Tíminn - 26.08.1972, Page 12

Tíminn - 26.08.1972, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur 26. ágúst 1972 urnar þarna í legubekknum. Þær eru orðnar til smánar, og ég hef fyrir mörgum mánuðum ymprað á þvi, að það væri ekki vanþörf að endur- nýja þær”. ,,Ég átti ekki við sessurnar, Manga. Ég var að tala um okkur sjálf. Það er eins og hér séu allir vansælir og forðist samvistir við aðra. Jafn- vel Hanna er ekki glöð lengur. Hún var grátandi, þegar ég kom inn áðan”. Æ hún Hanna litla”. Manga tók hægindi og skók það duglega. ,,Mig grunar, að það hafi þá ekki heldur verið aðástæðulausu”. Hún fetaði að borðinu og tók að tina saman blöðin og timaritin. Það var sjaldan auðhlaupið að þvi að hefja samræður við Möngu og trygg- ara að fara að öllu með gætni. Ég varð þess vör, að hún vildi losna við frekara málæði, en ég var eigi að siður ráðin i að segja fleira. „Manga”, byrjaði ég aftur, þegar hún var i þann veginn að fara, ,,þú þekkir okkur hér betur en við sjálf, þótt þú flikir þvi aldrei, sem þú heyrir og sérð, eins og sumir myndu þó gera. Þú ert gædd einhverjum fátiðum hæfileikum til að sjá og skilja fleira en þorri fólks”. „Hvaöa þvættingur er þetta”, svaraði hún og hvimaði órólega sitt á hvað. „Það er langt frá þvi. Ég býst við, að flestir, sem veriö hafa á sama stað i þrjátiu og átta ár, séu orðnir glöggskyggnir á það, sem þar er að gerast. Ég hef aldrei hlerað við skrárgat og aldrei lesið það, sem mér var ekki hætlað að hnýsast i, en samt sem áður kemst ég ekki hjá þvi að sjá og heyra og skilja. Og stundum er þvi ekki veitt athygli, að ég er viðstödd. En annað er það ekki. Ég er eins og húsgögnin hérna, svo að það er ekki von, að það taki alltaf eftir mér, fólkið. Ég gæti allt eins vel verið stóll eða legubekkur, nema þegar eitthvað þarf á mér að halda”. Hefur þig aldreí langað til að fara héðan og reyna hvernig vistin væri annars staðar?” spurði ég ismeygilega. „Hvers vegna ætti mig að hafa langað til þess? Ég hefði alls staðar orðið að gera það sama”. Ég svipaðist um. Það var hátt undir loft i stofunni. Gegnum hálfopn- ar dyrnar sá ég fram i forstofuna og innum opnar dyr hinum megin. „Þetta er stórt hús”, sagði ég, „eftir þvi sem hús gerast. En finnst þér það ekki helzt til litill heimur fyrir það?” „Ekki kvarta ég yfir þvi, Emilia”. Og nú brosti hún framan i mig, eins og þegar ég spurði hana heimskulegra spurninga, er þeg var iitil telpa. „Nóg hefur svo sem verið til að föndra við, hvort sem það hefur verið nógu stór heimur eða ekki. Min eina ósk er að þurfa ekki að sjá þetta heimili drafna niður og hrynja i rústir”. „Skyldi kreppunni og kaupdeilunum ekki linna — áttu við það?” „Æ, Emilia min. Hvað ætli ég eigi svosem við? En nú verð ég að flýta mér inn i eldhús. Ég þarf að fara að hugsa um kvöldmatinn”. „Þú gengir liklega seint i vinnukonusamband, þótt það yrði stofnað”. Ég gat ekki varist brosi. „Þú yrðir treg til að gera vinnustöðvun og loka eldhúsinu og standa verkfallsvörð viö dyrnar”. „Minnstu ekki á þetta vinnustöðvunar-verklýðsfélagsbull, sem alls staðar er klifað á nú á dögum”, svaraði hún. „Það er þó ennþá til fólk i Blairsoorg, sem ekki biður eftir tækifæri til að gera verkfall, skal ég segja þér. Mér er sem ég sæi þann, sem kæmi hingað inn og ætlaði að fara aö segja mér fyrir, hve margar klukkustundir á dag ég ætti að vinna! ” Ég reis á fætur og klappaði á öxlina á henni. „Wallace og Emma frænka myndu gjarna vilja, aö það væru sem flestir, er hugsuðu svipað og þú i Friðarpipuverksmiðjunum”, sagði ég. „Illt er ástandið þar orðið, en verra er þó útlit fyrir að það verði. Ég vildi óska, að þetta hefði ekki komið fyrir einmitt núna, svo að ég hefði getað haldið brúðkaup mitt. Það er þungbært, Manga, fyrir heitbundna stúlku að vera sjúklingur árum saman, og svo koma annarleg atvik i þokkabót og hindra .... jæja....” „Ég býst viö þvi, Emilia min. Ekki veit ég það þó af eigin reynslu. Aldrei hefur ástin gert mér neina skráveifu. Það getur verið, að é'g hafi farið mikils á mis -ekki skal ég segja. Það skyldi þá kannske allt vera sorg og sútur. — Sjáðu!” Hún benti allt i einu á einn gluggann. „Þarna hefur Harrý lagzt á eina gluggatjaldasnúruna rétt einu sinni. Það liður varla svo nokkur vika, að ég verði ekki að leysa hnútana, sem hann hnýtir á hana. Sæi ég þetta austur i Jerikó, vissi ég, að hann hefði verið einn af þeim, sem röltu þar kringum múrana með lúðra og sáttmáls- örk”. „Ég skal leysa þá”, svaraði ég. „Hann gerir þetta óafvitandi. Hann hefur svomargt að hugsa”. Hún opnaði munninn eins og hún ætlaði að segja eitthvað, en hætti svo við það og flýtti sér brott. Þegar Möngu mislikaði við einhvern eða gazt ekki að einhverju, var ævinlega hægt að sjá það á axlaburði henn- ar og göngulagi. Það væri eins og hún gengi á ósögðum andmælum eða gagnrýnisoröum. „Sjáðu, hvernig Manga stikar núna”, hafði ég einu sinni sagt við Harrý, og ég gat ekki að þvi gert: mér duttu þessi orð i hug, þegar hún arkaði út. Listamenn þátiðarinnar höfðu nóg að gera i sambandi við iþróttirnarog við að skapa minnisvarða um hina einstöku iþróttamann. Sigurvegararnir höfðu rétt til þess að láta reisa sér styttu á opinberum stað, annað hvort á eigin kostnað eða á kostnað aðdáenda sinna. Þetta var nauðsynleg auglýsing i hinni höfðu samkvppni milli iþróttamann- anna. Arcadien og Argolis tóku aftur að bergjast og nú sem samherjar gegn Messenia. Og sigurvegarinn frá Olympiuleikunum gat fengið þann heið- ur, að mega berjast við hlið konungs sins. D R E K I 1 IJflll: l LAUGARDAGUR 26. ágúst 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikf. kl 7.50 Morgunst. barnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (10). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Laugardagslögin kl. 10.25. Stanz kl. 11.00: Árni Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsd. kynnir. 14.30 i bágir.Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 15.00 Fréttir. 15.15 í liI jóm skáIaga rði. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar. Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigiö i skák. 17.30 Ferðabókalestur: i borgarastyrjöldinni á Spáni eftir dr. Helga P. Briem fyrrv. sendiherra. Höf- undur les' siðari hluta. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Söngvar i léttum dúr Ileintje syngur létt lög. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá Olympiuieikunum i i Munchen. Jón Asgeirss segir frá. 19.45 IIIjómplöturabb Þor- steinn Hannesson sér um þáttinn. 20.30 Þegar harmoniku- fjöðrin bjargaöi bátnum. Kristján Ingólfsson ræðir vi> Guðmund Stefánsson frá Eskifirði. 20.55 Sumartðnleikar frá ást- ralska útvarpinu. 21.30 Smásaga vikunnar: „Blátt tjald” eftir Stefán Jónsson. Höskuldur Skag- fjörð les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 26. ágúst 1972. 18.00 Enska knattspvrnan. 18.50 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Skýjuin ofar. Brezkur gamanmyndaflokkur. Felli- bylurinn Millie. Þyðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.50 Mvndasafnið.Umsjónar- maður Helgi Skúli Kjartansson. 21.20 H. M. Pulham. Banda- risk biómynd frá árinu 1942 byggð á skáldsögu eftir John P. Marquand. Leik- stjóri King Vidor. Aðalhlut- verk Hedy Lamarr, Robert Young, Ruth Hussey og Charles Coburn. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin greinir frá vel metnum Amerikumanni, sem kominn er af auðugu fólki og hefur komizt sér- lega vel áfram i lifinu. Það verður nú að samkomulagi hjá félögum hans frá há- skólaárunum, að þeir skuli allir skrá ævisögu sina og draga ekkert undan. Og þegar hann hefst handa, rifjast upp hálfgleymdar minningar um stúlkuna sem hann unni forðum á ungdómsárum sinum i New York. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.