Tíminn - 26.08.1972, Side 6

Tíminn - 26.08.1972, Side 6
6 TÍMINN Laugardagur 26. ágúst 1972 Bréf landbúnaðarráðherra til Björns Matthíssonar Hr. hagfr., Björn Matthiasson, Scölabanka tslands, Reykjavik. Þvi miður átti ég ekki kost á þvi að hlusta á þátt yðar ,,Um daginn og veginn”, sem þér fluttuð i Rikisútvarpinu 14. þ.m. Vegna blaðaummæla, sem eftir yður eru höfð úr þessum þætti og umtals, sem mér hefur borizt til eyrna, óskaði ég eftir þvi við Rikisútvarpið s.l. föstudag, að fá afrit af erindi yðar og það barst mér nú i morgun. Eftir að hafa kynnt mér erindið, bæri mér að sjáifsögðu að þakka yður þá um- hyggju, sem þér sýnið þeim málaflokkum, sem ég fer með sem ráðherra. Geri ég það að sjálfsögðu, svo sem verðugt er. Ég hef reynt að eyða i það eins litlum tima og mögulegt hefur verið, að gera athugasemdir við ýmsar frásagnir af störfum minum eða málaflokkum, sem ég hef með að gera. Af þessum sökum hef ég einnig farið mér hægt út af frásögn yðar i áður- greindu erindi, enda ekki átt kost á að fá fullkomnar heimildir um erindið fyrr en i dag. Ég get ekki komizt hjá þvi að láta i ljósi nokkra undrun yfir þeim vinnu- brögðum, sem mér sýnist þér Kjárntálaráðherra, llalldór K. Sigurftsson, Arnarhvoli. Ég vil þakka yður kærlega fyrir bréf yðar dagsett 21. ágúst, en það barst mér daginn eftir og svara ég þvi nú svo fljótt sem mér er kostur. Hef ég farið þess á leit við dagblaðið Timann að birta bréf yðar svo og svar mitt. i bréfi yðar ræðið þér þá skoðun mina, að sjóðshalli rikissjóðs sé óðelilega mikill á þessu ári og stuðli að þenslu i eftirspurn i landinu, sem betur hefði ekki ver- ið. Hafði ég i erindi minu bent á, að staða rikissjóðs gagnvart Seðlabankanum verznaði um 850 millj. krónum meira i fyrra helmingi ársins 1972 en á sama tima ári áður. Þessi aukning á árstiðabúndnum yfirdrætti rikis- sjóðs i Seðlabankanum er miklu meiri en svo að minu viti, að hún verði skýrð með áhrifum 1.300 millj. króna hækkunar á útgjöld- um rikissjóðs vegna sveitar- félaga og sjúkrasamlaga. Með orðum minum um Sjóðs- stöðu rikissjóðs vildi ég láta koma fram, að það eru ekki launahækk- anir einar, sem hér á landi valda verðbólgu, heldur hefur þenslu- stefna stjórnvalda varðandi fjár- reiður rikissjóðs haft þarna áhrif á. Tók ég það skýrt fram i erindi minu, að þetta vandamál sé fyrir hendi hér á landi, hvaða rikis- stjórn sem i hlut á. Megið þér á engan hátt skilja orð min svo, að ég sé að vega að yður eða núver- andi rikisstjórn með þessum orð- um, enda hafið þér sjálfur barizt fyrir þvi, að ráðdeildar og hag- sýni sé gætt i rikisrekstrinum. Af þessum orsökum get ég ekki fall- izt á, að samanburður minn sé óheiðarlegur, ein*og þér látið að liggja i bréfi yðar. Siðastliðinn þriðjudag skrifaði ég grein i Morgunblaðið, þar sem ég geri landbúnaðarmál að um- ræðuefni. Leiðrétti ég þar tölur, sem ég fór rangt með i Rikisút- varpinu i umræddu erindi. Vil ég endurtaka þær tölur hér, svo þeir lesendur Timans, sem ekki sjá Morgunblaðið, geti sjálfir kynnt sér málið. Hefði átt að vera svo: Á árinu 1970 nam framleiðsla landbúnaðarafurða samtals 3.673 millj. króna að verðmæti, reiknað á þvi verði, sem bændur fá fyrir framleiðsluna. Á sama ári voru útgjöld úr rikissjóði tengd land- búnaði 1.229 millj. króna. Þar af voru útflutningsuppbætur 332 millj. króna, verðlagsuppbætur innanlands 571 mitlj. króna, en önnur útgjöld til landbúnaðar- mála 326 millj. króna. Útgjöld rikisins tengd landbúnaði hafa hafið viðhaft, er þér sömduð þetta erindi. Vil ég i þvi sambandi nefna stöðu rikissjóðs við Seðla- bankann, sem þér greinið frá á milli áranna 1971 og 1972. 1 þvi sambandi vil ég vekja athygli yðar á þvi, sem ég taldi þó óþarft vegna þeirra miklu umræðna sem oröið hafa um breytingu á skatta- kerfinu og tilfærslu á útgjöldum milli rikissjóðs og sveitarfélaga, og tæplega geta hafa framhjá yður farið, að iltgjöldin sem rikis- sjóður tók að sér vegna sveitarfé- laga og sjúkrasamlaga, voru um 1300 milljón krónur, komu að sjálfsögðu, svo sem önnur útgjöld rikissjóðs hlutfallslega til fullra framkvæmda á fyrra helmingi ársins 1972. En teknanna, sem aflað er til að mæta þessum út- gjöldum, er nú aflað með tekju- skatti, svo sem yður er kunnugt um, sem ekki var álagður fyrr en seint i júli eða fyrstu dagana i ágúst. Er þvi augljóst að þessi samanburður yðar er vægast sagt ekki nákvæmur og nálgast það að vera ekki heiðarlegur. Þann þátt i erindi yðar er sneri að efnahagsmálum skal ég ekki ræða frekar, en vil hins veg- ar senda yður upplýsingar um þann þáttinn er varðaði landbúnaðarmál. En áður en þvi numið um þriðjungi af öllum þeim brúttótekjum, sem bændur fengu á þvi ári. Þessi heildarupp- hæð, þ.e. 1.229 millj. króna, er mjög nálægt niðurstöðu Rikisbók- haldsins (1.206 - 1.247 millj. króna) og Eramkvæmdastofnun- ar rikisins (1.217 millj. króna). 1 erindi minu sagði ég ennfrem- ur, að tölur fyrir 1971 iægju ekki fyrir og voru þvi upplýsingar um það ár ekki eins góðar og skyldi. Siðan hafa mér borizt upp- lýsingar um þetta efni. Eftir þvi sem næst verður komizt, nema útgjöld tengd landbúnaði 1971 um 2.360 millj. króna, en þar af eru niðurgreiðslur á verðlagi land- búnaðarafurða innanlands 1.550 millj. króna, útflutningsuppbætur rúmar 400 millj. króna og önnur útgjöld til landbúnaðarmála um 410millj. króna. Á árinu 1971 nam landbúnaðarframleiðslan sam- tals 4.568 millj. króna, sem þýðir, aft útgjöld rikissjófts tengd land- húnafti liafa árift 1971 numift tæp- uin 52% af heildarframleiöslu- verftmæti landhúnaftarafurfta. Ég vil leggja rika áherzlu á, að ég er ekki að nefna þessar tölur til að uppmála bændur sem ein- hverja ölmusuþiggjendur, heldur vil ég með þessum tölum undir- strika, að útgjöld tengd landbún- afti eru komin úr öllu skynsam- lcgu samhengi vift heildarútgjöld rikisins og er brýn þörf á aft end- urskofta þessi mál. í bréfi yðar haldið þér þvi og fram, að hinar gifurlegu niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum komi landbúnaði hreint ekkert við, heldur sé þetta ,,aðgerð i efnahagsmálum”. Eins og ég benti á i grein minni i Morgunbi. á þriðjudag, er verð á land- búnaðarafurðum aö niðurgreiðsl- um slepptum nú orðið svo himin- hátt, að þessar vörur væru mjög siður seljanlegar, ef niðurgreiðsl- urnar kæmu ekki til. Hræddur er ég um, að neytendur mundu spara við sig kaup á land- búnaðarafurðum, ef smjörkilóið væri komið á fimmta hundrað krónur eða mjólkurlitrinn i nær þrjátiu krónur, en það mundi verðið vera, ef niðurgreiðslur væru afnumdar. Þar að auki verður rikisjóður að taka það fé einhversstaðar, sem hann ver til niðurgreiðslna á landbúnaðar- afurðum, en það getur hann ekki gert öðruvisi en með sköttum og tollum. Þær álögur leggjast á alla landsmenn, sem eru jú einn og sami hópurinn og neytendur land- búnaðarafurða. Fæ ég ekki séð, að sú fullyrðing geti staðizt, að niðurgreiðslur á verði landbún- aðarafurða séu aðeins almennt hagstjórnartæki, sem bændum að upplýsingunum er komið, vil ég láta i ljós undrun mina á þvi, að maður með yðar þekkingu og i yðar starfi, skuli leyfa sér svo fráleita hluti að halda þvi fram, að niðurgreiðslur, sem gerðar eru sem aðgerð i efnahagsmálum og ekki tileinkuð einum atvinnuvegi öðrum fremur, séu framlag til landbúnaðar. Ég hef hins vegar beðið rikisbókhaldið að taka fyrir mig sundurliðaða greinargerð úr rikisreikningi 1970, um framlag til landbúnaðar og framlag til niðurgreiðslna það ár. Getið þér af þvi séð, hvað þér hafið verið langt frá raunveruleikanum i frá- sögn yðar i þeim tölum, sem þér notuðuð i áðurgreindu erindi. Þar sem að þér lögðuð þær til grund- vallar við samanburö á tekjum bændastéttarinnar og annarra stétta, samanber þetta: „Til samanburðar skal geta þess, að brúttótekjur á framteljanda i Reykjavik námu 271 þúsundi króna árið 1971 eða réttum 3/4 af meðalstyrk úr rikissjóði á hvern bónda i landinu ” og slik frásögn gæti haft alvarlegar afleiðingar á skoðanir manna og umræður um þessi mál, svo sem fram hefur komið i blööum, leyfi ég mér að fara þess á leit við yður, að þér birtið opinberlega leiðréttingu á þessum missögnum yðar. Reykjavik, 21. ágúst 1972. Ilalldór K. Sigurftsson. komi ekki til góða umfram aðra. Til að sjá þetta enn betur, er heppilegt að hugleiða, hvað mundi gerast, ef allar niður- greiðslur á landbúnaðarafurðum yrðu afnumdar. Mundi þá sala á öllum landbúnaðarafurðum ef- laust dragast stórlega saman, nema hugsanlega á nýmjólk. Safnast mundu miklar birgðir af- urða, sem siðar yrði annaðhvort að fleygja eða selja til útlanda fyrir gjafverð. Á þessu sést i hve mikinn vanda landbúnaðurinn er kominn og hversu óhugnanlega bændureru orðnir háðir fjárútlát- um rikisins. 1 bréfi yðar óskið þér þess, að ég leiðrétti fyrri tölur minar um það, hve útgjöld rikisins tengd landbúnaði séu á hvern bónda i landinu. Er mér ljúft að gera það. Miðað við, að bændur séu 4.900 á öllu landinu, hafa slik útgjöld numið 251 þúsundi kr. á hvern bónda árið 1970. Er þetta næstum eins há upphæð og brúttótekjur á hvern framteljanda i Reykjavik á sama ári, en það meðaltal nam 271 þúsundi króna. Þá verð ég og að bæta þvi við, að á árinu 1971 voru Kunisvarandi útgjöld rikis- ins til landbúnaftarmála komin i um 180 þús. krónur á hvern bónda og höfftu þannig nær tvöfaldast á einu ári. Yður er eflaust kunnugt um, að Framkvæmdastofnun rikisins hefur birt bráðabirgðaniðurstöð- ur þess efnis, að nær 13% af vinnuafli landsmanna hafi árið 1969 starfað við landbúnað, en aftur á móti skili þessi atvinnu- grein ekki nema 7,5 % af þjóðar- framleiðslunni. Á sama ári er tal- ið, að meðalvinnuaflsafköst i landbúnaði hafi ekki verið nema 59,7% af meðalafköstum fyrir þjóðarbúið i heild. Vert er að bæta þvi við, að sömu heimildir (OECD Economic Survey, Iceland, March 1972 með tölum frá Fram- kvæmdastofnun rikisins) sýna, að vinnuaflsafköst i sjávarútvegi og fiskvinnslu eru 16,2% yfir meðal- tali þjóðarbúsins, eða með öðrum orðum nær tvöföld á við afköst i landbúnaði. Ég tel. að sú stefna i land- búnaðarmálum. sem hér hefur verið rekin undanfarna þrjá ára- tugi, eigi höfuðsökina á þvi, að nú sé svona illa komið fyrir landbún- aðinum. Vænti ég þess eindregið, sem og allir bændur hljóta að gera, að þér beitið yður fyrir þvi i ráðherratið yðar, að með gjör- breyttri stefnu i landbúnaðarmál- um, verði bændum aftur gefinn kostur á að skila sinum fulla skerf i framleiðslu landsmanna, frjáls- ir og óháðir gjafmildi rikisins. Meft vinsemd og virftingu, Reykjavik, 23. ágúst, 1972. Björii Matthiasson. Svar Björns Matthíssonar Stytta Ríkarðs Jóns- sonar myndhöggvara Fyrir allmörgum árum hófu tiu menn fjársöfnun til þess að láta gera styttu af Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Fengu þeir Rikarð Jónsson mynd- höggvara til þess að gera styttuna. Nú eru fjórir forgöngu- manna þessa máls látnir — þeir Bjarni Bjarnason á Laugarvatni, Helgi Bene- diktsson i Vestmannaeyjum. Helgi Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri og Hilmar Stefánsson bankastjóri. Lifs eru þeir Albert Guðmundsson, Halldór Sigfússon, Hjálmtýr Pétursson, Jón ivarsson, Sigurjón Guðmundsson og Þórir Baldvinsson. Þeir hafa ákveðið að leiða þetta mál til lykta eins og meðfylgjandi plagg ber með sér. ÁVARP Það leikur ek-i á tveim tung- um, að Jónas Jónsson frá Hriflu var það, sem kallast má maður aldarinnar — mikilmenni, sem gnæfir hátt yfir samtið sina. Jónas Krist- jánsson, forstöðumaður hand- ritastofnunarinnar, kemst svo að orði um hann, að hann hefði verið „afkastamesti rit- höfundur Islands frá upphafi bókaldar allt til þessa dags”. Rikarður Jónsson mynd- höggvari gerði styttu af Jónasi ári fyrir andlát hans, og sat hann sjálfur fyrir hjá lista- manninum. Styttan er tákn brautryðjandans, sem stigur fram á sviðið á fyrstu áratug- um aldarinnar, frábær að allri gerð, og voru báðir, listamað- urinn og Jónas sjálfur, mjög ánægðir með hana. Það voru tiu menn, sem gengust fyrirþessu og er okk- ur, sem eftir lifum, áhugamál, að fyrirætlanir okkar verði til lykta leiddar á meðan Rikarðs Jónssonar nýtur við. Hann er nú 84 ára, en þó enn við sæmi- lega heilsu, og hefur fullan hug á að geta lokið við þetta verk. Margir munu eflaust vilja hýsa Jónas Jónsson frá Hriflu, til dæmis opinberar stofnanir og samvinnuhreyfingin, sem hann helgaði svo mikið af lifi sinu og starfi. Einstaklingar og félags- samtök, sem vilja láta fé af hendi rakna til styttu af Jónasi Jónssyni, gerðri samkvæmt mynd Rikarðs Jónssonar, geri svo vel að útfylla með fylgjandi eyðublað: Nafn: Heimilisfang: Fjárhæö: Peningarnir sendist með þessum miða til Samvinnu- Fyrir hönd banka Islands Háaleitisbraut framkvæmdanefndar 68, Reykjavik. Hjálmtýr Pétursson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.