Tíminn - 12.09.1972, Qupperneq 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 12. septcmber 1972
,,Jæja þá. Ég get komið boðum til hans, þegar við Táta förum út
næst. En hvers vegna talaðirðu ekki sjálf við hann, þegar hann kom í
morgun?
Aftur leit hún ihugandi á mig.
,,Mér fannst hyggilegra að biðja þig að gegnumgangast þetta”, sagði
hún. ,,Ég gerði ráð fyrir, að þú myndir fara til hans eins og venjulega”.
„Manga!” sagði ég. ,,Hvað heldurðu að....’’
Enn leit hún á mig. Og þannig var hún vön að lita á okkur krakkana
forðum, þegar það kom i ljós, að hún hafði lengi vitað okkar helgustu
leyndarmál. Áðuren ég fyki setningunni hafði hún borið fingurgóminn
að vörum sér.
,,Eg á svo sem ekki með að halda neitt”, sagði hún og brosti af hlut-
tekningu. ,,En það er ekki hægt að umgangast fólk árum saman án þess
að sjá, hvað fram fer og verða þess vör, sem liggur i loftinu. — Nei”.
Hún hristi höfuðið, þegar ég opnaði munninn til andmæla. „Hvorug
segir orð meira um þetta”.
Ég stóð þegjandi i sömu sporum og horfði á hana lúta niður og byrja
að vefja langa snúruna utan um ryksuguna. Það var satt, sem hún
hafði eittsinn sagt: Hún var eins og eitt af húsgögnunum. Við umgeng-
umst hana eins og legubekk eða stól, sem alltaf mátti hlamma sér i. Við
álitum nærveru hennar sjálfsagða og urðum hennar ekki ætið vör.
Aldrei hafði hún orð á þvi, sem hún varð vör við, og enginnfældisthana.
Það var þvi ekki furöa, þótt hún yrði margs áskynja. En ég gat ekki
gert mér i hugarlund, hvernig húnhafði komiztá snoðir um það, sem ég
hélt strengilegast leyndu fyrir öllum. Ég vissi ekki hvort heldur ég átti
að ávita hana eða faðma hana að mér, svo að ég gerði hvorugt. Hún
virtist ekki heldur búast við frekari afskiptum af minni hálfu.
„Manga”, mælti ég svo að lokum eins og ég hefði ekki ávarpað hana
lyrr, „l'innst þér, að ég ætti að tala við Jóa yngri áður en ég fer til lækn-
is?”
„Þetta dettur þér þó i hug, Emilia litla. En Jói gamli vill ekki sjá
hann eins og allt er i pottinn búið. En ef hann vildi skjótast hingað og
dytta að miðstöðinni, væri ég honum þakklát. Enginn myndi gera það
jafn vel og annar hvor þeirra. Það er reyndar vandaverk að koma hon-
um inn i húsið, nema hann komi þangað i fylgd með Jóa gamla eða þér,
en þó gæti ég laumað honum niður i kjallarann, ef hann kæmi bakdyra
megin. - Hann er gæðadrengur, hann Jói, þó að hann hafi flæmzt út i
þennan skratta”.
„Ég ætla að biðja hann að koma, ef ég get þefað hann uppi. —
Ileldurðu ekki, Manga, að hann liti stundum inn i gamla hesthúsið?”
„Ekki svo ég viti, Emilia min. Hvers vegna spyrð þú?”
„Mér datt það svona i hug”.
Ég vissi, að ekki þýddi að leita Mereks Vance i lækningastofunni
svona snemma dags. Ég afréð að leita Jóa fyrst. Ef til vill var hann að
finna i bækistöðvum verkamannafélagsins, sem til bráðabirgða voru i
húsi við brautarstöðina. Það var hráslagalegt þennan dag eins og oft er
i desembermánuði, þegar sólin kemst aðeins lágt á loft. Éljabakkarnir,
sem grúfðu yfir, voru eins og farg á sál manns. Annað veifið hrutu hörð
og köld snjókorn Iraman i mig og settust á yfirhöfn mina. Þettari og
mýkri dril'a var i aðsigi, og undir kvöldið mátti gera ráð fyrir, að garð-
ar, tré og hús hefðu iklæðzt hvitum og silkimjúkum hjúpi. Mér fannst
þessi lyrsti haglslitingur likjast strjálum tárum, sem hrjóta af augum
mæddra gamalmenna.
Æsing og starfsvilji liðinnar nætur var rokinn út i veður og vind.
Viljaþrek mitt var dvinað, og þvi l'ór fjarri, að fólkið, sem ég mætti,
væri mér til uppörvunar. Þegar ég nálgaðist brautarstöðina sá ég hóp
barna við brautarsporin. Þau voru að tina kolamola i óhreina mjölpoka
og fötur og litla vagna, sem eitt sinn höfðu verið leikföng þeirra. Það
var bersýnilega kennsluhlé i skólanum.
Brautarvörðurinn stóð á brautarpallinum, og þegar hann veitti þvi
eftirtekt, hve starsýnt mér varð á börnin, gaut hann augunum hálf-af-
sakandi til min.
„Góðan daginn ungfrú Blair”. Ég hafði numið staðar, og hann kom
til min. „Hann virðist ætla að snjóa i kvöld. — Ég er að hafa auga með
þessum kiðlingum úr verksmiðjuhverfinu, svo að þeir rifi ekki upp
brautarteinana og dragi heim til sin. Og hvað get ég svo sem annað
gert?. En það er þó sá kosturinn við þau, að þau halda hreinu hér i
kring”. Hann ók sér og tottaði pipu sina.
„Hvað getur nokkur gert?” sagði ég og leit á Indiánahöfðingjann á
verksmiðjuskildinum, eins og hann gæti gefið einhver ráð.
t sömu andrá tók ég eftir þvi, að Táta reisti sig, og rétt i þeim svifum
að ég leit við, sá ég litinn óhreinan snáða reiða upp höndina og slöngva
einhverju. Brautarvörðurinn beygði sig, og ég þreif i hnakkadrambið á
tikinni og righélt henni. Steinvalan flaug yfir okkur, og dálitil skella
kom á verksmiðjuskjöldinn. Fleiri slikar skellur voru á honum og
'sumir stafirnir i áletruninni „Friðarpipur — gæðin tryggð”, voru orðn-
ir mjög skaddaðir. Hefði öðruvisi staðiðá, myndi ég aðeins hafa brosað
að leikni litla skotmannsins, en i þetta skipti fannst mér eins og steini
eða kolamola hefði verið kastað framan i mig.
„Frissi! Þvi gerirðu þetta, ormurinn þinn?” Brautarvörðurinn sneri
sér aítur að mér. „Maður veit aldrei, hverju von kann að vera á, ef
litið er af þessum grislingum. Þessi skjöldur er lika svo freistandi skot-
mark. O-jæja, börn eru alltaf börn, þó að misjafnt sé, hvernig uppeldið
er á þeim”.
Ég sleppti Tátu og hélt leiðar minnar. Fáeinar hræður himdu við
dyrnar á múrsteinsbyggingunni, þar sem verkamannafélagið hafði
bækistöð sina. Allir horfðu forviða á mig, er ég kom inn og hópurinn
þokaði sér jafnvel betur saman, eins og bezt væri að vera við öllu búinn.
Kona sem var i hópnum, hnippti i mann sinn, og ég sá með vissu, að
ýmsir nefndu nafn mitt. Ég var komin of langt til þess að geta snúið við,
þótt mér væri skapi næst að hlaupa út aftur. Ég nam staðar við stigann
og leit yfir hópinn og valdi úr, sem mér kom kunnuglegast fyrir sjónir,
mann, sem ég hafði oft séð aka vöruvögnum i verksmiðjugarðinum.
„Góðan daginn’, sagði ég. „Ég er að leita að Jóa Kellý. Mér datt i
hug, að hann væri ef til vill hér”.
Maðurinn lyfti ofurlitið húfugarmi sinum og kinkaði kolli, hikandi að
mér virtist.
„Jói er inni, held ég”, sagði hann. „Ég skal huga að þvi”.
Að vörmu spori kom hann aftur, og Jói i fylgd með honum.
„Hvað er að?” spurði Jói formálalaust. „Er það afi?”
Ég kinkaði kolli, og við fylgdumst fetum að burt frá húsinu. Mér virt-
ist ég finna, hvernig fólkið horfði á eftir okkur, og ég sá, að það
hafði verið hvatvisi af mér að sækja Jóa á þennan stað. Hann myndi
kannske gjalda þess sfðar.
„Ég varð að tala við þig’”, sagði ég. „Við skulum fara inn i brautar
stöðina ef þú mátt vera að þvi að hlusta á mig stundarkorn”.
1204
Lárétt
1) Hrærður. — 6) Slæ. — 7)
Skrúfa. - 9) Keyr. — 10) Föl-
ur. — 11) Nhm. — 12) Með S á
millisin,- 13) Kindina. — 15)
Vælandi.
Lóðrétt
1) Bað. - 2) Drykkur. — 3)
Konuna. - 4) Lengdarein.. —
5) Fjarhópi. — 8) Veinið. — 9)
For. — 13) Fisk. 14) Úttekið.
Háning á gátu No. 1203
Lárétt
I) Jólafri. — 0) Afa. — 7) ðÁ.
9) lla. - 10) LLLLLLL. —
II) AA. - 12) Ós. — 13) Ata. —
15) Inntaka. —
Lóðrétt
1) Jóðlaði. — 2) La. — 3)
Af slátt. —4) Fa. — 5) italska.
— 8) Ála. —9) Hló. — 13) An
- 14) AA. —
D
R
E
K
I
Galdralæknar
drápu Dreka.
Galdralæknarnir telja mig
dauðan! Látum þá halda
það enn um
111:11 ijtlHi! I!,
ÞRIÐJUDAGUR 12.
september
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádcgið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan: „Þrútið
loft” eftir F.G.Wodehouse.
Jón Aðils leikari les (22).
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Miðdegistónleikar: Fou
Ts' ong leikur á pianó
Chaconnu i G-dúr og Svitu i
G-dúr eftir Handel. Solomon
og hljómsveitin F’iltiarmónia
leikaFianókons ur.3 i c-moll
op. 27 eftir Beethoven: Her-
bert Menges stj.
16.15 Veðurfregnir. Létt lög.
19.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 „Sagan af Sólrúnu” eftir
Dagbjörtu Dagsdóttur
Þórunn Magnúsdóttir leik-
kona les (18).
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Fréttaspegill
1945 islcnzkt umhverfi Þór
Guðjónsson veiðimálastjóri
talar i siðara sinn um ár og
vötn i islenzku umhverfi.
20.00 Lög unga fólksins.
Sigurður Garðarsson
kynnir.
21.20 „Þar féllu sprengjur”
Kristján Ingólfsson rifjar
upp með Seyðfirðingum
minningar frá E1 Grillo
deginum.
21.45 Úr óperum WagnersKór
og hljómsveit Bayreuth-
hátiðanna flytja kórverk:
Wilhelm Pitz stj.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Bréf i stað rósa”
eftir Stefan Zwcig Edda
Þórarinsdóttir leikkona les
þýðingu Þórarins Guðna-
sonar (1).
22.35 Harmonikulög Jo-Ann
Castle og hljómsveit leika.
22.50 Á hljóðbergi: Pilagrimur
undir JökliMikael Magnús-
son les úr óprentuðum
Islandsbréfum málarans og
fornleifafræðingsins
Williams G. Collingwood.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
iliittiil
Þriöjudagur
12. september
18.00 Frá Ólympiuleikunum
Kynnir Ómar Ragnarsson
(Evrovision)
Hlé
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Ashton-fjölskyldan
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 20. þáttur. Stundin
nálgastÞ>ýðandi Jón O. Ed-
wald. Efni 19. þáttar: Hús
Michaels veröur fyrir loft-
árás og hann og Margrét
slasast bæði. Móðir Johns
fær bréf frá honum, sem
fundizt hefur i yfirgefnum
fangabúðum. og Edwin
fréttir, að hann geti hugsan-
lega verið á lifi. Owen, vinur
Fredu kemur i heimsókn.
Michael heimsækir
Margréti á sjúkrahúsið og
segist vera hættur við að
ganga i herinn.
21.20 Þjóðfélagsmyndin i föst-
um þáttum Sjónvarpsins
Umræðuþáttur i sjónvarps-
sal. Umsjónarmaður Mark-
ús Orn Antonsson. Aðrir
þátttakendur Hrafnhildur
Jónsdóttir, Vigdis Finn-
bogadóttir og Þorbjörn
Broddason.
22.15 iþróttir. Myndir frá
Ólympiuleikunum. Kynnir
Ómar Ragnarsson. (Evro-
vision)
23.15 Dagskrárlok