Tíminn - 26.08.1972, Síða 3

Tíminn - 26.08.1972, Síða 3
Laugardagur 26. ágúst 1972 TÍMÍftN Friðrik Ólafsson skrifar um 18. skákina 1 Iv.: Fischer. Sv.: Spasski ABCDEFGH œ •4 11 WM o Oi * iS s M iil M H H m Biðskákin Menn voru ekki á eitt sáttir hvernig meta bæri stöðuna, þegar skákin fór i bið s.l. fimmtudagskvöld, enda engan veginn auðvelt að meta svo flókna stöðu i snarheitum. Margir hölluðust að þvi, að möguleikar Fischers væru vænlegri, en óvist, að þeir væru afgerandi. Helztu annmarkarnir á stööu hvits er hin innilokaða staða kóngsins á al og óvirkur hrókur á bl, sem getur einungis gegnt þvi Spassky Friðrik Fischer hlutverki að verja kónginn máti. Þetta dregur mjög úr vinningshorfum hvits, enda varð raunin sú, þegar tekið var til við skákina i gær, að Fischer gerði enga tilraun til að tefla til vinnings, og lét sér nægja að halda i horfinu. Spasski virtist ekki heldur telja sig hafa efni á að leggja til atlögu og lyktirnar urðu þær, að kapparnir þráléku rétt einu sinni enn. Þegar tekið er tillit til stöðunnar i einviginu er auðskilið, að Fischer skuli ekki vilja stofna til tvisýnna átaka. Hvert jafntefli færir hann óðfluga nær titlinum, en möguleikar Spasski dvina að sama skapi. 44. I)h6 DLl Spasski vill ekki leyfa drottningarskák á e3, sem mundi hefta hreyfifrelsi svarta liðsaflans. 45. Dh7 Dc6 45. — Hdl strandar á 46. Hxf6+ og 45. — Hd2 þjónar engum tilgangi vegna t.d. 46. Dh3, sem felur i sér ýmsar óþægilegar hótanir. Sama er um 45. — Hc2 að segja, sem hvitur svarar með 46. Dg8. 46. Dh6 47. I)h7 42. 43. Hf7 Dc6 Hd6 Df3 Dc6 Jafntefli F.Ó. 18. einvígisskákinni lauk með jafntefli: Sigur Fischers svo til innsiglaður - þótt opinberan stimpil skorti ennþá - KT—Heykjavik 18. einvigisskákinni lyktaði meö jafntefli eftir 47. leik. Þegar tekiö var til viö skákina að nýju i gær, kom i ljós, að hvorugur aðil- inn mátti hreyfa sig án veru- legrar áhættu. Kapparnir sættust þá á jafntefii og varö endir skákarinnar — sem framan af var mjög fjörug — þvi leiðinlegt þrátefli. Kftir þetta fimmta jafntefli i röð hefur Fischer hlotið 10 1/2 vinning og skortir þvi aðeins 2 vinninga úr 6 skákum, sem hugsanlega á eftir að tefla i einviginu, til að hreppa heims- meistaratitilinn. Sigur Fischers er svo gott sem innsiglaður, þótt opinberan stimpil vanti enn til staðfestingar. Með sama áfram- haldi ætti hann að fást i næstu viku. Um biðskákina er fátt eitt að segja. Við upphaf hennar mátti heyra á skákmeisturum, sem höfðu grandskoðað biðstöðuna, aö jafntefli væri sennilegust úrslit. Þó voru ýmsir (m.a. sá, sem þetta ritar), er töldu útlit fyrir langa og stranga viðureign á hvit- svörtu borðinu. I fyrstu var eins og báðir keppendur þreifuðu fyrir sér án nokkurs árangurs. Hvorugur hætti á afgerandi sóknaraðgerðir og þvi minnti viðureignin á staðnaðan skotgrafahernað Fyrri heimstyrjaldarinnar. Að þessu sinni aftur á móti saminn friður eftir stuttan tima. Ég ræddi stuttlega við Friðrik Ólafsson um úrslitin. ,,Að minu áliti hætti Fischer sér ekki út i hæpnar vinningstilraunir. Spasski var hins vegar i vörn og átti ekki um annað að velja en þiggja jafntefli, þegar það gafst. Að öðru leyti er fátt um biöskákina að segja”, sagði Friðrik að lokum. 19. einvigisskákin verður tefld á sunnudag og hefst að venju kl. 5 siðdegis. Spasski hefur hvitt og hlýtur nú að láta til skarar skriða, ef vonargneisti um sigur i einviginu býr innra með honum. Æskulýðsfulltrúi ferðast um landið og heldur samkomur Mjög stór hafrækja út af Djúpi GS—ísafirði Vélbáturinn Hugrún frá Bol- ungarvik hefur farið tvær ferðir á hafrækjuveiðar á mið, sem rann- sóknarskipið Bjarni Sæmundsson fann i fyrra. Fékk hann til þessara veiða rækjunót hjá Neta- gerð Vestfjarða. Miðin eru út af Isafjarðardjúpi og tekur veiðiferðin nálægt einum sólarhring. Fékkst ein lest af mjög stórri rækju. 140 i kiló- grammi. i annarri ferðinni, en 1300 kilógrömm i hinni. Þessa mynd tók Guðmundur Kinarsson, aðstoðaræskulýösfulltrúi kirkjunnar af samferðarmönnum sinum i væntanlegu ferðalagi. Þeir eru Guðmundur Björgvinsson, Ingi Bogi Ingason og Skotinn John Aron. ÓV—Reykjavik A næstu 10-15 dögum mun Guð- mundur Einarsson, aðstöðar- æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar, s'tanda fyrir unglingavökum viðs- vegar um landið, og heldur hann t'yrstu vökuna á Höfn i Hornafirði annað kvöld. Verður siðan farið um Austfirði og Norðurland og siðan á Snæfellsnes og haldnar samkomur á leiðinni. 1 viðtali við fréttamann Tim- ans sagði Guðmundur aðdrag- anda þessa máls vera þann, að hann hefði farið til Skotlands i fyrrasumar i boði skozku kirkj- unnar. — Ég tók þar þátt i svo- kallaðri „summer mission” sem er ákafléga vinsælt fyrirbæri hjá ungu. kristnu fólki i Bretlandi. Það notar gjarnan sumarleyfi sitt til að ferðast i hópum og halda kvöldvökur, ..pikknikka”, barna- samkomur og fleira i svipuðu boðunarstarfi. Skozka kirkjan hefur gert geysilega mikið af þessu. Ég var þarna sem nemandi, sagði Guðmundur ennfremur, og núna fer ég og ætla að reyna að koma þessu sama af stað hér á tslandi. Hingaðereinmitt kominn enskur piltur, sem var samtima mér i Skotlandi i fyrra, og hann verður okkur leiðbeinandi á ferðalaginu. John Aron heitir hann. Þess utan eru tveir piltar, Guðmundur Björgvinsson og Ingi Bogi Bogason. sem munu syngja og leika á gitara kristileg lög i poppútsetningum. Þeir hafa komið viða fram og fengið ágæta dóma. Guðmundur sagði einnig, að jafnframt yrðu þeir félagar með kristilegar plötukynningar, kynntu nýjar, kristilegar rokk- óperur — en ekki Jesus Christ — Superstar. sagði Guðmundur. —'Tilgangurinn er, sagði Guð- mundur, að koma á þessu sama starfi hérlendis, helzt aö íerðast um landið með vissu millibili og heimsækja unglinga á hinum ýmsu stöðum. halda með þeim unglingavökur og komast i nánari snertingu við þau. Það gæti áreiðanlega ekki einungis gert okkur gott, að kynnar vel ung- lingum viðsvegar um landið, heldur þeim einnig. 3 Þeir munu þekkjast, þótt þeir máli yfir nöfn og númer Kftir fregnum frá Bretlandi að dæma virðast brezkir togarar ætla aö brjóta al- þjóðlegar siglingareglur og alþjóöasamninga með þvi að mála yfir nafn og númer. Auðvelt á þó að vera að þekkja lögbrjótana, þvi að islenzka landhelgisgæzlan á myndir af brezku togurunum og það verða teknar myndir af þeim, þegar þeir koma á tslandsmiö og af þeim gögnum er auöveldlega hægt að sanna, hver togarinn er. Kn furðulegt er það, ef brez ka ríkisstjórnin leggur blessun sina yfir þessi lögbrot brezkra skipa. Myndum órofa samstöðu í landhelgisbaráttunni í forystugrein Nýs lands er fjallað um landhelgismálið. Þar segir: „Úrskurður Haagdóm- stólsins i landhelgismálinu liggur nú fyrir, og er hann mcð þcim hætti, að rikisstjórnin hefur ekki séð sér annað fært en að mótmæla honum ein- dregið. i yfirlýsingu frá henni er bent á, að islendingar viðurkenni ekki lögsögu dóm- stólsins um fiskveiði- lögsöguna, enda hafi land- helgissamningnum við Breta og Vestur-Þjóðverja frá 1961 veriö sagt upp á lögmætan hátt. Samt felli dómurinn úrskurð án þess að hafa tekiö afstöðu til þess, hvort hann hafi lögsögu i málinu. Úrskuröurinn sé þvi á engan hátt bindandi fyrir islendinga og rikisstjórnin sé staðráðin i þvi að láta koma til fram- kvæmda útfærslu fiskveiöilög- sögunnar út i 50 milur 1. sept. n.k.. eins og Alþingi islendinga hafi einróma sam- þykkt. Um þennan dóm Haagdóm- stólsins inætti að sjálfsögðu fjöiyrða, en nú riður á, að allir íslendingar standi saman scm einn maður og fylki sér um rikisstjórnina i þessu lifs- spursmáli islenzku þjóðar- innar. Hér mega ekki undir neinum k ri ng u m stæðu m komast að þröng flokkspóli- tisk sjónarmið. Morgunblaöiö getur þó ekki stillt sig um að vera með alls konar dylgjur i garð rikisstjórnarinnar um, að illa hafi verið haldið á málinu i sambandi við málflutninginn fyrir dóm- stólnum i Haag. tslendingar hefðu átt að senda þangaö málsvara sinn. Þetta er van- hugsaö, þar sem islendingar viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins. Sannleikurinn er sá, að landhelgissamningur- inn frá 1961, sem viðrcisnar- stjórnin stóð að, cr með mestu óhappaverkum,sem gerð hafa verið i utanrikismálum tslendinga á siðari timum. Við þennan arf er núverandi ríkis- stjórn aö reyna að losa sig. Morgunblaðiö ætti aö sjá sóma sinn i þvi að hafa hægt um sig i þessu máli og vera ekki að reyna að auka á vandann með fávisu tali. Það eina, sem nú skiptir máli, er full og afdráttarlaus samstaða þjóð- arinnar i landhelgismálinu. Annað þjónar ekki hags- munum islendinga”. —TK

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.