Tíminn - 12.09.1972, Side 17
Þriðjudagur 12. september 1972
17
Armann og FH
keppa um titil-
inn í kvenna-
knattspyrnu
Nú er lokið riðlakeppninni i
kvennaknattspyrnu og komust
Armann og FH i úrslit. Munu
þessi lið leika úrslitaieik um
islandsmeistaratitilinn innan
skamms.
Ármenningar höfðu mikla
yfirburöi i sinum riðli og unnu
flesta sina leiki með miklum
markamun, nú siðast i
Grindavik með 8:0.
t hinum riðlunum var
keppnin miklu jafnari, en þar
stóð baráttan milli FH og
Fram. Léku þessi lið saman á
sunnudaginn og lauk leiknum
með jafntefli, 1:1, en jafntefli
nægði FH-stúlkunum til sigurs
i riðlinum, þar sem Fram
hafði gert jafntefli við Þrótt,
en FH unnið leiki sina gegn
brótti og Breiðablik.
Annars urðu úrslit i siðustu
leikjunum i riðlunum þessi:
Haukar—IBK 1:0
Ármann—Grindav. 8:0
Fram—FH 1:1
Breiðabl,—Þrótt. 2:1
Fram og KR
leika til úrslita
í 3. flokki
Undanfarna daga hefur
staðið yfir úrslitakeppni i 3.
aldursflokki i Islandsmótinu i
knattspyrnu, en fimm lið leika
til úrsíita. Er nú aðeins einum
leik ólokið, en það er leikur
Fram og KR, sem er hreinn
úrslitaleikur. Fer sá leikur
fram annað hvort siöar I
þessari viku eða um næstu
helgi.
unnu
stórsigur í síðasta leik sínum
Keflvikingar sigruðu Val á
Melavcllinum s.l. laugardag með
þrcmur mörkum gegn engu. Var
þetta siðasti leikur liðanna i 1.
deildar kcppninni, og sást það
greinilega á lcik þcirra. — Vals-
liöið var ekki upp á marga fiska,
og liðið sýndi ekki góða knatt-
spyrnu. Kcflavikurliðið var mun
liflegra, og átti það góða kafla i
leiknum. en það var greinilegt, að
mölin háöi liöinu, eins og flestum
liöum sem leika nú á malarvelli,
eftir að hafa leikið á grasi i allt
sumar.
Keflvikingar tóku forystuna
á 5. min. fyrri hálfleiks, með
fallegu marki frá Herði
Ragnarssyni. Hann fékk knött
inn rétt fyrir utan vitateig og
sendi hann þaðan með föstu skoti
i markið, algjörlega óverjandi
fyrir Sigurð Dagsson, markvörð
Vals. Eftir markið skiptust liðin á
um að sækja, en þeim tókst ekki
að koma knettinum i netið. Kefl-
vikingar áttu yfirleitt hættulegri
sókn sem stöðvaðist þó oftast á
Sigurði Dagssyni markverði, sem
var bezti maður Vals i leiknum.
Á fimmtu minútu siðari hálf-
leiks kom svo annað mark Kefl-
vikinga. Friðrik Ragnarsson og
Tryggvi Tryggvason, ungur ný-
liði i Valsliðinu kepptust um
knöttinn inni i markteig Vals, og
þá varð Tryggvi fyrir óhappi,
hann ætlaði að hreinsa frá, en
hitti ekki vel knöttinn, sem small i
þverslánni og inn, óverjandi fyrir
Sigurð markvörð. Keflvikingar
sóttu mikiö eftir markið, og léku
framlinumenn þeirra oft lausum
hala inni i vitateig Vals, en þeir
voru greinilega ekki á skotskón-
um — knötturinn vildi ekki i mark
Vals fara.
Það var ekki fyrr en á 22. min.
að knötturinn hafnaði aftur i
Valsmarkinu. Friðrik Ragnars-
son fékk hann fyrir utan vitateig,
vippaði honum með vinstra fæti
yfir á hægri, og sendi hann svo
með „bananaskoti” yfir Vals-
vörnina. Sigurður Dagsson reikn-
aði knöttinn yfir, og einnig flestir
áhorfendur, en þetta lúmska skot
Friðriks datt niður i markið uppi
við þverslá. Ekki voru fleiri mörk
skoruð i leiknum, sem Kefl-
vikingar áttu meira i. Hefðu þeir
verið heppnir með skot, gátu þeir
alveg eins unnið leikinn með
meiri mun.
Valsliðið var frekar dauft i
leiknum, og leikmenn liðsins voru
ekki allir i sinum stöðum i liðinu.
Jóhannes Edvaldsson lék sem
miðvörður, en hann hefur oftast
leikið með liðinu sem sóknar-
tengiliður. Þá var Þórir Jónsson
hálfgerður miðherji, og flejri
breytingará liöinu voru i þessum
dúr.
Keflavikurliðið átti þokkalegan
leik, og unnu leikmenn liðsins
mikið i leiknum, þeir reyndu að
láta knöttinn ganga á milli leik-
manna, og þeim tókst það oft
mjög vel, sköpuðu sér marktæki-
færi, eftir að hafa dregið vörn
Vals i sundur.
Ahorfendur að leiknum voru
ekki margir, enda er tslandsmót-
inu raunverulega lokið, eftir að
Framliðinu tókst að sigra það, þó
að það eigi tvo leiki eftir. Það
hefur ekki gerzt i mörg ár, að ekki
sé spenna fram á siðasta leik i
mótinu.
Einnig koma miklu færri áhorf-
endur til aö sjá leiki á Melavell-
inum, eftir að hafa horft á leiki
leikna á grasvelli. Það er allt
annað að horfa á leiki úr stúkunni
á Laugardalsvellinum, heldur en
að sjá þá úr stúkunni á Melavell-
inum, sem er miklu minni en
Laugardalsvöllurinn. Leikir, sem
leiknir eru á Melavellinum virð-
ast alltaf leysast upp i þóf og leið-
indi. SOS.
Knattspyrnulið stúdenta
skoðar sig um í Liverpool
- og leikur gegn enskum stúdentaliðum
Knattspyrnulið stúdenta
hefur verið boðið að koma til
Englands og leika þar nokkra
leiki gegn enskum stúdenta-
liðum, og mun liöið halda til
Englands innan skamms.
Eins og menn muna.þá var hér
fyrir stuttu, statt háskóialið
frá Liverpool og lék hér
nokkraleiki, en það er einmitt
þetta lið, sem hefur boðið
stúdentaliðinu isienzka til
Liverpool.
tslenzku stúdentunum hefur
verið boðið að leika nokkra
leiki i Liverpool og nágrenni.
Einnig hefur þeim verið boðið
að fylgjast með æfingum hjá 1.
deildarliði Liverpool og
kynnast starfsemi félagsins,
sem er eitt frægasta og sterk-
asta félag Englands og hefur á
að skipa frábærum leik
mönnum. Þá er stúdentunum
boðið að fylgjast með Liver-
pool-liðinu i 1. deildar leik, er
liðið leikur gegn Sheff. Utd. á
heimavelli sinum, Anfield
Road, laugardaginn 23. sept-
ember.
Biður nú stúdentaliðið
spennt eftir að komast til
Liverpool og leika þar og
kynnast starfsemi Liverpool
liðsins fræga. SOS
------------------------
Hér á myndinni, sjást bikarmeistarar Legia— leikmennirnir eru taldir frá vinstri: J. Pieszko, R. Gadocha, Cmikiewicz, Trzaskowski, Deyna,
Niedziolka, Stachurski, Cypka, Nowak, Mowlik og fyrirliöi liösins Bernard Blaut.
Nýbakaðir Olympíumeistarar
leika í Laugardalnum í kvöld
nAainc 1 r7R Uonn hofnr t \r í kVlikc NIK 117.101 .K A árfl
- gegn Víkingum í Evrópubikarkeppninni
Fimm nýbakaðir Olympiu-
meistarar i knattspyrnu teika á
I.augardalsvellinum i kvöld með
pólska bikarmeistaraliðinu Legia
frá Varsjá gegn Viking i Evrópu-
keppninni, en leikurinn hcfst
stundvislcga kl. 18.15. Enda þótt
nokkuð langur vegur sé milli 01-
ympiumeistaranna og fallliðs
Vikings, verður án cfa gaman að
leiknum i kvöld, eins og jafnan,
þegar góðir og þekktir knatt-
spyrnusnillingar sækja okkur
heim.
t liði Legia, Varsjá, sem leikur
við Viking i EvrópukeppnL bikar-
hafa, eru margir af kunnustu
leikmönnum Póllands. Nokkrir
þeirra léku á Olympiuleikunum i
Miinchen á dögunum, þar sem
pólska liðið varð 01-meistari.
Leikmenn Legia voru beztu menn
liðsins þar og skoruðu meginhluta
marka liðsins.
t liði Legia, sem leikur hér á
Laugardalsvelli, eru hvorki fleiri
né færri en átta pólskir landsliðs-
menn, sem leikið hafa i pólska
landsliðinu siðustu mánuðina —
það má þvi segja, að Vikingur
mæti þarna nokkurn veginn
pólska landsliðinu.
Sextán leikmenn koma með
Legia hingað til tslands, og eru
þeir þessir:
Piotr MOWLIK, markvörður 21
árs að aldri, sem talinn er efni-
legasti markvörður Póllands, þó
hann sé heldur lágur i loftinu, eða
aðeins 1,76. Hann hefur tvi
vegis leikið i pólska landsliðinu.
Wieslaw SURLIT, markvörður
liðsins, 23 ára og hár vexti og
þungur, næstum niutiu kóló.
Wladyslaw STACHURSKI, einn
af þekktustu leikmönnum liðsins,
sem leikið hefur á annan tug
landsleikja. Hann er 27 ára gam-
all og fljótur, hávaxinn bak-
vörður. Var i ólympiuliðinu i
Miinchen.
Zygfryd BLAUT, bakvörður,
sem leikið hefur einu sinni i
landsliðinu, 29 ára gamall, lág-
vaxinn.
Antoni TRZASKOWSKI, 31
árs gamall bakvörður, sem leikið
hefur hundruð leikja fyrir Legia
og oft i Evrópukeppninni.
Feliks NIEDZIOLKA, 25 ára
gamall bakvörður.
Andrzcj ZYGMUNT, bakvörð-
ur, 27 ára gamall.
Bcrnard BLAUT, framvörður,
32 ára. Fyrirliði liðsins og þekkt-
asti leikmaður Legia gegnum
árin. Var i ólympiuliðinu i
Miinchen og hefur leikið á fimmta
tug landsleikja, eða fleiri en
nokkur annar leikmaður hjá
Legia.
Kazimicrz DEYNA, framvörð-
ur, sem á það til að skora mörk,
eins og vel gefa til kynna tvö'
mörk hans i fyrsta leik Póllands i
Miinchen á dögunum, þegar Pól-
land vann Kólombiu 5-1. Hefur
Framhald á bls. 19
Islandsmeistararnir 1971
Hér er hinn leikni og marsækni
tengiliður liðsins, Leslaw
Cmikiewicz.