Tíminn - 12.09.1972, Side 12

Tíminn - 12.09.1972, Side 12
TÍMINN Þriðjudagur 12. september 1972 12. er þriðjudagurinn 12. september 1972 Heilsugæzla Slökkvilið og sjúkrabifreiðar fyrir Reykjavik og Kópavog. Simi 11100. Sjúkrabifreið i Hafnarfirði. Simi 51336. Slysavaröstofan i Borgar- spitalanum er opin allan sólarhringinn. Simi 81212. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni, þar sem Slysavarðstofan var, og er op- in laugardag og sunnudag kl. 5-6 e.h. Simi 22411. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema stofur á Klapparstig 27 frá kl. 9-11 f.h. Simi 11360 og 11680. — Um vitjanabeiðni visast til helgi- dagavaktar. Simi 21230. Kvöld/ nætur ög helgarvakt: Mánudaga- flmmtudaga kl. 17.00-08.00. Frá kl. 17,00 föstu- daga til kl. 08.00 mánudaga. Simi 21230. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9-7, á laugardögum kl. 9-2 og á sunnudögum og öðrum helgi- dögum er opið frá kl. 2-4. Breytingar á afgreiðslutíma iyfjabúöa i Reykjavik. Á laugardögum verða tvær lyfjabúðir opnar frá kl. 9 til 23 og auk þess verður Arbæjar Apótek og Lyfjabúð Breiðholts opin frá kl. 9 til 12. Aðrar lyfjabúðir eru lokaðar á laugardögum. A sunnudögum (helgidögum) og alm. fridög- um er aðeins ein lyfjabúð opin frá kl. 10 til 23. A virkum dögum frá mánudegi til föstud. eru lyfjabúðir opnar frá kl. 9 til 18. Auk þess tvær frá kl. 18 til kl. 23. Kvöld og næturvörzlu apóteka i Reykja- vík, vikuna 9. sept. til 15. sept, annast Garðs Apótek og Lyfjabúðin Iðunn, sú lyfjabúð sem fyrr er nefnd, annast ein vörzluna á sunnudögum (helgid) og alm. fridögum. Næturvarzla i Stórholti 1 helzt óbreytt, eða frá kl. 23 til 9. (til kl. 10 á helgidögum) Ýmislegt A.A. samtökin. Viðtalstimi alla virka daga kl. 18.00 til 19.00 I sima 16373. Flugdætlanir Flugáætlun Loftleiða. Þorfinnur karlsefni kemur frá New York kl. 05.00. Fer til Luxemborgar kl. 05.45. Er væntanlegur til baka frá Lux- emborg kl. 14.30. Fer til New York kl. 15.15. Snorri Þor- finnsson kemur frá New York kl. 07.00. Fer til Luxemborgar kl. 07.45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til New York kl. 17.15. Leifur Eiriksson kemur frá New York >kl. 07.00. Fer til Kaupmannahafnar kl. 08.00. Er væntanlegur til baka frá Kaupmannahöfn kl. 16.30. Fer til New York kl. 17.30. Siglingar Skipadeild SIS. Arnarfell fór i gær frá Rotterdam til Hull. Jökulfell fer væntanlega i dag frá Holmsund til Gautaborg- ar. Helgafell fór i gær frá Þingeyri til Borgarness. Mæli- fell fór i gær frá Sfax til Tromsö. Skaftafell er i Kefla- vik, fer þaðan til Akraness. Hvassafell er i Reykjavik. Stapafell losar á Austfjörðum. Litlafell er i Reykjavik. Skipaútgerð rikisins. Esja er á Vestfjarða-höfnum á norður- leið. Hekla er á Vestfjarða - höfnum á suðurleið. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 17.00 i dag til Þorlákshafnar, og þaðan aftur kl. 21.30 til Vestmannaeyja. Baldur fer frá Reykjavik i dag til Snæ- fellsness- og Breiðafjarðar- hafna. Ýmislegt Kvcnnaskólinn i Reykjavik. Námsmeyjar Kvennaskólans eru beðnar að koma til viðtals i skólann, föstudaginn 15. september, 1. og 2. bekkur kl. 10., 3. og 4. bekkur kl. 11. Félagsstarf eldri borgara. Starfsemin sem var i Tónabæ, flytur i félagsheimili Fóst- bræðra Langholtsvegi 109 til 111. Miðvikudaginn 13. sept. verður opið hús frá kl. 1.30 til 5.30 e.hd. allar nánari upplýs- ingar i sima 18800, félagsstarf eldri borgara kl. 10 til 12 f.hd. AAinningarkort Frá Kvenfélagi HreyfilsStofnaður hefur verið minningarsjóður innan Kven- félags Hreyfils. Stofnfé gaf frú Rósa Sveinbjarnardóttir til minningar um mann sinn, Helga Einarsson, bifreiða- stjóra, einnig gaf frú Sveina Lárusdóttir hluta af minn- ingarkortunum. Tilgangur -sjóðsins er að styrkja ekkjur og munaðarlaus börn bifreiða- stjóra Samvinnufélagsins á Hreyfli. Minningarkortin fást á eftir- töldum stöðum á skrifst. Hreyfils, simi 85521, hjá Sveinu Lárusdóttur, Fells- múla 22, simi 36418, hjá Rósu Sveinbjarnardóttur, Sogavegi 130 simi 33065, hjá Elsu Aðal- steinsdóttur, Staðarbakka 26, simi 37554 og hjá Sigrfði Sig- björnsdóttur, Kársnesbraut 7, simi 42611. Minningarspjöld Kvenfélags Laugarnessóknar, fást á eftir töldum stöðum: Hjá Sigriði, Hofteigi 19, simi 34544, hjá Ástu, Goðheimum 22, simi 32060, og i Bókabúðinni Hrisa- teig 19, simi 37560, Bílaskoðun Aðalskoðun bifreiða i lögsagn- arumdæmi Reykjavikur. 1 dag, R-19201 til R-19400. Kosningarskrifstofa Séra Jóhanns Hliðar við væntanlegar prestskosningar i Nes- sókn, er opin daglega kl. 5-10 e.h. i félags- heimili K.R. við Kaplaskjólsveg. Stuðn- ingsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna hið fyrsta. Þeir, sem óska við tals við sr. Jóhann geta gefið sig fram við skrifstofuna,simi 21425. Stuðningsmenn. Slátrun hafin á Sauðárkróki GÓ—Sauðárkróki. Sauðfjárslátrun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga hófst i gær á Sauð- árkróki. Alls verður slátrað I haust um fjörutiu og fimm þús- und fjár I þrem sláturhúsum, á Sauðárkróki, Hofsósi og Haga- nesvik, en á tveim siðartöldu stöðunum hefst slátrun ekki fyrr en á þriðjudaginn i næstu viku. Alls mun um hundrað og tutt- ugu manns vinna i sláturhúsinu á Sauðárkróki, og á sauðfjárslátrun að vera lokið um miðjan október- mánuð;er stórgripaslátrun hefst. 100 manns farast í jarðskjálfta Rawalpindi 10/9— (NTB-Reuter) Meira en 100 manns fórust og yfir 1000 byggingar hrundu, er jarðskjálfti gekk yfir Gilgit i Pakistan um daginn. Fregn um atburð þennan barst frá svæðinu i gær og fylgdi sú tilkynning með, að stjórn svæðisins myndi gera allt, sem á hennar valdi stæði, til hjálpar hinum nauðstöddu. Róleg helgi á Selfossi Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Selfossi var helgin þar róleg og tiðindalitil. Þó varð ein bilvelta, en án þess að slys yrðu á fólki. Á sunnudaginn varð sjö ára drengur frá Reykjavik fyrir bil á Austurvegi á Selfossi, en ekki var talið, að um alvarleg meiðsl væri að ræða. Vélhjóli og strætis- vagni laust saman A laugardaginn varð seytján ára piltur á vélhjóli fyrir strætis- vagni á gatnamótum Hólsvegar og Hjallavegar. Var pilturinn á leið suður Hjallaveg, en strætis- vagninn á leið austur Hólsveg. Mun pilturinn hafa fótbrotnað við áreksturinn. Vetrarmaður óskast i sveit. Upplýsingar i sima 52876. Atvinna Ungur, reglusamur fjöl- skyldumaður óskar eftir vinnu úti á landi. Margt kemur til greina. Húsnæði þarf að fylgja. Upplýsingar f sima 37074 eft- ir ki. 7. — PÓSTSENDUM — Á víðavangi Framhald af bls. 3. ingarsvæðunum á hraununum á vetrarvertiðinni og drápi á ungþorski út af Norðurlandi bæði i troll og hringnót þar sem 2/3 hlutum af aflanum er fleygt, og ýsusmælkinu við Suðurlandið, þó að það séu hreinir smámunir borið sam- an við það, sem áður er nefnt.” Sannarlega eru þessar hug- leiðingar Einars Sigurðssonar hinar athyglisverðustu. Þ.Þ. Héraðsmót að Hvolsvelli 16. sept. Framsóknarmenn I Rangárvallasýslu halda héraðsmót af Hvolsvelli laugardaginnn 16 sept. Ræðu flytur ólafur Jóhannesáon forsætisráðherra. Hljómáveit Jakobs Jónas- sonar leikur fyrir dansi. Þrjú á palli leika og syngja. Sumarauki Kaupmannahafnarferð Farið 14. september. Komið til baka 28. sept. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hring- braut 30, simi 24480. Stjórn Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik. Tónlistarskólinn í Garðahreppi Tónlistarskóli Garðahrepps verður settur sunnudaginn 1. október. Innritun á skrifstofu sveitastjóra. Nánari upplýsingar hjá skólastjóra simi 42270. Skólastjóri. Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á 90 ára afmæli minu. Guð blessi ykkur öll Guðrún Þórðardóttir, Framnesi, Vestmannaeyjum. Maðurinn minn og faðir Magnús Rögnvaldsson vegaverkstjóri, Búðardal. Andaðist i Landspitalanum laugardaginn 9. september. Kristjana Ágústsdóttir, Elisabet Alvilda Magnúsdóttir. Móðir okkar Þóranna Þórarinsdóttir Núpsstað, V-Skaftafellssýslu lézt að heimili sinu 8. sept. Börnin. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns mins, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, Aðalsteins Snæbjörnssonar, Mjóstræti 4. Svava Stefánsdóttir Sesselja Aðalsteinsdóttir Snæbjörn Aðalsteinsson Sveinn Ben Aðalsteinsson Þórdis Aðalsteinsdóttir Kristborg Aðalsteinsdóttir Stefán Aðalsteinsson Þórdis Andrésdóttir. Anna Aðalsteinsdóttir. Kristin Lárusdóttir. Ólafía Jónsdóttir. Gisli Guönason. Rafn Guðmundsson, Elin óladóttir. og barnabörn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.