Tíminn - 26.08.1972, Qupperneq 9

Tíminn - 26.08.1972, Qupperneq 9
TÍMINN Laugardagur 26. ágúst 1972 Laugardagur 26. ágúst 1972 TÍMINN iii d ef*i iii M ................IhÍIIÍii ■■ImimmiiHiilllaiiiiillii INGÓLFUR DAVÍÐSSON: Komíð að Laugarvatni Langferöabíllinn ekur aö kveldi austur aö Laugarvatni. Kjarni farþeganna aö þessu sinni eru húsmæörakennaraskólastúikur aö koma úr sumarfrii. Þær eru brúnar og sællegar og syngja ætt- jaröarljóð. Að morgni vakna ég við barns- grát. Tvær stúlknanna eiga þriggja mánaða ungbörn, sem barnfóstra gætir. Feðurnir dug- legir námsmenn og allt i lukkunnar velstandi. Börnin eru i'ærð inn á dagstofugólfið og mynduð saman. Drengurinn tekur i arm telpunnar, en hún stjakar við honum. Kannski verða þetta hjón segir einhver. Hver veit, ekkert hefðum við á móti þvi, segja mæöurnar bros- andi. Bráttersetzt að morgunhress- ingu, en fyrst sunginn morgun- söngur. Stúlkurnar velja sálm til skiptis. Þetta er íallegur siður og ég minnist þess, er við nemendur söfnuðumst saman á sal hvern morgun til söngs i gagnfræða- og menntaskólanum á Akureyri. Að loknum söng og árbit taka stúlkurnar til, og siðan er farið i gönguferð að læra að þekkja jurtir og safna þeim. Það er hægur andvari og sól skin i heiði. Við höfum tvo daga til söfnunar og göngum upp i skógarhliðina og niður að vatninu og út um mýrar. Nemendur safna jurtum i plast- poka, þannig haldast þær óskemmdar, þangað til heim er komið. Þá eru jurtirnar lagðar til fergingar i dagblöð milli tveggja þykkra krossviðarfjala. Sumar pressurnar eru vel útbúnar með ólum eða skrúfaðar saman. En hægt er lika að nota bara lausar íjalir og leggja þungan stein ofan á. Um að gera að hafa nóg dag- blöð, nóg til skiptanna, þvi að fyrst i stað þarf að skipta daglega um pappir á jurtunum. Pappirinn drekkur i sig safa úr þeim. Það má laga jurtirnar svo að þær breiði sem bezt úr sér, þegar skipt er um i fyrsta sinn. Nú var brakandi þurrkur, svo að jurtirnar þornuðu fljótt. Stúlkurnar höfðu byrjað að safna fljótlega eftir að þær komu austur i vor, og voru þegar byrjaðar að lima vel þurrkaöar jurtir á stinn pappirsspjöld. Sögðu þær for- eldra sina hafa orðið steinhissa á þvi, hve margar jurtir þær þekktu, er þær komu heim i sumarfriinu. Nú sjáum við fegurð og fjölbreytni gróðursins mun betur en áður, og það er sannarlega gaman að þvi. Heima i skólanum beið græn- meti á borðum, ræktað á slaðnum. Stúlkurnar hafa hver sinn reil að annast, og læra undir- stöðuatriði garðyrkju. Við fengum salat og spinat, hreðkur, blómkál, gulrætur, grænkál i súr- mjólk, tómata, gúrkur, steinselju og sólselju, ásamt heimabökuðu rúg- og heilhveiti- brauði, og kaffi, tei og mjólk. Þetta var herramanns- matur. Annan dag fengum við silung úr Apavatni og grasa- mjólk. Fjallagrösin höfðu nem- endur nýlega tint uppi á Hvera- völlum — og fengið miklar birgðir. Silungurinn i Apavatni er frægur frá fornu fari. í þætti Sighvats skálds segir m.a.: ,,1 Apavatni er fiskveiði mikil. Þeir sátu á isnum og sáu fram koma mikinn fisk og fagran og gátu eigi veiddan. Þar var á vist Aust- maður nokkur, vitur maður og dæmafróður. Bað hann Sighvat fara á vatnið og bjó til veiðarfæri hans. Dró Sighvatur hinn fagra fisk og er þeir komu heim var soðinn fiskurinn. Þá mælti Aust- maður að Sighvaiur skyidi fyrst eta höfuðið af fiskinum og kvað þar vit hvers kvikindis fólgið. Sighvatur át höfuðið og allan fiskinn og þá kvað hann visu þessa: ,,Fiskur gengur oss að óskum” o.s. frv. (sjá þátt hans). Gerðist Sighvatur siðan mikið skáld og var i miklu áliti við hirð Noregskonungs. Tveir litlir silungshausar úr Apavatni komu á borð hjá okkur, og voru stúlkurnar ekki seinar að gripa þá og eta! Eftir matinn skoðaöi ég vel hirta garðreiti nemendanna. Auk matjurtanna, sem þegar eru nefndar, uxu þar kartöflur, rófur, hvitkál, blöðrukál, rauðrófur, silfurblaðka, graslaukur, karsi, mustarður, garðakerfill, spergil- kál og pastinakk. Nemendurnir munu breiða út þekkingu á garðrækt og notkun ýmissa kryddjurta. Það væri m.a. verðugt viðfangsefni að kenna þjóðinni að meta og eta grænkál. Það er harðgerðast og fjörefna- rikast allra káltegunda. Getur þrifizt á hverju byggðu bóli á tslandi, þolir talsvert frost og getur þvi staðið úti fram á vetur. Mörg börn eru sólgin i það hrátt, rifið eða saxað, t.d. með súr- mjólk. Lika er það ágæu i súpur eða matreitt sem spinat. Og silfurblöökuna ættuð þið að reyna, hún er lika harðger. Góð sem spinat og blað- leggirnir einnig i súpu með kjöti, þegar liða fer á sumarið. Sólscijan(dillan) er prýðileg með sildarréttum o.s. frv. ,,úr mörgu er að velja”, segir Vigdis skóla- stjóri. Hún ljómar af hreysti, ný- komin úr gönguferð til Þingvalla. Bæði fjölær blóm og sumar- blóm eru ræktuð við húsið ..Lindina”, sem Ragnar Ásgeirs- son lét byggja á ráðunautsárum sinum. Humall og mariuklukka klæða veggina grænum skrúða á sumrin. Vel leit út með berjatekju i ribsrunnunum úti fyrir, og stór- vaxnar bjarnarklær(Heracleum) breiddu út hvita risavaxna blóm- sveipina. Bjarnarkló vex hér og hvar á Laugarvatni. hún er sannarlega mikilfengleg, en ekki ætti að handfjatla hana mikið, þvi að sumir frá útbrot af þvi Við gengum lit að Eyvindar- tungu i grasaleit, og sáum álengdar 19 manna riddarasveit Þorkels bónda. Ekki sást jóreykur, þvi að ..leigu- knaparnir” fóru fetið og sátu stifir sem styttur i söðlunum. enda flestir útlendir ferðamenn. sem sennilega hafa ekki komið á bak islenzkum hesti fyrr. Við vikum lika upp i skóginn til að skoða tré og blómgresi. Talsvert var niðurtrampað eftir verzlunarmannahelgina, en ömurlegt var að sjá, hvernig um- gengni of margrá hafði verið, þótt ekki virtist um verulegar skemmdir á trjánum að ræða. Þarna var eftir skilið ótrúlega mikið af rusli, matarleifum alls konar, flöskum og flöskubrotum, niðursuðudósum, klútum og fleiri spjörum, hitabrúsum, plasti, pappir og jafnvel tjaldbotnum. Nokkrir höfðu auðsjáanlega haft að leik að vefja löngum ræmum af klósetpappir utan um greinar trjáa og runna og teygt sig hátt til þess. Mannfjöldinn var mikill, svo að erfitt hefur verið að hafa gát á öllu — og búa svo mörgu fólki sæmileg skilyrði. Langflestir ganga vel um, en ekki þarf marga „gikki i veiðistöð” til að setja leiðinlegan blæ á samkomu og umhverfi. Þaö verður mikið verk að hreinsa til i skóginum og við tjaldstæðin. Út hliðina sáum við yfir hjól- hýsaþorpið og yfir friðsælt vatnið. Róðrarbátar fást til leigu en vélbátar munu bannaðir, sem betur fer. Menn reru um vatnið og nutu veðurbliöunnar. Margir horfðu yfir til Heklu og ræddu um, hve lengi sú gamla mundi nú sitja á strák sinum. „Hamförum hættu i hundrað ár tröll,” var eitt sinn kveðið. BORG í SKJÓLI TRJÁNNA Ljáið mér rúm fyrir tvær eða þrjár athugasemdir við greinina, Tré i skjóli borgarinnar, sem ég hafði mjög gaman af að lesa og eins af myndum þeim, sem grein- inni fylgdu. (Timinn 22. ág. 1972.) Þorvaldur Thoroddsen segir svo i Lýsingu íslands að trén, álmur og hlynur, við Laufásveg 5 séu gróðursett 1888. 1 greininni segir 1886. Þetta skiptir litlu máli, en til gamans má geta þess, að hann fékk trén hjá tengdamóður sinni, Sigriði Bogadóttur, konu Péturs biskups. Hún hafði fengið trén frá Skotlandi, en svo þrýtur upplýsingarnar. Álmurinn við Túngötu 6 er að likindum jafngamall álminum i gömlu gróðrarstöðinni, og hann er yngri en 70 ára. Ég hef tekið borprufu úr stofni hans og talið árhringi. Tel ég liklegt að hann sé gróðursettur nálægt 1910, en þori ekki að fullyrða neitt ákveðið ár. t sambandi við álm má geta þess, að á f jölmörgum stöðum hér i bæ, einkum við hús, sem reist voru á timabilinu 1935 til 1939, eru til fallegir álmar, ættaðir frá Beiarn i Noregi, én þar er nyrsti vaxtar- staður álms i heiminum. Einn sá fallegasti er við hús á Karlagötu' og er yfir 11 m á hæð. Sagan um askinn á Laufásvegi 43 á sér enga stoð. Ragnar Ás- geirsson plantaði honum 1928 á meðan hann var forstöðumaður gróðrarstöðvarinnar i Reykjavik. Ég kom hvergi þar nærri, var er- lendis við nám um þær mundir, og sá ekki askinn fyrr en einhvern tima á árunum eftir 1940. Mér þótti þá strax vöxtur hans og þroski með ólikindum, enda van- trúaður á ræktun asks hér á landi. Allir þeir, sem ég hafði séð fram til þessa, lifðu kramarlifi og gátu Hákon Bjarnason hvorki lifað né dáið. En þetta varð til þess, að eftir striðið aflaði Skógrækt rikisins sér fræs af aski frá nyrztu vaxtarstöðum hans i Noregi. Tré af þvi fræi virðast lifa góðu lifi i Fljótshliðinni og eru nú allt að fjórir metrar á hæð. Ég brosti með sjálfum mér þegar ég las undirskriftina að myndinni af reyniviðunum á Mýrargötu, en þar vaxa tré i skjóli borgarinnar. Hins vegar hefði greinin allt eins getað heitið „Borgin i skjóli trjánna,” þvi að vindar og stormar mundu miklu harðari hér i borg, ef það værienginn trjágróður við hús og meðfram götum. Sennilega þyrfti aldrei að sópa göturnar i Reykja- vik, ef þar væru engin tré. Með þökk fyrir góðar myndir og ágæta grein. Hákon Bjarnason. Getur líf leynzt á bak við þessa mekki? Skyldi annars leynast lif á þess- um hnetti, sem við sjáum þarna, umvafinn gasskýjum? Getur hugsazt að hann sé byggður á ein- hverjum verum, kannski skyni gæddum? Það er náttúrulega erfitt að segja blákalt nei við svona spurn- ingu. Myndin sú arna er tekin i þrjátiu og sex þúsund kilómetra fjarlægð, og það er auðvitað drjúgur spölur. Hins vegar er með öllu ógerlegt að sjá þar nokk- ur merki lifs. Andrúmsloftið um- hverfis þennan hnött er aðeins þunnt lag, ekki þykkara en nokk- ur hundruð kilómetra, og i þvi er mikið af köfnunarefni, allt að 78% og eitthvað 20% súrefni. Þessi hnöttur geislar frá sér nokkrum hita, þar eru öflug segulsvið og mikil geislavirkni á yfirborði, sem mælir gegn þvi, að þar leyn- ist lif. Það er von, að svona hnöttur sé skoðaður af talsverðri forvitni og ekki umsvifalaust gleypt við þeirri kenningu, að þar kunni lif að hafa þróazt. Visindin verða að hafa vaðið fyrir neðan sig og efa það sem efað verður. Annars væru þau engin visindi. Eneftirá að hyggja: Myndin er af jörðinni okkar, og við hér niöri höfum lengi staðið i þeirri trú, að hér sé lif og við eitthvað meira en draumur i huga einhverra undra- vera, sem enginn kann skil á. Einmitt um þessar mundir skelfumst við það mest, að við mannskepnurnar, sem þykjumst allri skepni annarri æðri á jörð- inni, séum að tortima sjálfum okkur og öðrum með taumlausri græðgi og illri sambúð við allt, sem lifir og hrærist, og siðast en ekki siztað kæfa allt, sjálfa okkur og annað i okkar eigin sóðaskaD. Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri: Beinu skattarnir kjaramálin Mikið hefir verið rætt og ritað um skattamálin s.l. 8 mánuði. Er það að vonum, þvi á siðasta Al- þingi voru afgreidd ný skattalög, sem kunnugt er. Á grundvelli þessara laga liggja nú fyrir skatt- skrár þessa árs. Eftir að skatt- skrárnar komu út, var með bráðabirgðalögum gerð sú breyt- ing á skattalögunum, að skatt- frjáls persónufrádráttur um 10 þúsund lifeyrisþega var hækkað- ur um ca. 40%. Að sjálfsögðu sannar þetta, að núgildandi skatt- visitala er röng og óraunhæf, og verður hún þvi að breytast i sam- ræmi við áhrif bráðabirgðalag- anna fyrir næsta skattár, enda úrelt vegna almennt hækkandi tekna manna að leggja beina skatta á almennar og hóflegar framfærslutekjur. Fyrirliggjandi skattskrár árs- ins 1972 verða að skoðast i þvi ljósi, sem þær eru i eftir áhrif bráðabirgðalaganna. Er nýju skattalögin voru sett, var þvi lýst yfir af rikisstjórninni, að þau þýddu hækkaða skattbyrði á þá, er hefðu breiðust bökin, en á þeim bökum, er væru mjó og gömul, myndi skattbyrðin léttast. Slik yf- irlýsing gefur tilefni til að sem flestir renni augum yfir skatt- skrárnar og reyni að gera sér grein fyrir, hvað felist i þessari yfirlýsingu i framkvæmd. Ég hefi reynt að gera þetta, að þvi er snertir skattskrá Reykjavikur. Virðist mér flokkun gjaldenda, samkvæmt þessari reglu, vera i aðal atriðum þannig: Skattgreiðendur með mjóu bök- in eru : Um 70% af lifeyrisþegum, álika stór hundraðshluti af at- vinnurekendum, þvi nær allir námsmenn, takmarkaður hluti verkamanna og skrifstofumanna, verulegur hluti skattsvikara, eða aðila, sem skattalög virðast ekki ná til. Skattgreiðendur með breiðu bökin, samkvæmt skattskránni, eru i megin atriðum hinir svo kölluðu launamenn. Það eru menn, sem semja við aðra um laun sin og önnur kjör. í þessum flokki eru áberandi ýmsir þeir, sem semja við f jármálaráðuneyt- ið, borgaryfirvöld, sjúkrasamlög og aðrar opinberar stofnanir. Það er þvi ekki laust við að mönnum finnist, að hið opinbera búi til breiðu bökin áður en þau eru not- uð fyrir skattbyrði. Sannar slikt meðal annars hið órofa samband sem er milli beinna skatta og hinna svo kölluðu kjaramála. Hér á eftir verða rædd nokkur þau atriði, sem litt eru rædd en tengja saman skattamál og kjaramál og gera þau óaðskiljan- leg. Áður vil ég þó taka fram, að ég tel formið á hinum nýju skattalögum til mikilla bóta frá þvi sem áður var, þar með talin lögin um útsvör og fasteigna- gjöld. Hitt er svo annað mál, sem ég fer ekki dult með, að ég tel skattfrjálsan persónufrádrátt of lágan og tekjuskattsbyrðina of þunga á allar þær launatekjur, sem háðar eru samningum. Þetta munu flestir launþegar sammála um, og telja að þessi atriði þurfi að laga i talvert rikum mæli með tilfærslu milli beinna og óbeinna skatta. Skattalög geta gjör- breytt gildandi kjarasamningum Þvi hefir verið lýst yfir af fyrr- verandi og núverandi ráðherrum, að nettótekjur manna á árinu 1971, er námu 500 til 600 þúsund krónum, eigi ekki ao skattleggj- ast úr hófi. Þetta þýðir, að svipað gildir um tekjur á árinu 1972, er nema 700 tii 800 þúsund krónum. Fróðlegt er að gera sér grein fyr- ir, hvernig þessar tekjur skiptast, samkvæmt hinum nýju skattalög- um, og er þá gert ráð fyrir óbreyttri skattvisitölu og áætlað- ur 10% munur á brúttótekjum og nettótekjum. Dæmi um þetta eru þannig, og eru þá fasteignagjöld ekki talin með: Barnlaus hjón með 800 þúsund krónur i nettótekjur greiða i út- svar og tekjuskatt kr. 342.835, 00, eða 43% af tekjunum. Ráðstöfun- artekjur hjónanna eru þvi kr. 457. 165,00. Ef nettótekjurnar hefðu verið 600 þúsund krónur, nemur útsvarið og tekjuskattur- inn 38% af tekjunum, sem þýðir að ráðstöfunartekjurnar eru kr. 370. 245,00. Einstaklingur, sem hefir sömu tekjur og hjónin sem dæmið er um, greiðir i tekjuskatt og útsvar 47% af nettótekjunum, kr. 800 þúsund. Eftir eru þá til ráðstöfun- ar skattgreiðandans kr. 423. 835,00. Ef nettótekjurnar hefðu verið kr. 600 þúsund, greiðir einstaklingurinn 44% i nefnda skatta. Eftir verður þá til ráðstöf- unar kr. 336. 915,00. Þessi dæmi nægja til að spyrja : 1. Hafi skattbyrðin verið vægari er viðkomandi samdi um sin laun, getur hann þá lengi sætt sig við, að kjarasamningi sinum sé kast- að út i horn af hinu opinbera, sem máske er hinn samningsaðilinn, en i stað hans komi skattaiög, sem efnislega gjörbreyta gildandi kjarasamningi? 2. Hvað verður eftir af ráðstöfunartekjum laun- þegans, samkvæmt framan- greindum dæmum, til að auka spariféð i landinu, og eru þó fram angreind dæmi miðuð við allháar tekjur? 3. Hvaða málefnaleg rök eru fyrir þvi að hafa i öllum kjarasamningum ógildingar- ákvæði ef gengisskráningu er breytt, en láta slikt ákvæði ekki ná til beinu skattanna? Þannig mætti halda áfram að spyrja til sönnunar þvi, að skattamál og kjaramál verða ekki aðskilin án þess að sniðganga allt málefna- legt raunsæi. Þáttur hins opinbera i kjaramálunum Fyrir um það bil tveim árum gerði Þórarinn Þórarinsson al- þingismaður fyrirspurn á Alþingi um skiptingu greidds launaskatts milli hins opinbera og annarra. Samkvæmt svörum við þessari fyrirspurn má áætla, að hið opin- bera greiði minnst 1/3 af öllum launaskattsskyldum launum i landinu. Vitað er og, að hið opin- bera hefir bæði bein og óbein áhrif á flesta aðra kjarasamninga en sina á hinum svo kallaða frjálsa vinnumarkaði. Af þessu er Ijóst, að hið opinbera er forustu- aðili vinnuveitenda um alla kjarasamninga. Siðustu kjara- samningar og lög, sem þeim voru tengd, sanna og þetta. Um leið og bent er á þetta, er ástæða til að leiðrétta slagorð eins og „frjálsa samninga á vinnumarkaðinum”. Slikir samn- ingar hafa um langt skeið ekki verið frjálsir, fremur ættu þeir að kallast nauðarsamningar. Ég segi þetta af þvi, að ég get ekki viðurkennt, að verðbólgusamn- ingar séu annað en nauðarsamn- ingar. Ég hefi i það piiii'nsta s.l. 10 ár litið þannig á undirskrift mina undir kjarasamninga. Flestir munu að sjálfsögðu gera mun á raunhæfum kjarasamningum og augljósum verðbólgusamningum, enda fela beinir verðbólgusamn- ingar ekki i sér neina kjarabót, nema siður sé. t þessu sambandi viðurkenni ég fúslega, að rikis- stjórn getur verið neydd til, að loknum verðbólgusamningum, er hún og aðrir gera, að rifta efnis- lega slikum samningum með skattalögum, eða framkvæmd skattalaga. Hitt viðurkenni ég ekki, að þessi aðalatriði efna- hagsmálanna megi ekki ræðast opinberlega, enda er ég sann- færður um, að sli :t gæti haft raunhæfa þyðingu. Framámenn launamannasamtakanna þurfa stuðning i opinberum umræðum um kjaramálin, ef þeim á að vera fært að hverfa frá augljósum verðbólgukröfum og takmarka sig við raunhæfar kjarakröfur. Án hófs i beinum sköttum, eru launasamningar litt raunhæfir. Þetta hlýtur öllum að vera ljóst, enda vaxandi kröfur um skatt- friðindi i sambandi við kjara- samninga. Ilvað er 40 stunda vinnuvika, og hver eru áhrif iðjuleysis? Vinna er lif. Iðjuleysi er dauði. Mikil fri skapa margþætt vanda- mál. Likamleg þrælkun er úrelt i nútima þjóðfélagi. Andleg áreynsla fer hins vegar vaxandi og gefur verðmæti i askana i rik- ari mæli en áður var. Þeim mönn- um fer nú ört fækkandi, er vinna störf, sem fela i sér mikla lfkam- lega áreynslu. Þessi atriði verður að hafa i huga i sambandi við mat um, hvað sé hæfilegur vinnutimi. öllum aðilum er ljóst, nema máske isl. stéttarfélögum, að til vinnutima má aldrei telja fri- tima. Ef fritimar eru taldir vinnutimar, veit enginn hver vinnutiminn er. Með slfkri blekk- ingu i lögum eða samningum mætti breyta öllum vinnutimum i fritima en halda þó áfram að kalla þá vinnutfma. Af þessum sökum eru kjarasamningar um vinnutimann hjá okkar ná- grannaþjóðum miðaðir við „eff- ektivan” vinnutima, en ekki neinn kokkteil af vinnutima og fritima. Um s.l. áramót var vinnutim- inn (effektivur) i Danmörku, Noregi og Sviþjóð frá 40 1/2 klst. á viku til 41 klst. 1 desember s.í. voru sett lög um vinnutimann hér á tslandi. Lögin heita Lög um 40 stunda vinnuviku, en nafn það er rangt, þvi að lögin eru um vinnu- viku, sem er 37 klst. og 5 minútur. Er þetta lengsta vinnuvikan, en margar aðrar vinnuvikur eru styttri vegna lögboðinna og um- saminna fridaga. Við fridaga bætast og umsamin sumarleyfi. Samkvæmt lögunum virðast dag- vinnustundir ársins 1972 vera 1.684,eða ca. 32 1/2 klst. á viku að meðaltali. Þetta þýðir, að kaup- greiðsluvikan gefur 32 1/2 klst. og kaupgreiðslumánuðurinn 140 klst. Með þvi að deila vinnustundum ársins i árskaupið fæst að sjálf- sögðu kaup hverrar dagvinnu- stundar. Löngu áður en lögin um vinnut. styttinguna voru sett, hafði stór hluti launamannasamtakanna samið um þann vinnutima, sem lögin ákveða. Lögin eru og sett samkvæmt ósk og kröfu launa- manna. Það er þvi engum vafa undirorpið, að það eru launa- mannasamtökin i landinu, sem eiga sökina eða heiðurinn af þvi, að vinnutiminn hér er nú almennt um 10% styttri en hjá öðrum þjóð- Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri. um. Lögin, sem núverandi rikis- stjórn setti um vinnutimann, tryggja meira jafnrétti i þessu efni en fyrir var, en fyrrverandi rikisstjórn skapaði fordæmið, og jafnframt það misrétti, sem lögin leiðrétta. Það er þvi rangt að saka núverandi rikisstjórn um áhrifin af hinni vafasömu vinnu- timastyttingu. Hitt er svo annað mál, hvort hér er um arf að ræða sem neyðir núverandi ríkisitjlru til að framkvæma þá launaskcrt- ingu með sköttum, sem vinnu- timastyttingin skapar vegna skertrar samkeppnisaðstöðu við aðrar þjóðir. Þjóðfélagsvandamálin eru mörg. Sum þeirra vandamála skapast meðal annars af mikilli vinneyzlu, notkun eiturlyfja, slys- um og mislukkuðu skemmtana- lifi. Allt það, sem hér er nefnt, á sér aðallega stað i fritimum. Það er þvi mikill misskilningur, að si- aukin fri skapi öllum bætt lifsskil- yrði og betri efnahag. Sönnu nær er, að slikt geti verið öfugt. Með tilliti til þessa, og einnig þess, sem áður er sagt, ætla ég, að rétt væri fyrir tslendirga aö nema staðar i bili með kröfur um aukna vinnutimastyttingu. Allir vita, að i einu ári eru 8.760 klst. Ef vinnu- timinn er 1.684 klst. á ári, verða eftir til hvildar 7.076 klst., eða að meðaltali 168 klst. á viku á móti þeim ca. 32 klst., sem unnar eru að meðaltali á viku. Verðlag og skattamál. Hér að framan hefir verið bent á, að framkvæmdin i beinni skatt- lagningu segi til um, hve stóran hluta launþeginn hefir til eigin ráðstöfunar af sinum nettótekj- um, og séu þvi beinu skattarnir og kjaramálin samofin atriði. Að sjálfsögðu fer þvi fjarri, að slik ábending spenni yfir heildarsvið kjaramálanna. Verðlagsmálun- um má t.d. ekki gleyma. Launþegar vilja hafa sem lægst verð á vöru og þjónustu, en launin sem hæst og skattana sem lægsta. Hvað veldur þvi, að engar um- ræður eiga sér stað um þátt vinn- unnar i verðlaginu, og einnig þátt skattanna i verðlaginu? Baráttan um atkvæði manna er mikil, og það svo, að engu likara en að sumir stjórnmálamenn telji okk- ur kjósendur margfalt heimskari og fáfróðari en við erum. Þjóðin á mikið af sérfræðingum i efna- hagsmálum. Hvers vegna upp- lýsa þeir ekki borgarana um þátt launa og skatta á verðlagsmál- um? Allir vita, að möguleikarnir á hnettinum til að lifa á rányrkju fara minnkandi. Af þvi leiðir, að i vaxandi mæli er það vinna manna og véla, bæði innlend og erlend, sem ræður nær eingöngu verði vöru og þjónustu. Að visu getur skipulagsleysi i- framleiðslu og þjónustu, veðrátta og náttúruöfl truflað þetta i sumum tilfellum, en þar er um atriði að ræða, sem flestir skilja og una við,enda til- kynnt og rædd i blöðum og öðrum fjölmiðlum, þótt þáttur launa og skatta megi helzt ekki heyrast. Afleiðingin af eins konar pukri um þessi mál, sem eiga að ræðast fyriropnum tjöldum, er t.d. sú, að nú og fyrr virðast til menn, jafn- vel áhrifamenn, sem halda að kaup hér geti verið hátt, vinnu- timi styttri eri annars staðar, margvisleg friðindi meiri, skatt- ar lægri og verð vöru og þjón- ustu lægra. Hér virðist um eins konar sefjun að ræða, sem liklegt er að gæti læknast með umræð- um. 1 stefnuyfirlýsingu núverandi rikisstjórnar er þvi lofað að halda verðbólgu innan þeirra marka, sem er hjá okkar aðal viðskipta- þjóðum. Ég ætla, að hér sé um nauðsynlegt og viturlegt stefnu- mark að ræða. Hins vegar er það skoðun min, að þessi yfirlýsing reynist algjör markleysa, ef stéttarvaldið i landinu vill ekki styðja rikisstjórnina i þessu á raunhæfan hátt. I þessu sam- bandi minnist ég orða Hermanns Jónassonar i ræðu, er hann myndaði hina fyrri vinstri stjórn, en hann sagði þá: Hér er um að ræða tilraun um það, hvort stétt- arvaldið i landinu vill stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar i samvinnu við vinsamlega rikis- stjórn, eða ekki. Ég lofa engu um, hvort þetta tekst nú, en það er trú min, að takist þetta ekki nú, þá muni það aftur reynt af öðrum en mér. Þessi orð Hermanns Jónas- sonar voru sögð með þeim al- vöruþunga, að þau festust orðrétt i huga minum. Eins og nú er ástatt, finnst mér ástæða til að minna á þessi orð hins reynda og mikilhæfa stjórnmálamanns.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.