið á ferð á fjöllum, halda þau sig mest á Fljóts- dalsheiði og nálægum slóðum. Islenzku hreindýrin hafa ver ið friðuð frá því 1901 og frá 1940 hetfur þeim fjölgað úr 100 upp í 3000, árið 1954 voru þau um 2000. Engin hreindýraveiði hefur verið leyfð undanfarin tvö ár og ekki verður ákveðið hvort hún verður leyfð 1972 fyrr en talning dýranna hefur farið fraim í vor. Vöruskortur? Framhald ■ bls. 1 þó ekki í ríkum mæli. Þofsteinn sagði, að mjög mik- ið væri flutt með bílum og flug- vélum þessa dagana og í fyrra- málið legði bílalest af stað frá Reykjavík austur á land. Að lok- um sagði Þorsteinn, að ekkert vandræðaástand mundi skapast al- veg á næstunni, en ef farmanna- verkfallið færi ekki að leysast, þá væri hætt við að erfiðleikar myndu skapast. Húsavík. Finnur Kjartansson, kaupfélags- stjóri á Húsavík sagði, að þar væru þeir vel birgir af fóðurvör- um, því rétt fyrir jól hefðu þeir fengið góðan farm. „Ætli við eig- um ekki 2ja mánaða birgðir af fóðurvörum”. sagði Finnur. Finnur sagði, að hann bæri ekki á móti því, að nú á næstunni færi að verða cinhver vöruvöntun, en þó ekki í ríkum mæli Þetta færi allt eftir því hvenær skipin kæm- ust af stað og hve fljótt tækist að koma skipasiglingunum í rétt horf. Hornafjörður. Við erum dável birgir af fóð- u.rvörum, sagði Ásgrímur Hall- dórsson kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, og ætli þær endist ekki að fullu út febirúar, en úr því má búast við, að fari að vanta einhverjar tegundir. Aðspurður sagði, Ásgrímur að mjög lítil vöruvöntun væri enn sem komið væri, það væru þá helzt smærri matvörur, sem vant- aði Þessa dagana er verið að út- búa Hornafjarðarbáta til róðra og hefur gengið betur að manna bátana en oft áður, og sömu sögu er að segja um mannskap í frysti- húsið. Tryggingar Framhald af bls. 1 ig var sérstök nefnd skipuð á s.l. sumri til að kanna þessi mál. Með því a<ð tryggingatakar taki á sig „sjálfsábyrgð“ er talið að þörf tryggiúgafélaganna verði ekki eins brýn, og ennlvemur gæti það verkað þannig, að eitthvað drægi úr hinum tíðu. umferðarslysum. Tryggingafélögin yrðu líklega eft- ir sem áður ábyrg fyrir tjónunum í heild, en myndu síðan innheimta sjálfsábyrgðina hiá tryggingatak- anum. Ljósit er að margskonar annmarkar eru s þessu, en þetta fyrirkomulag er aigengt vfða um lönd. Fleiri ’.eiðir inunu hafa ver- ið ræddar, til að koma í veg fynr hækkun á iðgjöldunum, og e.t.v. verða gerðar emnhverjar fleiri breytingar á fyrirkomulagi á- byrgðartrygginga bifreiða. Brunabótafélagi® birti eitt sér, sérstaka auglýsingu um að það tæki ekki að sér bifreiðatrygging- ar nema til 20. janúar, en hin tryggirjfíiijjéjiigíii öll, ; voru sapian um auglýsingu. I þessu sambandi et !rétt að geta þess, að Brunabóta- félagið er ríkisfyrirtæki, og um það eru til sérstök lög. Stjórn fé- lagsins er þannig upp byggð, að bæjar og sýslufélög kjósa einn mann hvert í fulltrúaráð félags- ins, en fulltrúaráðið kýs síðan framkvæmdastjórn til fjögurra ára í senn. Forstjóri er skipaður af ráðherra þeim er fer með mál- efni félagsins af hálfu ríkisstjórn- arinnar. venjulega íélagsmálaráð- herra. Núverandi stjórn félagsms skipa þeir Björgvin Bjairna- son sýslumaður á Isafirði, Jón G. Sólnes bankastjóri á Akureyri og Magnús Magnússon bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ferstjóri félags ins er Ásgeir Ólafsson. Félagið hefur einkum fengizt við brunatryggingar, en árið 1955 var félaginu heimilað að <aka upp ýmsar tryggingagreinar og bif- reiðatryggingar hóf félagið 1. inaí 1965. Hefur verið talað um það manna í milli, að e.t.v. léti ríkis- stjórnin Brúnabótafélagið taka að sér allar bílatryggingar ef hin fé- lögin treystu sér ekki til að taka að sér ábyrgðartryggingar bifrciða, með þeim breytingum á fyrirkcmu laginu sem í bígerð eru, og ún þess a® tryggingaiðgjöldin verði þækkuð. ÍVlöltiHnálið Framhald af bls. 6. þátt i að greiða leiguna til Möltu. í fyrra fiutti Nato aðalstöðv a. Miðjarðarh^fsflota síns til Napolí frá Möltu, að tilmælum Mintoffs. Hernaðarlegt mikil- vægi eyjunnar hefur minnkað mikið á undanförnum árum, en þó telja sérfræðingar NATO, að það sé mikilvægt. að sévézk herskip fái ekkj aðgang að stöðvunum á Möltu. FÖSTUDAGUR 7. janúar 1972 Á víðavangi Framhald af bls. 3. ara upplýsinga um heildarfjár- þörfina liggi fyrir á næstunni, en mjög mun það vera mis- jafnt, hvað gera þarf til úr- bóta í hinum einstöku frysti- húsum. Hins vegar væri það að sjálfsögðu mjög æskilegt, fyrst verið er að ráðast í svo umfangsmiklar breyíingar í undirstöðugrein íslenzks at- vi.nnulífs, að samfara þeim breytingum, sem beinlínis leiða af hinni bandarísku löggjöf komi nauðsynlegar umbætur á sviði hagræðingar og sem full komnastrar vélvæðingar. Hið sama má í rauninni segja um þátt sveitarfélaganna. Víða er vatnsöflunin mikið vandamál, og ekki við því að búast að úr henni verði leyst fyrir frysti- húsin sérstaklega án tengsla við almennar þarfir sveitarfé- laganna í framtíðinni. Hér er um mikið stórmál að ræða, sem nú knýr á um að leyst verði á tilskildum tíma og svo skipulega og vel að verulega verði búið til hagræðis fyrir framtíð þessa mikilvæga at- vinnurekstrar á íslandi. — TK f rlent yfirlit Framhald af bls. 7. og hvatti Rahman til að leggja meiri áherzlu á sosialisma en skilnað landshlutanna. Þegar Rahman vildi ekki fallast á þetta, hvatti Bhutto Yahya Khan til að fresta þinginu, þar sem Rahman hefði orðið for- sætisráðherra og beitt sér fyr- ir skilnaðinum, ef þingið hefði komið saman. AF ÞESSUM ástæðum vilja ýmsir kenna Bhutto um, að aðskilnaður iandshlutanna bar að með þeim hætti, sem orð- inn er. í augum almennings í Vestur-Pakistans er ábyrgð- in þó fyrst og fremst skrifuð á reikning Yahya Khans og ráðu nauta hans. Þess er nú krafizt, að hann sé leiddur fyrir dóm, en Bhutto hefur staðið gegn því. — Sektin er ekki neins eins manns, segir hann, held- ur er hún afleiðing skipulags- ins. Meginmálið nú er að breyta því. Sökum hins mikla fylgis, sem flokkur Bhuttos fékk í kosningunum í fyrra, var það eðlilegt, að hann tæki við völd- um. þegar stjórn Yahya Khans gafst upp eftir ósigurinn í Austur-Pakistan. Bhutto er fremur hár vexti og kemur vel fyrir. Hann er ágætur ræðumaður og laginn áróðursmaður. Oft hefur kom- ið í Ijós. að hann skortir ekki hugrekki. Hann er giftur konu af perneskum ættum og hafa þau búið ríkmannlega. Eink- um er mikið látið af bókasafni Bhuttos. Þau hjón eiga tvær dætur og tvo syni og stundar eldri dóttirin nám í Ameríku Bhutto leggur mikið kapp á góða sambúð við Bandaríkin, og virðist líka njóta fulls stuðnings valdamanna þar. Það sýnir, að margt gerist kynlegt í alþjóðastjórnmálum, að Bandaríkin veita hér öflugan stuðning umsvifamiklum stjórn anda, sem stefnir hiklaust að því að koma á sósialisma í ríki sínu. Þ.Þ. OROGSKARTGRIPIR: KORNELlUS JONSSON SKÚLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 ^»18588-18600

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.