Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 9. júni 1972. Þjóðlagasöngur ÓV-Reykjavik. Mikið verður um visna- og þjóð- lagasöng á Listahátiðinni i dag. 1 hádeginu, eða kl. 12.15, syngur Guðrún Tómasdóttir og kynnir islenzk þjóðlög við undirleik ólafs Vignis Albertssonar, og i kvöld,kl. 20.30 syngja iNorræna húsinu Ase Kleveland og William Clauson þjóðlög og visur úr ýmsum áttum. Áse Kleveland söng hér á Islandi fyrir ári við sérdeilis frá- bærar undirtektir gagnrýnenda og leikmanna að jöfnu. William Clauson verður með eigin dagskrá í Norræna húsinu 1 kvöld, en, veröur jafnframt undirleikari Ase Kleveland. 1 Svi- þjóð.heimalandi sinu, er hann meðal vinsælustu skemmtikrafta og leggur gjörva hönd á margt. Hann syngur, leikur (bæði á gitar og alto-gitar), safnar þjóðvisum og semur lög. Og, eins og áður segir, þá syng- ur Guðrún Tómasdóttir við undir- leik ólafs Vignis Albertssonar I Norræna húsinu. Meðal þess, sem Guðrún syngur 1 kvöld, eru nokk- ur lög úr þjóölagasafni Bjarna Þorsteinssonar* Klukkan 17 i dag verður svo ný- stárlegur flutningur i Norræna húsinu, Róbert Arnfinnsson og Ingibjörg Stephensen lesa ljóð eftir nokkur islenzk ljóöskáld og þeir Arni Elfar, Gunnar Ormslev, Guðmundur Steingrimsson og Jón Sigurðsson (bassi) leika jazz: ljóðalestur með jazz-ivafi. ------------ \ Ra n nsókna rlögreglustö rf Stöður tveggja manna i rannsóknarlögreglunni i Reykjavik eru lausar til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fyrir 30. júni næstkomandi skrifstofu sakadóms Reykjavikur i Borgartúni 7, þar sem nánari upplýsingar eru veittar um störfin. Yfirsakadómarinn i Reykjavik, 8. júni 1972. býður betur FORD ER LAUSNIN viljir þú fó þaS bezta á sanngjörnu verði. FORD býður einnig traktora i fleiri stœrðarflokk- um en nokkur annar. Felið FORD allt, sem þér þurfið að moka, draga, grafa, sló, og snúa, FORD hefur fullkomnasta tœkniútbúnað, sem völ er ó. Gœðin tryggja lágan viðhaldskostnað og hátt endursöluverð. Þeir, sem kaupa FORD traktor njóta forréttinda. Fiðlusnillingur FaÆaid — Annars er Yehudi konsert- meistarinn, ekki ég, sagði frú- in. Þau ferðast mikið, eins og greint er frá siðar i þessari frétt, og er þau voru spurð, hvort þau væru ekki orðin þreytt á stanzlausum ferða- lögum,leit hann á konu sina og glotti. — Ég hef aldrei spurt mig þeirrar spurningar, svar- aði hún elskulega. — Ég er hrædd um,að ég fengi út vit- laust svar. Á þriðjudaginn halda þau aftur til London — og frú Menuhin . verður enn að biða meö að leggja spurninguna miklu fyrir sig. A tónleikunum i Laugar- dalshöllinni i kvöld leikur Yehudi Menuhin einleik i fiölukonset i D-dúr ópus 61 eft- ir Beethoven. Stjórnandi Sin- fónluhljómsveitar Islands verður Karsten Andersen. Á mánudagskvöldið leikur hann svo ásamt Vladimir Ashken- azy, þrjú af eftirlætistónverk- um sinum: G-dúr sónötu Brahms, Chaconne Bachs og hina svokölluðu Kreutzersón- ötu Beethovens. Yehudi Menuhin er einn frægasti tónlistarmaöur heims, og stafar ótrúlegum ljóma af nafni hans i lista- heiminum. Islendingar muna hann úr sjónvarpsþætti, sem tekinn var upp þegar hann lék meö bengalska sitarleikaran- um Ravi Shankar á afmælis- hátið Sameinuðu þjóðanna, en eftir þann sjónvarpsþátt voru jafnvel þeir, sem aldrei hafa þolað að heyra i fiðlu — og þvi siður sitar — á einu máli um snilli Menuhins og Shankars. Hann fæddist i New York ár- ið 1916 af rússnesku foreldri, en þau voru innflytjendur. Fimm ára gamall hóf hann fiðlunám hjá Louis Persinger, bandariskum fiðluleikara i San Francisco, sem hafði sjálfur lært hjá Ysaye, hinum fræga snillingi. Siðar lærði hann hjá Rúmenanum Georg Enesco, bæði i Paris og Rúmeniu, en Menuhin segir marga hafa haft áhrif á sig, og eru þau áhrif vafalaust gagn- kvæm, ef marka má umsagnir annarra snillinga um hann. Menuhin kom fyrst fram opinberlega aöeins .7 ára að aldri, þá með sinfóniuhljóm- sveitinni i San Francisco, en þar lék hann Symphonie Esþagnole eftir Lao. Fyrstu tónleikar hans i New York voru árið 1927, en þegar hann var 14 ára, hafði hann komið fram i öllum höfuðborgum Evrópu — aö Reykjavik undanskilinni, þannig að hann leikur hér fyrst I kvöld. 'Fjölskylda Menuhins er þekkt tónlistarfjölskylda og leikur Menuhin árlega ásamt systur sinni, Hephzibah, á sónötukvöldum i London, Paris og New York, og að von- um eru þau meðal þeirra tón- listarviðburða, sem beðið er með hvað mestri eftirvænt- ingu. Yngsta systirin, Yalta, er þekkt fyrir kammermúsfk- leik og túlkun sina á samtima- tónlist (contemporary music), mágur Yehudi er pianóleikar- inn Louis Kentner og tengda- sonur hans er kfnverski pianó- leikarinn Fou Ts’Ong, en þeir hafa báðir leikið hér á landi. Yehudi Menuhin ferðast mjög mikið og leikur bæði og stjórnar hljómsveitum. Hann hefur hlotið fjölda heiðurs- merkja frá ýmsum aðilum, stofnunum og rikisstjórnum. Menuhin á sér fjölbreytt áhugamál, meðal þeirra má nefna jóga, félagsmál, stjórn- mál, visindi, siöfræði og fleira, og hefur hann viða flutt fyrir- lestra um þessi efni. Tónleikarnir i kvöld hefjast klukkan 21, en ekki klukkan 20.30 eins og segir I skránni. Hreindýr Framhald af bls. 1. Þegar fréttamaður Timans var á ferð á Austurlandi um daginn, voru mörg hreindýr viö veginn efst á Breiðdalsheiði, og má segja, að legið hafi við umferðartöfum af þeirra völdum. í Fagradal, á milli Reyðarfjarðar og Egils- staða, voru 13 dýr i einum hóp skammt frá þjóðveginum, og voru þau hin rólegustu. Munu þau .hafa haldið sig þar á dalnum frá þvi snemma i vor. Rétt innan við Breiðdalsvik á Haukur Gislason bóndi vel girt tún. Þrátt fyrir það hafa hrein- dýrin komizt i túnið, og hefur þurft að reka þau þaðan eins og kindurnar. Hreindýrin óttast litt menn, en er mjög illa við hunda, eins og mörgum borgurum Reykjavikur. Hlaupa dýrin næst- um þvi á hvað sem er, þurfi þau að flýja undan duglegum hund- um. Hreindýrin lita vel út þetta ár- ið, enda nægur gróður fyrir þau. Framhald af bls. 1. vinsamlegast bent á að láta götustelpurnar I friði. Þær geti orðið erfiðar viður- eignar. Ekki er nú ástandið beinlfnis gott i Aþenu heldur. Þaðan þurfa einmana Sviar að fara til hafnarborgar- innar Pireus til að lyfta sér upp. Auk skemmtanalifs á ís- landi er sagt, að þar sé Vatnajökull og Surtsey, og góðar flugsamgöngur til Grænlands. Feröamálafrömuðir nefnds vikublaðs láta að þvi liggja, að þeir hafi sann- prófað þau tilbrigði ferða- lifsins, sem þeir mæla með. Stúlkur í júni, júli og ágúst verða rakarastofur lokaðar alla laugardaga Meistarafélag hárskera í 1/2 LBS. TÚPUM Einnig Hermetite vélaþéttir í grænu og rauðu túpunum SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.