Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.09.1972, Blaðsíða 1
74. þing Sunnudaginn 3. september söfnuðust flestir þingfulltrúa saman fyrir utan Hótel KEA og var þessi hópmynd tekin þar. (Timamynd—Kóbert) SUF-þingið mótaði skýra og ákveðna íslenzka vinstristef nu 14. þing Sambands ungra framsóknarmanna, sem haldið var á Akureyri dagana 1.-3. september siðastliðinn, hefur vakið óskipta athygli. Kemur það bæði til af þvi, að þetta var langfjölmennasta þingið i sögu samtakanna, og fjnu, að á þessu þingi var mótuð skýr og ákveðin vinstri ^stófna i þjóðmálum. t þessum blaðauka eru helztu ályktanir SUF-þingsins birtar. Sömuleiðis birtist i blaðinu nöfn allra miðstjórnar- manna samtakanna og fjöldi mynda frá þessu glæsilega þingi. ítarleg stefnuskrá Stjórnmálayfirlýsing SUF-þingsins, sem birt er i opn- unni, er itarlegri en oft áður, enda felst i henni grund- vallarstefnuskrá samtakanna i innanrikis- og utanrikis- málum. Þessi stefnuskrá verður sá málefnagrundvöllur. sem starfsemi samtakanna mun byggjast á næstu árin. Hún er sú skýra og ákveðna islenzka vinstri stefna, sem SUF berst fyrir. Grunntónn þessarar islenzku vinstri stefnu er sköpun þjóðfélags jafnaðar og virks lýðræðis, sem stjórnað er eftir leiðum félagshyggju og skipulagshyggju. 1 stjórnmálayfirlýsingunni er bent á ýmsar þær leiðir, sem SUF vill fara við sköpun jafnréttisþjóðfélagsins. Og í sérstakri samþykkt þingsins um efnahagsmál eru raktir itarlega helztu þættir þeirrar skipulegu stjórnar efna- hagslifsins, sem felst i skipulagshyggju SUF. Byggðajafnvægi og dreifing valdsins Sérstök áherzla er lögð á eflingu landsbyggðarinnar og dreifingu valdsins um landið. SUF telur markvissa byggðastefnu, sem miðar að þvi að halda landinu öllu i byggð, bæði þjóðarnayðsyn og þjóðarskyldu, og i sérstök- um kafla stjórnmálayfirlýsingarinnar er bent á ýmsar þær aðgerðir, sem nauðsynlegar eru til þess að viðhalda lifvænlegri byggð um allt landið og tryggja jafnrétti þegn- anna, hvar svo sem þeir búa á landinu. Þetta verður, sem hingað til, eitt af helztu bafáttumál- um ungra framsóknarmanna. Nýtt lífsgæðamat og verndun landsins SUF-þingið lagði einnig mikla áherzlu á nýtt lifsgæða- mat, sem setur manngildi, aldlega og likamlega heil- brigði, öflugt islenzkt menningarstarf og verndun islenzkrar náttúru ofar gildismati gróðahyggjunnar og peningavaldsins. 1 þvi sambandi er t.d. lögð megináherzla á að varðveita verði fegurð, sérkenni og hreinleika landsins og tryggja það, að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að landinu. I þvi sambandi er nauðsynlegt a.ð berjast mjög ákveðið gegn þvi, að einstaklingar geti i krafti fjármagns sins keypt og lokað af ýmsa fegurstu staði landsins og meinað öðrum landsmönnum þennig aðgang að þeim. Sjólfstæð utanríkisstefna I sjálfstæðis- og utanrfkismálum er stefna SUF einnig skýr og ákveðin. Lögð er áherzla á frjálst herstöðvalaust land, og alger yfirráð Islendinga sjálfra yfir landi sinu, landgrunni, menningu og atvinnutækjum. Útfærslu fiskveiðilögsögunnar er sérstaklega fagnað, en jafnframt lögð áherzla á, að þegar verði hafinn undir- búningur að frekari útfærslu hennar. SUF-þingið fagnaði þeirri sjálfstæðu utanríkisstefnu, sem rikisstjórnin hefur tekið upp, og leggur áherzlu á, að á alþjóðavettvangi veiti Islendingar lið óháðum friðar- öflum, og þeim, sem eigi við kúgun og ofriki að striða. Örari endurnýjun Ungir framsóknarmenn hafa oftsinnis lagt áherzlu á örari endurnýjun i trúnaðarstöðum, og sú stefna var itrekuð á Akureyrarþinginu. Þetta á ekki aðeins við um stjórnmálaflokkana, heldur einnig ýmsar aðrar valda- stofnanir og hagsmunasamtök i landinu. SUF mun berjast fyrir þvi á næstu árum, að á núverandi ástandi verði veruleg breyting, svo að kraftar ungs fólks komi að sem beztum notum i þjóðlifinu, en meðal þeirra verkefna,sem þingið sérstaklega fól stjórn SUF var að kanna, hvort unnt væri að sameinast um framboð ungs framsóknarfólks i hinum einstöku kjör- dæmum. Sameining jafnaðar- og samvinnumanna Hér að ofan hefur i fáeinum orðum verið bent á nokkur meginatriði þeirrar vinstrí stefnu, sem SUF-þingið á Akureyri markaði. Ungum framsóknarmönnum er ljóst, að þessi stefna nær ekki fram að ganga nema vinstri öflin fari með stjórn landsins. Þess vegna lagði þingið áherzlu á, að stjórn SUF héldi áfram baráttu sinni fyrir sam- einingu jafnaðar- og samvinnumanna, og lét i ljós þá von sina,að áttundi áratugurinn yrði timabil nýrrar vinstri stefnu á íslandi. Að þvi mun Samband ungra framsóknarmanna vinna heilshugar og af fuJlri einurð. Elias Snæland Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.