Tíminn - 12.09.1972, Side 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 12. september 1972
Mikil gleði ríkti á yfirborðinu, en
skuggi ofbeldisverkanna grúfði þó yfir
Tuttugustu Olympíuleik-
unum var formlega slitið í
MUnchen í gærkvöldi.
Minni viðhöfn var við loka-
athöfnina en ráðgert hafði
verið i upphafi. Skuggi
morðanna, sem framin
voru i Olympíuþorpinu í
síðustu viku, hefurhvílt yfir1
leikunum.síðustu daga, og
sennilega verður þessara
Olympiuleika minnzt í sög-
unni sem leika ógnana og
morða — og e.t.v. síðustu
Olympiuleikanna, því að
ekki er fýsilegt fyrir neinn
aðila að annast fram-
kvæmd Olympíuleika, ef
atburðir eins og þeir, sem
gerðust í MUnchen, eiga
eftir að endurtaka sig. Er.
þá ekki aðeins átt við hin
viðbjóðslegu morð, sem þar
voru framin, heldur einnig
hinar pólitísku deilur, sem
stefndu leikunum í hættu.
brátt fyrir, að minni viðhöfn
væri við lokaathöfnina i gær en
ráögert hafði verið, rikti á yfir-
borðinu mikil gleði meðal þátt-
takendanna á Olympiuleikvang-
inum. Að venju var tendrað með
stórum stöfum nafn þeirrar
borgar, sem á að halda næstu 01-
ympiuleika — Montreal i Kanada.
tþróttamennirnir á Olympiuleik-
unum gengu óformlega inn á leik-
vanginn i gær og veifuðu til fjöld-
ans, en leikvangurinn var full-
skipaður, en hann tekur 80 þúsund
manns. Einnig fylgdist mikill
fjöldi með athöfninni i sjónvarpi
og útvarpi.
Að venju hlutu Sovétmenn
flesta verðlaunapeninga og flest
stig. Samtals hlutu þeir 99 verð-
launapeninga þar af 50 gull-
peninga. Bandarikjamenn komu
næstir með 92 verölaun, þar af 33
gullpeninga.
Keppnin tvo siöustu dagana i
Miinchen var ekki eins spenn-
andi, a.m.k. i sumum greinum, og
búizt hafði veriö við. Finnskir
hlauparar vöktu mikla athygli, en
þeir unnu sigur bæði i 1500 m og
5000 m hlaupi.
Lasse Viren, Finnlandi, sem
sigraði i 10000 m hlaupinu á dög-
unum, sigraði einnig i 5000 m
hlaupinu með glæsilegum enda-
spretti, sem hinn gamalreyndi
Túnismaður, Gammoudi og Bret-
inn Steward réöxi ekki við. Viren
hljóp á 13:26,4 min., en Gamm-
oudi á 13:27,4 og Steward á
13:27,6.
1 1500 m hlaupinu var Kenýu-
maðurinn Keinó talinn einna
sigurstranglegastur, eftir að
Bandarikjamaðurinn Jim Ryun
var úr leik, en Keinó varð 01-
ympiumeistari i þessari grein á
leikunum i Mexikó eins og kunn-
ugt er. Keinó tók mikinn enda-
sprett, en tókst ekki að hrista
finnska hlauparann Vasala af sér.
Og þegar 100-200 metrar voru
eftir tók Finninn skyndilega
sprett og fór fram úr Keinó, sem
var of seinn að átta sig. Keinó
gerði heiðarlega tilraun til að ná
Finnanum, en tókst ekki.
Langstökkið og hástökkið voru
engar glansgreinar á þessum 01-
ympiuleikum. Ungur Banda-
rikjamaður, Williams bar sigur
úr býtum i langstökki og stökk
8,24 metra, sem er langt frá hinu
frábæra meti Beamons i Mexikó,
8,90. Raunar stökk Williams
lengra i forkeppninni, en sjálfri;
úrslitakeppninni, eöa 8,34 metra.
Annar i langstökkinu varð
Baungarter, V-Þýzkalándi, 8,18
m og þriðji Bandarikjamaðurinn
Robinson, 8,03 m.
1 hástökki sigraöi Juri Tarmak
frá Sovétrikjunum, stökk 2,23
metra. Annar varð Junge frá A-
Þýzkalandi, stökk 2,21 metra og
þriðji varð Bandarikjamaðurinn
— þegar Olympíuleikunum í AAunchen var slitið í gærkvöldi. - Finnar
unnu tvenn gullverðlaun í hlaupagreinum síðustu keppnisdagana
Austur-þýzka frjálsiþróttakonan Renate Stecher vakti mikla athygli áileikunum í Miinchen fyrir sigur sinn I spretthlaupum. Hér sést hún,
önnur frá vinstri, kom fyrst I mark i 200 metra hlaupinu.
Stones, en hann stökk sömu hæð.
Maraþonhlaupið var sögulegt
að þvi leyti, aö nú bar Banda-
rikjamaöur sigur úr býtum, en
slikt hefur ekki gerzt siöan 1908.
Nafn hans er Frank Shorter. Ann-
ar varö Belgiumaðurinn Lismot
og þriðji varð Wolde frá Eþiópiu.
1 kvennagreinum bar hæst
keppnin i 1500 m hlaupi, þar sem
Sovétkonan Bragina bætti heims-
metið enn einu sinni og hlaut gull-
verðlaun. Hljóp hún á 4:01,4 min.
1 öðru sæti varð Hoffmeister frá
A-Þýzkalandi á 4:02,8 og i þriðja
sæti Gacca frá Italiu á 4:02,9 min.
í kringlukasti sigraði Melnik
frá Sovétrikjunum nokkuð örugg-
lega meö þvi að kasta 66,62
metra, en næstar komu Menis,
Rúmeniu, 65.06 og Stoevas,
Búlgariu, 64,34.
1 boðhlaupum karla sigraði
bandariska sveitin i 4x100 m á
38,19 sek, en sovézka sveitin varö
i öðru sæti og hljóp á 38,50. 1
þriðja sæti varð V-Þýzkaland á
38,79. í 4x400 m hlaupi treystu
Bandarikjamenn sér ekki til að
tefla sveit fram, þar sem helztu
400 m hlauparar þeirra höföu
verið útilokaðir frá keppni. 1
þessari grein hlutu Kenýumenn
gullverðlaun, hlupu á 2:59,8 min,
en Bretar og Frakkar hlutu silfur
og brons.
t boðhlaupum kvenna sigraði v-
þýzka sveitin i 4x100 m hlaupi á
42,81, en a-þýzka sveitin, sem
spáð hafði verið sigri, varð að
láta sér nægja silfurverðlaun.
Hins vegar sigruðu a-þýzku stúlk-
urnar i 4x400 m hlaupinu.
ÓGLÆSILEG FRAMMISTAÐA
í SÍÐUSTU LEIKJUNUM
— ísland í 12. sæti eftir ósigur gegn Japönum
Frammistaöa islenzka lands-
liösins i handknattleik var siöur
en svo glæsileg i siöustu leikjun
um á OL i MUnchen, þegar þaö
keppti um 9.»12. sætiö. Fyrst tap
fyrir Pólverjum — og síöan eins
marks ósigur gegn Japönum, 18-
19 og tsland varðaö lát sér nægja
12. sæti. Að visu uröu ýmsar aör-
ar þjóöir fyrir skakkaföllum i
handknattleikskeppninni, t.d.
Danir, sem máttu bita i það súra
epli aö hafna i 13. sæti, en það
bætir litið úr skák fyrir islenzkan
handknattleik.
Leikurinn við Japani var geysi-
spennandi undir lokin, þegar Is-
lenzka liðinu tókst hvað eftir ann-
að að jafna stöðuna, en Japanir
sögðu siðasta orðið i leiknum og
unnu með eins marks mun. Jón
Hjaltalin og Geir Hallsteinsson
léku aðalhlutverkin i islenzka liö-
inu og skoruðu samanlagt 12
mörk, Geir 7 og Jón 5. Atti Jón
sérlega erfitt með aö athafna sig,
þar sem Japanir settu mann til
höfuðs honum.
Hanknattleikskeppninni á OL
lauk með sigri Júgóslava, sem
sigruðu Tékka i úrslitaleik meö
21 -16. Annars varð röðin þessi:
1. Júgóslavia
2. Tékkóslóvakia
3. Rúmenia
4. A-Þýzkaland
5. Sovétrikin
6. V-Þýzkaland
7. Sviþjóð
8. Ungverjaland
9. Noregur
10. Pólland
11. Japan
12. tsland
13. Danmörk
14. Bandarikin
15. Spánn
16. Túnis.
Pólverjar
OL-meistarar
í knattspyrnu
1 úrslitakeppni Olympiuleik-
anna i knattspyrnu sigruðu Pól-
verjar Ungverja með 2:1. Ung-
verjar skoruðu fyrsta mark leiks-
ins og höfðu eitt mark yfir i hálf-
leik, en i siöari hálfleik skoruðu
Pólverjar, sem voru mun betri
aðilinn i þessum leik, tvö mörk og
urðu þar með Olympiumeistarar.
Þess má geta, að Ungverjar sigr-
uðu i knattspyrnukeppni
Olympiuleikanna i Tokió og
Mexikó.
Rússar sigruðu
Bandaríkjamenn
Körfuknattleikskeppni
Olympiuleikanna i MUnchen
er sú sögulegasta til þessa.
Miklar deilur stóðu um það aö
afloknum úrslitaleik Banda i
rikjamanna og Sovétmanna,
hvor aðilinn hefði sigrað. Þeg-
ar leiknum var lokið stóöu
leikar 50:49 Bandarikjamönn-
um i vil. Höfðu þeir þá skorað
tvö siðustu stigin úr vitaköst-
um rétt fyrir leikslok. Dómar-
ar leiksins tóku þá ákvörðun
að bæta 3 sekúndum við leik-
timann og tókst Sovétmönnum
að skora körfu, 51:50, með
langskoti. Mótmæltu Banda-
rikjamenn aukatimanum, en
eftir langa mæðu var ákveðið
að taka kæru þeirra ekki til
greina — og hlutu Sovétmenn
þvi gullverðlaunin og rufu
meira en þriggja áratuga ein-
okun Bandarikjamanna I
þessari grein á Olympiuleik-
um.