Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. júni 1972. TÍMINN Útgefandi: Fra*msóknarflokkurinn g;:|:|:;:Framkvæmdastjöri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-;^; arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,;!;!;!;!;!;: SH;;; Andrés Kristjánsson (ritstjórn Sunnudagsbla&s Timans ).!£££! Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni, ■ Ritstjórnarskrif- stofur I Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306^:;:;:;:;: ;;;;;;;;;;; Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusími 12323 — auglýs-!;;;;;;;;;; ;!$;;;;;; ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald!;;;!;;;;;!; 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasöiu 15 krónur ein-j!;!;!;!;!; takiö. Bla&aprent h.f. Hækkun tryggingabóta Rikisstjórnin hefur ákveðið að allar bætur almannatrygginga, nema fjölskyldubætur og fæðingarstyrkur, skuli hæidca um 12% um næstumánaðamót. Hefur Tryggingamálaráðu- neytið gefið út reglugerð þessu til staðfest- ingar. Skv. almannatryggingalögunum ber að hækka lifeyrisgreiðslur almannatrygginga innan sex mánaða frá þvi að breytingar hafa átt sér stað á almennu verkamannakaupi. Þannig hefði þessi hækkun tryggingabótanna mátt dragast i sex mánuði. Rikisstjórnin taldi hins vegar sjálfsagt að aldraðir og öryrkjar fengju strax verðlagsbætur. I lögunum er ekki skylda að hækka tekju- tryggingu þá fyrir öryrkja og aldraða um leið og verðlagsbætur eru greiddar á áðrar bætur. 1 lögunum er hins vegar heimild tií að gera slikt og rikisstjórnin hefur nú ákveðið að nota þá heimild. Frá og með 1. júli verður tekjutrygg- ingin fyrir einstakling 11.200.- krónur á mánuði eða rúmar 20 þús. kr.á mánuði fyrir hjón. Þótt allir stjórnmálaflokkar hafi stutt laga- setninguna um tekjutryggingu aldraðra og öryrkja og hún hafi verið samþykkt einróma á Alþingi, hefur siðan komið fram nokkur gagn- rýni á tekjutrygginguna i Morgunblaðinu og talið að hún ali á leti og ómennsku aldraðra og sé hæpið skref, þvi að þeir, sem njóti annarra tekna, fái, ekki á sama hátt og aðrir rétt til tekjutryggingar. Tryggingaráðherra hefur svarað þessari gagnrýni þessum orðum: ,,Ég vil leggja áherzlu á, að tekjutryggingin er sérstaklega mikilvæg þeim öldruðum og ör- yrkjum, sem engan aðgang eiga að atvinnu- tekjum eða öðrum framfærslulifeyri. Elli- og örorkulifeyrir var smánarlega lágur hér á landi áður en tekjutryggingin var tekin upp, þannig, að það var i raun og veru ekki nokkur leið fyrir aldraða eða öryrkja að lifa af þessum lifeyrisbótum. Auðvitað er svo sem betur fer nokkur fjöldi þessa fólks, sem ýmist getur unnið eða fengið einhverjar greiðslur úr lif- eyrissjóðum. En ætið er hætta á þvi, i svo- nefndum velferðarþjóðfélögum, að stórir hóp- ar fólks verði hreinlega útundan, vegna þess að þeir eiga sér engan félagslegan bakhjarl, enga ættingja eða enga vini til að leita stuðnings hjá. Þessu fólki er tekjutryggingin bein lifsnauð- syn, en það var áður dæmt til þess að draga fram lifið á smánargreiðslum. — Ég tel það rangt viðhorf, að lita þannig á, að gengið sé á rétt annarra með þvi að gera ráð fyrir tekju- tryggingu. í þessu er fólgin- hugsunarháttur markaðsþjóðfélagsins, sem er félagshyggju- mönnum ekki sæmandi”. Þessi ákvörðun rikisstjórnarinnar að láta hækkun lifeyris aldraðra og öryrkja koma til framkvæmda strax um næstu mánaðamót mun kosta rikissjóð um 200 milljónir króna á þessu ári. Á fjárlögum var gert ráð fyrir 100 milljón króna verðlagsbótum á bætur trygginganna á þessu ári. Verður þvi að útvega 100 milljónir i viðbót til að standa undir þessum útgjöldum.TK. Richard Gott: Erfiðieikar steðja að stjórn Allendes í Chile Kommúnistar eru taldir hafa hug á samvinnu við kristilega demókrata Helzt frá kröfugöngu „tómu skaftpottanna” 1 desember f vetur I Santiago. STJÓRNMALAKREPPUR i Chile svara til stjónarbyltinga hersins i öörum rikjum Suöur- Ameriku. Þær skella á meö nálega reglulegu millibili, og' ráðandi menn i landinu taka þær afar alvarlega, en þegar umsvifin eru um garö gengin og kyrrir aö nýju, kemur venjulega i ljós, aö engar stór- vægilegar breytingar hafa orö ið. Ein slik stjórnmálakreppa rikir nú i Chile. Hún leiðir að visu skýrt i ljós hindranir á leið Chile-búa til sósialisma, en ekki þarf þó að vera um aö ræöa lokaátök, sem stöövi þá tilraun fyrir fullt og allt. Hinu verður þó ekki neitaö, að þessi stjórnmálakreppa er alvarlegri en flestar aörar eins og á stendur, þar sem hún leiðir i ljós deilur milli kommúnista og sósíalista, en þeir eru öflugustu stuönings- flokkar rikisstjórnar Salvadors Allende forseta. Átökin eru ennfremur til- finnanleg. af þeim ástæðum, að almenn óánægja rikir vegna vöruskorts og truflana, sem eru óhjákvæmilegar af- leiöingar af umbyltingum og endurmótun efnahagslifsins i landinu. HINN12. mai siðastliðinn var farið i óleyfilega kröfugöngu i borginni Concepcion i suður- hluta rikissins. Sú deild lög- reglunnar i Chile, sem keim ber af hernum og nefnd er „Grupo Movil”, sundraði þessari kröfugöngu, háskóla- stúdent beið bana i átökunum og margirurðu fyrir alvarleg- um meiðslum. Chile er að þvi leyti frá- brugðið öðrum Suður-Amer- ikurikjum, að slik átök eru sjaldgæf þar i landi og hefðu komið sérhverri rikisstjórn i nokkur vandræði. Nú stendur svo á, að eitt af kosningalof- orðum fylgismanna rikis- stjórnarinnar var einmitt að leysa „Grupo Movil” upp, og það hefði átt aö vera um garö gengið. FLESTIR munu kannast viö „kröfugöngu tómu skaft- pottanna” i Santiago i des- ember i vetur, þegar hús- mæður úr miðstéttunum fylktu liði til mótmæla gegn ráðstöfunum rikisstjórnar- innar. Stuöningsmenn Alþýðu- einingarinnar hafa siðan veriö fjölorðar um áhyggjur sinar af endurvakningu fasismans i Chile. Nokkurrar nazistahneigðar hefir óneitanlega gætt i stjórn- málum Chile um langt skeið, og sumar rætur kristilega demokrataflokksins, sem er fjölmennasti flokkurinn i landinu og nú i stjórnarand- stöðu, sækja næringu i heim- speki falangista. Ennfremur eru allmargir vopnaðir hópar að starfi yzt til hægri, en mest kveður að samtökum, sem kenna sig viö „fööurland og frelsi”. ÞAÐ er álit margra, bæði stuðningsmanna rikis- stjórnarinnar og þeirra, sem standa lengra til vinstri, að ekki megi láta óátalið, að stjórnarandstæöingar efni til mótmælagangna I tima og . ótlma. Sú starfsemi hljóti að styrkja andstöðuna gegn Alþýðueiningunni og lami óhjákvæmilega baráttukjark stuöningsmanna stjórnar- innar þegar til lengdar láti. Louis Corvalan ritari kommúnistaflokksins sagði berum orðum i vetur, að sam- tökum fasista ætti ekki að lið- ast aö efna til hópgangna á al- mannafæri. Stjórnendur bæöi kommúnistaflokksins og Alþýðueiningarinnar hafa hins vegar framfylgt eðlileg- um lögum siöan, og stjórnar- andstæðingar hafa farið i kröfugöngur viðs vegar ■ um landiö, eins og stjórnarskrá Chile heimilar. Þar hafa kristilegir demokratar og fylgismenn Patria y Lobertad gengiö hlið við hliö. STJÓRNENDUR kristilega demokrataflokksins i Con- cepcion fóru I byrjun mai fram á við fylkisstjórann, sem er kommúnisti, að þeim leyföist að efna til kröfugöngu. Leyfið var veitt. Valdhafarnir höfðu hins vegar ekki gætt þess, að Concepcion er einmitt aðalbækistöð byltingarafl- anna i Chile. Þar eru höfuö- stöðvar Byltingarhreyfingar vinstri aflanna (MIR), og deildir flestra stjórnmála- flokkanna, sem að Alþýðu- einingunni standa, eru rót- tækari þar en annars staöar i landinu. MIR er ekki aðili að Alþýðu- einingunni, en forráðamenn samtakanna: voru eigi að siöurstaðráðnir i að „liöa ekki fasistum að leggja götur Concepcion undir sig”. Þeir fóru þvi einnig fram á að fá að efna til kröfugöngu sama dag og kristilegir domokratar, og allir stuðningsflokkar Alþýðu- einingarinnar ákváðu að vera með, að undanteknum kommúnistaflokknum. Fylkisstjóri kommúnista synjaði um leyfiö, en þegar á daginn kom, að vinstrimenn höfðu I hyggju að efna til kröfugöngu, hvað sem öllum leyfum liði, bannaði Allende forseti allar kröfugöngur i Concepcion þennan tiltekna dag. En þessi ákvörðun var of seint fram komin. Vinstri- menn og hægri fylktu báöir liði á götunum 12. mal, og lögreglan sundraöi kröfu- göngunum með þeim hörmu- legu afleiðingum, sem áður er lýst. SAMSTUNDIS sauö upp úr i öllum leyndum deilum innan flokkasamsteypunnar, sem að rikisstjórninni stendur. Kommúnistar stóöu einir sér i Concepcion. Forustu annarra stjórnmálaf lokka annars staðar i landinu greindi á viö stjórnendur flokksdeildanna i Concepcion, og var andstæð ákvöröun þeirra og athöfnum, en ágreiningurinn innan rikis- stjórnarinnar var orðinn lýð- um ljós. A yfirborðinu er ágrein- ingurinn illvigastur milli kommúnistaflokksins og MIR. Kommúnistar úthúða öfga- mönnum til hægri og vinstri i sömu andránni. Þeir aöilar innan Alþýðueiningarinnar eru að mörgu leyti sama sinnis og MIR, svo sem sósial- istar, MAPU og kristilegir vinstri menn. MIR og kristi- legir vinstri menn sameinast um frambjóöendur i kosning- um, sem fram fara i verka- lýösfélögunum um þessar mundir, og MIR og MAPU hafa starfaö saman meðal bænda. LEIÐTOGI MAPU, Rodrigo Ambrosio, fórst I bilslysí seint i mai, og er þvi nokkuð á huldu um framtiö samtaka þessara kristilegumarxistaen ljóst er þó, að MAPU, kristilegir vinstrimenn og sósialistar búa sig undir einhvers konar átök við kommúnista. Siðustu helgina i mai voru forustu- menn þessara samtaka á leynifundum, þar sem ráðgazt var um, meö hverjum hætti þeim mætti takast að auka einingu sina og vinsældir um leið. Enginn efi leikur á, að kommúnistar hafa mikinn hug á að ná einhvers konar sam- vinnu við kristilega demokrata. Þeir gæta þess til dæmis vendilega að setja fasistastimpilinn ekki á alla andstæðinga núverandi rikis- stjórnar. Sósialistar eru aftur á móti þeirrar skoðunar, að hvers konar samvinna viö kristilega demokrata hlyti aö hægja framvindu byltingar- innar. Framhald á bls. 19,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.