Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.06.1972, Blaðsíða 20
Danski hópurinn viö komuna til landsins i gær. Flemming Flindt er annar frá hægri, Inge Sand fjóröa frá vinstri, meö sólgleraugu og stóra tösku. Danski ballettinn kominn - sýningar í Þjóðleikhúsinu annað kvöid og á sunnudag 6V-Reykjavík. Flokkur dansara úr Konung- lega danska ballcttinum kom til islands I gær, en flokkurinn dans- ar i lJjóöleikhúsinu á laugardags- kvöldiö klukkan 20.00 og á mánu- daginn klukkan 15.00. Fréttamaður Timans ræddi við einn dansaranna, Inge Sand, á Keflavikurflugvelli i gær, og sagði hún, að þótt flestir dansar- arnir hefðu komið hér áður, hefðu þau öll hlakkað mjög til fararinn- ar og vildu gera sitt bezta svo að sýningarnar hér mættu verða tslendingum til ánægju. — Við hættum sýningum i Kaupmanna- höfn i fyrradag, sagði Inge Sand, — og verðum hér aðeins i örfáa daga og höldum siðan aftur til Kaupmannahafnar. Þar tökum við okkur stutt fri, en höldum sið- an af stað i sýningarferðalag um Sovétrikin og önnur Austur- Evrópulönd. 1 Þjóðleikhúsinu annað kvöld verða sýndir 3 ballettar, tveir þeirra (Sumardansar og Kennslustundin) eftir kóreógraf flokksins, Flemming Flindt, en sá þriðji (Lifverðirnir á Amager) er endursamning ballettsins eftir August Bournnonville. Flemming Flindt mun einnig stjórna upp- færslu ballettanna hér á landi, en hljómsveitarstjóri er Tamás Vetö. Flemming Flindt er þekktasti ballettdansari Dana, og hefur hann verið ballettstjóri við Konunglega danska ballettinn, siðan 1966. Hann er mjög fær dansari og semur auk þess sina eigin balletta, svo sem Sumar- dansa og Kennslustundina sem sýndir verða hér, en hinn siðar- nefndi byggist á hinu kunna leik- riti Ionescos með sama nafni. Mengunarráðstefnan í Stokkhólmi: ÞAR ER ALLT UNDIR KORTUNUM KOMIÐ NTB-Stokkhólmi Þaö er frá fleiru aö segja af Framkvæmda- stjóri NAT0 í heimsókn Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, Joseph Luns, er væntanlegur hingaö til lands i opinbera heimsókn dagana 14.-17. júni n.k. Luns hefur aö undan- förnu veriö i heimsókn i öörum Norðurlöndum, en hann tók viö embætti á s.l. ári, og hefur siðan farið i heimsóknir til aðildarlanda bandalagsins. Hér á landi mun Luns eiga viöræöur viö Ólaf Jó- hannesson forsætisráöherra og Einar Ágústsson utanrikisráð- herra. umhverfisráðstefnunni i Stokk- hólrni en eingöngu umræöum og ágreiningi. Gamla þinghúsið þar sem ráöstefnan er haldin, er sannkallaö völundarhús, þar sem iöulega reynir á þolrif manna. I þröngum og leyndardómsfulium stigum mætast fulltrúar og blaöa- mennallir meö sömu spurninguna á vörunum: Hvar er ég? Aö rata frá áttundu hæö niður á þá sjöttu er afrek, sem ætti að verölauna. Samtimis hinum 1000 erlendu ráðstefnugestum kom sumarið til Stokkhólms. Eftir þeirri stað- reynd er þó einna bezt tekið, þegar inn i sali gamla þing- hússins er komið. Auk þess hefur sjónvarpið komiö ljóskösturum sinum fyrir þarna, svo að þeir sem dvelja innandyra stutta stund, þurfa ekki i frekara gufu- bað þann daginn, og ekki er laust við mengun i ráðstefnusölum. Brot á áfengislögunum: Verði hitinn i sölunum óbæri- legur, geta þó fulltrúar og blaða- menn vætt kverkarnari ganginum, sem aðskilur sali þá, sem þing- menn sátu I fyrrum. Gangur þessi er einna likastur helli, en þar hefur nú verið komið fyrir bar með öllu, sem slikur staður þarf að hafa. Raddir hafa heyrzt um, að þetta sé brot á áfengis lögunum, sem kveða m.a. á um, aö ekki megi selja áfengi á bar fyrir 12 á hádegi. A þettavanda- mál er litiö frá tveimur hliðum. Annað hvort eru áfengislögin brotin, og þá mega blaðamenn ekki skrifa um það, ef þeir vilja fá að hafa aðgang að ráðstefnunni á- fram, eða þá að telja verður ráö- stefnuna lokaða samkomu, og i þvi tilfelli má fólk slökkva þorstann eftir þörfum. Litskrúðug kort Mikið er reyndar til i þvi, að ráðstefnan sér lokuö samkoma. Það uppgötvar maður strax og maður reynir að komast þangað inn. Uti fyrir eru miklar sveitir öryggisvarða, bæði við innkeyrsluna og útidyrnar. Fólk, sem ekki hefur bleikt, grænt brúnt, gult, blátt eða hvitt kort, þarf alls ekki aö reyna að komast inn. I rauninni starfar raöstefnan þannig, að grænu kortin skrifa þaö, sem bleiku kortin sega i sölum, sem haldið er i lagi af brúnu kortunum, sem vinna eftir skipunum blau kortanna. Gulu og hvitu kortin gera eitt og annað, sem til fellur og gult kort með þverstriki sér um,að ekkert fari úrskeiðis. Kikja i blokkirnar Daglega fá blaðamenn upplýsingar um gang mála. Fundurinn um hádegisbilið er beztur. Þá fá blaðamennirnir að setjast i sæti fulltrúanna, sem farnir eru út að boröa. A meðan nefndarformaður eða einhver mektarmaður talar i pontunni, kikja blaðamenn gjarnan i minnisblokkir full- trúanna, sem þeir hafa skiliö eftir á borðinu sinu. Ef til þess skyldi koma, að mikið yrði til dæmis rætt um mengun fiskimiða i Efri- Volta, er um að gera aö vera nógu snöggur að komast i sæti full- trúans, sem talaði fyrir málinu. Þá getur maður fengið að vita allt, með þvi að lesa minnisblöðin i ró og næði. Merki ráðstefnunnar. 424 náma- menn taldir af NTB-Salisbury Námuverka- mennirnir 424/ sem lokuðust niðri i Wankie-námunni i Ilódesiu, eru nú taldir af. Formaður námufélagsins sagði i gær,að skemmdirnar sem sprengingin i námunni orsakaði og hið mikla magn af eitruðu gasi, sem myndazt hefði i námunni, gerði það að verkum, að engin von væri um nokkurn á lifi þarna niðri. Björgunarsveitir fundu i gær fjögur lik til viðbótar i námunni. Þar meö hafa fundizt 7 lik, en 424 menn eru taldir látnir. Þrjú likanna voru af svertingjum en eitt af hvitum manni. Björgunar- sveitirnar hafa verið að störfum allan sólarhringinn, og hefur tekizt að komast um lOOOmetra niður. Talið er, að mennirnir hafi lokazt inni I göngum sem eru 2.170 metra undir yfirborði jarðar.. Sveitirnar munu halda störfum sinum áfram. Tala þeirra,sem saknað er, hefur alltaf verið að .breytast, og stafar það af þvi, að fyrir liggja marg- ir iistár með nöfnum þeirra,sem niður i námuna fóru og ber þeim illa saman. Talsmenn námufélagsins halda sig nú við töluna 424, en það eru menn, sem ekki hafa komið fram siðan þriðjudagsmorguninn ör- lagarika. *mmmmmmmm~* Svart: Reykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEFGH Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðssonog Hólmgrlmur Heiðreksson. 24. leikur Akureyringa: Bcl-e3 Skákeinvígið: Leitað að áróðursstjóra Klp-Reykjavlk. Þeir Guðmundur G. Þórarins- son, forscti Skáksambands tslands, og Guðmundur Einars- son verkfræöingur héldu utan. til Bandarikjanna i gærkvöldi. Þar munu þeir ganga endan- lega frá samningi við fyrirtækiö FOX, sem hefur keypt einkarétt á kvikmyndatöku og gerð sjón- varpsefnis um skákeinvigið milli Spasskis og Fischers. Þá munu þeir einnig athuga tilboð. frá bandarisku fyrirtæki, i skák- klukkur, sem verða notaðar I ein- viginu, en tilboð frá þessu fyrir- tæki mun vera mjög hagstætt. Þá munu þeir félagar einnig kanna ráðningu áróðursstjóra fyrir keppnina, og á sá að sjá um að auglýsa keppnina, sem mest og bezt um allan heim. t Banda- rikjunum koma þeir ekki að tóm- um kofunum i þeim efnum. Þar er auglýsingatækni á mjög háu stigi, og fjöldinn allur af fólki starfar við slíkt. Ætti þvi ekki að veröa vandkvæðum bundið að finna ein- hvern, sem getur auglýst þetta skákeinvigi aldarinnar á sem beztan hátt. Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, ræðir við tvo af handhöfum for- setavalds, Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra og Loga Einarsson for- seta hæstaréttar við komuna til Keflavikur i gær. (Timinn mynd Gunnar) FORSETAHJONIN ERU KOMIN HEIM ÓV-Reykjavfk. Forseti Islands dr. Kristján Eldjárn og kona hans, Halldóra Eldjárn, komu heim i gær eftir tæprar viku dvöl i Lundi I Sviþjóð, þar sem forsetinn var gerður að heiðursdoktor við háskólann. 1 för með forsetahjónunum var Pétur Eggerz ambassador, en á flugvellinum tóku á móti forseta- hjónunum handhafar forseta- valds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.