Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.03.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. marz 1972. TÍMINN 7 ÚígcfantH; Frawíikrta rflokfeurínn Fraimkvaamdwtiéri; Kflstfáfl Ö«nrtd>kt«ðrt, ftitíljötan Þötarirtö wírarinsson iá6)r Artdtés KrWjánssort, Jón Haijiaron, tbdriSf G. rtorst^insson og Tómas Karfwpn, AtifilýsinstaíJióri: Steirt- ömrtur ©fslason. Rllstjórnarskrjfstofgr 1 €<Jcfuhú*irtU, SÍrtvSt 1Í3Ó0 — 1S3Q5. Skrifstofur Partkastrœfi 7. :Í4Jál.::: Aug)ýsingásími:::19543,: AðröT :Áskf Jf Jaf8Íald::kt;: :12S;6Q: :á: ::máóuSt ÍÁiffttéJSsillilÍÖTVÍ:; : skrifstofvr:: :simi:: :T830Qí:-: kr> JívOO aJrttakJa. — fiJaSaþrertt h.f. (OHsat) Fjórþörf ríkisins Ein meginástæðan til þess að ekki varð hjá þvi komizt að gera þá skattabreytingu, sem nú er orðin að lögum, var sú, að tryggingakerfið var orðið i slikum ólestri eftir 13 ára samfellda stjórn Alþýðuflokksins á þeim málum, að ekki varð hjá þvi komizt að stórhækka trygginga- bætur og vikka svið þeirra. Afleiðing þessa varð svo aftur sú, að ekki var undan komizt að breyta tekjuöflunarkerfi almannatrygginga. Skv. gildandi tekjuöflunarkerfi trygginganna hækkuðu nefskattar svo mikið, samfara hækk- un tryggingabótanna, að við það varð alls ekki búið, þvi að þessi skattheimta lagðist jafnt á menn án tillits til tekna og hefði þýtt t.d. að tek- julaust fólk hefði verið krafið um 14-22 þúsund krónur. Rikisstjórnin varð þvi að ráðast i við tækar skattabreytingar til að deila þessum byrðum réttlátlegar. En timi til slikra breyt- inga var naumur, og þær skattabreytingar, sem nú hafa verið gerðar, eru sjálfsagt ófull- komnar um margt, og þar stendur vafa- laust ýmislegt til bóta, sem reynsla þessa árs mun leiða i ljós. Rikisstjórnin hefur lika lagt á það áherzlu, að hér sé aðeins um óhjá- kvæmilegar bráðabirgðabreytingar á skatta- kerfinu að ræða, en á þessu ári muni fram- haldsendurskoðun alls skattakerfisins eiga sér stað, og stefnt verði markvisst að þvi, að á næsta Alþingi verði sett skattalög, sem ætluð séu til frambúðar. Rikisstjórnin lofaði aldrei að dregið skyldi úr tekjuöflun rikisins, enda fráleitt, þar sem óleyst verkefni blasa nú við á öllum sviðum eft- ir 12 ára ,,viðreisn”. Fjárþörfin kallar frá öll- um sviðum þjóðfélagsins, og i fjölmörgum málaflokkum hefur vandi undanfarandi ára verið leystur með þvi einfaldlega að velta hon- um yfir framtiðma. Þannig fara sérstakir tekjustofnar til mikilvægra þarfa nú að mestu leyti i afborganir og vexti af lánum, sem búið er að vinna fyrir, og verður þvi að finna nýjar tekjur nú, þvi að verkefnin verður að leysa. Við þessar aðstæður er engin furða þótt rikis- sjóði sé fjár vant, og auðvitað hækka beinir skattar i krónutölu, þegar á heildina er litið. En útgjaldaaukning f járlaga er að auki beinn arfur frá fyrrverandi stjórn eða 2156 milljónir. Það sem tilheyrir núverandi stjórn i útgjalda- hækkuninni, eru 3.840 milljónir. Þar er um að ræða framlög til framkvæmda og félagsmála, hækkunar tryggingabóta og fl. Að auki bætast svo við útgjaldaaukninguna hjá rikissj. 1296 milljónir, sem færðar voru af útgjöldum sveitarfélaga yfir á rikissjóð með skattalaga- breytingunum, en þar er alls ekki um nýjar álögur á gjaldendur að ræða, heldur aðeins um færslu milli skattheimtuaðila. En það situr illa á þeim, sem orsakað hafa hina miklu fjárþörf á öllum sviðum rikisframlaga með margra ára vanrækslusyndum að deila á þá, sem ætla sér að bæta þar úr. — TK Úr brezka tímaritinu THE EC0N0MIST: Æ Italir búa í raun og veru við stjórnleysi 70 flokkar eða flokkabrot buðu fram í kosningunum 1968 KOSNINGAR hafa verið boðaðar á ítaliu 7. mai i vor og munu margir fagna þeirri ák- vörðun. Stjórnmálafor- ingjarnir eru búnir að keyra allt i svo harðan hnút, aö sennilega varð ekki hjá kosn- ingum komizt. Leone forseti rýfur þing og lætur efna til kosninga fjórtán mánuðum áður en lög bjóða. Margir spá verulegri sveiflu til hægri i itölsku kosningun- um á vori komanda. Vist eru margir ítalir uggandi um, hvort takast megi að varð- veita lög og reglu, og gildir einu, hvort ógnin stafar frá stjórnleysingjum, uppþotum stúdenta eða herskáum verk- fallsmönnum. Þessi uggur getur komið fram i auknu fylgi öfgasinnanna til hægri, eða itölsku félagsmálahreyfingar- innar, eins og flokkurinn nefnir sig, en heima fyrir gengur hann undir skamm- stöfuninni MSI. Einveldis- sinnar hafa gengið i kosninga- bandalag við MSI, en saman- lagt hafa þessir flokkar ekki nema 31 af 630 þingsætum eins og er. Óliklegt er þvi, að þeim geti vegnað svo vel i kosn- ingunum, að þeir hafi úrslita- vald á hinu nýkjörna þingi. SATT að segja getur enginn vitað fyrir, hvert hugur ttala kann að stefna á kjördegi, en spár um væntanlegt fylgi flokkanna leiða hugann ein- ungis frá mikilvægari þáttum stjórnmálanna. 1 fyrsta lagi er engin trygg- ing fyrir, að úrslit kosning- anna greiði úr núverandi flæk- ju. Þau gætu meira að segja gert hana enn erfiðari við- fangs. Að loknum siðustu kosningum, sem fram fóru 1968, var mynduð rikisstjórn, sem ekki sat aö völdum fullan mánuð. Þá tók við minnihluta- stjórn, sem sat i sex mánuði. Stjórnmálaforingjarnir klömbruðu þá saman nýrri samstjórn, fremur af sam- eiginlegum ótta en sann- færingu. Skipt var um ýmsa ráðherra og nýr forsætisráö- herra tók við, og þessi stjórn sat að völdum fram undir lok ársins 1971. t ÖÐRU lagi er ekki gengið til kosninga á ttaliu fjórtán mánuðum fyrr en lög mæla fyrir vegna þess, að almenn- ingur krefjist kosninga yfir- leitt, heldur af hinu, að stjórn- málaleiðtogarnir i Róm hafa ekki getað myndað rikis- stjórn. Reginmunur er á þessu tvennu. Höfuðvandinn er fólginn i þvi flókna tafli, sem fram fer, þegar valið er i ráðherrastöð- ur á ttaliu. Auðvitað er fjöldi flokkanna undirrótin, en st- jórnmálamennirnir mynda óneitanlega flokkana. 1 kosningunum 1968 áttu yfir sjötiu flokkar eða flokka- deildir fulltrúa i framboði. Niu flokkar fengu þingmenn kjörna. Flokkur kristilegra demokrata, sem er langfjöl- mennastur i báðum deildum þingsins, er klofinn i niu fylk- ingar að minnsta kosti. Af þessu leiðir, að foringjar flokksins eru sifellt önnum kafnir við að verjast þvi, að keppinautunum til hægri eða vinstri takist að leika á þá. Litill timi verður þvi aflögu til hinnar raunverulegu stefnu- mótunar. Leone forseti ttaliu. ÞORFIN á rikisstjórn, sem tekið getur ákvarðanir, er ákaflega brýn. ttalskt efna- hagslif er staðnað og verð þjóðarframleiðsla jókst ekki nema um einn af hundraði árið sem leið. Búið var fyrir langalöngu að lofa nýrri og bættri löggjöf um alþýðutryggingar, menntamál og málefni launþega, en efndir hafa farizt fyrir. Aðkallandi þörf er á að breyta skrifstofu- valdinu og draga úr áhrifum þess. Þörf ttala fyrir rikis- stjórn, sem getur i raun og veru stjórnað, er ákaflega til- finnanleg. Hvað gerist svo, ef flokkarnir vilja ekki bæta úr þeirri þörf eða geta það ekki að kosningum afstöðnum? ITALSKAR rikisstjórnir hafa um nálega tiu ára skeið verið myndaðar af miðflokk- um meö stuðningi frá vinstri. Þetta hefir jafnan verið laus- tengd samvinna kristilegra demokrata, — sem hafa lagt til flesta ráðherrana, — og sósialista, sósialdemokrata og Republikana. Þegar þessir flokkar stóðu saman i atk- væðagreiðslum i þinginu gat stjórn þeirra setið að völdum. En játa ber, að sé dæmt eftir árangri fremur en atkvæða- greiðslum i þingsal, hefir þessi mið/vinstri samvinna gersamlega brugðizt ttölum. Kyrrstaðan hefir verið arfur hennar og einkenni og minnis- varðinn um hana er núverandi efnahags- og félagslegt öng- þveiti. SÝNI úrslit kosninganna 7. mai i vor verulega fylgisaukn- ingu hægriflokkanna gæti verið ástæða til fyrir Leone forseta og manninn, sem hann felur tilraun til stjórnar- myndunar, að breyta nokkuð um. Ef til vill bæri þá fremur að reyna mið/hægri en mið/vinstri samvinnu. En eins og nú er komið skiptir marga Itali ekki meginmáli, hvað væntanleg stjórn er kölluð eða hvar i stjórnmálalitrofinu hún stend- ur fótum. Hitt er aðalatriðið hvort hún getur stjórnað eða ekki. Hlutverk væntanlegs for- sætisráðherra er ekki að full- nægja kröfum stjórnmála- foringjanna um valda- og tignarstöður, heldur að kalla til starfa hóp, sem getur unnið saman og haft vald á nokkurn veginn samstilltum meiri- hluta i þinginu. Verði að greiða þessa kosti þvi verði að bjóða Frjálslyndum ráðherra- sæti og fjölga ráðherrum Republikana á kostnað Kristi- legra demokrata, þá það. EIGI að efna til nýrrar stjórnarmyndunar, sem tekur út fyrir mörk fyrri mið/vinstri samvinnu, verða átökin um mikilvægar ráðherrastöður næsta hörð og sennilega harð- ari en nokkru sinni siðan 1945. Takist þetta ekki verður árangurinn sennilega ný röð skammlifra stjórna, sem ekki reynast færar um að móta þá stefnu og koma fram þeirri löggjöf, sem mest riður á fyrir italskt efnahagslif. Þegar úrslit kosninganna verða birt ætti Leone forseti að brýna fyrir stjórnmála- foringjunum, að þingræðinu getur ekki hrakað óendanlega. Þess vegna er fyllilega tima- bært fyrir þá að draga úr gagnkvæmum ásökunum. Að undanförnu hafa allt of margir taliö sig sjálfkjörna i ein- söngshlutverkin á leiksviði italskra stjórnmála. Fylgi itölsku flokkanna við þrennar undangengnar kosningar til fulltrúadeildar þingsins, talið i hundraðshlutum: 1958 1963 1968 Kristilegir demokratar 42,4 38,3 39,1 Kommúnistar 22,7 25,3 26,9 Sósialistar 1) 14,2 13,8 Sisialdemokratar 1) 4,5 6,1 14,5 Frjálslyndir 3,5 7,0 5,8 Republikanar 1,4 1,4 2,0 it. félagshreyfingin (MSI) 4,8 5,1 4,4 Einingarfl. öreiganna 2) 4,5 Einveldissinnar 4,8 1.7 1,3 Aðrir 1,7 1,3 1,5 1) Sósialistar og Sósialdemokratar höfðu kosningasamvinnu árið 1968 undir nafninu Samcinaðir sósialistar. 2) Þessi flokkur var myndaður eftir klofning Sósialistaflokksins árið 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.